„Yfirgnæfandi líkur“ á að Oscar fái íslenskan ríkisborgararétt Agnar Már Másson skrifar 2. júní 2025 16:37 Til stóð að vísa Oscari úr landi í kl. 3 í nótt, að sögn lögmanns hans, en brottvísuninni hefur nú verið frestað. Vísir/Samsett Útlendingastofnun hefur frestað brottvísun Oscars Bocanegra þar sem „yfirgnæfandi líkur“ eru taldar á því að Alþingi veiti honum íslenskan ríkisborgararétt. Víðir Reynisson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, veitti stofnuninni gögn þess efnis í síðustu viku. Vísir greindi frá því fyrr í dag að brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, yrði frestað þar til búið væri að fara yfir umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt. „Útlendingastofnun frestaði flutningi drengsins á grundvelli framkominna upplýsinga frá formanni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um að yfirgnæfandi líkur séu á því að gerð verði tillaga í frumvarpi um að drengurinn fái íslenskan ríkisborgararétt með lögum,“ segir í svari Útlendingastofnunar (ÚTL) við fyrirspurn fréttastofu en Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður Allsherjar- og menntamálanefndar. Enn fremur segir ÚTL að þrátt fyrir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin á Alþingi hafi stofnunin talið að vegna þessara „sérstöku aðstæðna“ væri rétt að fresta framkvæmd ákvörðunarinnar um að Oscari bæri að yfirgefa landið. Samkvæmt lögum er ÚTL heimilt að fresta um hæfilegan tíma framkvæmd ákvörðunar sem felur í sér að útlendingur skuli yfirgefa landið ef það telst nauðsynlegt vegna sérstakra aðstæðna hans. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Oscars og fósturforeldra hans, sagði við fréttastofu fyrr í dag að ný gögn hafi borist á föstudaginn til Útlendingastofnunar. „Hann er bara í mjög viðkvæmum aðstæðum og það er staðfest í þessum pósti,“ sagði Helga Vala í samtali við fréttastofu Vísis fyrr í dag og vísaði þar í póst sem hún fékk frá stofnuninni. Helga segir að til hafi staðið að sækja Oscar kl. 3 í nótt og fara með hann úr landi. Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar og til stóð að hann yrði sendur úr landi á morgun. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra segjast í færslu á samfélagsmiðlum óendanlega glöð yfir því að brottvísun Oscars hafi verið frestað. Ekki hefur náðst í Víði Reynisson vegna málsins. Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Börn og uppeldi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrr í dag að brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, yrði frestað þar til búið væri að fara yfir umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt. „Útlendingastofnun frestaði flutningi drengsins á grundvelli framkominna upplýsinga frá formanni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um að yfirgnæfandi líkur séu á því að gerð verði tillaga í frumvarpi um að drengurinn fái íslenskan ríkisborgararétt með lögum,“ segir í svari Útlendingastofnunar (ÚTL) við fyrirspurn fréttastofu en Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður Allsherjar- og menntamálanefndar. Enn fremur segir ÚTL að þrátt fyrir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin á Alþingi hafi stofnunin talið að vegna þessara „sérstöku aðstæðna“ væri rétt að fresta framkvæmd ákvörðunarinnar um að Oscari bæri að yfirgefa landið. Samkvæmt lögum er ÚTL heimilt að fresta um hæfilegan tíma framkvæmd ákvörðunar sem felur í sér að útlendingur skuli yfirgefa landið ef það telst nauðsynlegt vegna sérstakra aðstæðna hans. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Oscars og fósturforeldra hans, sagði við fréttastofu fyrr í dag að ný gögn hafi borist á föstudaginn til Útlendingastofnunar. „Hann er bara í mjög viðkvæmum aðstæðum og það er staðfest í þessum pósti,“ sagði Helga Vala í samtali við fréttastofu Vísis fyrr í dag og vísaði þar í póst sem hún fékk frá stofnuninni. Helga segir að til hafi staðið að sækja Oscar kl. 3 í nótt og fara með hann úr landi. Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar og til stóð að hann yrði sendur úr landi á morgun. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra segjast í færslu á samfélagsmiðlum óendanlega glöð yfir því að brottvísun Oscars hafi verið frestað. Ekki hefur náðst í Víði Reynisson vegna málsins.
Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Börn og uppeldi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira