Fréttir

Myndi gista í Grinda­vík, en ekki með börn

Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. 

Innlent

Ekki talið náið sam­band og sleppur með skil­orð

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tvær líkamsárásir gegn konu. Hann var ákærður fyrir brot í nánu sambandi gegn konunni en dómurinn féllst ekki á að samband þeirra hefði verið náið.

Innlent

„Löngu tíma­bært að taka þetta skref“

„Einhvern tímann þurftum við að taka þetta skref,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra um fyrirhugaða Þjóðaróperu. Lilja hefur verið gagnrýnd af forsvarsmönnum Íslensku óperunnar fyrir áformin.

Innlent

Trump minnist á Navalní, en ekki Pútín

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um dauða Alexei Navalní, sem lengi var höfuðandstæðingur Vladímír Pútíns Rússlandsforseta, án þess reyndar að minnast á Pútín. 

Erlent

Herjaði á Krónuna og fékk fimm mánuði

Karlmaður hefur verið dæmdur til fimm mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda þjófnaðarbrota. Hann virðist hafa haft dálæti á Krónunni þar sem hann stal vörum fyrir ríflega 300 þúsund krónur.

Innlent

„Við náttúru­lega hvorki pissum né kúkum“

Sviðsstjóri skipu­lags- og um­hverf­is­sviðs Grinda­vík­ur­bæj­ar segir að byrjað verið að hleypa köldu vatni á bæinn í áföngum á miðvikudag. Hann segir mikilvægt að vandað verði til verka til þess að koma í veg fyrir tjón á mannvirkjum.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Grindvíkingar mega frá og með morgundeginum dvelja allan sólarhringinn í bænum en verða þar á eigin ábyrgð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann bæjarráðs um þessa breytingu, við verðum í beinni frá íbúafundi og heyrum í Magnúsi Tuma Guðmundssyni um mögulegar hættur í Grindavík.

Innlent

Dæmdur í fangelsi en finnst ekki

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og rán, með því að kýla mann á sextugsaldri í andlitið og ræna af honum síma og bíllyklum í félagi við annan mann. Í dómi Héraðsdóms Vesturlands segir að óvíst sé um dvalarstað mannsins og ekki hafi tekist að birta honum fyrirkall.

Innlent

Býst við að fáir muni gista í bænum

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega.

Innlent

Sparar yfir­lýsingar á ögur­stundu

Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins að mati formanns VR. Það skýrist á allra næstu dögum hvort viðræðum verði haldið áfram eða ekki.

Innlent