Erlent

Sjö ára rannsóknarferðalagi Osiris-Rex lokið

Bandaríska geimfarið Osiris-Rex lenti við mikinn fögnuð í Utah fylki í Bandaríkjunum í dag. Sjö ár eru síðan það var sent út í geim í þeim tilgangi að safna tveimur kílóum af bergsýnum úr smástirninu Bennu og koma þeim aftur til jarðar. Vonir eru bundnar við að innihald hylkisins geti varpað frekara ljósi á hvernig sólkerfið okkar myndaðist og hugsanlega hvernig lífið kviknaði og þróaðist á jörðinni.

Erlent

Sjö ára börn í Rúss­landi læra her­kænsku

Sjö ára börnum er kennd herkænska í skólum í Rússlandi. Rússlandsforseti kynnti nýjan skylduáfanga í skólum fyrr á árinu þar sem farið er yfir helstu atriði sem þarf að kunna í stríði. Krakkar á unglingastigi læra að beita vopnum.

Erlent

Hundurinn sem beið eiganda síns í 10 ár

Japanir halda upp á 100 ára afmæli frægasta hunds þjóðarinnar í ár, en allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar hefur stytta af hundinum Hachiko staðið fyrir utan lestarstöð í Tókýó.

Erlent

Trump og Stern í hár saman

Donald Trump og útvarpsmaðurinn Howard Stern eru komnir í hár saman ef marka má færslu forsetans fyrrverandi á samfélagsmiðlinum Truth Social. Trump segir Stern furðufugl sem sé orðinn „woke“.

Erlent

Ófær um að mæta í dóm­sal vegna pyntinga CIA

Jemenskur maður sem hefur verið í haldi síðustu ár vegna grunaðra tengsla við hryðjuverkin á Tvíburaturnana í New York er ófær um að mæta fyrir dóm vegna geðtruflana. Bandaríska leyniþjónustan pyntaði manninn mikið í kjölfar handtöku og er talið að hann hafi orðið veikur á geði við pyntingarnar.

Erlent

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir á­sakanirnar

Leikarinn Russell Brand segir síðastliðna viku hafa verið „stórfurðulega og erfiða.“ Fjórar konur stigu nýlega fram og sögðu hann hafa brotið á sér kynferðislega. Ein þeirra hefur kært hann fyrir kynferðisbrot.

Erlent

Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS.

Erlent

Sótt­i fjár­öfl­un­ar­ráð­stefn­ur með auð­jöfr­um

Clarence Thomas, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, tók að minnsta kosti tvisvar sinnum þátt í fjáröflunarráðstefnum auðugra bandarískra íhaldsmanna. Ráðstefnurnar voru haldnar af Koch-bræðrunum en Thomas hefur aldrei sagt frá þessu á hagsmunaskrám, eins og öðrum umdeildum lúxusferðum og viðskiptaflækjum sem hann hefur átt í gegnum árin.

Erlent

Fagnar afmæli sjö mánuðum eftir að banalegan hófst

Þegar Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hóf líknandi meðferð í febrúar, bjuggust aðstandendur hans við því að hann myndi falla frá á næstu dögum. Carter er þó enn á lífi og stefnir á að halda upp á 99 ára afmæli sitt í næstu viku.

Erlent

Einn al­ræmdasti veiði­þjófur heims í fangelsi

Hinn malasíski Teo Boon Ching hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa skipulagt smygl á hundruðum kílóa af nashyrningahornum. Talið er að hann hefði grætt tæpar þrjú hundruð milljónir króna á viðskiptunum.

Erlent

Hringdi í neyðarlínuna og sagðist ekki vita hvar orrustuþotan væri

Flugmaður F-35 orrustuþotu sem týndist á dögunum í Bandaríkjunum, lenti í fallhlíf í bakgarði manns í Suður-Karólínu. Þegar eigandi hússins hringdi í neyðarlínuna virtist sú sem svaraði eiga erfitt með að átta sig á hvað væri að gerast, sem gæti ef til vill talist eðlilegt, en flugmaðurinn tilkynnti henni að hann hefði skotið sér úr orrustuþotu og vissi ekki hvar flugvélin væri.

Erlent

Mikið fenta­nýl falið bak við hlera á dag­heimilinu

Mikið magn af fentanýli fannst falið bak við hlera á dagheimili í New York í dag. Eins árs gamalt barn lést úr of stórum skammti af ópíóðanum á heimilinu í síðustu viku. Lögreglan í New York segir að rannsókn málsins standi yfir en tvö hafa verið ákærð vegna málsins.

Erlent

Umfangsmiklar árásir á báða bóga

Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu.

Erlent

Frægir rithöfundar höfða mál vegna ChatGPT

Hópur þekktra rithöfunda eins og George R.R. Martin, Jodi Picoult og John Grisham hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu OpenAI og sakað það um þjófnað á höfundarréttarvörðu efni sem notað var við þróun ChatGPT gervigreindarinnar. Rithöfundarnir segja gervigreindina byggja á kerfisbundnum og umfangsmiklum þjófnað.

Erlent

Jarð­skjálfti olli flóð­bylgju á Græn­landi

Græn­lensk stjórn­völd hafa aukið við­búnaðar­stig í fjörðum eyjunnar í norðri og austri eftir að jarð­skjálfti undan ströndum landsins upp á 3,4 olli flóð­bylgju sem skall á ströndum eyjunnar Ellu um helgina.

Erlent

Fækka erindrekum á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga sjíka

Kanadísk stjórnvöld hafa ákveðið að fækka í liði erindreka sinna á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga síkha í Kanada í júní síðastliðnum. Áður höfðu indversk stjórnvöld tilkynnt að ákveðið hafi verið að stöðva útgáfu vegabréfsáritana til kanadískra ríkisborgara.

Erlent