Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. desember 2024 12:05 Boeing 737-800 vél hollenska flugfélagsins KML var á leið frá Osló til Amsterdam áður en gripið var til nauðlendingar. Myndin er úr safni. Getty/Nicolas Economou Farþegar með flugi KLM frá Osló til Amsterdam heyrðu mikinn hvell við flugtak frá Gardemoen-flugvelli í fyrradag en vélin nauðlenti skömmu síðar á flugvellinum í Sandefjord. Hluti úr vélinni fannst á flugbrautinni á Gardemoen eftir atvikið sem nú er til rannsóknar. Vélin er sömu gerðar og sú sem fórst í Suður-Kóreu um helgina. Bilun í vökvabúnaði vélarinnar leiddi til þess að henni var nauðlent á laugardagskvöldið að því er norski miðillin VG greinir frá. 182 voru um borð í vélinni en engann sakaði en flugmenn höfðu tilkynnt um reyk frá vinstri hreyfli og misstu stjórn á vélinni eftir nauðlendingu með þeim afleiðingum að vélin hafnaði á grasi utan flugbrautarinnar. Viðbragðsaðilar mættu fljótt á vettvang en betur fór en á horfðist að því er fram kemur í umfjöllun blaðsins en um klukkan tíu í gærkvöldi höfðu allir farþegar verið ferjaðir úr vélinni, heilir á húfi, aftur í flugstöðina. „Eftir lendingu náðum við ekki að stjórna vélinni, hún sveigði til hægri og við gátum ekki stöðvað hana,“ má heyra annan flugstjóra vélarinnar segja á upptöku úr samskiptakerfi. Segir of snemmt að draga ályktanir um tengsl við önnur slys Í dag greinir VG frá því að Avinor, ríkisfyrirtækið sem annast rekstur flugvalla í Noregi, hafi staðfest að partur úr vélinni hafi fundist á flugbrautinni í Osló. Ekki hefur komið fram að svo stöddu um hvers konar hlut úr vélinni er að ræða, KLM hefur málið til rannsóknar en talsmaður fyrirtækisins vildi ekki tjá sig um það í samtali við VG. Þá segir fyrtækið að að svo stöddu sé ekki tímabært að setja atvikið í samhengi við önnur nýleg flugatvik sem varða vélar af sömu gerð, Boeing 737-800. Rannsóknarvinna sé enn í fullum gangi og því ótímabært að draga nokkrar ályktanir um slíkt. Vélin sem um ræðir er sömu gerðar og sú sem fórst í Suður-Kóreu um helgina þar sem 179 létust. Þarlend stjórnvöld hafa fyrirskipað að allur flugfloti landsins verði skoðaður með tilliti til öryggis, allar Boeing 737-800s vélar verði skoðaðar sértaklega. Noregur Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Bilun í vökvabúnaði vélarinnar leiddi til þess að henni var nauðlent á laugardagskvöldið að því er norski miðillin VG greinir frá. 182 voru um borð í vélinni en engann sakaði en flugmenn höfðu tilkynnt um reyk frá vinstri hreyfli og misstu stjórn á vélinni eftir nauðlendingu með þeim afleiðingum að vélin hafnaði á grasi utan flugbrautarinnar. Viðbragðsaðilar mættu fljótt á vettvang en betur fór en á horfðist að því er fram kemur í umfjöllun blaðsins en um klukkan tíu í gærkvöldi höfðu allir farþegar verið ferjaðir úr vélinni, heilir á húfi, aftur í flugstöðina. „Eftir lendingu náðum við ekki að stjórna vélinni, hún sveigði til hægri og við gátum ekki stöðvað hana,“ má heyra annan flugstjóra vélarinnar segja á upptöku úr samskiptakerfi. Segir of snemmt að draga ályktanir um tengsl við önnur slys Í dag greinir VG frá því að Avinor, ríkisfyrirtækið sem annast rekstur flugvalla í Noregi, hafi staðfest að partur úr vélinni hafi fundist á flugbrautinni í Osló. Ekki hefur komið fram að svo stöddu um hvers konar hlut úr vélinni er að ræða, KLM hefur málið til rannsóknar en talsmaður fyrirtækisins vildi ekki tjá sig um það í samtali við VG. Þá segir fyrtækið að að svo stöddu sé ekki tímabært að setja atvikið í samhengi við önnur nýleg flugatvik sem varða vélar af sömu gerð, Boeing 737-800. Rannsóknarvinna sé enn í fullum gangi og því ótímabært að draga nokkrar ályktanir um slíkt. Vélin sem um ræðir er sömu gerðar og sú sem fórst í Suður-Kóreu um helgina þar sem 179 létust. Þarlend stjórnvöld hafa fyrirskipað að allur flugfloti landsins verði skoðaður með tilliti til öryggis, allar Boeing 737-800s vélar verði skoðaðar sértaklega.
Noregur Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira