Erlent

Hæsti­réttur neitar að flýta máli Trumps

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur neitað beiðni Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um flýtimeðferð varðandi það hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti, njóti enn þeirrar friðhelgi frá lögsóknum sem fylgir forsetaembættinu. Um sigur fyrir Trump er að ræða.

Erlent

Stálu verki eftir Banksy meðan fólk horfði á

Stuldur stöðvunarskiltis með verki eftir götulistamanninn Bansky hefur verið tilkynntur til lögreglu. Listaverkið, sem talið er vera allt að hálfrar milljónar punda virði, var tekið af tveimur mönnum innan við hálftíma eftir að staðfest var að það var eftir Banksy.

Erlent

„Troðið í ykkur klökum og haldið hel­vítis kjafti“

Izhar Cohen, sem vann Eurovision fyrir hönd Ísrael árið 1978, segir Ísraela vita að Íslendingum sé illa við þá. Íslendingar hafi sýnt það þegar söngvakeppnin fór fram í Tel Aviv og íslenski hópurinn hafi umgengst öfgafulla Palestínumenn og stutt hryðjuverkastarfsemi gegn Ísraelum.

Erlent

Skutu niður þrjár rúss­neskar sprengjuvélar

Yfirvöld í Úkraínu segja þrjár rússneskar sprengjuvélar af gerðinni Su-34 hafa verið skotnar niður yfir yfir suðurhluta Úkraínu í dag. Rússneskir herbloggarar segja Patriot-loftvarnarkerfi hafa verið notað til að skjóta herþoturnar niður.

Erlent

Hlupu þungvopnaðir um í leit að á­rásar­manninum

Lögreglan í Prag hefur birt myndband sem sýnir lögregluþjóna og sérsveitarmenn leita að árásarmanninum í einni verstu fjöldaskotárás Evrópu, sem framin var í gær. Ungur byssumaður gekk berserksgang í háskóla í borginni þar sem hann skaut minnst fjórtán til bana og særði 25.

Erlent

Hægri hönd Pútíns skipu­lagði dauða Prígósjíns

Níkólaí Patrúsjev, hægri hönd Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, er sagður hafa komið að skipulagningu og að endingu samþykkt banatilræði gegn auðjöfrinum Jevgení Prígósjín. Sá dó þegar flugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu í ágúst.

Erlent

Giuliani sækir um gjald­þrota­skipti

Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trump, hefur farið fram á gjaldþrotaskipti. Það gerði hann í New York í vikunni og tíundaði hann skuldir eins og mikinn lögfræðikostnað, ógreidda skatta og 148 milljónir dala, sem hann var nýlega dæmdur til að greiða mæðgum í skaðabætur.

Erlent

Klúðruðu fjölda tæki­færa til að stöðva raðmorðingja

DeAngelo Martin var fyrir ári síðan fangelsaður fyrir að myrða fjórar konur og nauðga tveimur í Detroit í Bandaríkjunum. Nú lítur út fyrir að lögreglan í borginni hafi lagt litla áherslu á að handsama hann. Vísbendingar eru sagðar hafa verið hunsaðar og nauðsynleg skref við rannsókn morða voru ekki tekin yfir fimmtán ára tímabil.

Erlent

Þjóðar­sorg í Tékk­landi vegna skotaárásarinnar

Stjórnvöld í Tékklandi hafa lýst yfir degi þjóðarsorgar á morgun vegna einnar verstu fjöldaskotárásar í sögu Evrópu, þegar 24 ára byssmaður gekk berserksgang í háskóla í Prag, höfuðborg landsins, í gær og myrti 14 og særði 25, þar af 10 alvarlega.

Erlent

GTA 6 hakkarinn í ó­tíma­bundna öryggisvistun

Átján ára gamall tölvuþrjótur sem birti myndskeið úr hinum væntanlega tölvuleik Grand theft Auto 6 hefur verið dæmdur í ótímabundna vistun á öryggissjúkrahúsi. Hann er sagður hættulegur samfélaginu og er ofbeldisfullur í þokkabót. 

Erlent

„Feiti Leonard“ sendur til Banda­ríkjanna

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa sleppt Alex Saab, fjármálamanni Nicolas Maduro, forseta Venesúela, úr fangelsi. Í skiptum var maður sem gengur undir nafninu „Feiti Leonard“ sendur til Bandaríkjanna en er verktaki sem sakfelldur var í fyrra vegna aðildar hans að einhverju stærsta mútuhneyksli sjóhers Bandaríkjanna.

Erlent

Macron ver afar um­deilt útlendingafrumvarp

Emmanuel Macron Frakklandsforseti var til viðtals í fréttaskýringaþætti á France 5 í gær, þar sem hann varði meðal annars umdeilt lagafrumvarp um útlendinga sem samþykkt var á þinginu í vikunni.

Erlent

Brenndu kross og hótuðu ná­grönnum sínum

Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) eru með par frá Suður-Karólínu til rannsóknar eftir að þau kveiktu í krossi á lóð þeirra í síðasta mánuði. Hinu megin við götuna býr eldra þeldökkt fólk og beindist brennan að þeim en hjónin birtu myndband af brennunni og segjast ítrekað yfir orðið fyrir hótunum frá parinu sem hefur verið handtekið.

Erlent

Dæmd fyrir morðið á Briönnu

Tvö sextán ára ungmenni í Bretlandi hafa verið dæmd fyrir að hafa myrt hina sextán ára gömlu Briönnu Ghey í febrúar síðastliðnum. Dómstóll mun kveða upp lengd refsingu þeirra í næsta mánuði.

Erlent

Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa

Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum.

Erlent

Herða reglur ESB um farand- og flótta­fólk

Leiðtogar Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi um að herða reglur varðandi farand- og flóttafólk í Evrópu. Samkomulagið, sem er til komið eftir áralangar viðræður, mun hafa mikil á það hvernig unnið er úr komu farand- og flóttafólks til heimsálfunnar.

Erlent

Ballarbrotum fjölgar um jólin

Ballarbrotum fjölgar yfir jólahátíðina, ef marka má niðurstöður vísindamanna í Þýskalandi sem hafa rannsakað tíðni meiðslanna eftir árstímum.

Erlent

Margir á ver­gangi í nístingskulda eftir jarð­skjálfta

Skjálftinn var 6,2 stig og skall á skömmu fyrir miðnætti á mánudagskvöld. Íbúar Gansu og Qinghai-héraða í norðvesturhluta Kína flúðu heimili sín út í kuldann sem herjar nú á fólk í svæðinu en skjálftinn olli skemmdum á húsum, vegum, orkuinnviðum og olli skriðum og aurskriðum.

Erlent