Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. apríl 2025 09:13 Ljósmynd af Zhenhao Zou sem tekin er úr myndbandsupptöku. Hann hefur verið sakfelldur fyrir að nauðga tíu konum en óttast er að fórnarlömbin séu margfalt fleiri. Lögregluyfirvöld í Bretlandi telja að fórnarlömb kínverska raðnauðgarans Zhenhao Zou, sem var sakfelldur í síðasta mánuði fyrir að nauðga tíu konum, séu fleiri en sextíu talsins. Zou bauð konum heim til sín, byrlaði þeim og tók upp nauðganirnar. Hinn 28 ára Zou, sem kemur úr auðugri kínverskri fjölskyldu og var í doktorsnámi í Lundunúm, var sakfelldur 5. mars síðastliðinn fyrir að nauðga þremur konum í Lundúnum og sjö í Kína á árunum 2019 til 2024. Dómur verður kveðinn upp í málinu 19. júní næstkomandi. Eftir sakfellinguna hafa 23 konur, sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á Zou, haft samband við Lundúnalögreglu og er talið að fleiri konur muni stíga fram. Tók nauðganirnar upp á myndbönd Zou kom til Bretlands árið 2017 og hóf nám við UCL tveimur árum seinna. Hann var þar í meistaranámi og svo doktorsnámi þar til hann var handtekinn í janúar í fyrra. Zou stundaði það að bjóða konum heim til sín, bjóða þeim upp á drykk sem hann hafði blandað ólyfjan út í og nauðga þeim svo. Margar nauðgananna tók Zou upp og alls safnaði lögreglan saman 58 upptökum sem eru taldar sýna Zou beita konur ofbeldi. Upptökurnar reyndust lykilgögn við sakfellinguna en þó á enn eftir að bera kennsl á stóran hluta kvennanna í myndböndunum. Nærmynd af Zou sem gæti átt yfir höfði sér ansi langa fangelsisvist vegna hræðilegra brota sinna. Aðeins ein konan af þeim 23 sem höfðu samband var áður kunnug lögreglunni. Þó nokkur fjöldi árásanna sem konurnar lýstu virðist heldur ekki hafa náðst á mynd og óttast lögreglan því að fórnarlömb Zou séu fleiri en sextíu talsins. Fórnarlömbin í myndböndunum sem spiluð voru í dómsal voru ýmist meðvitundarlausar eða höggdofa vegna þess að hann hafði byrlað þeim ólyfjan. Hann hunsaði beiðnir þeirra um að láta af árásunum áður en þær féllu út af. Telja brot Zou sögulega mörg Kevin Southworth, lögreglustjóri í Lundúnum, segir að ótti lögreglunnar við umfang glæpanna stafi af þeim mikla fjölda kvenna sem hefur leitað til lögreglunnar. Talið er að Zou muni jafnvel skrá sig í sögubækur breskrar glæpasögu vegna fjölda brota sinna. Southworth telur að frekari kærur og fangelsisvist Zou muni hvetja fleiri konur til að stíga fram. Hann sagði lögregluna standa í „miðri“ rannsókn á umfangi glæpa Zou og að hugsanlega myndi rannóknina taka fleiri mánuði, jafnvel ár. Ekki er langt síðan hryllileg ofbeldisbrot Dominique Pelicot, sem byrlaði konu sinni Gisele ólyfjan og lét ókunnuga menn nauðga henni, rötuðu í heimsfréttirnar. Málin eru ólík að mörgu leyti en eiga sammerkt umfangsmikil ofbeldisbrot á meðvitundarlausum fórnarlömbum. Bretland Kína Kynbundið ofbeldi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Hinn 28 ára Zou, sem kemur úr auðugri kínverskri fjölskyldu og var í doktorsnámi í Lundunúm, var sakfelldur 5. mars síðastliðinn fyrir að nauðga þremur konum í Lundúnum og sjö í Kína á árunum 2019 til 2024. Dómur verður kveðinn upp í málinu 19. júní næstkomandi. Eftir sakfellinguna hafa 23 konur, sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á Zou, haft samband við Lundúnalögreglu og er talið að fleiri konur muni stíga fram. Tók nauðganirnar upp á myndbönd Zou kom til Bretlands árið 2017 og hóf nám við UCL tveimur árum seinna. Hann var þar í meistaranámi og svo doktorsnámi þar til hann var handtekinn í janúar í fyrra. Zou stundaði það að bjóða konum heim til sín, bjóða þeim upp á drykk sem hann hafði blandað ólyfjan út í og nauðga þeim svo. Margar nauðgananna tók Zou upp og alls safnaði lögreglan saman 58 upptökum sem eru taldar sýna Zou beita konur ofbeldi. Upptökurnar reyndust lykilgögn við sakfellinguna en þó á enn eftir að bera kennsl á stóran hluta kvennanna í myndböndunum. Nærmynd af Zou sem gæti átt yfir höfði sér ansi langa fangelsisvist vegna hræðilegra brota sinna. Aðeins ein konan af þeim 23 sem höfðu samband var áður kunnug lögreglunni. Þó nokkur fjöldi árásanna sem konurnar lýstu virðist heldur ekki hafa náðst á mynd og óttast lögreglan því að fórnarlömb Zou séu fleiri en sextíu talsins. Fórnarlömbin í myndböndunum sem spiluð voru í dómsal voru ýmist meðvitundarlausar eða höggdofa vegna þess að hann hafði byrlað þeim ólyfjan. Hann hunsaði beiðnir þeirra um að láta af árásunum áður en þær féllu út af. Telja brot Zou sögulega mörg Kevin Southworth, lögreglustjóri í Lundúnum, segir að ótti lögreglunnar við umfang glæpanna stafi af þeim mikla fjölda kvenna sem hefur leitað til lögreglunnar. Talið er að Zou muni jafnvel skrá sig í sögubækur breskrar glæpasögu vegna fjölda brota sinna. Southworth telur að frekari kærur og fangelsisvist Zou muni hvetja fleiri konur til að stíga fram. Hann sagði lögregluna standa í „miðri“ rannsókn á umfangi glæpa Zou og að hugsanlega myndi rannóknina taka fleiri mánuði, jafnvel ár. Ekki er langt síðan hryllileg ofbeldisbrot Dominique Pelicot, sem byrlaði konu sinni Gisele ólyfjan og lét ókunnuga menn nauðga henni, rötuðu í heimsfréttirnar. Málin eru ólík að mörgu leyti en eiga sammerkt umfangsmikil ofbeldisbrot á meðvitundarlausum fórnarlömbum.
Bretland Kína Kynbundið ofbeldi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira