Formúla 1

Ferrari bíður eftir hinum rétta Raikkönen

Luca di Montezemolo, forseti Ferrari-liðsins í Formúlu 1, segir að Kimi Raikkönen eigi mikið inni með liðinu eftir erfiða byrjun á keppnistímabilinu. Hann segir Ferrari-menn vera að bíða eftir hinum rétta Raikkönen.

Formúla 1

Mætir Hamilton Schumacher í keppni?

Svo gæti farið að breska ungstirnið Lewis Hamilton fái tækifæri til að reyna sig gegn goðsögninni Michael Schumacher eftir allt saman. Stofnandi kappakstursins árlega, Race of Champions, segir báða kappa hafa tekið vel í að taka þátt í keppninni næsta vetur.

Formúla 1

Alonso líður betur í herbúðum McLaren

Heimsmeistarinn Fernando Alonso segir að sér líði betur í herbúðum McLaren nú en honum gerði fyrir kappaksturinn í Bandaríkjunum á dögunum. Ástæðuna segir hann vera þá að liðið hafi tekið betur á smáatriðunum í umgengni sinni við ökumennina.

Formúla 1

Hamilton gæti þurft að flytja vegna ágangs fjölmiðla

Ron Dennis, liðsstjóri McLaren liðsins í Formúlu 1, segir að enska ungstirnið Lewis Hamilton þurfi sérstaka vernd frá ágangi fjölmiðla eftir að honum skaut óvænt upp á stjörnuhimininn. Dennis segist reikna með því að hinn 22 ára gamli Hamilton þurfi að flytja búferlum í kjölfar velgengni sinnar.

Formúla 1

Hamilton sigrar í Indianapolis

Lewis Hamilton sigraði kappaksturinn í Indianapolis í dag. Þar með styrkti hann stöðu sína á toppnum í einstaklingskeppninni. Fernando Alonso, félagi Hamilton hjá McClaren kom annar í mark.

Formúla 1

Raikkönen: Hvert stig skiptir máli

Kimi Raikkönen, ökumaður Ferrari liðsins í Formúluakstri segir að nú skipti hvert stig máli. Fyrir þreumur umferðum deildi hann efsta sætinu með Alonso og Hamilton en nú situr hann í fjórða sæti og hann er að vonum ekki sáttur við það.

Formúla 1

Hamilton á ráspól

Bretinn Lewis Hamilton verður á ráspól fyrir F1 kappaksturinn í Indianapolis. Félagi hans hjá McClaren, Fernando Alonso, verður annar. Þetta er í þriðja sinn sem þessir tveir ökuþórar eru fremstir á ráspól.

Formúla 1

Hamilton vísar kvörtunum Alonso á bug

Lewis Hamilton segir kvartanir félaga síns Fernando Alonso um hlutdrægni forráðamanna McLaren liðsins ekki á rökum reistar, en segir ástandið í herbúðum erfitt í augnablikinu. Í vikunni sagði Alonso liðið hampa Hamilton frekar en sér af því hann sé Englendingur.

Formúla 1

Kubica klár í næstu keppni

Pólski ökuþórinn Robert Kubica hjá BMW Sauber í Formúlu 1 stefnir í að taka þátt í bandaríska kappakstrinum um næstu helgi þrátt fyrir að hafa lent í hörðum árekstri á hátt í 300 kílómetra hraða fyrir þremur dögum.

Formúla 1

Stjóri McLaren reynir að stilla til friðar

Ron Dennis, stjóri McLaren liðsins í Formúlu 1, vísar því á bug að deilur standi milli ökuþóra liðsins þeirra Fernando Alonso og Lewis Hamilton. Alonso gagnrýndi lið sitt í viðtali við spænska útvarpsstöð á dögunum eftir að Hamilton vann sinn fyrsta sigur í Kanada um síðustu helgi.

Formúla 1

Hamilton: Ég vissi að ég myndi vinna

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hefur svo sannarlega stolið senunni í Formúlu 1 í ár og vann sinn fyrsta sigur á ferlinum í Kanada um helgina. Hann er efstur í stigakeppni ökuþóra það sem af er og margir eru farnir að líkja hinum 22 ára gamla ökuþór við Tiger Woods vegna tilþrifa hans svo snemma á ferlinum.

Formúla 1

Damon Hill: Hamilton getur orðið meistari

Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Damon Hill, segir að nýliðinn Lewis Hamilton hjá McLaren sé búinn að sýna það að hann geti orðið heimsmeistari á sínu fyrsta ári. Hamilton vann sinn fyrsta sigur í aðeins sjöttu keppni sinni á ferlinum í Kanada um helgina og er efstur í stigakeppni ökuþóra.

Formúla 1

Hamilton með fyrsta sigurinn í sinni sjöttu keppni

Hinn magnaði Breti Lewis Hamilton hjá McLaren vann í dag jómfrúarsigur sinn í Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark í Kanadakappakstrinum í Montreal. Hamilton var á ráspól í dag og var sigur hans í raun aldrei í hættu. Nokkur ljót óhöpp urðu í kappakstrinum og var Pólverjinn Robert Kubica hjá BMW heppinn að sleppa lifandi eftir gríðarlega harðan árekstur.

Formúla 1

Hamilton á ráspól í fyrsta sinn

Ungstirnið Lewis Hamilton á McLaren tryggði sér í kvöld sinn fyrsta ráspól á ferlinum í Formúlu 1 þegar hann náði besta tíma í tímatökum fyrir Kanadakappaksturinn sem fram fer í Montreal á morgun. Félagi hans Fernando Alonso náði öðrum besta tímanum og Nick Heidfeld stakk sér framúr Ferrari-mennina Raikkönen og Massa í þriðja sætið.

Formúla 1

Stjóri McLaren vorkennir Raikkönen

Ron Dennis, stjóri McLaren liðsins í Formúlu 1, segist vorkenna fyrrum ökumanni sínum Kimi Raikkönen sem gekk í raðir Ferrari fyrir tímabilið. Finninn byrjaði vel og náði sigri í sinni fyrstu keppni fyrir Ferrari, en síðan hefur heldur hallað undan fæti hjá honum.

Formúla 1

Villeneuve: Hamilton er of ákafur

Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Jacques Villeneuve, gagnrýnir nýliðann Lewis Hamilton hjá McLaren harðlega og segir hann allt of ákafan. Hann segir Bretann unga vera farinn að minna sig óþægilega mikið á Michael Schumacher - og það á versta mögulega hátt.

Formúla 1

Ekkert aðhafst í máli McLaren

Keppnisliði McLaren í Formúlu 1 verður ekki refsað eftir að það var sakað um að hafa áhrif á niðurstöðu Mónakókappakstursins um helgina. Þeir Lewis Hamilton og og Fernando Alonso náðu þar fyrstu tveimur sætunum og talið var að liðið hefði bannað Hamilton að reyna að ná fyrsta sætinu af félaga sínum. Slíkar ráðstafanir hafa verið bannaðar í nokkur ár í Formúlu 1.

Formúla 1

Alonso sigraði í Mónakó annað árið í röð

Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá McLaren hafði betur í æsilegri baráttu við liðsfélaga sinn Lewis Hamilton í dag og sigraði annað árið í röð í Mónakókappakstrinum í Formúlu 1. Sigur heimsmeistarans þýðir að þeir félagar hjá McLaren eru hnífjafnir í stigakeppni ökuþóra.

Formúla 1

Alonso á ráspól í Mónakó

Heimsmeistarinn Fernando Alonso á McLaren verður á ráspól í Mónakókappakstrinum í Formúlu 1 á morgun eftir að hann hafði naumlega betur gegn félaga sínum Lewis Hamilton í tímatökum í dag. Hann var með innan við tveimur hundruðustu úr sekúndu betri tíma en hinn efnilegi Hamilton í dag. Felipe Massa hjá Ferrari náði þriðja besta tímanum en félagi hans Kimi Raikkönen varð að sætta sig við 15. sætið eftir að hann gerði mistök.

Formúla 1

Dennis: Alonso og Hamilton eru bestu félagar

Ron Dennis, liðsstjóri McLaren-Mercedes, segir sögusagnir um að ósætti sé á milli Fernando Alsono, núverandi heimsmeistara, og nýliðans Lewis Hamilton, sem nú leiðir keppni ökuþóra, algjöra vitleysu.

Formúla 1

Hamilton mun setja nýja staðla

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McClaren mun setja nýja staðla í Formúlu 1 ef hann heldur áfram á sömu braut. Þetta sagði fyrrum heimsmeistarinn Jackie Stewart eftir að hann horfði á nýliðann ná efsta sætinu í keppni ökuþóra um helgina með því að ná öðru sætinu í spænska kappakstrinum um helgina.

Formúla 1

Massa á ráspól

Brasilíumaðurinn Felipe Massa, sem keyrir fyrir Ferrari, tryggði sér í dag ráspólinn í tímatöku fyrir Barselónu-kappaksturinn í Formúlu eitt. Tímatakan var æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokamínútunum.

Formúla 1

Keppti í F1 í Singapúr að nóttu til á næsta ári

Keppt verður í Formúlu 1 kappakstri í Singapúr á næsta ári og það að nóttu til. Frá þessu greindu forsvarsmenn kappakstursins í dag. Ekið verður um hafnarsvæðið í Singapúr og búist við að mótið verði í september eða október 2008.

Formúla 1

Schumacher: Árangur Hamilton kemur ekki á óvart

Fyrrum heimsmeistarinn Michael Schumacher lætur nú lítið á sér bera í Formúlu 1 en hefur þess í stað verið á ferðalagi í tengslum við herferð í umferðaröryggi. Blaðamaður nokkur náði þó að skjóta á hann spurningu varðandi hinn unga og efnilega Lewis Hamilton á dögunum.

Formúla 1

Raikkönen: Hefði átt að vinna allar keppnirnar

Finninn Kimi Raikkönen hjá Ferrari segir að slakur árangur sinn í tímatökum hafi einn komið í veg fyrir að hann sigraði í öllum þeim þremur keppnum sem afstaðnar eru á árinu í Formúlu 1. Finninn er í efsta sæti ökuþóra ásamt heimsmeistaranum Fernando Alonso og nýliðanum Lewis Hamilton.

Formúla 1

Lewis Hamilton getur orðið sá besti

Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins í Formúlu 1, segir að Bretinn ungi Lewis Hamilton geti vel orðið besti ökuþór í sögunni. Hamilton hefur vakið heimsathygli fyrir að komast á verðlaunapall í fyrstu þremur mótum sínum sem aðalökumaður.

Formúla 1

Massa sigraði í Barein - Hamilton enn í verðlaunasæti

Brasilíski ökuþórinn Felipe Massa hjá Ferrari kom fyrstur í mark í Barein kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fór í dag. Breska ungstirnið Lewis Hamilton á McLaren varð annar og þar með fyrsti nýliðinn sem kemst á verðlaunapall í fyrstu þremur keppnum sínum. Kimi Raikkönen á Ferrari varð þriðji og heimsmeistarinn Fernando Alonso á McLaren fimmti.

Formúla 1

Massa á ráspól í Barein

Ferrari-ökumaðurinn Felipe Massa verður á ráspól í Barein kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Massa var með besta tímann í tímatökum í morgun og ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren var annar. Kimi Raikkönen hjá Ferrari var með þriðja besta tímann og heimsmeistarinn Fernando Alonso fjórði.

Formúla 1

Hamilton í sögubækurnar?

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren á möguleika á að rita nafn sitt í sögubækur í Barein-kappakstrinum í Formúlu 1 á sunnudaginn. Þar getur hann orðið fyrsti nýliðinn til að komast á verðlaunapall í fyrstu þremur keppnum sínum á ferlinum.

Formúla 1