Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2025 10:23 Jenna mælir með spf 50 á andlit, bringu, hendur og handabök og spf 30 á aðra hluta líkamans í sólinni. Hvað ljósabekkina varðar vill hún banna þá alfarið. Vísir/Vilhelm/Getty Það er varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól, segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Þannig sé mikið brún húð í mikilli vörn. Hún segir fáránlegt að ekki sé búið að banna ljósabekki á Íslandi. Jenna var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hún var meðal annars spurð út í fullyrðingar sem ganga nú villt og galið um samfélagsmiðla, þess efnis að sólarvörn sé ekki síður skaðleg en sólin sjálf og jafnvel krabbameinsvaldandi. „Það er náttúrulega algjört rugl,“ svaraði Jenna um hæl. „Og margar stórar og góðar rannsóknir búnar að sýna það að þetta ver okkur gegn krabbameinum. Og við eigum algjörlega að nota sólarvörn.“ Mikil aukning hafi verið á greiningum húðkrabbameina síðustu áratugi og þá ekki síst vegna breyttrar „sólarhegðunar“, það er að segja sólarlandaferða þar sem fólk bókstaflega baðar sig í sólinni. „Þetta eru líka vissar atvinnustéttir,“ bætir Jenna við. „Þeir sem eru með krónískar, eða langvinnar, sólarskemmdir eru mikið til golfarar og svo náttúrulega bændur og þeir sem vinna úti við og eru útsettir fyrir sólinni.“ Að sögn Jennu geta neytendur vel treyst allri CE-merktri sólarvörn frá stórum framleiðendum en hún minnti líka á að sólarvörnin væri ekki bara fyrir sólríkustu og heitustu dagana, heldur líka fyrir daga þar sem sólin væri ekki alveg jafn áberandi. „Hér á Íslandi myndi ég segja alveg frá apríl, þegar sólin verður orkuríkari og fer að fara meira inn um gluggana og allt þetta, þá byrjar maður alveg að bera á sig sólarvörn daglega,“ segir hún. Jenna sparar ekki stóru orðin þegar kemur að ljósabekkjum. „Það er algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá. Ástralía og Brasilía eru búin að banna þá og svo er eitt land sem mér finnst eiginlega mjög skemmtilegt að sé búið að banna þá og það er Íran,“ segir Jenna. „Mér finnst að við hér á Íslandi ættum að gera það. Ljósabekkir valda fleiri krabbameinum en sígarettur,“ bætir hún við. Gjöld séu lögð á sígarettur en ljósabekkir séu út um allt og ekkert gert við því. Jenna segir það hafa verið mikið heillaspor að banna einstaklingum undir 18 ára að nota ljósabekki. „Því ef þú færð sólbruna eða brennur undir tvítugu, þá ertu búin að auka áhættuna á sortuæxlum um 75 prósent.“ Þá stórauki ljósabekkjanotkun fyrir 35 ára einnig áhættuna. Að sögn Jennu greinast yfir 50 manns með sortuæxli á hverju ári. Konur greinist yfirleitt um fimmtugt en karlar um sextugt. Dánartíðnin sé um tíu á ári. „Það er ekkert grín að fá sortuæxli,“ segir hún. Jenna segir ekki vanþörf á vitundarvakningu líkt og ráðist var í um aldamótin, eftir mikla aukningu húðkrabbameina meðal ungra kvenna. Það átak hafi skilað árangri og krabbameinum fækkað í einhver ár. Sortuæxli getur bæði birt sem nýr, óvenjulegur blettur og sem breyting á fæðingablett sem var fyrir. Hér má finna svar Vísindavefs HÍ um húðkrabbamein. Sólin Heilbrigðismál Ljósabekkir Bítið Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Jenna var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hún var meðal annars spurð út í fullyrðingar sem ganga nú villt og galið um samfélagsmiðla, þess efnis að sólarvörn sé ekki síður skaðleg en sólin sjálf og jafnvel krabbameinsvaldandi. „Það er náttúrulega algjört rugl,“ svaraði Jenna um hæl. „Og margar stórar og góðar rannsóknir búnar að sýna það að þetta ver okkur gegn krabbameinum. Og við eigum algjörlega að nota sólarvörn.“ Mikil aukning hafi verið á greiningum húðkrabbameina síðustu áratugi og þá ekki síst vegna breyttrar „sólarhegðunar“, það er að segja sólarlandaferða þar sem fólk bókstaflega baðar sig í sólinni. „Þetta eru líka vissar atvinnustéttir,“ bætir Jenna við. „Þeir sem eru með krónískar, eða langvinnar, sólarskemmdir eru mikið til golfarar og svo náttúrulega bændur og þeir sem vinna úti við og eru útsettir fyrir sólinni.“ Að sögn Jennu geta neytendur vel treyst allri CE-merktri sólarvörn frá stórum framleiðendum en hún minnti líka á að sólarvörnin væri ekki bara fyrir sólríkustu og heitustu dagana, heldur líka fyrir daga þar sem sólin væri ekki alveg jafn áberandi. „Hér á Íslandi myndi ég segja alveg frá apríl, þegar sólin verður orkuríkari og fer að fara meira inn um gluggana og allt þetta, þá byrjar maður alveg að bera á sig sólarvörn daglega,“ segir hún. Jenna sparar ekki stóru orðin þegar kemur að ljósabekkjum. „Það er algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá. Ástralía og Brasilía eru búin að banna þá og svo er eitt land sem mér finnst eiginlega mjög skemmtilegt að sé búið að banna þá og það er Íran,“ segir Jenna. „Mér finnst að við hér á Íslandi ættum að gera það. Ljósabekkir valda fleiri krabbameinum en sígarettur,“ bætir hún við. Gjöld séu lögð á sígarettur en ljósabekkir séu út um allt og ekkert gert við því. Jenna segir það hafa verið mikið heillaspor að banna einstaklingum undir 18 ára að nota ljósabekki. „Því ef þú færð sólbruna eða brennur undir tvítugu, þá ertu búin að auka áhættuna á sortuæxlum um 75 prósent.“ Þá stórauki ljósabekkjanotkun fyrir 35 ára einnig áhættuna. Að sögn Jennu greinast yfir 50 manns með sortuæxli á hverju ári. Konur greinist yfirleitt um fimmtugt en karlar um sextugt. Dánartíðnin sé um tíu á ári. „Það er ekkert grín að fá sortuæxli,“ segir hún. Jenna segir ekki vanþörf á vitundarvakningu líkt og ráðist var í um aldamótin, eftir mikla aukningu húðkrabbameina meðal ungra kvenna. Það átak hafi skilað árangri og krabbameinum fækkað í einhver ár. Sortuæxli getur bæði birt sem nýr, óvenjulegur blettur og sem breyting á fæðingablett sem var fyrir. Hér má finna svar Vísindavefs HÍ um húðkrabbamein.
Sólin Heilbrigðismál Ljósabekkir Bítið Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira