Fótbolti

Hvorki zombie-bit né tattú

Þeir sem horfðu á leik Venezia og Bologna í ítölsku A-deildinni í fótbolta um helgina furðuðu sig á risastórum rauðum hring aftan á hálsi Danans Jens Odgaard, leikmanns Bologna.

Fótbolti

Ekki þess virði að taka á­hættu með Glódísi

„Hún á við meiðsli að stríða og er bara ekki klár í þessa landsleiki,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, um Glódísi Perlu Viggósdóttur sem missir af leikjunum mikilvægu við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni.

Fótbolti

Snéru heim eins og rokk­stjörnur og komust á súluna á Astró

„Þeir koma til baka þarna ‘95 eins og einhverjar rokkstjörnur.“ Þetta segir Rósant Birgisson um æskuvini sína, tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, þegar ævintýraleg endurkoma þeirra í íslenska boltann og ekki síður kraftmikil endurkoma í íslenska dægurmenningu, árið 1995, var rifjuð upp í fyrsta þætti af A&B.

Fótbolti

Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli

Markahrókurinn Harry Kane náði fáheyrðum áfanga í gær þegar hann skoraði eitt marka Bayern München í 3-2 sigri á St. Pauli en Kane hefur nú skorað í það minnsta eitt mark gegn hverju einasta liði sem hann hefur spilað gegn í þýsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti

Haaland yfir­gaf völlinn á hækjum og í spelku

Erling Haaland haltraði meiddur af velli í dag þegar Manchester City lagði Bournemouth í 8-liða úrslitum enska bikarsins 1-2. Haaland meiddist á ökkla og yfirgaf völlinn eftir leik á hækjum en enn er allt á huldu um alvarleika meiðslanna.

Fótbolti

„Gerðum gott úr þessu“

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með frammistöðu sinna manna við mjög krefjandi aðstæður gegn KA í uppgjöri meistaranna á síðasta tímabili. Breiðablik bauðst til að færa leikinn inn í Kórinn, svo varð ekki en Blikarnir gerðu gott úr aðstæðum, skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik og fóru með öruggan 3-1 sigur.

Íslenski boltinn

Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembl­ey

Í enska bikarnum eigum við Ís­lendingar okkar full­trúa í átta liða úr­slitunum, Skaga­manninn Stefán Teit Þórðar­son, leik­mann Preston North End, sem verður í eld­línunni þegar að enska úr­vals­deildar­félagið Aston Villa mætir í heimsókn í dag.

Fótbolti

Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið

Kona sem starfaði fyrir Manchester City og sá um að klæða sig upp sem lukkudýr félagsins, Moonbeam, sakar Erling Haaland um að hafa slegið sig í höfuðið þegar hún var í búningnum. Hún hafi þurft að fara á sjúkrahús og farið með málið til lögreglu.

Enski boltinn

Stoppaði skyndisókn og stóð á haus

Aðstoðardómari í leik Espanyol og Atlético Madrid lenti í árekstri við leikmann sem var að bruna upp í skyndisókn, sem varð til þess að dómarinn féll til jarðar og kútveltist í grasinu.

Fótbolti