Kolbrún svarar í engu kröfu um að hún skuldi afsökunarbeiðni Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2025 15:51 Bæði Diljá Karen og Pétur Orri telja vert að Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir biðji þau afsökunar á ummælum sínum en ekkert næst í Kolbrúnu. Vísir/vilhelm Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir þingmaður Flokks fólksins lætur ekki ná í sig en Vísir hefur reynt að ná tali af henni núna í nokkra daga vegna umdeildra ummæla sem hún lét falla í síðustu viku. Um er að ræða ummæli sem Kolbrún lét falla þess efnis að ungt fólk sem hafi verið leitt fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í tengslum við frumvarp um grunnskóla og námsmat hafi verið handbendi minnihlutans. Diljá Karen Kristófersdóttir Kjerúlf nýútskrifuð frá MR furðar sig á ummælum Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur þingmanns flokks fólksins og telur sig ómaklega hafa orðið fyrir skeyti sem hún hafi líklega ætlað minnihlutanum. Diljá segir orð Kolbrúnar til þess fallin að þagga niður í röddum ungs fólks og telur sig eiga inni afsökunarbeiðni frá þingmanninum. Diljá hefur ekkert heyrt frá Kolbrúnu, hvorki hefur henni borist afsökunarbeiðni né útskýringar. Blaut tuska í andlit ungs fólks Og sömu sögu er að segja um Pétur Orra Pétursson nýstúdent frá Verzlunarskólanum. Hann skrifaði pistil á Vísi sem snýr að því sem hann vill kalla árásir Kolbrúnar en hún hélt því fram í tvígang í ræðustól Alþingis að framhaldsskólanemar sem skiluðu inn umsögnum um stjórnarfrumvarp um námsmat í grunnskólum væru ómarktækir. Ummælin snúa að fjórum ungmennum sem Kolbrún vildi meina að væru sérvalin af minnihlutanum: „Þessi ummæli eru niðrandi, ekki bara fyrir okkur fjórmenningana, heldur eru þau blaut tuska í andlit ungs fólks sem vill taka þátt í lýðræðislegri umræðu og beita sér gagnvart löggjafanum. Orð Kolbrúnar eru til vitnis um skort hennar á virðingu gagnvart því unga fólki sem reynir að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni á einn eða annan hátt.“ Pétur Orri telur einsýnt að Kolbrún skuldi ungmennunum afsökunarbeiðni. Upptekin í allan dag Vísir hefur reynt að ná í Kolbrúnu nú í nokkra daga með það fyrir augum að spyrja hana hvernig hún hyggist bregðast við óskum um afsökunarbeiðni en án árangurs. Ítrekuð símtöl, tölvupóstur og Facebook-skilaboð en allt kemur fyrir ekki. Á þriðjudaginn náðist í Heimi Má Pétursson framkvæmdastjóra og upplýsingafulltrúa þingflokks Flokks fólksins. Honum var gerð grein fyrir erindinu og hann spurður um ferðir Kolbrúnar. Svör hans voru stutt: „Hún er upptekin á fundum.“ Og þegar hann var spurður hvenær hún losni, en þá voru ekki fundir í fastanefndum þingsins sem Kolbrún situr í, í svaraði Heimir: „Upptekin í allan dag.“ Alþingi Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Þetta unga fólk getur bara haldið kjafti Það er jákvætt þegar fólk afhjúpar sig. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var margoft búinn að segja, með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar, að þetta unga fólk ætti ekkert erindi fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. 10. júní 2025 08:32 Kolbrún og Kafka Franz Kafka er einn merkasti rithöfundur allra tíma. Hann gat með fáránleikanum ljáð áhorfendum ofurskynjun á raunveruleikanum eins og því hefur verið lýst. En ekkert verka Kafka kom út meðan hann lifði. Hans besti vinur, Max Brod, gaf verkin út að Kafka liðnum þvert á óskir hans um að þeim yrði fargað. 7. júní 2025 14:33 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Um er að ræða ummæli sem Kolbrún lét falla þess efnis að ungt fólk sem hafi verið leitt fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í tengslum við frumvarp um grunnskóla og námsmat hafi verið handbendi minnihlutans. Diljá Karen Kristófersdóttir Kjerúlf nýútskrifuð frá MR furðar sig á ummælum Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur þingmanns flokks fólksins og telur sig ómaklega hafa orðið fyrir skeyti sem hún hafi líklega ætlað minnihlutanum. Diljá segir orð Kolbrúnar til þess fallin að þagga niður í röddum ungs fólks og telur sig eiga inni afsökunarbeiðni frá þingmanninum. Diljá hefur ekkert heyrt frá Kolbrúnu, hvorki hefur henni borist afsökunarbeiðni né útskýringar. Blaut tuska í andlit ungs fólks Og sömu sögu er að segja um Pétur Orra Pétursson nýstúdent frá Verzlunarskólanum. Hann skrifaði pistil á Vísi sem snýr að því sem hann vill kalla árásir Kolbrúnar en hún hélt því fram í tvígang í ræðustól Alþingis að framhaldsskólanemar sem skiluðu inn umsögnum um stjórnarfrumvarp um námsmat í grunnskólum væru ómarktækir. Ummælin snúa að fjórum ungmennum sem Kolbrún vildi meina að væru sérvalin af minnihlutanum: „Þessi ummæli eru niðrandi, ekki bara fyrir okkur fjórmenningana, heldur eru þau blaut tuska í andlit ungs fólks sem vill taka þátt í lýðræðislegri umræðu og beita sér gagnvart löggjafanum. Orð Kolbrúnar eru til vitnis um skort hennar á virðingu gagnvart því unga fólki sem reynir að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni á einn eða annan hátt.“ Pétur Orri telur einsýnt að Kolbrún skuldi ungmennunum afsökunarbeiðni. Upptekin í allan dag Vísir hefur reynt að ná í Kolbrúnu nú í nokkra daga með það fyrir augum að spyrja hana hvernig hún hyggist bregðast við óskum um afsökunarbeiðni en án árangurs. Ítrekuð símtöl, tölvupóstur og Facebook-skilaboð en allt kemur fyrir ekki. Á þriðjudaginn náðist í Heimi Má Pétursson framkvæmdastjóra og upplýsingafulltrúa þingflokks Flokks fólksins. Honum var gerð grein fyrir erindinu og hann spurður um ferðir Kolbrúnar. Svör hans voru stutt: „Hún er upptekin á fundum.“ Og þegar hann var spurður hvenær hún losni, en þá voru ekki fundir í fastanefndum þingsins sem Kolbrún situr í, í svaraði Heimir: „Upptekin í allan dag.“
Alþingi Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Þetta unga fólk getur bara haldið kjafti Það er jákvætt þegar fólk afhjúpar sig. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var margoft búinn að segja, með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar, að þetta unga fólk ætti ekkert erindi fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. 10. júní 2025 08:32 Kolbrún og Kafka Franz Kafka er einn merkasti rithöfundur allra tíma. Hann gat með fáránleikanum ljáð áhorfendum ofurskynjun á raunveruleikanum eins og því hefur verið lýst. En ekkert verka Kafka kom út meðan hann lifði. Hans besti vinur, Max Brod, gaf verkin út að Kafka liðnum þvert á óskir hans um að þeim yrði fargað. 7. júní 2025 14:33 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Þetta unga fólk getur bara haldið kjafti Það er jákvætt þegar fólk afhjúpar sig. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var margoft búinn að segja, með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar, að þetta unga fólk ætti ekkert erindi fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. 10. júní 2025 08:32
Kolbrún og Kafka Franz Kafka er einn merkasti rithöfundur allra tíma. Hann gat með fáránleikanum ljáð áhorfendum ofurskynjun á raunveruleikanum eins og því hefur verið lýst. En ekkert verka Kafka kom út meðan hann lifði. Hans besti vinur, Max Brod, gaf verkin út að Kafka liðnum þvert á óskir hans um að þeim yrði fargað. 7. júní 2025 14:33