Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sögu­legar kosningar í skugga á­sælni Trumps

Á morgun ganga Grænlendingar til þingkosninga sem verða, að sögn formanns landstjórnarinnar, þær örlagaríkustu síðari tíma. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum um innlimun inn í Bandaríkin og spurningin um sjálfstæði brennur á allra vörum.

Erlent
Fréttamynd

Opnar sig um rútínuna í fangelsinu

Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana, hefur opnað sig um fangelsisvistina í bréfaskrifum við almenning. Hann fylgir ákveðinni rútínu, borðar núðlur, les og teflir við samfanga sína.

Erlent
Fréttamynd

Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið

Lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna skaut vopnaðan mann fyrir utan Hvíta húsið í morgun. Lögregluyfirvöld höfðu varað við því að hætta stafaði af manninum, sem var ferðalangur frá Indiana-ríki.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri hundruð ó­breyttra borgara drepnir

Öryggissveitir nýrra stjórnvalda í Sýrlandi eru sagðar hafa drepið minnst 745 óbreytta borgara í um það bil þrjátíu fjöldaaftökum í vesturhluta landsins. Umfangsmikil átök hafa átt sér stað milli uppreisnarmanna úr röðum Alavíta og stjórnvalda í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi undanfarna daga.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsti í fimm­tán ár til að vera aflífaður með af­töku­sveit

Brad Sigmon var í gær aflífaður í Bandaríkjunum af aftökusveit. Aflífun með aftökusveit hefur ekki verið framkvæmd í Bandaríkjunum í fimmtán ár. Sigmond var dæmdur fyrir að myrða foreldra fyrrverandi kærustu sinnar árið 2001. Hann barði þau til bana með hafnaboltakylfu áður en hann tók fyrrverandi kærustu sína með valdi.

Erlent
Fréttamynd

For­seti Suður-Kóreu leystur úr haldi

Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu sem var handtekinn í lok janúar, var leystur úr haldi í dag. Forsetinn var settur af og ákærður eftir að hann reyndi að koma á herlögum í landinu í desember. Hann á þó enn dómsmál yfir höfði sér en ákvörðun um varðhald yfir honum var felld úr gildi á lagatæknilegum grundvelli.

Erlent
Fréttamynd

Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund

Donald Trump kallaði saman ráðherra sína á fund á fimmtudag til að ræða DOGE, sparnaðarstofnun Elons Musk. Upp úr sauð á fundinum milli Musk og ráðherranna Marco Rubio og Sean Duffy. Forsetinn sagði að teymi Musk myndi framvegis aðeins hafa ráðgefandi hlutverk.

Erlent
Fréttamynd

Tólf særðir eftir skot­á­rás á knæpu í Toronto

Tólf eru særðir eftir skotárás á bar í Toronto í Kanada í gærkvöldi. Þriggja manna er enn leitað sem grunaðir eru um árásina. Yfirvöld í Toronto segja sex hafa orðið fyrir skoti en hinir sex slösuðust við það að reyna að flýja eða fengu í sig glerbrot. 

Erlent
Fréttamynd

Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa

Þrír einstaklingar frá Búlgaríu hafa gerst sekir um njósnir í Bretlandi á vegum Rússa. Þau njósnuðu meðal annars um rannsóknarblaðamenn, fyrrum stjórnmálamenn og bandaríska herstöð í Þýskalandi.

Erlent
Fréttamynd

Mann­skæð á­tök í Sýr­landi

Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir.

Erlent
Fréttamynd

Annað Starship sprakk í loft upp

Annað tilraunaskot Starship-geimskips SpaceX í röð misheppnaðist í gærkvöldi. Geimskipið sprakk skömmu eftir geimskotið og dreifðist brakið úr því í háloftunum yfir Flórída og Karíbahafinu þar sem það brann, með tilheyrandi sjónarspili.

Erlent