Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Það lítur út fyrir að Jack Wilshere sé að landa starfi sem knattspyrnustjóri Luton Town í League One deildinni. Luton hefur gengið illa og fallið tvö undanfarin tímabil úr Ensku úrvalsdeildinni og aftur úr Championship deildinni. Fótbolti 11.10.2025 23:18
Gerrard neitaði Rangers Steven Gerrard, fyrrum leikmaður Liverpool og fyrrum stjóri Glasgow Rangers mun ekki taka við Glasgow liðinu í annað sinn. BBC greinir frá því að viðræður hafi siglt í strand. Fótbolti 11.10.2025 21:30
Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fjölmargir leikir fóru fram í undankeppni HM ´26 í dag. Spánverjar stigu gott skref í átt að farseðli til N-Ameríku á næsta ári. Ítalir eru í bílstjórasætinu um að ná öðru sætinu í I-riðli og Albanir unnu í Serbíu. Fótbolti 11.10.2025 21:01
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn 11.10.2025 13:16
Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn 11.10.2025 13:16
Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Norðmenn tóku á móti umdeildum Ísraelum í I-riðli undankeppni HM 2026 og fóru vægast sagt illa með Ísraelana og lögðu þá af velli 5-0. Erling Braut Haaland skoraði þrennu og gestirnir lögðu hönd á plóg með tveimur sjálfsmörkum. Fótbolti 11.10.2025 15:31
Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Leikmenn kvennaliðs Bayern München fengu stóran skell í Meistaradeildinni í vikunni en svöruðu því með því að vinna toppslaginn í þýsku deildinni í dag. Fótbolti 11.10.2025 14:57
Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Tindastóll og FHL áttust við á Sauðárkróki fyrr í dag. Liðin eru bæði fallin úr Bestu deild kvenna og því um kveðjuleik þeirra að ræða. Tindastóll kvaddi deildina með flottum hætti og vann leikinn 5-2. Fótbolti 11.10.2025 14:17
Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Kylian Mbappé er ekki eina stjarna franska fótboltalandsliðsins sem hefur helst úr lestinni eftir leikinn á móti Aserbaídsjan í undankeppni HM í gærkvöldi Fótbolti 11.10.2025 11:46
Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Ökklameiðsli franska framherjans Kylian Mbappé eru ekki alvarleg en þó nógu slæm til að hann missi af leiknum á móti Íslandi á Laugardalsvellinum á mánudaginn. Fótbolti 11.10.2025 10:22
Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind David Beckham er ekki smávaxinn maður og var oftast með hávöxnustu leikmönnum inni á fótboltavellinum á sínum ferli og því vekur ný mynd af honum talsverða athygli. Fótbolti 11.10.2025 10:02
Rooney er ósammála Gerrard Wayne Rooney er alls ekki á því að núverandi enska landsliðið í fótbolta hafi betra hugarfar en „gullkynslóðin“ hans eins og fyrrum landsliðsfélagi hans Steven Gerrard hélt fram í vikunni. Enski boltinn 11.10.2025 09:00
Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Það var uppselt á Laugardalsvelli í gærkvöld þegar Ísland mætti Úkraínu í afar mikilvægum leik í undankeppni HM. Óhætt er að segja að leikurinn hafi verið fjörugur en Úkraínumenn unnu að lokum, 5-3. Fótbolti 11.10.2025 08:02
Mbappé kemur ekki til Íslands Kylian Mbappé mun ekki ferðast með félögum sínum til Reykjavíkur á morgun, laugardag, og missir af leiknum við Ísland í undankeppni HM í fótbolta á mánudagskvöld. Fótbolti 10.10.2025 23:09
„Ég held að hann verði að skoða þetta“ Í uppgjörinu á Sýn Sport eftir 5-3 tap Íslands gegn Úkraínu í kvöld fór Lárus Orri Sigurðsson yfir þá ákvörðun Arnars Gunnlaugssonar landsliðsþjálfara að tefla aftur þeim Ísaki Bergmanni Jóhannessyni og Hákoni Arnari Haraldssyni tveimur saman á miðju íslenska liðsins. Fótbolti 10.10.2025 22:38
„Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Hákon Arnar Haraldsson, sem var fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í leiknum gegn Úkraínu, segir niðurstöðu kvöldsins svekkjandi. Ísland tapaði 3-5 í miklum markaleik í D-riðli undankeppni HM 2026. Hákon segir að íslenska liðið hefði átt að sýna meiri skynsemi í leiknum. Fótbolti 10.10.2025 21:45
„Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Maður á eiginlega ekki til eitt aukatekið orð, þeir skora bara úr hverju einasta skoti“ sagði landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen eftir 3-5 tap fyrir Úkraínu. Hann verður í banni í leiknum gegn Frakklandi á mánudag, eftir að hafa rifið kjaft við dómarann í kvöld. Fótbolti 10.10.2025 21:43
„Virkilega galið tap“ „Við leyfum okkur að vera fúlir í kvöld og svo byrjar undirbúningur fyrir Frakkana á morgun,“ segir reynsluboltinn Guðlaugur Victor Pálsson. Hann segir sjokkerandi að Úkraína hafi náð að skora fimm mörk í kvöld, í 5-3 sigri sínum gegn Íslandi í undankeppni HM í fótbolta. Fótbolti 10.10.2025 21:41
„Við vorum bara flottir í kvöld“ „Þetta var skrítinn leikur“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson eftir 3-5 tap fyrir Úkraínu. Fótbolti 10.10.2025 21:24
Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Baulað var á Jon Dahl Tomasson, landsliðsþjálfara Svía í fótbolta, fyrir leikinn mikilvæga við Sviss í undankeppni HM í kvöld. Sviss vann svo leikinn 2-0 og eru Svíar neðstir í sínum riðli. Fótbolti 10.10.2025 21:21
„Mjög barnalegir og gefum mörk“ Ísak Bergmann Jóhannesson segir Ísland hafa gert klaufaleg og barnaleg mistök, en fannst 3-5 tap ekki gefa rétta mynd af leiknum. Fótbolti 10.10.2025 20:59
Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Albert Guðmundsson stóð sig best hjá íslenska liðinu þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Úkraínu í undankeppni HM 2026 í fótbolta karla á Laugardalsvelli í kvöld. Albert skoraði tvö mörk í leiknum og var þess fyrir utan mikið í boltanum. Fótbolti 10.10.2025 20:58
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Ísland tapaði 3-5 fyrir Úkraínu á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2026 í kvöld. Íslendingar voru 1-3 undir í hálfleik, Albert Guðmundsson jafnaði með tveimur mörkum í seinni hálfleik en Úkraínumenn skoruðu tvö mörk undir lokin og tryggðu sér sigurinn. Fótbolti 10.10.2025 16:02
Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Frakkar áttu ekki í vandræðum með að vinna Aserbaísjan í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta, og eru því með fullt hús stiga fyrir leikinn við Ísland á Laugardalsvelli á mánudaginn. Fótbolti 10.10.2025 20:51
Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ „Það er óskiljanlegt hvernig hann klikkar á þessu,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Sýnar Sport, um mistök Mikaels Egils Ellertssonar sem leiddu til þess að Úkraína komst í 2-1 í leiknum mikilvæga í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Fótbolti 10.10.2025 19:58
Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Gestirnir frá Úkraínu skoruðu tvö mörk undir lok leiks Íslands við Úkraínu í undankeppni HM í fótbolta á Laugardalsvelli, og komust þannig í 5-3. Mörk leiksins má sjá á Vísi. Fótbolti 10.10.2025 19:11