Stærsta brautskráning í sögu skólans Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. júní 2025 17:47 Aldrei hafa jafn margir brautskráðst frá skólanum. FG Aldrei hafa jafn margir útskrifast úr Fjölbrautarskólanum í Garðabæ í sögu skólans. 159 nemendur brautskráðust frá skólanum í gær. „Af þeim 159 sem brautskráðust voru 49 af listnámsbrautum, 30 af viðskiptabraut, 21 af hönnunar og markaðsbraut, 18 af náttúrufræðibraut, 17 af félagsvísindabraut, 17 af íþróttabraut, fjórir með lokapróf frá FG og þrír af alþjóðabrautum. Þá voru einnig með í hópnum 13 sem luku námi á miðönn skólans,“ stendur í tilkynningu frá skólanum. Hermann Guðmundsson hlaut titilinn dúx en hann brautskráðist með 9,6 í einkunn af félagsvísindabraut skólans. Semídúxinn kom af hönnunar- og markaðsbraut en það var Kalina Louisa Kamenova Mihaleva sem var með 9,4 í meðaleinkunn. Bæði Hermann og Kalina fengu að auki fjölda verðlauna fyrir góðan námsárangur. Hermann Guðmundsson var dúx skólans með 9,6 í meðaleinkunn.FG Kolfinna Björt Þórðardóttir, forseti nemendafélags FG, NFFG, tók til máls við athöfnina. Hún var sérstaklega þakklát fyrir góðan árangur í góðverðarviku skólans. Nemendafélagið safnaði um 1,2 milljón króna til styrktar Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Vert er að taka fram að sem hluti af góðgerðarvikunni fékk Kristinn Þorsteinsson, skólameistari FG, sér húðflúr af lunda. „Þá var ég stoltur af mínu fólki. Nú þarf ég bara að ákveða hvaða tattoo ég fæ mér næst,“ sagði Kristinn í ávarpi sínu við athöfnina. Fyrir hönd nemenda flutti Eiríkur Örn Beck ávarp nýstúdenta. Rakel Inga Ólafsdóttir, Eydís Ósk Sævarsdóttir, Hildur Kristín Hermannsdóttir og Mikael Steinn Guðmundsson flutti tónlistaratriði. Einstaklega góð stjórn Nýstúdentar skólans stóðu sig greinilega með prýði á liðnum árum þar sem fjöldi nemenda fengu margvísleg verðlaun, bæði fyrir góðan námsárangur og skólasókn. Líkt og áður kom fram fengu Hermann dúx og Kalina semídúx fjölda verðlauna. Hulda Líf Bjarkadóttir fékk sérstök verðlaun Soroptimistafélagsins í Hafnarfirði fyrir framfarir og þrautseigju í námi. Stjórn nemendafélagsins fékk einnig sérstök verðlaun „fyrir vel unnin störf í þágu nemenda, enda almennt talið að þessi stjórn hafi verið einstaklega góð,“ stendur í tilkynningu skólans. Kolfinna Björt, Daníel Orri, Erla Mjöll, Eva Júlía, Jónas Breki og Kristín Jóhanna sátu í stjórn nemendafélagsins. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að nemendurnir söfnuðu 120 þúsund krónum en í raun söfnuðu þau um 1,2 milljónum króna. Framhaldsskólar Garðabær Dúxar Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Af þeim 159 sem brautskráðust voru 49 af listnámsbrautum, 30 af viðskiptabraut, 21 af hönnunar og markaðsbraut, 18 af náttúrufræðibraut, 17 af félagsvísindabraut, 17 af íþróttabraut, fjórir með lokapróf frá FG og þrír af alþjóðabrautum. Þá voru einnig með í hópnum 13 sem luku námi á miðönn skólans,“ stendur í tilkynningu frá skólanum. Hermann Guðmundsson hlaut titilinn dúx en hann brautskráðist með 9,6 í einkunn af félagsvísindabraut skólans. Semídúxinn kom af hönnunar- og markaðsbraut en það var Kalina Louisa Kamenova Mihaleva sem var með 9,4 í meðaleinkunn. Bæði Hermann og Kalina fengu að auki fjölda verðlauna fyrir góðan námsárangur. Hermann Guðmundsson var dúx skólans með 9,6 í meðaleinkunn.FG Kolfinna Björt Þórðardóttir, forseti nemendafélags FG, NFFG, tók til máls við athöfnina. Hún var sérstaklega þakklát fyrir góðan árangur í góðverðarviku skólans. Nemendafélagið safnaði um 1,2 milljón króna til styrktar Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Vert er að taka fram að sem hluti af góðgerðarvikunni fékk Kristinn Þorsteinsson, skólameistari FG, sér húðflúr af lunda. „Þá var ég stoltur af mínu fólki. Nú þarf ég bara að ákveða hvaða tattoo ég fæ mér næst,“ sagði Kristinn í ávarpi sínu við athöfnina. Fyrir hönd nemenda flutti Eiríkur Örn Beck ávarp nýstúdenta. Rakel Inga Ólafsdóttir, Eydís Ósk Sævarsdóttir, Hildur Kristín Hermannsdóttir og Mikael Steinn Guðmundsson flutti tónlistaratriði. Einstaklega góð stjórn Nýstúdentar skólans stóðu sig greinilega með prýði á liðnum árum þar sem fjöldi nemenda fengu margvísleg verðlaun, bæði fyrir góðan námsárangur og skólasókn. Líkt og áður kom fram fengu Hermann dúx og Kalina semídúx fjölda verðlauna. Hulda Líf Bjarkadóttir fékk sérstök verðlaun Soroptimistafélagsins í Hafnarfirði fyrir framfarir og þrautseigju í námi. Stjórn nemendafélagsins fékk einnig sérstök verðlaun „fyrir vel unnin störf í þágu nemenda, enda almennt talið að þessi stjórn hafi verið einstaklega góð,“ stendur í tilkynningu skólans. Kolfinna Björt, Daníel Orri, Erla Mjöll, Eva Júlía, Jónas Breki og Kristín Jóhanna sátu í stjórn nemendafélagsins. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að nemendurnir söfnuðu 120 þúsund krónum en í raun söfnuðu þau um 1,2 milljónum króna.
Framhaldsskólar Garðabær Dúxar Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði