Fréttir

Um 400 manns í Grinda­vík í dag

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að vel hafi gengið í Grindavík í dag. Hann telur að 400 einstaklingar hafi farið inn í bæinn í dag og um 150 aftur út. Einhverjir séu starfsmenn fyrirtækja og eigendur og svo séu líka einstaklingar sem séu á leið heim.

Innlent

Taka upp meðalhraðaeftirlit í Hval­fjarðar­göngum

Á fimmtudag verður tekið í notkun meðalhraðaeftirlit í Hvalfjarðargöngunum. Hámarkshraði í Hvalfjarðargöngunum er 70 kílómetrar á klukkustund. Samskonar meðalhraðaeftirlit er að finna í göngum á milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar og í Dýrafjarðargöngum. 

Innlent

Tveir nýir strengir tryggi öryggi í Vest­manna­eyjum

Leggja á tvo nýja rafstrengi, Vestmannaeyjastrengi 4 og 5, til Vestmannaeyja. Í tilkynningu frá Landsnet segir að viðskiptalegar forsendur séu fyrir lagningu beggja strengjanna samtímis og mikill vilji og áhugi iðnaðar í Vestmannaeyjum til að vaxa og stuðla að orkuskiptum.

Erlent

Dauð hnísa á bökkum Ölfus­ár

Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi ráku upp stór augu í dag þegar þeir komu auga á hræ af hnísu við bakka Ölfusár skammt frá Ölfusárbrú. Hræinu hefur verið komið til lögreglu.

Innlent

Heiðraði fangelsismálastjóra Rúss­lands

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, heiðraði í gær Valerí Bojarínev, fangelsismálastjóra Rússlands, með því að hækka hann í tign. Bojarínev er nú undirherforingi en Pútín skrifaði undir stöðuhækkunina þann 19. febrúar, þremur dögum eftir að Alexei Navalní dó í fanganýlendu í Síberíu.

Erlent

Rúss­neskur „svikari“ myrtur á Spáni

Rússneskur flugmaður sem lenti herþyrlu sinni í Úkraínu og gafst upp fyrir úkraínskum hermönnum, var myrtur á Spáni í síðustu viku. Maxim Kusmínóv var skotinn að minnsta kosti sex sinnum og síðan var ekið yfir hann.

Erlent

Ögur­stund í máli Julian Assange

Hæstiréttur í Lundúnum tekur fyrir í dag og á morgun síðustu áfrýjun Julian Assange, eins stofnanda Wikileaks, um framsal til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um brot á njósnalagalöggjöf landsins.

Erlent

Mann­skæðar skotárásir í Banda­ríkjunum

Þó nokkrar mannskæðar skotárásir hafa átt sér stað víðsvegar um Bandaríkin á undanförnum dögum. Að minnsta kosti þrír lögregluþjónar og einn sjúkraflutningamaður hafa verið skotnir til bana í tveimur mismunandi atvikum, auk þess sem ein kona lét lífið og fimm særðust eftir að rifrildi á Waffle House veitingastað varð að skotbardaga.

Erlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Boðað hefur verið til fundar hjá breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið.

Innlent

Vilja breið­fylkingu um flug til Húsa­víkur

Forsvarsmenn Framsýnar stéttarfélags Þingeyinga segja að komi ekki til kraftaverks verði áætlunarflugi Flugfélagsins Ernis frá Reykjavík til Húsavíkur hætt um næstu mánaðarmót. Stéttarfélagið kallar eftir tafarlausum viðbrögðum stjórnvalda.

Innlent

Dani hafi grætt milljónir á streymissvindli

Réttað verður yfir 53 ára gömlum dönskum karlmanni í Árósum í dag en honum er gefið að sök að hafa stolið 689 lögum eða hluta úr lögum og dreift þeim undir eigin nafni á streymisveitum líkt og Spotify og Apple Music.

Erlent

Fagna nýju frum­varpi um Þjóðaróperu

Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi, Klassís, fagnar þeim merka áfanga í sögu sönglistar á Íslandi að fram sé komið frumvarp um Þjóðaróperu. Félagið lýsir eindregnum stuðningi við áform Lilju D. Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarráðherra, í frumvarpinu.

Innlent

Greiddi ekki flug og gistingu eigin­konu sinnar

Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar láðist að greiða fyrir ferðalag eiginkonu sinnar Birgittu Kristersson í júlí í fyrra þegar hún ferðaðist með honum til Bandaríkjanna og síðar til Finnlands. Það var ekki gert fyrr en sænskir miðlar spurðust fyrir um málið.

Erlent

Næsta lægð nálgast landið

Næsta lægð nálgast landið í kvöld og nótt. Þá hvessir af austri með úrkomu, fyrst syðst á landinu. Í dag verður hinsvegar fremur hæg sunnanátt með skúrum og eða éljum en það léttir til á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 4 stig.

Innlent

„Ég skil að fólki sé mis­boðið“

Sú var tíðin að dæmdir kynferðisbrotamenn áttu auðsótta leið að uppreist æru hjá forseta Íslands. Á uppreisnarárinu 2017 ofbauð landsmönnum þessi möguleiki og áður en árið var úti hafði lögunum verið breytt. Ríkisstjórnin var sömuleiðis sprungin eftir að í ljós kom að faðir forsætisráðherra hafði mælt með uppreist æru fyrir mann sem braut kynferðislega á stjúpdóttur sinni yfir tólf ára tímabil.

Innlent