Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Lovísa Arnardóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 27. desember 2024 07:38 Hundruð létust í Valensía á Spáni í hamfaraflóðum í nóvember. Vísir/EPA Loftslagsbreytingar á jörðinni gerðu það að verkum að á árinu sem er að líða fjölgaði dögum þar sem hitinn er hættulegur mannfólki mikið, eða um sex vikur að meðaltali. Þetta þýðir að hitabylgjum hefur fjölgað og þær vara lengur í hvert skipti. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Guardian fjallar um í dag. Skýrsluhöfundar benda á að áhrif loftslagsbreytinga af manna völdum hafi mun verri áhrif á vissum stöðum á jörðinni en á öðrum. Þannig var ástandið í ár verst í Karíbahafinu og í eyríkjum Kyrrahafsins. Á sumum stöðum voru hættulega heitir dagar, sem hefðu ekki komið án loftslagsbreytinga, að mati vísindamannanna, hundrað og fimmtíu yfir árið, eða næstum helmingur alls ársins. Og hjá næstum hálfri heimsbyggðinni var um tvo mánuði hið minnsta að ræða, þar sem hitinn fór yfir heilsuverndarmörk. Og jafnvel í löndum þar sem áhrif breytinganna hafa verið einna minnst, eins og í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu, fjölgaði hættulega heitum dögum þó um þrjár vikur að meðaltali. Verri hitabylgjur eru banvænustu afleiðingar loftslagsbreytinganna og algjört lykilatriði samkvæmt skýrsluhöfundum að hætta að brenna kol, olíu og gas til að koma í veg fyrir að afleiðingarnar verði enn verri. um 217 hafa látist í Níger vegna gífurlegra flóða í um þrjá mánuði í sumar. Um 350 þúsund hafa orðið fyrir áhrifum vegna flóðanna sem eru vegna mikilla rigninga á Sahel-svæðinu. Myndin er tekin í ágúst í Níger, þá höfðu verið flóð í þrjá mánuði.Vísir/EPA 2024 heitasta árið hingað til Fram kemur í skýrslunni að árið í ár sé það heitasta hingað til og að aldrei hafi meiri koltvísýringur verið losaður í andrúmsloftið. Skýrsluhöfundar kalla eftir því að andlát í hitabylgjum séu skráð í rauntíma og segja fjöldi látinna stórlega vanmetinn vegna skorts á vöktun. Mögulegt sé að milljónir hafi látist af völdum hitabreytinga í kjölfar loftslagsbreytinga en að það sé ekki skráð neins staðar. Haft er eftir einum skýrsluhöfundi, doktor Friederike Otto, að áhrifin hafi aldrei verið meiri vegna bruna jarðefnaeldsneytis og nefndi sem dæmi flóðin á Spáni í haust, fellibylji í Bandaríkjunum, þurrka í Amazon skógi og flóð í Afríku í sumar. Fellibylurinn Helena fór yfir Norður Karólínu í Bandaríkjunum í haust. Eyðileggingin var gífurleg en fellibylnum fylgdu mikil flóð. um 150 létust þegar fellibylurinn fór yfir. Myndin er tekin í október.Vísir/EPA „Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera til að koma í veg fyrir að þetta verði enn verra: að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti.“ Fjallað er nánar um rannsóknina á vef Guardian. Loftslagsmál Umhverfismál Spánn Bandaríkin Veður Níger Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Sjá meira
Skýrsluhöfundar benda á að áhrif loftslagsbreytinga af manna völdum hafi mun verri áhrif á vissum stöðum á jörðinni en á öðrum. Þannig var ástandið í ár verst í Karíbahafinu og í eyríkjum Kyrrahafsins. Á sumum stöðum voru hættulega heitir dagar, sem hefðu ekki komið án loftslagsbreytinga, að mati vísindamannanna, hundrað og fimmtíu yfir árið, eða næstum helmingur alls ársins. Og hjá næstum hálfri heimsbyggðinni var um tvo mánuði hið minnsta að ræða, þar sem hitinn fór yfir heilsuverndarmörk. Og jafnvel í löndum þar sem áhrif breytinganna hafa verið einna minnst, eins og í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu, fjölgaði hættulega heitum dögum þó um þrjár vikur að meðaltali. Verri hitabylgjur eru banvænustu afleiðingar loftslagsbreytinganna og algjört lykilatriði samkvæmt skýrsluhöfundum að hætta að brenna kol, olíu og gas til að koma í veg fyrir að afleiðingarnar verði enn verri. um 217 hafa látist í Níger vegna gífurlegra flóða í um þrjá mánuði í sumar. Um 350 þúsund hafa orðið fyrir áhrifum vegna flóðanna sem eru vegna mikilla rigninga á Sahel-svæðinu. Myndin er tekin í ágúst í Níger, þá höfðu verið flóð í þrjá mánuði.Vísir/EPA 2024 heitasta árið hingað til Fram kemur í skýrslunni að árið í ár sé það heitasta hingað til og að aldrei hafi meiri koltvísýringur verið losaður í andrúmsloftið. Skýrsluhöfundar kalla eftir því að andlát í hitabylgjum séu skráð í rauntíma og segja fjöldi látinna stórlega vanmetinn vegna skorts á vöktun. Mögulegt sé að milljónir hafi látist af völdum hitabreytinga í kjölfar loftslagsbreytinga en að það sé ekki skráð neins staðar. Haft er eftir einum skýrsluhöfundi, doktor Friederike Otto, að áhrifin hafi aldrei verið meiri vegna bruna jarðefnaeldsneytis og nefndi sem dæmi flóðin á Spáni í haust, fellibylji í Bandaríkjunum, þurrka í Amazon skógi og flóð í Afríku í sumar. Fellibylurinn Helena fór yfir Norður Karólínu í Bandaríkjunum í haust. Eyðileggingin var gífurleg en fellibylnum fylgdu mikil flóð. um 150 létust þegar fellibylurinn fór yfir. Myndin er tekin í október.Vísir/EPA „Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera til að koma í veg fyrir að þetta verði enn verra: að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti.“ Fjallað er nánar um rannsóknina á vef Guardian.
Loftslagsmál Umhverfismál Spánn Bandaríkin Veður Níger Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Sjá meira