Albumm

Með skrattann á öxlinni

Tónlistarmaðurinn Pálmi Hjalta gaf nýverið út lagið Lostasukk sem er drífandi akústískt lag með umlykjandi rokkblæ.

Albumm

Snorri Sturluson fangar ameríska drauminn

Snorri Sturluson, ljósmyndari, auglýsingamaður, kvikmyndagerðarmaður og heimspekingur opnar ljósmyndasýninguna American Dream í Gallery Port á laugardaginn, 6. febrúar, klukkan 14.

Albumm

Djömmuðu lögin saman í sveitasetri Ágústu Evu

Sycamore Tree var að gefa út plötuna Western Sessions. Hljómsveitin er skipuð þeim Gunna Hilmars og Ágústu Evu en þau hafa varið töluverðum tíma á síðasta ári og í byrjun þess nýja í upptökur af nýju efni sem kemur út á árinu.

Albumm

Sjötíu plötur og mörg hundruð þúsund streymi

Raftónlistarútgáfan Móatún 7 er heldur betur að gera góða hluti um þessar mundir en útgáfan sérhæfir sig í 7-tommu vínylplötum sem eru framleiddar hér á Íslandi. Útgáfurnar eru nú orðnar alls sjötíu talsins og hafa selst í meira en tvö þúsund eintökum en nánast öll eintökin voru send kaupendum erlendis.

Albumm

Gróf upp tónlistina sem leyndist í ljóðunum

Platan Kom vinur eftir tónskáldið Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur kom út 22. janúar, á vegum bandaríska útgáfufyrirtækisins Sono Luminus. Hún inniheldur tvö kórverk eftir Maríu við ljóðatexta Vilborgar Dagbjartsdóttur sem fagnaði níræðisafmæli sínu á síðasta ári.

Albumm

Segir nýja Eurovision-lagið rökrétt framhald af Think About Things

Daði Freyr var að senda frá sér lagið Feel the Love og myndband ásamt tónlistarkonunni Ásdísi Maríu Viðarsdóttur. Þetta er fyrsta lagið sem Daði gefur út þar sem hann var ekki með í ferlinu frá byrjun. Albumm heyrði í Daða þar sem hann var í sveitinni hjá foreldrum sínum að jólast ásamt því að undirbúa útgáfu á framlagi Íslands til Eurovision 2021.

Albumm

Amiina gefur út tvö jólalög

Hljómsveitin amiina gefur út tvö jólalög fyrir hátíðarnar en útgáfan er fyrsti hlutinn af nýrri attic series, eða háalofts seríu. Í gær gáfu þau út lagið I’d like to Teach the World to Sing og á aðfangadag kemur út Hátíð fer að höndum ein.

Albumm

Verkið segir frá aftökum sem áttu sér stað á Íslandi

Dalalæða er nýlegt band sem var formlega stofnað um haustið 2019. Hljómsveitin var að gefa frá sér plötuna, Dysjar en hugmyndin á bakvið verkið kemur frá verkefninu, Dysjar hinna dæmdu, sem segir frá aftökum á íslandi frá 16 öld fram á 19 öld og bakgrunn dómsmálanna sem liggja þar að baki.

Albumm

Þessi hlutu Kraumsverðlaunin 2020

Kraumsverðlaunin voru afhent í þrettánda sinn á Laugaveginum í gær. Í stað hefðbundins verðlaunahófs innandyra voru verðlaunin veitt undir berum himni á Laugaveginum í tengslum við tónleikaseríuna Talið í Tónum – Jóladagal, sem fer fram í allan desember fram að jólum.

Albumm

Of jólalegt en hugsanlega besta lagið hingað til

Hljómsveitin Laminar Flow var að senda frá sér lagið Summer Fling en lagið var samið í apríl á þessu ári þegar Hrafnkell söngvari/gítarleikari sveitarinnar var að prófa sig áfram með mismunandi stillingar á gítarnum.

Albumm

Floni sviptir hulunni af nýju ilmvatni

Íslenski tónlistarmaðurinn Floni svipti í dag hulunni af nýju ilmvatni sem einfaldlega nefnist Floni Eau De Parfum. Floni Eau De Parfum er samstarfsverkefni milli Flona og Laugar Spa sem unnið hefur verið síðasta eina og hálfa árið.

Albumm

Upplifun sem margir Íslendingar kannast við

Desembersíðdegisblús er nýtt lag frá tónlistarmanninum Teit Magnússyni og lýsir það upplifun sem margir Íslendingar kannast við. Skammdegið skellur á með myrkri og slyddu en ljóðmælandi er ekki enn kominn í jólaskapið.

Albumm