Fréttir Segir Úkraínumenn ekki skorta hugrekki, heldur skotfæri Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði við því í dag að Úkraínumenn glímdu við mikinn skotfæraskort og þyrftu meiri stuðning frá bakhjörlum þeirra. Hann sagði bakhjarla Úkraínu skorta pólitískan vilja. Erlent 14.3.2024 15:02 Árni Stefán fær 400 þúsund króna styrk Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að styrkja Árna Stefán Árnason dýralögfræðing um heilar fjögur hundruð þúsund krónur. Innlent 14.3.2024 14:51 Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. Innlent 14.3.2024 14:44 Gefur ekki kost á sér Ólafur Jóhann Ólafsson mun ekki gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Innlent 14.3.2024 14:40 Með tíu kíló af grasi í farangrinum Breskur karlmaður hefur verið í átta mánaða fangelsi fyrir að flytja inn tíu kíló af marijúana. Innlent 14.3.2024 14:24 Fimmtíu milljónir árlega í rekstur bílastæða við HÍ Gjaldtaka á bílastæðum við Háskóla Íslands hefst í haust. Rektor háskólans segir tilganginn að draga úr bílaumferð um svæðið og auka kostnaðarvitund starfsfólks og nemenda um bílastæðin en Háskólinn hefur borgað fimmtíu milljónir árlega fyrir rekstur stæðanna. Innlent 14.3.2024 14:07 Vilja fá saksóknara til að rannsaka Biden Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings standa nú frammi fyrir því að tilraunir þeirra til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir meint embættisbrot muni misheppnast. Þeim hefur ekki tekist að sýna fram á að Biden hafi brotið af sér í starfi og þau atkvæði þingmanna sem þarf til að ákæra hann. Erlent 14.3.2024 13:01 Nú má heita Hendrix og Tótla Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkurn fjölda nýrra mannanafna. Meðal þeirra eru Hendrix, Sammi, Tótla, Smíta, Alífa og Þruma. Aftur á móti fellst nefndin ekki á að fólk menn megi heita Aftur. Innlent 14.3.2024 12:34 „Mjög slæmt“ ef upphlaupið hefði neikvæð áhrif á vinnumarkaðssátt Ekki er ljóst hvort öll sveitarfélög landsins muni bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í haust eins og samið var um í nýgerðum kjarasamningum, eftir „óvænt upphlaup“ Sjálfstæðismanna, að sögn formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún telur það þó liklegt en hvert og eitt sveitarfélag eigi eftir að útfæra framkvæmdina. Innlent 14.3.2024 12:15 Telja að fimm unglingar hafi kveikt í húsinu Lögregla telur sig vita hverjir kveiktu í Hafnartúnshúsi á Selfossi um helgina. Fimm eru taldir hafa átt hlut að máli og eru börn á meðal grunaðra. Innlent 14.3.2024 12:12 Grunaður um innflutning á tugum kílóa fíkniefna Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson, maður sem er eftirlýstur á vef alþjóðalögreglunnar Interpol að beiðni lögreglu á Íslandi, er grunaður um innflutning á tugum kílóa fíkniefna í apríl á síðasta ári. Innlent 14.3.2024 12:09 Óboðinn gestur færir sig upp á skaftið á Nesinu Íbúar á Seltjarnarnesinu hafa um árabil haft áhyggjur af mink enda kríuvarpið á Gróttu eitt einkennistákn bæjarins. Það vakti því athygli þegar sást til minks skokkandi á milli húsa í bænum í morgun. Innlent 14.3.2024 12:03 Hvar er Katrín?: Konunglegt klúður og forsetafabúleringar Fólk út um allan heim veltir því nú fyrir sér hvað hefur drifið á daga Katrínar prinsessu af Wales og á litla Íslandi virðast menn bíða eftir því að nafna hennar Jakobsdóttir stígi undan feldi og tilkynni af eða á um forsetaframboð. Innlent 14.3.2024 11:58 Kjarasamningar undirritaðir en skólamáltíðir í uppnámi Í hádegisfréttum fjöllum við um nýgerða kjarasamninga sem undirritaðir voru á milli verslunarmanna og SA í nótt. Innlent 14.3.2024 11:40 Ekið með björgunarþyrlu til Akureyrar Fyrsta stóra björgunarþyrla Íslendinga TF-LIF verður í dag flutt úr flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli á Flugsafn Íslands á Akureyri. Lagt var af stað með þyrluna frá flugskýlinu á tólfta tímanum en búist er við að ferðin taki sex tíma. Innlent 14.3.2024 11:33 „We lost your keys“ Ófögrum sögum fer af fyrirtækinu Base Parking sem sér um að leggja bílum og geyma fyrir flugfarþega. James Weston er forstöðumaður á frístundaheimili og hann fékk að finna fyrir óvönduðum vinnubrögðum. Innlent 14.3.2024 11:21 Lagt hald á þúsundir taflna hér á landi Tollgæslan og Lyfjastofnun voru meðal þátttakenda í alþjóðlegri aðgerð Europol sem beindist að viðskiptum og innflutningi á ólöglegum lyfjum. Alls tóku 30 ríki þátt í aðgerðinni sem bar nafnið Operation SHIELD IV og stóð yfir frá apríl til október 2023. Innlent 14.3.2024 10:33 Þriðja flugferð Starship heppnaðist vel Starfsmenn SpaceX stefna að þriðja tilraunaskoti Starship geimfarsins í dag. Síðustu tvær tilraunir með þetta risastóra geimfar og eldflaug hafa endað með stórum sprengingum. Skotglugginn svokallaði opnast klukkan hálf eitt að íslenskum tíma, eða hálf átta að morgni að staðartíma. Erlent 14.3.2024 10:30 Kim keyrði skriðdreka á æfingu Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, tók nýverið þátt í æfingu með hermönnum sínum, þar sem þeir voru að æfa sig á nýrri gerð skriðdreka. Kallaði hann eftir frekari undirbúningi svo herinn væri tilbúinn í mögulegt stríð. Erlent 14.3.2024 10:23 Íkveikja staðfest og ungt fólk grunað um græsku Lögreglan á Suðurlandi segir rannsókn á eldsvoða í Hafnartúni við Sigtúnsgarð á Selfossi þann níunda mars hafa leitt í ljós að um íkveikju hafi verið að ræða. Innlent 14.3.2024 09:55 Bein útsending: Landsþing sveitarfélaga Landsþing sveitarfélaga fer fram í Hörpu í dag þar sem kjörnir fulltrúar sveitarfélaga um allt land ræða þau málefni sem helst brenna á sveitarfélögunum. Innlent 14.3.2024 09:30 „Óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir gagnrýni 26 oddvita Sjálfstæðisflokksins á aðkomu hennar að gerð kjarasamninga söguskoðun sem ekki standist. „Þetta er óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks myndi ég segja.“ Innlent 14.3.2024 08:51 Ísraelsher braut alþjóðalög þegar skotið var á hóp blaðamanna Ísraelsher braut alþjóðalög í Líbanon í fyrra þegar skriðdreki skaut á hóp af einstaklingum sem voru bersýnilega merktir sem blaðamenn. Blaðamaður Reuters lést og sex særðust. Erlent 14.3.2024 08:04 Norðlæg átt og víðast dálítil él Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, víða fimm til þrettán metrum á sekúndu, og dálitlum éljum í flestum landshlutum. Veður 14.3.2024 07:43 Tusk hyggst skipta út 50 sendiherrum hægristjórnarinnar Stjórnvöld í Póllandi hafa afturkallað 50 sendiherra sína í viðleitni til þess að bæta alþjóðleg samskipti á viðsjárverðum tímum. Utanríkisráðuneytið segir aðgerðina nauðsynlega og utanríkisþjónustuna verða faglegri fyrir vikið. Erlent 14.3.2024 06:56 Oddvitar Sjálfstæðisflokksins um allt land krefja Heiðu skýringa Tuttugu og sex oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélögum út um allt land gagnrýna formann Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir að fara gegn vilja sveitarfélaganna í aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Innlent 14.3.2024 06:34 SA og verslunarmenn hafa undirritað kjarasamning Samtök atvinnulífsins og verslunarmenn undirrituðu kjarasamning nú á fyrsta tímanum. Samningurinn byggir að miklu leyti á þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru í síðustu viku og gildir til fjögurra ára. Ekkert verður af boðuðum verkföllum VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli og verkbanni Samtaka atvinnulífsins á skrifstofufólk í VR. Innlent 14.3.2024 00:39 Enn fundað í Karphúsinu Enn funda samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna í Karphúsinu. Nefndirnar ræða nú innanhústillögu sem ríkissáttsemjari lagði fyrir þær fyrr í dag eftir margra daga málamiðlun. Innlent 13.3.2024 23:13 Segir formanninn haldinn „athyglissýki á lokastigi“ Sveinn Andri Sveinsson verjandi sakborninga í hryðjuverkamálinu segir Sigurð Örn Hilmarsson, formann Lögmannafélags Íslands, vera haldinn athyglissýki á lokastigi vegna ummæla hans í viðtali við Ríkisútvarpið fyrr í dag. Innlent 13.3.2024 22:41 Ferðin yfir nýja Ölfusárbrú mun kosta 500 krónur Kostnaður við byggingu nýrrar Ölfusárbrúar austan við Selfoss verður væntanlega um fjórtán milljarðar króna en honum verður mætt með vegjöldum en reiknað er með að ferðin muni kosti fimm hundruð krónur á bíl. Áfram verður hægt að aka ókeypis yfir núverandi Ölfusárbrú. Innlent 13.3.2024 22:16 « ‹ 318 319 320 321 322 323 324 325 326 … 334 ›
Segir Úkraínumenn ekki skorta hugrekki, heldur skotfæri Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði við því í dag að Úkraínumenn glímdu við mikinn skotfæraskort og þyrftu meiri stuðning frá bakhjörlum þeirra. Hann sagði bakhjarla Úkraínu skorta pólitískan vilja. Erlent 14.3.2024 15:02
Árni Stefán fær 400 þúsund króna styrk Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að styrkja Árna Stefán Árnason dýralögfræðing um heilar fjögur hundruð þúsund krónur. Innlent 14.3.2024 14:51
Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. Innlent 14.3.2024 14:44
Gefur ekki kost á sér Ólafur Jóhann Ólafsson mun ekki gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Innlent 14.3.2024 14:40
Með tíu kíló af grasi í farangrinum Breskur karlmaður hefur verið í átta mánaða fangelsi fyrir að flytja inn tíu kíló af marijúana. Innlent 14.3.2024 14:24
Fimmtíu milljónir árlega í rekstur bílastæða við HÍ Gjaldtaka á bílastæðum við Háskóla Íslands hefst í haust. Rektor háskólans segir tilganginn að draga úr bílaumferð um svæðið og auka kostnaðarvitund starfsfólks og nemenda um bílastæðin en Háskólinn hefur borgað fimmtíu milljónir árlega fyrir rekstur stæðanna. Innlent 14.3.2024 14:07
Vilja fá saksóknara til að rannsaka Biden Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings standa nú frammi fyrir því að tilraunir þeirra til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir meint embættisbrot muni misheppnast. Þeim hefur ekki tekist að sýna fram á að Biden hafi brotið af sér í starfi og þau atkvæði þingmanna sem þarf til að ákæra hann. Erlent 14.3.2024 13:01
Nú má heita Hendrix og Tótla Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkurn fjölda nýrra mannanafna. Meðal þeirra eru Hendrix, Sammi, Tótla, Smíta, Alífa og Þruma. Aftur á móti fellst nefndin ekki á að fólk menn megi heita Aftur. Innlent 14.3.2024 12:34
„Mjög slæmt“ ef upphlaupið hefði neikvæð áhrif á vinnumarkaðssátt Ekki er ljóst hvort öll sveitarfélög landsins muni bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í haust eins og samið var um í nýgerðum kjarasamningum, eftir „óvænt upphlaup“ Sjálfstæðismanna, að sögn formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún telur það þó liklegt en hvert og eitt sveitarfélag eigi eftir að útfæra framkvæmdina. Innlent 14.3.2024 12:15
Telja að fimm unglingar hafi kveikt í húsinu Lögregla telur sig vita hverjir kveiktu í Hafnartúnshúsi á Selfossi um helgina. Fimm eru taldir hafa átt hlut að máli og eru börn á meðal grunaðra. Innlent 14.3.2024 12:12
Grunaður um innflutning á tugum kílóa fíkniefna Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson, maður sem er eftirlýstur á vef alþjóðalögreglunnar Interpol að beiðni lögreglu á Íslandi, er grunaður um innflutning á tugum kílóa fíkniefna í apríl á síðasta ári. Innlent 14.3.2024 12:09
Óboðinn gestur færir sig upp á skaftið á Nesinu Íbúar á Seltjarnarnesinu hafa um árabil haft áhyggjur af mink enda kríuvarpið á Gróttu eitt einkennistákn bæjarins. Það vakti því athygli þegar sást til minks skokkandi á milli húsa í bænum í morgun. Innlent 14.3.2024 12:03
Hvar er Katrín?: Konunglegt klúður og forsetafabúleringar Fólk út um allan heim veltir því nú fyrir sér hvað hefur drifið á daga Katrínar prinsessu af Wales og á litla Íslandi virðast menn bíða eftir því að nafna hennar Jakobsdóttir stígi undan feldi og tilkynni af eða á um forsetaframboð. Innlent 14.3.2024 11:58
Kjarasamningar undirritaðir en skólamáltíðir í uppnámi Í hádegisfréttum fjöllum við um nýgerða kjarasamninga sem undirritaðir voru á milli verslunarmanna og SA í nótt. Innlent 14.3.2024 11:40
Ekið með björgunarþyrlu til Akureyrar Fyrsta stóra björgunarþyrla Íslendinga TF-LIF verður í dag flutt úr flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli á Flugsafn Íslands á Akureyri. Lagt var af stað með þyrluna frá flugskýlinu á tólfta tímanum en búist er við að ferðin taki sex tíma. Innlent 14.3.2024 11:33
„We lost your keys“ Ófögrum sögum fer af fyrirtækinu Base Parking sem sér um að leggja bílum og geyma fyrir flugfarþega. James Weston er forstöðumaður á frístundaheimili og hann fékk að finna fyrir óvönduðum vinnubrögðum. Innlent 14.3.2024 11:21
Lagt hald á þúsundir taflna hér á landi Tollgæslan og Lyfjastofnun voru meðal þátttakenda í alþjóðlegri aðgerð Europol sem beindist að viðskiptum og innflutningi á ólöglegum lyfjum. Alls tóku 30 ríki þátt í aðgerðinni sem bar nafnið Operation SHIELD IV og stóð yfir frá apríl til október 2023. Innlent 14.3.2024 10:33
Þriðja flugferð Starship heppnaðist vel Starfsmenn SpaceX stefna að þriðja tilraunaskoti Starship geimfarsins í dag. Síðustu tvær tilraunir með þetta risastóra geimfar og eldflaug hafa endað með stórum sprengingum. Skotglugginn svokallaði opnast klukkan hálf eitt að íslenskum tíma, eða hálf átta að morgni að staðartíma. Erlent 14.3.2024 10:30
Kim keyrði skriðdreka á æfingu Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, tók nýverið þátt í æfingu með hermönnum sínum, þar sem þeir voru að æfa sig á nýrri gerð skriðdreka. Kallaði hann eftir frekari undirbúningi svo herinn væri tilbúinn í mögulegt stríð. Erlent 14.3.2024 10:23
Íkveikja staðfest og ungt fólk grunað um græsku Lögreglan á Suðurlandi segir rannsókn á eldsvoða í Hafnartúni við Sigtúnsgarð á Selfossi þann níunda mars hafa leitt í ljós að um íkveikju hafi verið að ræða. Innlent 14.3.2024 09:55
Bein útsending: Landsþing sveitarfélaga Landsþing sveitarfélaga fer fram í Hörpu í dag þar sem kjörnir fulltrúar sveitarfélaga um allt land ræða þau málefni sem helst brenna á sveitarfélögunum. Innlent 14.3.2024 09:30
„Óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir gagnrýni 26 oddvita Sjálfstæðisflokksins á aðkomu hennar að gerð kjarasamninga söguskoðun sem ekki standist. „Þetta er óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks myndi ég segja.“ Innlent 14.3.2024 08:51
Ísraelsher braut alþjóðalög þegar skotið var á hóp blaðamanna Ísraelsher braut alþjóðalög í Líbanon í fyrra þegar skriðdreki skaut á hóp af einstaklingum sem voru bersýnilega merktir sem blaðamenn. Blaðamaður Reuters lést og sex særðust. Erlent 14.3.2024 08:04
Norðlæg átt og víðast dálítil él Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, víða fimm til þrettán metrum á sekúndu, og dálitlum éljum í flestum landshlutum. Veður 14.3.2024 07:43
Tusk hyggst skipta út 50 sendiherrum hægristjórnarinnar Stjórnvöld í Póllandi hafa afturkallað 50 sendiherra sína í viðleitni til þess að bæta alþjóðleg samskipti á viðsjárverðum tímum. Utanríkisráðuneytið segir aðgerðina nauðsynlega og utanríkisþjónustuna verða faglegri fyrir vikið. Erlent 14.3.2024 06:56
Oddvitar Sjálfstæðisflokksins um allt land krefja Heiðu skýringa Tuttugu og sex oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélögum út um allt land gagnrýna formann Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir að fara gegn vilja sveitarfélaganna í aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Innlent 14.3.2024 06:34
SA og verslunarmenn hafa undirritað kjarasamning Samtök atvinnulífsins og verslunarmenn undirrituðu kjarasamning nú á fyrsta tímanum. Samningurinn byggir að miklu leyti á þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru í síðustu viku og gildir til fjögurra ára. Ekkert verður af boðuðum verkföllum VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli og verkbanni Samtaka atvinnulífsins á skrifstofufólk í VR. Innlent 14.3.2024 00:39
Enn fundað í Karphúsinu Enn funda samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna í Karphúsinu. Nefndirnar ræða nú innanhústillögu sem ríkissáttsemjari lagði fyrir þær fyrr í dag eftir margra daga málamiðlun. Innlent 13.3.2024 23:13
Segir formanninn haldinn „athyglissýki á lokastigi“ Sveinn Andri Sveinsson verjandi sakborninga í hryðjuverkamálinu segir Sigurð Örn Hilmarsson, formann Lögmannafélags Íslands, vera haldinn athyglissýki á lokastigi vegna ummæla hans í viðtali við Ríkisútvarpið fyrr í dag. Innlent 13.3.2024 22:41
Ferðin yfir nýja Ölfusárbrú mun kosta 500 krónur Kostnaður við byggingu nýrrar Ölfusárbrúar austan við Selfoss verður væntanlega um fjórtán milljarðar króna en honum verður mætt með vegjöldum en reiknað er með að ferðin muni kosti fimm hundruð krónur á bíl. Áfram verður hægt að aka ókeypis yfir núverandi Ölfusárbrú. Innlent 13.3.2024 22:16