Formúla 1 Vettel fljótastur í tímatökunni, en hjól flaug undan bíl Schumacher Það var misjöfn gæfa tveggja þýskra ökumanna í tímatökunni á Spa brautinni í Belgíu í dag. Sebastian Vettel náði besta tíma á Red Bull, en Michael Schumacher verður aftastur á ráslínu eftir að afturhjól flaug undan bílnum í fyrstu umferð tímatökunnar. Formúla 1 27.8.2011 13:51 Webber rétt á undan Hamilton á lokaæfingunni fyrir tímatökuna á Spa Mark Webber á Red Bull var fljótastur rennandi blautri Spa brautinni í Belgíu í dag þar sem rigndi mikið á meðan lokaæfingu fyrir tímatökuna var í gangi. Webber varð aðeins 0.058 sekúndum á undan Lewis Hamilton á McLaren á æfingunni, en Jamie Alguersuari á Torro Rosso varð þriðji fljótastur. Formúla 1 27.8.2011 10:22 Webber áfram hjá Red Bull 2012 Red Bull hefur staðfest formlega að Mark Webber verður áfram hjá liðinu á næsta keppnistímabili og ekur því við hlið Sebastian Vettel eins og síðustu ár. Þeir félagar eru í fyrsta og öðru sæti í stigamóti ökumanna í ár. Þeir hafa ekið saman hjá Red Bull síðustu þrjú ár og keppa á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Formúla 1 27.8.2011 09:11 Vettel hefur ekki áhyggjur af sigurleysinu Sebastian Vettel, sem er efstur í stigamóti ökumanna segist ekki hafa áhyggjur af því þó hann hafi ekki landað sigri í síðustu mótum. Hann hefur ekki unnið þrjú síðustu mót, en hann vann fimm af sex fyrstu mótum ársins. Fernando Alonso, Lewis Hamilton og Jenson Button unnu sitt mótið hver hvað síðustu þrjú mót varðar. Formúla 1 26.8.2011 23:36 Heidfeld í mál vegna samningsbrots Renault Nick Heidfleld telur að Formúlu 1 lið Renault hafi brotið á sér þegar það ákvað að ráða Bruno Senna sem keppnisökumann í hans stað frá og með mótinu á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Málið er komið fyrir dómara í Bretlandi og verður skoðað í kjölinn 19. september, en á meðan ekur Senna fyrir Renault. Formúla 1 26.8.2011 23:06 Webber sneggstur á seinni æfingunni Mark Webber á Red Bull náði besta tíma á síðari æfingu Formúlu 1 liða á Spa brautinni í Belgíu í dag við erfiðar aðstæður, en rigning setti mark sitt á æfinguna eins og fyrri æfingu dagsins. Fernando Alonso á Ferrari náði næst besta tíma og varð 0.140 úr sekúndu á eftir Webber, en Jenson Button á McLaren þriðji. Formúla 1 26.8.2011 13:49 Mercedes ekki að afskrifa Schumacher Nobert Haug hjá Mercedes segir að Schumacher geti enn komið á óvart í Formúlu 1, en hann hefur ekki unnið mót síðan hann hóf að keppa að nýju í fyrra. Schumacher náði besta tíma á æfingu á Spa brautinni í morgun, en reyndar háði það mörgum öðrum að rigning setti mark sitt á æfinguna og Schumacher náði besta tíma á þurri braut. Formúla 1 26.8.2011 12:53 Button: Eigum góða möguleika á sigri Jenson Button hjá McLaren segir að Mclaren eigi góða möguleika í Formúlu 1 móti helgarinnar á Spa brautinni í Belgíu. Button vann síðustu keppni, sem var í Ungverjalandi í lok júlí og Lewis Hamilton vann keppnina þar á undan í Þýskalandi. Formúla 1 26.8.2011 12:13 Schumacher fljótastur á fyrstu æfingunni á Spa Michael Schumacher á Mercedes var sneggstur á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á Spa brautinni í Belgíu í dag. Schumacher og liðsfélagi hans Nico Rosberg náðu að keyra á meðan þurrt var í upphafi æfingarinnar og reyndust fljótastir, en rigning hefti möguleika annarra á að skáka tímum þeirra sem þeir náðu samkvæmt frétt á autosport.com. Formúla 1 26.8.2011 09:56 Senna: Hefur hungrað að komast aftur í keppni Bruno Senna var tilkynntur sem ökumaður Formúlu 1 liðs Renault í gær í stað Nick Heidfeld, en Senna er frá Brasilíu, en hefur keppt í ýmsum mótaröðum síðustu ár. Hann keppti í Formúlu 3 í Bretlandi 2005, en færði sig yfir í GP2 árið 2007 og árið 2008 var hann í baráttu um titilinn í þeirri mótaröð, en varð í öðru sæti. Senna keppt með Hispania liðinu í Formúlu 1 í fyrra, en var síðan ráðinn varaökumaður Renault fyrir þetta tímabi Formúla 1 25.8.2011 16:53 Alonso fagnar tímamótum hjá Schumacher Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso hjá Ferrari keppir með liði sínu á Spa brautinni í Belgíu um helgina, en um helgina fagnar Michael Schumacher því að hann byrjaði að keppa í Formúlu 1 fyrir 20 árum síðan á Spa brautinni. Schumacher vann flesta af sínum sjö meistaratitlum með Ferrari. Alonso ekur nú með Felipe Massa hjá liðinu sem áður var liðsfélagi Schumacher um skeið. Formúla 1 25.8.2011 16:12 Senna ökumaður Renault í stað Heidfeld Brasilíumaðurinn Bruno Senna hefur verið ráðinn ökumaður Renault liðsins í stað Þjóðverjans Nick Heidfeld, en málið var staðfest í dag af Renault. Formúla 1 24.8.2011 18:03 Vettel: Spa draumabraut ökumanna Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að Spa brautin í Belgíu sem verður notuð um næstu helgi sé draumur fyrir ökumenn. Vettel hefur gott forskot í stigamóti ökumanna fyrir tólfta mót ársins um næstu helgi, en Mark Webber hjá Red Bull er í öðru sæti og Lewis Hamilton hjá McLaren í því þriðja. Formúla 1 24.8.2011 17:30 Webber býst við slag á milli Ferrari, McLaren og Red Bull Mark Webber hjá Red Bull gerir ráð fyrir baráttu um sigur á milli Ferrari, McLaren og Red Bull í kappakstrinum á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Hann var í baráttunni um efstu sætin í keppninni fyrra og varð í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton á McLaren, eftir að hafa verið fremstur á ráslínu. Robert Kubica á Renault varð þriðji. Formúla 1 24.8.2011 17:05 Meira sjálfstraust hjá Hamilton Lewis Hamilton hjá McLaren telur að öllum Formúlu 1 ökumönnum hlakki til að keppa á Spa brautinni um næstu helgi, sem hann telur eina af bestu brautum heims. Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Sebastain Vettel og Mark Webber hjá Red Bull. Formúla 1 22.8.2011 15:49 Button elskar að keyra á Spa brautinni Jenson Button hjá McLaren vann síðustu Formúlu 1 keppni, sem var í Ungverjalandi í lok júlí. Hann og Lewis Hamilton keppa á Spa brautinni um næstu helgi með McLaren, eftir sumarfrí keppnisliða sem var í ágúst. Formúla 1 22.8.2011 14:46 20 ár frá fyrsta Formúlu 1 móti Schumacher Mercedes ökumennirnir Michael Schumacher og Nico Rosberg mæta til leiks í Formúlu 1 á Spa brautinni um næstu helgi, en þá fer tólfta Formúlu 1 mót ársins fram á braut sem margir ökumenn halda upp á. Schumacher ók í Formúlu 1 í fyrsta skipti í Formúlu 1 á Spa brautinni árið 1991 með Jordan liðinu, fyrir 20 árum síðan. Formúla 1 22.8.2011 14:14 McLaren stefnir á að vinna öll mót sem eftir eru Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren segir að það eina sem lið sitt geti gert í Formúlu 1 meistarabaráttunni sé að vinna öll 8 mótin sem eftir eru. McLaren er í öðru sæti í stigkeppni bílasmiða, en Lewis Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna og Jenson Button fimmti, en þeir eru ökumenn McLaren. Formúla 1 15.8.2011 15:07 Horner: Vettel hungraður í sigur Christian Horner hjá Red Bull segir að þrátt fyrir að Sebastian Vettel sé með gott stigaforskot í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, þá stefni hann á sigur í hverri keppni sem hann tekur þátt í. Vettel er 85 stigum á undan Mark Webber, liðsfélaga sínum hjá Red Bull. Formúla 1 15.8.2011 14:20 Webber líklega áfram hjá Red Bull 2012 Flest bendir til þess að Mark Webber verði áfram hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu á næsta keppnistímabili, en hann er í viðræðum við Christian Horner og samstarfsmenn um áframhaldandi veru hjá liðinu. Samningur hans við liðið rennur út í lok ársins, en Sebastian Vettel er með langtímasamning við Red Bull Formúla 1 2.8.2011 17:43 Heidfeld stóð ógn af eldinum Nick Heidfeld var ekki alveg sama þegar kviknaði í bíl hans í kappakstrinum í Ungverjalandi á sunnudaginn. Stóð bíllinn í ljósum logum dágóða stund og lítilsháttar sprenging varð í bílnum þegar starfsmaður með slökkvitæki var að vinna í því að slökkva eldinn. Gekk hann haltur frá þeirri viðureign, en það náðist að slökkva í bílnum á endanum Formúla 1 2.8.2011 12:58 Horner: Ekki stórslys að lenda í öðru sæti Sebastian Vettel jók forskot sitt í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 mótinu í Ungverjalandi á sunndaginn, þó hann landaði ekki sigri. Hann er með 85 stiga forskot á Mark Webber, en fjórir ökumenn eru í þéttum hnapp fyrir aftan Vettel. Formúla 1 2.8.2011 08:09 Button: Áttum sigurinn skilinn Jenson Button fagnaði tímamótum í dag í Ungverjalandi þegar hann ók í sínu 200 Formúlu 1 móti og vann sinn ellefta sigur. Button hóf ferlinn með Williams árið 2000, en fagnaði sigri með McLaren í dag. Formúla 1 31.7.2011 17:04 Button vann í Ungverjalandi - Vettel jók forskotið Bretinn Jenson Button á McLaren-bíl vann ungverska kappaksturinn í formúlu eitt sem fram fór á Hungaroring-brautinni í dag. Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem er langefstur í baráttunni um heimsbikarinn, varð annar og jók því forskot sitt á Mark Webber sem endaði í 5. sæti í dag. Formúla 1 31.7.2011 13:56 Hamilton og Button á McLaren stefna á sigur Lewis Hamilton er annar á ráslínu í ungverska Formúlu 1 kappakstrinum í dag og Jenson Button þriðji, en báðir aka á McLaren. Þeir eru staðráðnir í að skáka Sebastian Vettel á Red Bull sem er fremstur á ráslinu, en mótið Ungverjalandi verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.40 í dag. Formúla 1 31.7.2011 10:03 Vettel fullur sjálfstrausts á ný Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu er fremstur á ráslínu fyrir ungverska kappaksturinn á sunnudag, eftir góða frammistöðu í tímatökunni í dag. Hann var á undan Lewis Hamilton og Jenson Button á McLaren. Formúla 1 30.7.2011 16:27 Vettel sló Hamilton við í tímatökunni Sebastian Vettel náði besta tíma í tímatökum fyrir ungverska Formúlu 1 kappaksturinn sem fer fram á morgun. Hann var 0.162 úr sekúndu fljótari en Lewis Hamilton á McLaren í tímatökunni á Hungaroring brautinni, en Jenson Button var þriðji fljótastur. Formúla 1 30.7.2011 13:45 Næturvinna skilaði Vettel besta tíma Tæknimenn Red Bull unnu næturlangt í bíl Sebastian Vettel eftir að hann var ósáttur með gang mála á æfingum í gær. Sú vinna virðist hafa skilað sér á Hungaroring brautinni í Ungverjalandi dag því Vettel náði besta tíma á lokaæfingunni fyrir tímatökuna. Formúla 1 30.7.2011 10:19 Fimm ökumenn í þéttum hóp, en Hamilton enn sneggstur Hamilton endurtók leikinn frá fyrri æfingunni á seinni æfingu Formúlu 1 liða í Ungverjalandi í dag. Hann náði besta tíma á McLaren rétt eins og á fyrri æfingunni í morgun. Fernando Alonso varð í öðru sæti á Ferrari og var 0.241 úr sekúndu á eftir Hamilton. Formúla 1 29.7.2011 13:45 Vettel: Afsaknir eru tilgangslausar Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að lið sitt verði að svara velgengni McLaren og Ferrari í síðustu mótum með góðum árangri um helgina. Fernando Alonso vann á dögunum á Silverstone brautinni í Bretlandi og Lewis Hamilton á McLaren kom fyrstur í mark á Nürburgring brautinni í Þýskalandi á sunnudaginn. Formúla 1 29.7.2011 12:31 « ‹ 84 85 86 87 88 89 90 91 92 … 152 ›
Vettel fljótastur í tímatökunni, en hjól flaug undan bíl Schumacher Það var misjöfn gæfa tveggja þýskra ökumanna í tímatökunni á Spa brautinni í Belgíu í dag. Sebastian Vettel náði besta tíma á Red Bull, en Michael Schumacher verður aftastur á ráslínu eftir að afturhjól flaug undan bílnum í fyrstu umferð tímatökunnar. Formúla 1 27.8.2011 13:51
Webber rétt á undan Hamilton á lokaæfingunni fyrir tímatökuna á Spa Mark Webber á Red Bull var fljótastur rennandi blautri Spa brautinni í Belgíu í dag þar sem rigndi mikið á meðan lokaæfingu fyrir tímatökuna var í gangi. Webber varð aðeins 0.058 sekúndum á undan Lewis Hamilton á McLaren á æfingunni, en Jamie Alguersuari á Torro Rosso varð þriðji fljótastur. Formúla 1 27.8.2011 10:22
Webber áfram hjá Red Bull 2012 Red Bull hefur staðfest formlega að Mark Webber verður áfram hjá liðinu á næsta keppnistímabili og ekur því við hlið Sebastian Vettel eins og síðustu ár. Þeir félagar eru í fyrsta og öðru sæti í stigamóti ökumanna í ár. Þeir hafa ekið saman hjá Red Bull síðustu þrjú ár og keppa á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Formúla 1 27.8.2011 09:11
Vettel hefur ekki áhyggjur af sigurleysinu Sebastian Vettel, sem er efstur í stigamóti ökumanna segist ekki hafa áhyggjur af því þó hann hafi ekki landað sigri í síðustu mótum. Hann hefur ekki unnið þrjú síðustu mót, en hann vann fimm af sex fyrstu mótum ársins. Fernando Alonso, Lewis Hamilton og Jenson Button unnu sitt mótið hver hvað síðustu þrjú mót varðar. Formúla 1 26.8.2011 23:36
Heidfeld í mál vegna samningsbrots Renault Nick Heidfleld telur að Formúlu 1 lið Renault hafi brotið á sér þegar það ákvað að ráða Bruno Senna sem keppnisökumann í hans stað frá og með mótinu á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Málið er komið fyrir dómara í Bretlandi og verður skoðað í kjölinn 19. september, en á meðan ekur Senna fyrir Renault. Formúla 1 26.8.2011 23:06
Webber sneggstur á seinni æfingunni Mark Webber á Red Bull náði besta tíma á síðari æfingu Formúlu 1 liða á Spa brautinni í Belgíu í dag við erfiðar aðstæður, en rigning setti mark sitt á æfinguna eins og fyrri æfingu dagsins. Fernando Alonso á Ferrari náði næst besta tíma og varð 0.140 úr sekúndu á eftir Webber, en Jenson Button á McLaren þriðji. Formúla 1 26.8.2011 13:49
Mercedes ekki að afskrifa Schumacher Nobert Haug hjá Mercedes segir að Schumacher geti enn komið á óvart í Formúlu 1, en hann hefur ekki unnið mót síðan hann hóf að keppa að nýju í fyrra. Schumacher náði besta tíma á æfingu á Spa brautinni í morgun, en reyndar háði það mörgum öðrum að rigning setti mark sitt á æfinguna og Schumacher náði besta tíma á þurri braut. Formúla 1 26.8.2011 12:53
Button: Eigum góða möguleika á sigri Jenson Button hjá McLaren segir að Mclaren eigi góða möguleika í Formúlu 1 móti helgarinnar á Spa brautinni í Belgíu. Button vann síðustu keppni, sem var í Ungverjalandi í lok júlí og Lewis Hamilton vann keppnina þar á undan í Þýskalandi. Formúla 1 26.8.2011 12:13
Schumacher fljótastur á fyrstu æfingunni á Spa Michael Schumacher á Mercedes var sneggstur á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á Spa brautinni í Belgíu í dag. Schumacher og liðsfélagi hans Nico Rosberg náðu að keyra á meðan þurrt var í upphafi æfingarinnar og reyndust fljótastir, en rigning hefti möguleika annarra á að skáka tímum þeirra sem þeir náðu samkvæmt frétt á autosport.com. Formúla 1 26.8.2011 09:56
Senna: Hefur hungrað að komast aftur í keppni Bruno Senna var tilkynntur sem ökumaður Formúlu 1 liðs Renault í gær í stað Nick Heidfeld, en Senna er frá Brasilíu, en hefur keppt í ýmsum mótaröðum síðustu ár. Hann keppti í Formúlu 3 í Bretlandi 2005, en færði sig yfir í GP2 árið 2007 og árið 2008 var hann í baráttu um titilinn í þeirri mótaröð, en varð í öðru sæti. Senna keppt með Hispania liðinu í Formúlu 1 í fyrra, en var síðan ráðinn varaökumaður Renault fyrir þetta tímabi Formúla 1 25.8.2011 16:53
Alonso fagnar tímamótum hjá Schumacher Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso hjá Ferrari keppir með liði sínu á Spa brautinni í Belgíu um helgina, en um helgina fagnar Michael Schumacher því að hann byrjaði að keppa í Formúlu 1 fyrir 20 árum síðan á Spa brautinni. Schumacher vann flesta af sínum sjö meistaratitlum með Ferrari. Alonso ekur nú með Felipe Massa hjá liðinu sem áður var liðsfélagi Schumacher um skeið. Formúla 1 25.8.2011 16:12
Senna ökumaður Renault í stað Heidfeld Brasilíumaðurinn Bruno Senna hefur verið ráðinn ökumaður Renault liðsins í stað Þjóðverjans Nick Heidfeld, en málið var staðfest í dag af Renault. Formúla 1 24.8.2011 18:03
Vettel: Spa draumabraut ökumanna Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að Spa brautin í Belgíu sem verður notuð um næstu helgi sé draumur fyrir ökumenn. Vettel hefur gott forskot í stigamóti ökumanna fyrir tólfta mót ársins um næstu helgi, en Mark Webber hjá Red Bull er í öðru sæti og Lewis Hamilton hjá McLaren í því þriðja. Formúla 1 24.8.2011 17:30
Webber býst við slag á milli Ferrari, McLaren og Red Bull Mark Webber hjá Red Bull gerir ráð fyrir baráttu um sigur á milli Ferrari, McLaren og Red Bull í kappakstrinum á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Hann var í baráttunni um efstu sætin í keppninni fyrra og varð í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton á McLaren, eftir að hafa verið fremstur á ráslínu. Robert Kubica á Renault varð þriðji. Formúla 1 24.8.2011 17:05
Meira sjálfstraust hjá Hamilton Lewis Hamilton hjá McLaren telur að öllum Formúlu 1 ökumönnum hlakki til að keppa á Spa brautinni um næstu helgi, sem hann telur eina af bestu brautum heims. Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Sebastain Vettel og Mark Webber hjá Red Bull. Formúla 1 22.8.2011 15:49
Button elskar að keyra á Spa brautinni Jenson Button hjá McLaren vann síðustu Formúlu 1 keppni, sem var í Ungverjalandi í lok júlí. Hann og Lewis Hamilton keppa á Spa brautinni um næstu helgi með McLaren, eftir sumarfrí keppnisliða sem var í ágúst. Formúla 1 22.8.2011 14:46
20 ár frá fyrsta Formúlu 1 móti Schumacher Mercedes ökumennirnir Michael Schumacher og Nico Rosberg mæta til leiks í Formúlu 1 á Spa brautinni um næstu helgi, en þá fer tólfta Formúlu 1 mót ársins fram á braut sem margir ökumenn halda upp á. Schumacher ók í Formúlu 1 í fyrsta skipti í Formúlu 1 á Spa brautinni árið 1991 með Jordan liðinu, fyrir 20 árum síðan. Formúla 1 22.8.2011 14:14
McLaren stefnir á að vinna öll mót sem eftir eru Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren segir að það eina sem lið sitt geti gert í Formúlu 1 meistarabaráttunni sé að vinna öll 8 mótin sem eftir eru. McLaren er í öðru sæti í stigkeppni bílasmiða, en Lewis Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna og Jenson Button fimmti, en þeir eru ökumenn McLaren. Formúla 1 15.8.2011 15:07
Horner: Vettel hungraður í sigur Christian Horner hjá Red Bull segir að þrátt fyrir að Sebastian Vettel sé með gott stigaforskot í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, þá stefni hann á sigur í hverri keppni sem hann tekur þátt í. Vettel er 85 stigum á undan Mark Webber, liðsfélaga sínum hjá Red Bull. Formúla 1 15.8.2011 14:20
Webber líklega áfram hjá Red Bull 2012 Flest bendir til þess að Mark Webber verði áfram hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu á næsta keppnistímabili, en hann er í viðræðum við Christian Horner og samstarfsmenn um áframhaldandi veru hjá liðinu. Samningur hans við liðið rennur út í lok ársins, en Sebastian Vettel er með langtímasamning við Red Bull Formúla 1 2.8.2011 17:43
Heidfeld stóð ógn af eldinum Nick Heidfeld var ekki alveg sama þegar kviknaði í bíl hans í kappakstrinum í Ungverjalandi á sunnudaginn. Stóð bíllinn í ljósum logum dágóða stund og lítilsháttar sprenging varð í bílnum þegar starfsmaður með slökkvitæki var að vinna í því að slökkva eldinn. Gekk hann haltur frá þeirri viðureign, en það náðist að slökkva í bílnum á endanum Formúla 1 2.8.2011 12:58
Horner: Ekki stórslys að lenda í öðru sæti Sebastian Vettel jók forskot sitt í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 mótinu í Ungverjalandi á sunndaginn, þó hann landaði ekki sigri. Hann er með 85 stiga forskot á Mark Webber, en fjórir ökumenn eru í þéttum hnapp fyrir aftan Vettel. Formúla 1 2.8.2011 08:09
Button: Áttum sigurinn skilinn Jenson Button fagnaði tímamótum í dag í Ungverjalandi þegar hann ók í sínu 200 Formúlu 1 móti og vann sinn ellefta sigur. Button hóf ferlinn með Williams árið 2000, en fagnaði sigri með McLaren í dag. Formúla 1 31.7.2011 17:04
Button vann í Ungverjalandi - Vettel jók forskotið Bretinn Jenson Button á McLaren-bíl vann ungverska kappaksturinn í formúlu eitt sem fram fór á Hungaroring-brautinni í dag. Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem er langefstur í baráttunni um heimsbikarinn, varð annar og jók því forskot sitt á Mark Webber sem endaði í 5. sæti í dag. Formúla 1 31.7.2011 13:56
Hamilton og Button á McLaren stefna á sigur Lewis Hamilton er annar á ráslínu í ungverska Formúlu 1 kappakstrinum í dag og Jenson Button þriðji, en báðir aka á McLaren. Þeir eru staðráðnir í að skáka Sebastian Vettel á Red Bull sem er fremstur á ráslinu, en mótið Ungverjalandi verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.40 í dag. Formúla 1 31.7.2011 10:03
Vettel fullur sjálfstrausts á ný Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu er fremstur á ráslínu fyrir ungverska kappaksturinn á sunnudag, eftir góða frammistöðu í tímatökunni í dag. Hann var á undan Lewis Hamilton og Jenson Button á McLaren. Formúla 1 30.7.2011 16:27
Vettel sló Hamilton við í tímatökunni Sebastian Vettel náði besta tíma í tímatökum fyrir ungverska Formúlu 1 kappaksturinn sem fer fram á morgun. Hann var 0.162 úr sekúndu fljótari en Lewis Hamilton á McLaren í tímatökunni á Hungaroring brautinni, en Jenson Button var þriðji fljótastur. Formúla 1 30.7.2011 13:45
Næturvinna skilaði Vettel besta tíma Tæknimenn Red Bull unnu næturlangt í bíl Sebastian Vettel eftir að hann var ósáttur með gang mála á æfingum í gær. Sú vinna virðist hafa skilað sér á Hungaroring brautinni í Ungverjalandi dag því Vettel náði besta tíma á lokaæfingunni fyrir tímatökuna. Formúla 1 30.7.2011 10:19
Fimm ökumenn í þéttum hóp, en Hamilton enn sneggstur Hamilton endurtók leikinn frá fyrri æfingunni á seinni æfingu Formúlu 1 liða í Ungverjalandi í dag. Hann náði besta tíma á McLaren rétt eins og á fyrri æfingunni í morgun. Fernando Alonso varð í öðru sæti á Ferrari og var 0.241 úr sekúndu á eftir Hamilton. Formúla 1 29.7.2011 13:45
Vettel: Afsaknir eru tilgangslausar Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að lið sitt verði að svara velgengni McLaren og Ferrari í síðustu mótum með góðum árangri um helgina. Fernando Alonso vann á dögunum á Silverstone brautinni í Bretlandi og Lewis Hamilton á McLaren kom fyrstur í mark á Nürburgring brautinni í Þýskalandi á sunnudaginn. Formúla 1 29.7.2011 12:31