Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sektaði Breiðablik um rúmlega 1,4 milljónir króna vegna óviðeigandi söngva stuðningsmannasveitarinnar Kópacabana. Fótbolti 19.9.2025 12:04
Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Everton sækir Liverpool heim í Bítlaborgarslag í ensku úrvalsdeildinni á morgun. David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, á ekki góðar minningar frá Anfield. Enski boltinn 19.9.2025 11:32
Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Þrjú Íslendingalið verða með í Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna í vetur, sem nú verður með nýju fyrirkomulagi. Þau fengu að vita í dag hvaða liðum þau mæta, þegar dregið var, og mun Glódís Perla Viggósdóttir mæta þeim Sædísi Rún Heiðarsdóttur og Örnu Eiríksdóttur í München. Fótbolti 19.9.2025 10:40
Potter undir mikilli pressu Mikil pressa er á þjálfaranum Graham Potter fyrir leik West Ham og Crystal Palace um helgina. Enski boltinn 18.9.2025 23:32
Langfljótastur í fimmtíu mörkin Erling Haaland spilaði sinn 49. leik en skoraði sitt 50. mark í Meistaradeildinni í kvöld. Hann varð þar með langfljótastur til að rjúfa fimmtíu marka múrinn. Fótbolti 18.9.2025 21:19
Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Frankfurt vann 5-1 gegn Galatasaray og Sporting vann 4-0 gegn Kairat Almaty í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Fótbolti 18.9.2025 21:06
Erfið endurkoma hjá De Bruyne Manchester City tók á móti Napoli og vann 2-0 í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Fótbolti 18.9.2025 18:30
Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Barcelona sótti þrjú stig gegn Newcastle þökk sé Marcus Rashford, sem skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri. Fótbolti 18.9.2025 18:30
Amanda spilar í Meistaradeildinni Amanda Jacobsen Andradóttir og stöllur í hollenska liðinu Twente tryggðu sér sæti í Meistaradeildinni með afar öruggum 8-1 sigri í umspilseinvígi gegn Katowice frá Póllandi. Fótbolti 18.9.2025 19:15
Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Bayer Leverkusen slapp með stig úr heimsókn sinni til FC Kaupmannahafnar og gerði 2-2 jafntefli eftir að hafa lent tvisvar undir. Stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu og óheppilegt sjálfsmark þurfti til að tryggja stigið. Fótbolti 18.9.2025 18:47
Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Sædís Rún Heiðarsdóttir og Arna Eiríksdóttir munu spila á stærsta sviði Evrópuboltans í vetur því lið þeirra, Vålerenga frá Noregi, tryggði sér í dag sæti í Meistaradeild Evrópu með sannfærandi hætti. Fótbolti 18.9.2025 16:11
Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Njarðvíkingar gætu hafa hlaupið á sig með því að viðurkenna að framherjinn Oumar Diouck hefði viljandi sótt sér rautt spjald gegn Keflavík, í umspili Lengjudeildarinnar í fótbolta í gær. Íslenski boltinn 18.9.2025 16:01
Mourinho strax kominn með nýtt starf Portúgalska knattspyrnufélagið Benfica tilkynnti formlega í dag að Jose Mourinho hefði verið ráðinn nýr knattspyrnustjóri liðsins. Hann skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2027. Fótbolti 18.9.2025 15:19
Messi að framlengja við Inter Miami Flest bendir til þess að Lionel Messi skrifi undir nýjan samning við bandaríska fótboltaliðið Inter Miami. Fótbolti 18.9.2025 13:15
Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Leikmenn Monaco lentu í vandræðum með að ferðast af stað til Belgíu í gær, fyrir leikinn við Club Brugge í Meistaradeild Evrópu, og voru hreinlega að stikna úr hita í flugvél sem á endanum fór ekki á loft. Fótbolti 18.9.2025 12:01
Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Margir velta því eflaust fyrir sér hvenær þeir eigi að nota hið svokallaða Wildcard í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar. Strákarnir í Fantasýn fóru yfir hvernig mögulegt Wildcard lið myndi líta út fyrir næstu umferð. Enski boltinn 18.9.2025 11:31
Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Þrátt fyrir að Wolves hafi tapað öllum fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni fær knattspyrnustjórinn Vitor Pereira væntanlega nýjan samning hjá félaginu. Enski boltinn 18.9.2025 10:30
Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fékk vissulega plús í kladdann eftir síðustu tvo landsleiki en situr þó áfram í 74. sæti heimslistans sem gefinn var út í morgun. Fótbolti 18.9.2025 10:01
Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Englandsmeistarar Liverpool hafa unnið alla fimm leiki sína í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu það sem af er tímabili. Í öllum fimm leikjunum hefur Liverpool skorað sigurmörk á elleftu stundu. Enski boltinn 18.9.2025 09:31
„Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Eftir meiðslahrjáðan feril hefur Emil Ásmundsson sett fótboltaskóna upp á hillu aðeins þrítugur að aldri. Fimmta hnéaðgerðin á rúmum áratug gerði útslagið. Íslenski boltinn 18.9.2025 08:00
Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Liverpool missti niður tveggja marka forskot gegn Atlético Madrid á Anfield í gær en tryggði sér sigur, 3-2, þökk sé marki fyrirliðans Virgils van Dijk í uppbótartíma. Fótbolti 18.9.2025 07:31
„Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, segir stöðuna fína þrátt fyrir 4-3 tap í fyrri leik liðsins við HK í baráttu liðanna um að komast í úrslit umspils um sæti í efstu deild karla í fótbolta sem fram fór í Kórnum í kvöld. Íslenski boltinn 17.9.2025 23:36
„Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Hermann Hreiðarsson, þjálfari HK, kunni vel að meta að leikmenn beggja liða gáfu allt í botn í seinni hálfleik í sigri hans manna gegn Þrótti í fyrri undanúrslitaleik í umspili um sæti í efstu deild karla í fótbolta í Kórnum í kvöld. Íslenski boltinn 17.9.2025 23:32
Mourinho tekur við Benfica José Mourinho mun taka við störfum sem knattspyrnustjóri Benfica í heimalandi hans, Portúgal. Fótbolti 17.9.2025 22:45