Veitingamaður með langan brotaferil hlaut þunga sekt Árni Sæberg skrifar 2. júní 2025 14:00 Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í máli Gísla Inga á föstudag. Vísir/Vilhelm Gísli Ingi Gunnarsson, veitingamaður sem hlotið hefur nokkurn fjölda refsidóma, hefur verið dæmdur til sextán mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu tæplega 200 milljóna króna sektar fyrir stórfelld skattalagabrot. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp á föstudag, segir að Gísli Ingi hafi verið ákærður fyrir, og játað skýlaust, meiri háttar brot gegn skattalögum og lögum um bókhald í tengslum við rekstur tveggja einkahlutafélaga og vegna eigin skattskila. Samanlögð fjárhæð sem hann hafi skotið undan skattskilum hafi numið 66,2 milljónum króna. Mótmælti atvinnurekstrarbanni Í dóminum segir að Gísli Ingi hefði komið fyrir dóminn ásamt skipuðum verjanda sínum. Hann hefði viðurkennt skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum væri gefin að sök í ákæru. Með vísan til skýlausrar játningar hans og þar sem dómari hafi ekki talið ástæðu til að draga í efa að játning hans væri sannleikanum samkvæm hafi verið farið með málið í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála, um málsmeðferð án frekari sönnunarfærslu, eftir að aðilum hefði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Þar hafi komið fram mótmæli af hálfu Gísla Inga hvað varðaði kröfu ákæruvaldsins um atvinnurekstrarbann, þar sem vísað hefði til þess að hann hefði ekki áður sætt refsingu fyrir sambærileg brot auk þess sem mikill dráttur hefði orðið á málinu, sem honum yrði ekki kennt um. Umfangsmikil rannsókn Þá segir að til grundvallar ákæru í málini liggi umfangsmikil rannsókn skattrannsóknarstjóra og verknaðarlýsingar í ákæru séu í samræmi við rannsóknina, bæði hvað varðar skattskil vegna umræddra félaga, bókhald og úttektir Gísla Inga úr félögunum. Fyrir liggi skýrslur skattrannsóknarstjóra um rannsóknina varðandi skattskil félaganna tveggja og skattskil Gísla Inga, kynningar á rannsóknum til ákærða og bréf skattrannsóknarstjóra til Héraðssaksóknara, dagsett þann 4. febrúar árið 2021. Á grundvelli þessara gagna og játningar Gísla Inga sé ekki ástæða til að gera málavöxtum frekari skil eða reifa fjárhæðir umfram það sem fram kemur í ákæru. Sannað sé að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þyki rétt færð til refsiákvæða. Sjö sinnum unnið sér til refsingar Gísli Ingi hefði með þessari háttsemdi unnið sér til refsingar. Það hefði hann, samkvæmt sakavottorði, gert sjö sinnum áður. Árið 1987 hefði hann verið fundinn sekur um nytjastuld og umferðarlagabrot og honum gert að sæta fangelsi í 45 daga, en fullnustu refsingarinnar hefði verið frestað skilorðsbundið. Árið 2006 hefði hann verið fundinn sekur um stórfellt fíkniefnalagabrot í Finnlandi og gert að sæta fangelsi í tvö ár og einn mánuð. Tveimur árum síðar hefði hann aftur verið fundinn sekur um stórfellt fíkniefnalagabrot í Finnlandi og aftur gert að sæta fangelsi í tvö ár og einn mánuð. Þann árið 2013 hefði hann verið fundinn sekur um líkamsárás og þjófnað í Finnlandi og honum gert að sæta fangelsi í sjö mánuði. Árið 2018 hefði honum verið gerð sekt vegna umferðarlagabrota. Árið 2022 hefði hann verið fundinn sekur um fjársvikog honum gert að sæta fangelsi í sex mánuði, en fullnustu refsingarinnar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Fjársvikin vöktu talsverða athygli á sínum tíma en málið hefur verið kennt við verslunina Bauhaus. Þá var Gísli Ingi sakfelldur ásamt vitorðsmanni fyrir fjársvik sem beindust að byggingavöruversluninni Bauhaus frá nóvember 2017 til febrúar 2019. Í dóminum segir að loks hafi honum árið 2023 verið gerð 100 þúsund króna sekt vegna skjalabrots. Brot þau sem Gísli Ingi hafi nú verið fundinn sekur um hefðu verið framin fyrir uppkvaðningu tveggja síðastgreindra dóma og verði honum því nú dæmdur hegningarauki og beri að dæma upp framangreinda refsingu og ákveða refsingu í einu lagi. Stórfelld brot en mikill dráttur Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að brot Gísla Inga teljist stórfelld og hafi náð yfiir nokkur ár. Refsing hans væri hæfilega ákveðin fangelsi í sextán mánuði. Að virtum atvikum máls sem og að teknu tilliti til skýlausrar játningar Gísla Inga og þess að verulegur dráttur hafi orðið á málinu, sem honum verði ekki að öllu leyti kennt um, þyki rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skuli hún falla niður að liðnum tveimur árum frá dómsuppsögu, haldi Gísli Ingi almennt skilorð. Þá beri að dæma hann til greiðslu fésektar, en hún skuli að lágmarki vera tvöföld en að hágmarki tíföld sú upphæð sem skotið var undan skattskilum. Samanlögð fjárhæð sem skotið var undan skattskilum nemi 66.151.449 krónum. Við ákvörðun fésektar verði litið til alvarleika brota Gísla Inga og þyki því rétt að miða við þrefalda framangreinda heildar fjárhæð. Verði þannig ákærða gert að greiða fésekt í ríkissjóð að fjárhæð 198.000.000 krónur innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Ella skuli hann sæta fangelsi í 352 daga. Þá segir að Gísla Inga verði bannað að stofna félag með takmarkaðri ábyrgð félagsmanna, sitja í stjórn, starfa sem framkvæmdastjóri eða koma með öðrum hætti að stjórnun eða fara með meirihluta atkvæðisréttar í slíku félagi í tvöárfrá birtingu dómsins að telja. Loks var hann dæmdur til að greiða eina milljón króna í sakarkostnað. Skattar og tollar Árborg Dómsmál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp á föstudag, segir að Gísli Ingi hafi verið ákærður fyrir, og játað skýlaust, meiri háttar brot gegn skattalögum og lögum um bókhald í tengslum við rekstur tveggja einkahlutafélaga og vegna eigin skattskila. Samanlögð fjárhæð sem hann hafi skotið undan skattskilum hafi numið 66,2 milljónum króna. Mótmælti atvinnurekstrarbanni Í dóminum segir að Gísli Ingi hefði komið fyrir dóminn ásamt skipuðum verjanda sínum. Hann hefði viðurkennt skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum væri gefin að sök í ákæru. Með vísan til skýlausrar játningar hans og þar sem dómari hafi ekki talið ástæðu til að draga í efa að játning hans væri sannleikanum samkvæm hafi verið farið með málið í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála, um málsmeðferð án frekari sönnunarfærslu, eftir að aðilum hefði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Þar hafi komið fram mótmæli af hálfu Gísla Inga hvað varðaði kröfu ákæruvaldsins um atvinnurekstrarbann, þar sem vísað hefði til þess að hann hefði ekki áður sætt refsingu fyrir sambærileg brot auk þess sem mikill dráttur hefði orðið á málinu, sem honum yrði ekki kennt um. Umfangsmikil rannsókn Þá segir að til grundvallar ákæru í málini liggi umfangsmikil rannsókn skattrannsóknarstjóra og verknaðarlýsingar í ákæru séu í samræmi við rannsóknina, bæði hvað varðar skattskil vegna umræddra félaga, bókhald og úttektir Gísla Inga úr félögunum. Fyrir liggi skýrslur skattrannsóknarstjóra um rannsóknina varðandi skattskil félaganna tveggja og skattskil Gísla Inga, kynningar á rannsóknum til ákærða og bréf skattrannsóknarstjóra til Héraðssaksóknara, dagsett þann 4. febrúar árið 2021. Á grundvelli þessara gagna og játningar Gísla Inga sé ekki ástæða til að gera málavöxtum frekari skil eða reifa fjárhæðir umfram það sem fram kemur í ákæru. Sannað sé að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þyki rétt færð til refsiákvæða. Sjö sinnum unnið sér til refsingar Gísli Ingi hefði með þessari háttsemdi unnið sér til refsingar. Það hefði hann, samkvæmt sakavottorði, gert sjö sinnum áður. Árið 1987 hefði hann verið fundinn sekur um nytjastuld og umferðarlagabrot og honum gert að sæta fangelsi í 45 daga, en fullnustu refsingarinnar hefði verið frestað skilorðsbundið. Árið 2006 hefði hann verið fundinn sekur um stórfellt fíkniefnalagabrot í Finnlandi og gert að sæta fangelsi í tvö ár og einn mánuð. Tveimur árum síðar hefði hann aftur verið fundinn sekur um stórfellt fíkniefnalagabrot í Finnlandi og aftur gert að sæta fangelsi í tvö ár og einn mánuð. Þann árið 2013 hefði hann verið fundinn sekur um líkamsárás og þjófnað í Finnlandi og honum gert að sæta fangelsi í sjö mánuði. Árið 2018 hefði honum verið gerð sekt vegna umferðarlagabrota. Árið 2022 hefði hann verið fundinn sekur um fjársvikog honum gert að sæta fangelsi í sex mánuði, en fullnustu refsingarinnar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Fjársvikin vöktu talsverða athygli á sínum tíma en málið hefur verið kennt við verslunina Bauhaus. Þá var Gísli Ingi sakfelldur ásamt vitorðsmanni fyrir fjársvik sem beindust að byggingavöruversluninni Bauhaus frá nóvember 2017 til febrúar 2019. Í dóminum segir að loks hafi honum árið 2023 verið gerð 100 þúsund króna sekt vegna skjalabrots. Brot þau sem Gísli Ingi hafi nú verið fundinn sekur um hefðu verið framin fyrir uppkvaðningu tveggja síðastgreindra dóma og verði honum því nú dæmdur hegningarauki og beri að dæma upp framangreinda refsingu og ákveða refsingu í einu lagi. Stórfelld brot en mikill dráttur Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að brot Gísla Inga teljist stórfelld og hafi náð yfiir nokkur ár. Refsing hans væri hæfilega ákveðin fangelsi í sextán mánuði. Að virtum atvikum máls sem og að teknu tilliti til skýlausrar játningar Gísla Inga og þess að verulegur dráttur hafi orðið á málinu, sem honum verði ekki að öllu leyti kennt um, þyki rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skuli hún falla niður að liðnum tveimur árum frá dómsuppsögu, haldi Gísli Ingi almennt skilorð. Þá beri að dæma hann til greiðslu fésektar, en hún skuli að lágmarki vera tvöföld en að hágmarki tíföld sú upphæð sem skotið var undan skattskilum. Samanlögð fjárhæð sem skotið var undan skattskilum nemi 66.151.449 krónum. Við ákvörðun fésektar verði litið til alvarleika brota Gísla Inga og þyki því rétt að miða við þrefalda framangreinda heildar fjárhæð. Verði þannig ákærða gert að greiða fésekt í ríkissjóð að fjárhæð 198.000.000 krónur innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Ella skuli hann sæta fangelsi í 352 daga. Þá segir að Gísla Inga verði bannað að stofna félag með takmarkaðri ábyrgð félagsmanna, sitja í stjórn, starfa sem framkvæmdastjóri eða koma með öðrum hætti að stjórnun eða fara með meirihluta atkvæðisréttar í slíku félagi í tvöárfrá birtingu dómsins að telja. Loks var hann dæmdur til að greiða eina milljón króna í sakarkostnað.
Skattar og tollar Árborg Dómsmál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira