Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, gerði lítið úr hugsanlegum deilum við Real Madrid fyrir umspilsleiki liðanna um sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Fótbolti 10.2.2025 23:00
Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Fiorentina náði ekki að vinna Internazionale í annað skiptið á fimm dögum þegar liðin mættust í ítölsku deildinni í kvöld. Fótbolti 10.2.2025 19:16
Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Enska úrvalsdeildarliðið Crystal Palace komst í kvöld í sextán liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir útisigur á D-deildarliði Doncaster Rovers. Enski boltinn 10.2.2025 21:37
Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Einn af þeim fjölmörgu dönsurum sem tóku þátt í hálfleikssýningu rapparans Kendrick Lamar á Super Bowl í nótt hafði falið fána innan klæða sem hann veifaði svo á meðan sýningin fór fram. Hann er nú í haldi lögreglunnar í New Orleans. Fótbolti 10.2.2025 11:00
Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Ýmsar tillögur liggja fyrir á komandi ársþingi Knattspyrnusambands Íslands sem haldið verður í Reykjavík 22. febrúar. Lagðar eru til breytingar sem snúa að erlendum leikmönnum, leikbönnum og varamönnum, og ein tillaga snýst um sumarfrí fyrir leikmenn. Fótbolti 10.2.2025 10:15
„Fólk má alveg dæma mig“ Tottenham-menn hafa átt afar erfiða daga að undanförnu en stjóri liðsins, Ange Postecoglou, vill að öll gagnrýni beinist að sér en ekki að leikmönnum liðsins. Enski boltinn 10.2.2025 09:04
Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Það tók ekki langan tíma fyrir Fram að losna af lista FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, yfir félög í félagaskiptabanni. Grótta er hins vegar enn í banni. Íslenski boltinn 10.2.2025 08:32
Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Leikmenn Adana Demirspor yfirgáfu völlinn og héldu heimleiðis, samkvæmt skipun, til að mótmæla dómgæslunni í leik gegn Galatasaray í gær í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fótbolti 10.2.2025 08:01
Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Í heimsókn sinni til Leeds í gær sungu sumir stuðningsmenn Millwall söngva sem gerðu grín að stunguárás sem átti sér stað fyrir tuttugu og fimm árum. Félögin vinna nú saman með lögreglu við að hafa uppi á stuðningsmönnunum og refsa þeim með viðeigandi hætti. Enski boltinn 9.2.2025 23:30
Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Barcelona vann gríðarmikilvægan 1-4 sigur gegn Sevilla í 23. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Börsungar kláruðu leikinn manni færri eftir að varamaðurinn og markaskorarinn Fermin Lopez var rekinn af velli. Fótbolti 9.2.2025 19:32
Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Arne Slot gerði tíu breytingar á liði Liverpool fyrir FA bikarleikinn sem tapaðist 1-0 gegn B-deildarliði Plymouth Argyle fyrr í dag. Hann sér ekki eftir því og segist ekki viss um að annars hefði leikurinn unnist. Enski boltinn 9.2.2025 21:31
Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Panathinaikos tapaði 2-0 gegn Aris á útivelli í grísku úrvalsdeildinni. Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörninni, líkt og í bikarleiknum fyrr í vikunni sem tapaðist 1-0 gegn Olympiacos. Panathinaikos mætir Víkingi í umspili Sambandsdeildarinnar á fimmtudag. Fótbolti 9.2.2025 20:29
Tvær þrennur í níu marka stórsigri Þór/KA vann 9-0 stórsigur gegn Tindastóli í fyrstu umferð Lengjubikars kvenna. KA sótti 0-1 sigur til Njarðvíkur í annarri umferð Lengjubikars karla. Íslenski boltinn 9.2.2025 18:55
Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Aston Villa er komið áfram í sextán liða úrslit FA bikarsins eftir 2-1 sigur gegn Tottenham. Morgan Rogers lagði fyrra mark heimamanna listilega vel upp og skoraði síðan sjálfur í seinni hálfleik. Mathys Tel skoraði sitt fyrsta mark fyrir Tottenham. Enski boltinn 9.2.2025 17:06
Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Liverpool er úr leik í FA bikarnum eftir 1-0 tap í fjórðu umferð, á útivelli gegn B-deildarliðinu Plymouth Argyle. Íslenski landsliðsmaðurinn og fyrrum leikmaður Liverpool, Guðlaugur Victor Pálsson, kom inn af varamannabekknum og hjálpaði til við að halda marki Plymouth Argyle hreinu. Enski boltinn 9.2.2025 14:30
Glódís bjargaði marki og áfram heldur sigurganga Bayern Bayern Munchen lenti undir en tókst að snúa leiknum sér í vil og vinna 1-3 sigur á útivelli gegn Hoffenheim í fjórtándu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar. Glódís Perla Viggósdóttir bar fyrirliðaband Bæjara og tókst að bjarga marki. Fótbolti 9.2.2025 15:18
Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Wolverhampton Wanderers eru á leið í sextán liða úrslit FA bikarsins eftir 0-2 sigur gegn Blackburn Rovers. Joao Gomes og Matheus Cunha skoruðu mörkin með einnar mínútu millibili í fyrri hálfleik. Enski boltinn 9.2.2025 14:26
Bjarki kom inn á fyrir Mikael í eins marks tapi Bjarki Steinn Bjarkason kom inn á fyrir Mikael Egil Ellertsson í 0-1 tapi Venezia gegn Roma í 24. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti 9.2.2025 13:26
Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Plymouth Argyle mæta stórliði Liverpool í enska bikarnum í dag. Guðlaugur segir mikla spennu fyrir leiknum og ekki síst hjá honum sjálfum enda fyrrum leikmaður Rauða hersins. Enski boltinn 9.2.2025 09:02
Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brasilíski vængmaðurinn Antony skoraði í öðrum leik sínum fyrir Real Betis í dag og hefur þar með skorað jafn mörg mörk og hann gerði í sautján leikjum fyrir Manchester United á tímabilinu. Fótbolti 8.2.2025 22:30
Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Brighton er komið áfram í sextán liða úrslit FA bikarsins eftir 2-1 sigur gegn Chelsea. Franski framherjinn Georginio Rutter kom að báðum mörkum heimamanna, sem lentu snemma undir. Enski boltinn 8.2.2025 19:33
Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Real Madrid og Atlético Madrid skildu jöfn 1-1 í nágrannaslag í 23. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Aðeins einu stigi munar milli liðanna tveggja í toppsætunum. Fótbolti 8.2.2025 19:33
Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Hákon Arnar Haraldsson kom boltanum í netið fyrir Lille en markið fékk ekki að standa. Leiknum lauk með 1-2 sigri Le Havre, sem var fyrir leik í neðsta sæti deildarinnar. Fótbolti 8.2.2025 20:09
Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Newcastle komst áfram í sextán liða úrslit FA bikarsins með 2-3 sigri gegn Birmingham City. Willum Þór Willumsson spilaði síðasta hálftímann fyrir heimamenn en Alfons Sampsted kom ekki við sögu. Enski boltinn 8.2.2025 17:17