Formúla 1

Japaninn Kobayashi sneggstur á Sauber

Japaninn Kamui Kobayashi sýndi hvers hann er megnugur í dag þegar hann náði besta tíma á Sauber á æfingum á Jerez brautinni á Spáni. Hann varð aðein s0.076 sekúndum á undan Sebastian Buemi á Torro Rosso.

Formúla 1

Nico Rosberg fljótastur á Spáni

Þjóðverjinn Nico Rosberg reyndist allra fljótastur á æfingum á Jerez brautinni á Spáni í dag. Hann ekur með Mercedes og var 0.1 sekúndum á undan Sebastian Buemi.

Formúla 1

Red Bull frumsýndi 2010 bílinn

Adrian Newey þykir snillingur í hönnun og nýi Red Bull hans var frumsýndur á Jerez brautinni á Spáni í dag. Red Bull bíllinn var mjög öflugur á seinni hluta liðins tímabils í Formúlu 1 og ökumenn liðsins hafa miklar væntingar til nýja tækisins að venju.

Formúla 1

Force India frumsýnir keppnístækið

Indverska Force India liðið sem er staðsett við Silverstone í Bretlandi frumsýndi 2010 ökutæki sitt í dag. Mark Smith hönnunarstjóri segir tækið framfaraskref frá fyrra ári.

Formúla 1

Ferrari: Engin kraftaverk í Formúlu 1

Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir að Ferrari hafi unnið hörðum höndum að því að skapa öflugt ökutæki fyrir árið í ár. Liðið náði ekki tilsettum árangri í fyrra.

Formúla 1

Meistarinn Button að venjast McLaren

Heimsmeistarinn Jenson Button hefur unnið hörðum höndum að því að venjast McLaren liðinu og og bílnum á æfingum í Valencia, en hann gekk til liðs við liðið frá meistaraliði Mercedes. Hann telur að margt eigi eftir að koma í ljóst á næstu vikum varðandi hraða bílanna, en Ferrrari náði besta tíma síðustu daga.

Formúla 1

Auðkýfingurinn stoltur af Formúlu 1 liðinu

Auðkýfingurinn Richard Branson er bakhjarl Virgin Formúlu 1 liðsins sem var kynnt á vefsíðu liðsins í morgun. Ökumenn liðsins eru Timo Glock sem áður var hjá Toyota og Lucas di Grassi sem er nýliði en var um tíma þróunarökumaður Renault.

Formúla 1

Japaninn Kobayashi eldheitur í Formúlu 1

Japanski ökumaðurinn Kamui Kobayashi var næst fljótastur á eftir Felipe Massa á æfingu keppnisliða í Valencia í dag. Massa var fljótastur í gær og liðsfélagi Kobayashi, Pedro de la Rosa var með næsta besta tíma á eftir Massa.

Formúla 1

Ánægja með nýjan Williams

Sam Michaels hjá Williams kveðst ánægður með nýjan Williams sam var frumsýndur í vikunn og er ekið á æfingum í dag. Williams samdi við Cosworth um vélar fyrir 2010 og liðið ók 75 hringi um Valencia brautina í gær.

Formúla 1

Schumacher ámægður með nýja leikfangið

Michael Schumacher er kampakátur að vera kominn aftur í Formúlu 1,, en hann ók með Mercedes í gær á æfingum í Valencia. Hann hóf ferilinn árið 1991, en tók sér þriggja ára hvíld og kom óvænt aftur í slaginn í ár. Hann er með þriggja ára samning við Mercedes liðið sem er stýrt af vini hans Ross Brawn.

Formúla 1

Tímamót á frumsýningu Torro Rosso

Torro Rosso liðið frumsýndi 2010 Formúlu 1 bíl sinn í dag og Franz Tost segir um tímatmót að ræða. Ökumenn Torro Rosso verða sem fyrr Sebastian Buemi og Jamie Alguersuari.

Formúla 1

Renault kynnti Kubica og Petrov

Renault Formúlu 1 liðið frumsýndi nýtt ökutæki sitt í Valencia í dag og kynnti til sögunnar tvo nýja ökumenn. Pólverjann Robert Kubica og Rússann Vitaly Petrov.

Formúla 1

McLaren frumsýndi nýtt ökutæki

McLaren frumsýndi í dag nýtt ökutæki fyrir komandi keppnistímabil og nefnist það MP4-25. Lewis Hamilton og Jenson Button munu aka bílnum og var hann sýndur í höfuðstöðvum liðsins í Woking í Surrey. Bíllinn er mjög vígalegur og er með Mercedes vél, sem meistararnir tveir fá til umráða.

Formúla 1

Forseti Ferrari kveikti í Schumacher

Luca Montezemolo, forseti Ferrari segir að það sé sín sök að Michael Schumacher er farinn að keyra fyrir Mercedes. Montezemolo vildi að Schumacher keyrði í stað Massa í fyrra.

Formúla 1

Alonso og Massa frumsýndu Ferrari

Spánverjinn Fernando Alonso og Felipe Massa frumsýndi nýjan Ferrari á Ítalíu í dag. Alonso er nýr liðsmaður Ferrari, en hann ók fyrir Renault í fyrra. Massa hefur náð sér af meiðslum sem hann hlaut í fyrra og klár í slaginn.

Formúla 1

Forsetinn kynnti nýjan Formúlu 1 kappa

Jose Maria Lopez frá Argentínu verður ökumaður nýja liðs USF1, sem er staðsett í Charlotte í Bandaríkjunum. Hann var um þriggja ára skeið þróunarökumaður Renault, en hvarf svo til síns heima og réði lögum og löfum mótaröðunm á heimavelli.

Formúla 1

Michael Schumacher: Titilinn er markmiðið

Þjóðverjinn Michael Schumacher segir að Mercedes liðið hafi allt sem til þarf til að ná meistaratitilinum í Forúlu 1 á árinu, enda varð Ross Brawn meistari með Brawn liðinu sem er grunnur Mercedes.

Formúla 1

Alguersuari áfram hjá Torro Rosso

Spánverjinn Jamie Alguersuari verður áfram ökumaður Torro Rosso samkvæmt fregnum frá liðinu. Hann byrjaði að keyra með liðinu ítalska í fyrra og var þá nýliði í Formúlu 1.

Formúla 1

Spánverjinn de la Rosa til BMW

Spænski ökumaðurinn Pedro de la Rosa verður ökumaður BMW á þessu keppnistímabili og nú á aðeins eftir að ráða í fjögur sæti hjá þeim 13 Formúlu 1 liðum sem skipa ráslínuna.

Formúla 1

Button bjartsýnn með McLaren

Heimsmeistarinn Jenson Button gekk til liðs við McLaren eftir að hafa unnið titilinn með Brawn í fyrra. Hann kann vel við sig hjá nýju liði og ekur með Lewis Hamilton.

Formúla 1