Kolbrún svarar í engu kröfu um að hún skuldi afsökunarbeiðni Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2025 15:51 Bæði Diljá Karen og Pétur Orri telja vert að Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir biðji þau afsökunar á ummælum sínum en ekkert næst í Kolbrúnu. Vísir/vilhelm Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir þingmaður Flokks fólksins lætur ekki ná í sig en Vísir hefur reynt að ná tali af henni núna í nokkra daga vegna umdeildra ummæla sem hún lét falla í síðustu viku. Um er að ræða ummæli sem Kolbrún lét falla þess efnis að ungt fólk sem hafi verið leitt fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í tengslum við frumvarp um grunnskóla og námsmat hafi verið handbendi minnihlutans. Diljá Karen Kristófersdóttir Kjerúlf nýútskrifuð frá MR furðar sig á ummælum Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur þingmanns flokks fólksins og telur sig ómaklega hafa orðið fyrir skeyti sem hún hafi líklega ætlað minnihlutanum. Diljá segir orð Kolbrúnar til þess fallin að þagga niður í röddum ungs fólks og telur sig eiga inni afsökunarbeiðni frá þingmanninum. Diljá hefur ekkert heyrt frá Kolbrúnu, hvorki hefur henni borist afsökunarbeiðni né útskýringar. Blaut tuska í andlit ungs fólks Og sömu sögu er að segja um Pétur Orra Pétursson nýstúdent frá Verzlunarskólanum. Hann skrifaði pistil á Vísi sem snýr að því sem hann vill kalla árásir Kolbrúnar en hún hélt því fram í tvígang í ræðustól Alþingis að framhaldsskólanemar sem skiluðu inn umsögnum um stjórnarfrumvarp um námsmat í grunnskólum væru ómarktækir. Ummælin snúa að fjórum ungmennum sem Kolbrún vildi meina að væru sérvalin af minnihlutanum: „Þessi ummæli eru niðrandi, ekki bara fyrir okkur fjórmenningana, heldur eru þau blaut tuska í andlit ungs fólks sem vill taka þátt í lýðræðislegri umræðu og beita sér gagnvart löggjafanum. Orð Kolbrúnar eru til vitnis um skort hennar á virðingu gagnvart því unga fólki sem reynir að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni á einn eða annan hátt.“ Pétur Orri telur einsýnt að Kolbrún skuldi ungmennunum afsökunarbeiðni. Upptekin í allan dag Vísir hefur reynt að ná í Kolbrúnu nú í nokkra daga með það fyrir augum að spyrja hana hvernig hún hyggist bregðast við óskum um afsökunarbeiðni en án árangurs. Ítrekuð símtöl, tölvupóstur og Facebook-skilaboð en allt kemur fyrir ekki. Á þriðjudaginn náðist í Heimi Má Pétursson framkvæmdastjóra og upplýsingafulltrúa þingflokks Flokks fólksins. Honum var gerð grein fyrir erindinu og hann spurður um ferðir Kolbrúnar. Svör hans voru stutt: „Hún er upptekin á fundum.“ Og þegar hann var spurður hvenær hún losni, en þá voru ekki fundir í fastanefndum þingsins sem Kolbrún situr í, í svaraði Heimir: „Upptekin í allan dag.“ Alþingi Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Þetta unga fólk getur bara haldið kjafti Það er jákvætt þegar fólk afhjúpar sig. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var margoft búinn að segja, með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar, að þetta unga fólk ætti ekkert erindi fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. 10. júní 2025 08:32 Kolbrún og Kafka Franz Kafka er einn merkasti rithöfundur allra tíma. Hann gat með fáránleikanum ljáð áhorfendum ofurskynjun á raunveruleikanum eins og því hefur verið lýst. En ekkert verka Kafka kom út meðan hann lifði. Hans besti vinur, Max Brod, gaf verkin út að Kafka liðnum þvert á óskir hans um að þeim yrði fargað. 7. júní 2025 14:33 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Um er að ræða ummæli sem Kolbrún lét falla þess efnis að ungt fólk sem hafi verið leitt fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í tengslum við frumvarp um grunnskóla og námsmat hafi verið handbendi minnihlutans. Diljá Karen Kristófersdóttir Kjerúlf nýútskrifuð frá MR furðar sig á ummælum Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur þingmanns flokks fólksins og telur sig ómaklega hafa orðið fyrir skeyti sem hún hafi líklega ætlað minnihlutanum. Diljá segir orð Kolbrúnar til þess fallin að þagga niður í röddum ungs fólks og telur sig eiga inni afsökunarbeiðni frá þingmanninum. Diljá hefur ekkert heyrt frá Kolbrúnu, hvorki hefur henni borist afsökunarbeiðni né útskýringar. Blaut tuska í andlit ungs fólks Og sömu sögu er að segja um Pétur Orra Pétursson nýstúdent frá Verzlunarskólanum. Hann skrifaði pistil á Vísi sem snýr að því sem hann vill kalla árásir Kolbrúnar en hún hélt því fram í tvígang í ræðustól Alþingis að framhaldsskólanemar sem skiluðu inn umsögnum um stjórnarfrumvarp um námsmat í grunnskólum væru ómarktækir. Ummælin snúa að fjórum ungmennum sem Kolbrún vildi meina að væru sérvalin af minnihlutanum: „Þessi ummæli eru niðrandi, ekki bara fyrir okkur fjórmenningana, heldur eru þau blaut tuska í andlit ungs fólks sem vill taka þátt í lýðræðislegri umræðu og beita sér gagnvart löggjafanum. Orð Kolbrúnar eru til vitnis um skort hennar á virðingu gagnvart því unga fólki sem reynir að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni á einn eða annan hátt.“ Pétur Orri telur einsýnt að Kolbrún skuldi ungmennunum afsökunarbeiðni. Upptekin í allan dag Vísir hefur reynt að ná í Kolbrúnu nú í nokkra daga með það fyrir augum að spyrja hana hvernig hún hyggist bregðast við óskum um afsökunarbeiðni en án árangurs. Ítrekuð símtöl, tölvupóstur og Facebook-skilaboð en allt kemur fyrir ekki. Á þriðjudaginn náðist í Heimi Má Pétursson framkvæmdastjóra og upplýsingafulltrúa þingflokks Flokks fólksins. Honum var gerð grein fyrir erindinu og hann spurður um ferðir Kolbrúnar. Svör hans voru stutt: „Hún er upptekin á fundum.“ Og þegar hann var spurður hvenær hún losni, en þá voru ekki fundir í fastanefndum þingsins sem Kolbrún situr í, í svaraði Heimir: „Upptekin í allan dag.“
Alþingi Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Þetta unga fólk getur bara haldið kjafti Það er jákvætt þegar fólk afhjúpar sig. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var margoft búinn að segja, með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar, að þetta unga fólk ætti ekkert erindi fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. 10. júní 2025 08:32 Kolbrún og Kafka Franz Kafka er einn merkasti rithöfundur allra tíma. Hann gat með fáránleikanum ljáð áhorfendum ofurskynjun á raunveruleikanum eins og því hefur verið lýst. En ekkert verka Kafka kom út meðan hann lifði. Hans besti vinur, Max Brod, gaf verkin út að Kafka liðnum þvert á óskir hans um að þeim yrði fargað. 7. júní 2025 14:33 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Þetta unga fólk getur bara haldið kjafti Það er jákvætt þegar fólk afhjúpar sig. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var margoft búinn að segja, með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar, að þetta unga fólk ætti ekkert erindi fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. 10. júní 2025 08:32
Kolbrún og Kafka Franz Kafka er einn merkasti rithöfundur allra tíma. Hann gat með fáránleikanum ljáð áhorfendum ofurskynjun á raunveruleikanum eins og því hefur verið lýst. En ekkert verka Kafka kom út meðan hann lifði. Hans besti vinur, Max Brod, gaf verkin út að Kafka liðnum þvert á óskir hans um að þeim yrði fargað. 7. júní 2025 14:33