Formúla 1 Silverstone breytt fyrir tæpa 5.2 miljarða Silverstone brautarstæðinu í Bretlandi hefur verið breytt fyrir 28 miljónir sterlingspunda á milli ára, eða fyrir 5.196 milljarða íslenskra króna. Búið er að reisa ný mannvirki fyrir aðstöðu keppnisliða, sem verður notuð í fyrsta skipti af Formúlu 1 liðum í breska kappakstrinum um helgina. Formúla 1 6.7.2011 15:52 Nýliðinn Ricciardo þakklátur fyrir ökumannssæti hjá Hispania Nýliði í keppni í Formúlu 1 stýrir bíl hjá Formúlu 1 liðið Hispania á Silverstone brautinni í Bretlandi um helgina. Þetta er Ástralinn Daniel Ricciardo, sem hefur verið varaökumaður Torro Rosso. Formúla 1 6.7.2011 14:23 Mansell hrifinn af frammistöðu Vettel og lét ekki beinbrot stöðva sig Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn og Bretinn Nigel Mansell er hrifinn af frammistöðu Sebastian Vettel og hvernig hann hefur náð tökum á nýjum dekkjum í Formúlu 1. Sjálfur varð Mansell meistari 1992 og lét ekki brotin bein í fæti stöðva sig frá takmarki sínu í titilslagnum á sínum tima. Mansell verður meðal dómara á breska kappakstrinum um næstu helgi. Formúla 1 5.7.2011 15:10 Williams vann fyrsta og 100 sigurinn á Silverstone Williams liðið er á heimavelli á Silverstone brautinni eins og önnur Formúlu 1 lið, sem eru staðsett í Bretlandi. Níunda umferðin í Formúlu 1 verður á brautinni um helgina. Williams liðið vann sinn fyrsta sigur á brautinni árið 1979 og þann 100 í röðinni árið 1997. Formúla 1 5.7.2011 13:59 Williams liðið samdi við Renault um samstarf 2012 og 2013 Formúlu 1 lið Williams hefur samið við Renault um að útvega liðinu vélar frá og með næsta keppnistímabili, en meistaralið Red Bull notar Renault vélar, rétt eins og Renault liðið sjálft og Lotus. Williams vann marga titla með Renault á árum áður og keppir í breska kappakstrinum um næstu helgi á Silverstone. Formúla 1 4.7.2011 17:27 Button dreymir um að sigra á Silverstone brautinni Jenson Button hjá McLaren er í öðru sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Sebastian Vettel á Red Bull. Button, sem er breskur verður á heimavelli á Silverstone brautinni um næstu helgi, rétt eins og liðsfélagi hans Lewis Hamilton. Formúla 1 4.7.2011 16:38 Vettel stefnir á toppárangur á Silverstone Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel varð 24 ára í gær, en hann er með forystu í stigamóti ökumanna og keppir á Silverstone brautinni i Englandi um næstu helgi með Red Bull liðinu ásamt Mark Webber. Formúla 1 4.7.2011 15:36 Mercedes mætir með nýjungar á Silverstone Formúlu 1 lið keppa á Silverstone um næstu helgi í níundu umferð heimsmeistaramótsins í Formúlu 1. Mercedes liðið er meðal þeirra liða sem verða á heimavelli. Bæði bílar og vélar liðsins eru framleiddar í Englandi, þó Mercedes merkið sé þýskt. Höfuðstöðvar Formúlu 1 liðs Mercedes eru í Brackley og vélarnar settar seman í Brixworth. Formúla 1 4.7.2011 14:32 Vettel og Red Bull í sterkri stöðu í stigamóti ökumanna og bílasmiða Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins telur að Sebastian Vettel muni halda áfram að stefna á sigur í einstökum mótum, fremur en spá í stöðuna í titilslagnum. Jafnvel þó hann sé kominn með 77 stiga forskot á næstu tvo menn í stigamóti ökumanna, eftir sex sigra á árinu. Vettel vann sjötta sigurinn Í Valencia í gær. Formúla 1 27.6.2011 13:23 Vettel naut sín vel Í Valencia Sebastian Vettel vann sjötta sigur sinn í Formúlu 1 á árinu í Valencia á Spáni í dag á Red Bull keppnisbíl. Vettel var meira og minna í forystu í mótinu og er kominn með 77 stiga forskot á næsta ökumann í stigakeppni ökumanna. Formúla 1 26.6.2011 18:13 Vettel kom fyrstur í mark Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull hefur tekið afgerandi forystu í stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1 eftir sigur í evrópska kappakstrinum sem fór fram í Valencia á Spáni. Formúla 1 26.6.2011 13:59 Vettel: Góður dagur fyrir liðið Sebastian Vettel tryggði sér fremsta stað á ráslínu fyrir Formúlu 1 mótið í Valencia á morgun í dag í tímatökum. Þetta er í sjöunda skipti sem Vettel verður fremstur á ráslínu á þessu ári, en hann er efstur í stigamóti ökumanna eftir sjö mót. Formúla 1 25.6.2011 17:46 Vettel fremstur á ráslínu í sjöunda skipti á árinu Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökum á Valencia brautinni á Spáni í dag. Hann varð 0.188 úr sekúndu á undan liðsfélaga sínum Mark Webber, en Lewis Hamilton varð þriðji á McLaren. Formúla 1 25.6.2011 13:54 Vettel fremstur í flokki á lokaæfingunni Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur á lokaæfingu Formúlu 1 liða á Valencia götubrautinni á Spáni í dag. Fernando Alonso á Ferrari, sem er á heimavelli varð annar og liðfsfélagi hans Felipe Massa þriðji. Formúla 1 25.6.2011 10:18 Alonso fljótastur á Ferrari Fernando Alonso á Ferrari náði besta aksturstíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Valencia götubrautinni á Spáni í dag. Hann varð á undan Lewis Hamilton á McLaren, Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji og Michael Schumacher á Mercedes fjórði samkvæmt frétt á autosport.com. Formúla 1 24.6.2011 13:43 Webber fljótastur á Spáni Mark Webber á Red Bull var fljótastur á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á Valencia götubrautinni á Spáni í dag. Hann varð 0.824 úr sekúndu á undan Vitaly Petrov á Renault samkvæmt frétt á autosport.com. Formúla 1 24.6.2011 09:52 Alonso: Mikilvægt að komast á verðlaunapallinn Tveir Formúlu 1 ökumenn verða á heimavelli á Valencia brautinni á Spáni um helgina. Fernando Alonso hjá Ferrari og Jamie Alguersuari hjá Torro Rosso. Alonso er meðal þeirra fimm efstu í stigamóti ökumanna í ár. Formúla 1 23.6.2011 17:03 Button telur sigur skerpa einbeitingu og sannfæringu liðsmanna McLaren Jenson Button hjá McLaren vann síðustu Formúlu 1 keppni sem var í Kanada og segist hafa fengið frí vikuna eftir mótið sem hafi gefið honum tækifæri að rifja upp jákvæðar minningar frá brjálaðri helgi eins og hann orðaði það í fréttatilkynningu frá McLaren fyrir næstu keppni. Formúla 1 23.6.2011 15:51 Vettel telur vandasamt að aka í Valencia Formúlu 1 ökumennirnir Sebastain Vettel og Mark Webber keppa fyrir hönd Red Bull í Valencia á Spáni á sunnudaginn. Vettel líkir brautarstæðinu við Mónakó, en ekið er um hafnarsvæði á brautinni. Mótið er það annað sem fer fram á Spáni í árinu, en fyrr á árinu var keppt á Katalóníu brautinni í grennd við Barcelona. Formúla 1 23.6.2011 11:13 Schumacher telur mótið í Valencia áhugavert fyrir ökumenn og áhorfendur Formúlu 1 ökumaðurinn Michel Schumacher hjá Mercedes keppir ásamt liðsfélaga sínum Nico Rosberg á götubrautinni í Valencia á Spáni á sunnudaginn. Fyrstu æfingar Formúlu 1 keppnisliða eru á brautinni á föstudag og lokaæfingin og tímatakan á laugardag. Formúla 1 22.6.2011 16:04 Engin uppgjöf hjá Alonso Fernando Alonso hjá Ferrari hefur ekki gefist upp á titilbaráttunni í Formúlu 1 þó hann sé orðinn 92 stigum á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull í stigakeppni ökumenna. Alonso féll úr leik í kanadíska kappakstrinum í Montreal á sunnudaginn, eftir samstuð við Jenson Button hjá McLaren sem vann mótið. Formúla 1 15.6.2011 14:33 Button: Besti sigurinn á ferlinum Jenson Button telur að sigur hans á Gilles Villeneuve Formúlu 1 brautinni í Montreal í Kanada á sunnudag hafi verið sá besti sem hann hefur náð að landa á ferlinum. Hann komst framúr Sebastian Vettel í síðasta hring, eftir að hafa verið síðastur í mótinu um tíma. Formúla 1 13.6.2011 00:58 Button vann dramatíska keppni í Kanada Bretinn Jenson Button hjá McLaren vann tilþrifamikla keppni í Formúlu 1 mótinu í Montreal í dag, en hann komst framúr Sebastian Vettel hjá Red Bull í síðasta hring. Miklar tafir urðu á mótinu vegna rigningar og fóru ökumenn úr bílum sínum um tíma vegna þessa. Formúla 1 13.6.2011 00:04 Vettel: Við erum tilbúnir að berjast Sebastian Vettel hjá Red Bull verður fremstur á ráslínu í kanadíska kappakstrinum í Montreal á morgun. Fyrirfram var ekki talið að bíll hans yrði sá öflugasti á Gilles Villeneuve brautinni, en það reyndist staðreynd í sjöttu tímatökunni af sjö á þessu ári. Formúla 1 11.6.2011 21:20 Vettel fremstur á ráslínu í sjötta skipti á árinu Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökum í sjötta skipti á árinu, þegar hann náði besta tíma á Gilles Villeneuve brautinni í Montreal í Kanada í dag. Vettel verður því fremstur á ráslínu í kanadíska kappakstrinum sem fer fram á morgun. Formúla 1 11.6.2011 19:11 Vettel fljótastur á lokaæfingunni Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur Formúlu 1 ökumanna í Montreal á síðustu æfingu fyrir tímatökuna sem er í dag, en tímatakan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og er útsending á dagskrá kl. 16.45. Formúla 1 11.6.2011 15:27 Alonso náði besta tíma dagsins Fernando Alonso á Ferrari náði besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Gilles Villeneuve brautinni í Montreal í Kanada í dag. Hann varð 0.369 úr sekúndu á undan Sebastian Vettel á Red Bull, en Felipe Massa á Ferrari varð þriðji, 0.494 á eftir Alonso. Alonso náði besta tíma dagsins, en Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingunni i dag. Formúla 1 10.6.2011 22:20 Rosberg á Mercedes fljótastur í Montreal, en Vettel ók á vegg Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu Formúlu 1 liða á Gilles Villeneuve brautinni í Montreal í Kanada í dag. Fernando Alonso á Ferrari varð annar, en hann var rúmlega hálfri sekúndu á eftir Rosberg og Michael Schumacher á Mercedes náði þriðja besta tíma. Önnur æfing verður síðar í dag. Formúla 1 10.6.2011 15:40 Hætt við mótshald í Barein Mótshaldarar í Barein hafa hætt við að halda Formúlu 1 mót, en FIA tilkynnti í síðustu viku á mót yrði í Barein 30. október. En í frétt á autosport.com í dag segir að mótið muni ekki fara fram samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum mótins. Upphaflega átti mótið að fara fram 13. mars, en var frestað vegna pólitísks ástands í landinu. Formúla 1 10.6.2011 13:47 Perez fær að keppa í Kanada Sergio Perez hjá Sauber liðinu hefur fengið leyfi frá FIA til að keppa í Formúlu 1 mótinu í Kanada um helgina, en hann fékk heilahristing í óhappi í tímatökunni í Mónakó á dögunum og tók ekki þátt í kappakstrinum. Formúla 1 9.6.2011 17:37 « ‹ 85 86 87 88 89 90 91 92 93 … 151 ›
Silverstone breytt fyrir tæpa 5.2 miljarða Silverstone brautarstæðinu í Bretlandi hefur verið breytt fyrir 28 miljónir sterlingspunda á milli ára, eða fyrir 5.196 milljarða íslenskra króna. Búið er að reisa ný mannvirki fyrir aðstöðu keppnisliða, sem verður notuð í fyrsta skipti af Formúlu 1 liðum í breska kappakstrinum um helgina. Formúla 1 6.7.2011 15:52
Nýliðinn Ricciardo þakklátur fyrir ökumannssæti hjá Hispania Nýliði í keppni í Formúlu 1 stýrir bíl hjá Formúlu 1 liðið Hispania á Silverstone brautinni í Bretlandi um helgina. Þetta er Ástralinn Daniel Ricciardo, sem hefur verið varaökumaður Torro Rosso. Formúla 1 6.7.2011 14:23
Mansell hrifinn af frammistöðu Vettel og lét ekki beinbrot stöðva sig Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn og Bretinn Nigel Mansell er hrifinn af frammistöðu Sebastian Vettel og hvernig hann hefur náð tökum á nýjum dekkjum í Formúlu 1. Sjálfur varð Mansell meistari 1992 og lét ekki brotin bein í fæti stöðva sig frá takmarki sínu í titilslagnum á sínum tima. Mansell verður meðal dómara á breska kappakstrinum um næstu helgi. Formúla 1 5.7.2011 15:10
Williams vann fyrsta og 100 sigurinn á Silverstone Williams liðið er á heimavelli á Silverstone brautinni eins og önnur Formúlu 1 lið, sem eru staðsett í Bretlandi. Níunda umferðin í Formúlu 1 verður á brautinni um helgina. Williams liðið vann sinn fyrsta sigur á brautinni árið 1979 og þann 100 í röðinni árið 1997. Formúla 1 5.7.2011 13:59
Williams liðið samdi við Renault um samstarf 2012 og 2013 Formúlu 1 lið Williams hefur samið við Renault um að útvega liðinu vélar frá og með næsta keppnistímabili, en meistaralið Red Bull notar Renault vélar, rétt eins og Renault liðið sjálft og Lotus. Williams vann marga titla með Renault á árum áður og keppir í breska kappakstrinum um næstu helgi á Silverstone. Formúla 1 4.7.2011 17:27
Button dreymir um að sigra á Silverstone brautinni Jenson Button hjá McLaren er í öðru sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Sebastian Vettel á Red Bull. Button, sem er breskur verður á heimavelli á Silverstone brautinni um næstu helgi, rétt eins og liðsfélagi hans Lewis Hamilton. Formúla 1 4.7.2011 16:38
Vettel stefnir á toppárangur á Silverstone Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel varð 24 ára í gær, en hann er með forystu í stigamóti ökumanna og keppir á Silverstone brautinni i Englandi um næstu helgi með Red Bull liðinu ásamt Mark Webber. Formúla 1 4.7.2011 15:36
Mercedes mætir með nýjungar á Silverstone Formúlu 1 lið keppa á Silverstone um næstu helgi í níundu umferð heimsmeistaramótsins í Formúlu 1. Mercedes liðið er meðal þeirra liða sem verða á heimavelli. Bæði bílar og vélar liðsins eru framleiddar í Englandi, þó Mercedes merkið sé þýskt. Höfuðstöðvar Formúlu 1 liðs Mercedes eru í Brackley og vélarnar settar seman í Brixworth. Formúla 1 4.7.2011 14:32
Vettel og Red Bull í sterkri stöðu í stigamóti ökumanna og bílasmiða Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins telur að Sebastian Vettel muni halda áfram að stefna á sigur í einstökum mótum, fremur en spá í stöðuna í titilslagnum. Jafnvel þó hann sé kominn með 77 stiga forskot á næstu tvo menn í stigamóti ökumanna, eftir sex sigra á árinu. Vettel vann sjötta sigurinn Í Valencia í gær. Formúla 1 27.6.2011 13:23
Vettel naut sín vel Í Valencia Sebastian Vettel vann sjötta sigur sinn í Formúlu 1 á árinu í Valencia á Spáni í dag á Red Bull keppnisbíl. Vettel var meira og minna í forystu í mótinu og er kominn með 77 stiga forskot á næsta ökumann í stigakeppni ökumanna. Formúla 1 26.6.2011 18:13
Vettel kom fyrstur í mark Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull hefur tekið afgerandi forystu í stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1 eftir sigur í evrópska kappakstrinum sem fór fram í Valencia á Spáni. Formúla 1 26.6.2011 13:59
Vettel: Góður dagur fyrir liðið Sebastian Vettel tryggði sér fremsta stað á ráslínu fyrir Formúlu 1 mótið í Valencia á morgun í dag í tímatökum. Þetta er í sjöunda skipti sem Vettel verður fremstur á ráslínu á þessu ári, en hann er efstur í stigamóti ökumanna eftir sjö mót. Formúla 1 25.6.2011 17:46
Vettel fremstur á ráslínu í sjöunda skipti á árinu Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökum á Valencia brautinni á Spáni í dag. Hann varð 0.188 úr sekúndu á undan liðsfélaga sínum Mark Webber, en Lewis Hamilton varð þriðji á McLaren. Formúla 1 25.6.2011 13:54
Vettel fremstur í flokki á lokaæfingunni Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur á lokaæfingu Formúlu 1 liða á Valencia götubrautinni á Spáni í dag. Fernando Alonso á Ferrari, sem er á heimavelli varð annar og liðfsfélagi hans Felipe Massa þriðji. Formúla 1 25.6.2011 10:18
Alonso fljótastur á Ferrari Fernando Alonso á Ferrari náði besta aksturstíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Valencia götubrautinni á Spáni í dag. Hann varð á undan Lewis Hamilton á McLaren, Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji og Michael Schumacher á Mercedes fjórði samkvæmt frétt á autosport.com. Formúla 1 24.6.2011 13:43
Webber fljótastur á Spáni Mark Webber á Red Bull var fljótastur á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á Valencia götubrautinni á Spáni í dag. Hann varð 0.824 úr sekúndu á undan Vitaly Petrov á Renault samkvæmt frétt á autosport.com. Formúla 1 24.6.2011 09:52
Alonso: Mikilvægt að komast á verðlaunapallinn Tveir Formúlu 1 ökumenn verða á heimavelli á Valencia brautinni á Spáni um helgina. Fernando Alonso hjá Ferrari og Jamie Alguersuari hjá Torro Rosso. Alonso er meðal þeirra fimm efstu í stigamóti ökumanna í ár. Formúla 1 23.6.2011 17:03
Button telur sigur skerpa einbeitingu og sannfæringu liðsmanna McLaren Jenson Button hjá McLaren vann síðustu Formúlu 1 keppni sem var í Kanada og segist hafa fengið frí vikuna eftir mótið sem hafi gefið honum tækifæri að rifja upp jákvæðar minningar frá brjálaðri helgi eins og hann orðaði það í fréttatilkynningu frá McLaren fyrir næstu keppni. Formúla 1 23.6.2011 15:51
Vettel telur vandasamt að aka í Valencia Formúlu 1 ökumennirnir Sebastain Vettel og Mark Webber keppa fyrir hönd Red Bull í Valencia á Spáni á sunnudaginn. Vettel líkir brautarstæðinu við Mónakó, en ekið er um hafnarsvæði á brautinni. Mótið er það annað sem fer fram á Spáni í árinu, en fyrr á árinu var keppt á Katalóníu brautinni í grennd við Barcelona. Formúla 1 23.6.2011 11:13
Schumacher telur mótið í Valencia áhugavert fyrir ökumenn og áhorfendur Formúlu 1 ökumaðurinn Michel Schumacher hjá Mercedes keppir ásamt liðsfélaga sínum Nico Rosberg á götubrautinni í Valencia á Spáni á sunnudaginn. Fyrstu æfingar Formúlu 1 keppnisliða eru á brautinni á föstudag og lokaæfingin og tímatakan á laugardag. Formúla 1 22.6.2011 16:04
Engin uppgjöf hjá Alonso Fernando Alonso hjá Ferrari hefur ekki gefist upp á titilbaráttunni í Formúlu 1 þó hann sé orðinn 92 stigum á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull í stigakeppni ökumenna. Alonso féll úr leik í kanadíska kappakstrinum í Montreal á sunnudaginn, eftir samstuð við Jenson Button hjá McLaren sem vann mótið. Formúla 1 15.6.2011 14:33
Button: Besti sigurinn á ferlinum Jenson Button telur að sigur hans á Gilles Villeneuve Formúlu 1 brautinni í Montreal í Kanada á sunnudag hafi verið sá besti sem hann hefur náð að landa á ferlinum. Hann komst framúr Sebastian Vettel í síðasta hring, eftir að hafa verið síðastur í mótinu um tíma. Formúla 1 13.6.2011 00:58
Button vann dramatíska keppni í Kanada Bretinn Jenson Button hjá McLaren vann tilþrifamikla keppni í Formúlu 1 mótinu í Montreal í dag, en hann komst framúr Sebastian Vettel hjá Red Bull í síðasta hring. Miklar tafir urðu á mótinu vegna rigningar og fóru ökumenn úr bílum sínum um tíma vegna þessa. Formúla 1 13.6.2011 00:04
Vettel: Við erum tilbúnir að berjast Sebastian Vettel hjá Red Bull verður fremstur á ráslínu í kanadíska kappakstrinum í Montreal á morgun. Fyrirfram var ekki talið að bíll hans yrði sá öflugasti á Gilles Villeneuve brautinni, en það reyndist staðreynd í sjöttu tímatökunni af sjö á þessu ári. Formúla 1 11.6.2011 21:20
Vettel fremstur á ráslínu í sjötta skipti á árinu Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökum í sjötta skipti á árinu, þegar hann náði besta tíma á Gilles Villeneuve brautinni í Montreal í Kanada í dag. Vettel verður því fremstur á ráslínu í kanadíska kappakstrinum sem fer fram á morgun. Formúla 1 11.6.2011 19:11
Vettel fljótastur á lokaæfingunni Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur Formúlu 1 ökumanna í Montreal á síðustu æfingu fyrir tímatökuna sem er í dag, en tímatakan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og er útsending á dagskrá kl. 16.45. Formúla 1 11.6.2011 15:27
Alonso náði besta tíma dagsins Fernando Alonso á Ferrari náði besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Gilles Villeneuve brautinni í Montreal í Kanada í dag. Hann varð 0.369 úr sekúndu á undan Sebastian Vettel á Red Bull, en Felipe Massa á Ferrari varð þriðji, 0.494 á eftir Alonso. Alonso náði besta tíma dagsins, en Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingunni i dag. Formúla 1 10.6.2011 22:20
Rosberg á Mercedes fljótastur í Montreal, en Vettel ók á vegg Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu Formúlu 1 liða á Gilles Villeneuve brautinni í Montreal í Kanada í dag. Fernando Alonso á Ferrari varð annar, en hann var rúmlega hálfri sekúndu á eftir Rosberg og Michael Schumacher á Mercedes náði þriðja besta tíma. Önnur æfing verður síðar í dag. Formúla 1 10.6.2011 15:40
Hætt við mótshald í Barein Mótshaldarar í Barein hafa hætt við að halda Formúlu 1 mót, en FIA tilkynnti í síðustu viku á mót yrði í Barein 30. október. En í frétt á autosport.com í dag segir að mótið muni ekki fara fram samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum mótins. Upphaflega átti mótið að fara fram 13. mars, en var frestað vegna pólitísks ástands í landinu. Formúla 1 10.6.2011 13:47
Perez fær að keppa í Kanada Sergio Perez hjá Sauber liðinu hefur fengið leyfi frá FIA til að keppa í Formúlu 1 mótinu í Kanada um helgina, en hann fékk heilahristing í óhappi í tímatökunni í Mónakó á dögunum og tók ekki þátt í kappakstrinum. Formúla 1 9.6.2011 17:37