Olíudreifing sýknuð af tug milljóna króna bótakröfu Costco Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2025 10:44 Eldsneytisstöð Costco í Kauptúni í Garðabæ. Dísilolía lak þaðan út í fráveitukerfi Hafnarfjarðar haustið 2022. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Olíudreifingu af rúmlega sjötíu milljóna króna bótakröfu Costco vegna olíuleka á bensínstöð verslunarrisans í Garðabæ árið 2022. Meira en hundrað þúsund lítrar af olíu láku út í fráveitukerfi Hafnarfjarðar. Ekkert stöðugt eftirlit með stöðinni var tryggt. Costco stefndi Olíudreifingu vegna tjóns sem fyrirtækið varð fyrir vegna lekans á þeim forsendum að meginorsök hans hefði verið sú að starfsmaður Olíudreifingar hefði aftengt nema í bensínstöðinni þremur mánuðum áður en lekinn kom upp. Í dómi héraðsdóms kemur þó fram að Costco hafði fengið fjölda vísbendinga um að olía læki frá stöðinni í fleiri vikur áður en það greip loks til einhverra aðgerða. Það gerðist ekki fyrr en eftir að heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar rakti uppruna óþefs frá olíu eða bensíni, sem bæjarbúar þar höfðu kvartað undan að bærist úr fráveitukerfi og inn í híbýli, til bensínstöðvarinnar í Kauptúni. Rannsókn Costco leiddi síðar í ljós rúmlega 111 þúsund lítrar af dísilolíu hefðu lekið út í fráveitukerfið. Umhverfisstofnun sektaði Costco um tuttugu milljónir króna fyrir stórkostlegt gáleysi með alvarlegu athafnaleysi í tengslum við olíulekann. Verslunarrisinn mat tjón sitt á rúmar sjötíu milljónir króna, þar af tæpar 38 milljónir króna í tapaðar tekjur af olíunni sem fór fyrir bí. Tóku nema úr sambandi svo hægt væri að dæla olíu aftur Við meðferð málsins kom í ljós að ekkert formlegt samningssamband var á milli Costco og Olíudreifingar. Fyrrnefnda fyrirtækið keypti þess í stað þjónustu af Olíudreifingu við viðhald á bensínstöðinni eftir þörfum. Franska fyrirtækið Gilbarco sinnti hins vegar fjarvöktun á stöðinni fyrir Costco. Það komst að þeirri niðurstöðu að meginorsök þess að öryggiskerfi hefði ekki komið í veg fyrir olíulekann hefði verið sú að starfsmaður Olíudreifingar hefði tengt fram hjá öryggiskerfinu í lok ágúst 2022. Costco óskaði eftir þjónustu Costco þegar Gilbarco varð vart við leka á tveimur dælum á bensínstöðinni 30. ágúst 022. Starfsmenn Olíudreifingar fundu engin merki um leka eða bilun á stöðinni. Daginn eftir sendi Costco Olíudreifingu tölvupóst um að ekki væri hægt að dæla dísilolíu úr dælunum. Það var þá sem starfsmaður Olíudreifingar aftengdi rakaskynjara. Fyrirtækið sagði að villa í öryggiskerfi Gilbarco hefði valdið því að ekki væri hægt að dæla. Því hefði þurft að aftengja rakanema í öryggiskerfinu sem virtist valda villunni. Costco hefði fengið upplýsingar um það. Verslun bandaríska verslunarrisans Costco er staðsett í Kauptúni í Garðabæ.Vísir/Vilhelm Í niðurstöðu héraðsdóms er rakið hvernig viðvörunarljós hafi haldið áfram að loga hjá Gilbarco eftir að starfsmenn Olíudreifingar aftengdu nemann. Eftir að olíulögn byrjaði að leka í nóvember hafi boð sem bárust til Gilbarco farið inn á sama viðvörunarljósið sem hafði þá logað í tæpa þrjá mánuði og því hafi fyrirtækið ekki orðið vart við neina breytingu. Engu að síður sýndi eftirlitskerfi franska fyrirtækisins að umtalsverð rýrnun á dísilolíu hefði átt sér stað skömmu eftir að lekinn hófst. Það gæti verið merki um hugsnalegan þjófnað eða leka. Í byrjun desember fór starfsmenn innkaupadeildar Costco að gruna að eitthvað amaði að en Gilbarco rakti það til tæknivillu. Lekinn uppgötvaðist svo ekki fyrr en 30. desember. Í ljós kom að barki við dísilolíugeymi hefði gefið sig og olía lekið í olíuskilju þannig að hún hefði komist í fráveitukerfið. Ekkert eftirlit með stöðinni tryggt Héraðsdómur, sem var meðal annars skipaður sérfróðum meðdómanda, taldi ekkert benda til þess að Olíudreifing hefði haft sérstaka skyldu til þess að annast almennt eftirlit og viðhald á bensínstöð Costco umfram þau einstöku verkefni sem fyrirtækið var beðið um að taka að sér. Enginn þjónustusamningur hafi verið til staðar á milli fyrirtækjanna tveggja. Um atvikið þar sem rakaneminn var aftengdur vegna villuboða segir dómurinn að Olíudreifing hafi verið kölluð út til þess að koma dísildælunum aftur í gang. Aðgerðin hafi verið tilgreind í reikningi Olíudreifingar til Costco og því hafi síðarnefnda fyrirtækinu mátt vera ljóst hvað hafði verið gert. Taldi dómurinn að fleiri og frekari vísbendingar hefðu komið fram um lekann sem Costco eða Gilbarco hefðu átt að taka mið af eins og stöðuga og óeðlilega mikla rýrnun á dísilolíu á stöðinni. Meginorsök lekans hefði verið að engin stöðug þjónusta við bensínstöðina hefði verið tryggð. Þá hefði ekki verið fylgst með vísbendingum um gríðarlega rýrnun á eldsneytinu þar. Því sýknaði héraðsdómur Olíudreifingu af kröfu Costco. Costco þarf að greiða rúmar 2,8 milljónir króna í málskostnað. Dómsmál Jarðefnaeldsneyti Costco Garðabær Umhverfismál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Costco stefndi Olíudreifingu vegna tjóns sem fyrirtækið varð fyrir vegna lekans á þeim forsendum að meginorsök hans hefði verið sú að starfsmaður Olíudreifingar hefði aftengt nema í bensínstöðinni þremur mánuðum áður en lekinn kom upp. Í dómi héraðsdóms kemur þó fram að Costco hafði fengið fjölda vísbendinga um að olía læki frá stöðinni í fleiri vikur áður en það greip loks til einhverra aðgerða. Það gerðist ekki fyrr en eftir að heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar rakti uppruna óþefs frá olíu eða bensíni, sem bæjarbúar þar höfðu kvartað undan að bærist úr fráveitukerfi og inn í híbýli, til bensínstöðvarinnar í Kauptúni. Rannsókn Costco leiddi síðar í ljós rúmlega 111 þúsund lítrar af dísilolíu hefðu lekið út í fráveitukerfið. Umhverfisstofnun sektaði Costco um tuttugu milljónir króna fyrir stórkostlegt gáleysi með alvarlegu athafnaleysi í tengslum við olíulekann. Verslunarrisinn mat tjón sitt á rúmar sjötíu milljónir króna, þar af tæpar 38 milljónir króna í tapaðar tekjur af olíunni sem fór fyrir bí. Tóku nema úr sambandi svo hægt væri að dæla olíu aftur Við meðferð málsins kom í ljós að ekkert formlegt samningssamband var á milli Costco og Olíudreifingar. Fyrrnefnda fyrirtækið keypti þess í stað þjónustu af Olíudreifingu við viðhald á bensínstöðinni eftir þörfum. Franska fyrirtækið Gilbarco sinnti hins vegar fjarvöktun á stöðinni fyrir Costco. Það komst að þeirri niðurstöðu að meginorsök þess að öryggiskerfi hefði ekki komið í veg fyrir olíulekann hefði verið sú að starfsmaður Olíudreifingar hefði tengt fram hjá öryggiskerfinu í lok ágúst 2022. Costco óskaði eftir þjónustu Costco þegar Gilbarco varð vart við leka á tveimur dælum á bensínstöðinni 30. ágúst 022. Starfsmenn Olíudreifingar fundu engin merki um leka eða bilun á stöðinni. Daginn eftir sendi Costco Olíudreifingu tölvupóst um að ekki væri hægt að dæla dísilolíu úr dælunum. Það var þá sem starfsmaður Olíudreifingar aftengdi rakaskynjara. Fyrirtækið sagði að villa í öryggiskerfi Gilbarco hefði valdið því að ekki væri hægt að dæla. Því hefði þurft að aftengja rakanema í öryggiskerfinu sem virtist valda villunni. Costco hefði fengið upplýsingar um það. Verslun bandaríska verslunarrisans Costco er staðsett í Kauptúni í Garðabæ.Vísir/Vilhelm Í niðurstöðu héraðsdóms er rakið hvernig viðvörunarljós hafi haldið áfram að loga hjá Gilbarco eftir að starfsmenn Olíudreifingar aftengdu nemann. Eftir að olíulögn byrjaði að leka í nóvember hafi boð sem bárust til Gilbarco farið inn á sama viðvörunarljósið sem hafði þá logað í tæpa þrjá mánuði og því hafi fyrirtækið ekki orðið vart við neina breytingu. Engu að síður sýndi eftirlitskerfi franska fyrirtækisins að umtalsverð rýrnun á dísilolíu hefði átt sér stað skömmu eftir að lekinn hófst. Það gæti verið merki um hugsnalegan þjófnað eða leka. Í byrjun desember fór starfsmenn innkaupadeildar Costco að gruna að eitthvað amaði að en Gilbarco rakti það til tæknivillu. Lekinn uppgötvaðist svo ekki fyrr en 30. desember. Í ljós kom að barki við dísilolíugeymi hefði gefið sig og olía lekið í olíuskilju þannig að hún hefði komist í fráveitukerfið. Ekkert eftirlit með stöðinni tryggt Héraðsdómur, sem var meðal annars skipaður sérfróðum meðdómanda, taldi ekkert benda til þess að Olíudreifing hefði haft sérstaka skyldu til þess að annast almennt eftirlit og viðhald á bensínstöð Costco umfram þau einstöku verkefni sem fyrirtækið var beðið um að taka að sér. Enginn þjónustusamningur hafi verið til staðar á milli fyrirtækjanna tveggja. Um atvikið þar sem rakaneminn var aftengdur vegna villuboða segir dómurinn að Olíudreifing hafi verið kölluð út til þess að koma dísildælunum aftur í gang. Aðgerðin hafi verið tilgreind í reikningi Olíudreifingar til Costco og því hafi síðarnefnda fyrirtækinu mátt vera ljóst hvað hafði verið gert. Taldi dómurinn að fleiri og frekari vísbendingar hefðu komið fram um lekann sem Costco eða Gilbarco hefðu átt að taka mið af eins og stöðuga og óeðlilega mikla rýrnun á dísilolíu á stöðinni. Meginorsök lekans hefði verið að engin stöðug þjónusta við bensínstöðina hefði verið tryggð. Þá hefði ekki verið fylgst með vísbendingum um gríðarlega rýrnun á eldsneytinu þar. Því sýknaði héraðsdómur Olíudreifingu af kröfu Costco. Costco þarf að greiða rúmar 2,8 milljónir króna í málskostnað.
Dómsmál Jarðefnaeldsneyti Costco Garðabær Umhverfismál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira