Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Lovísa Arnardóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 27. desember 2024 07:38 Hundruð létust í Valensía á Spáni í hamfaraflóðum í nóvember. Vísir/EPA Loftslagsbreytingar á jörðinni gerðu það að verkum að á árinu sem er að líða fjölgaði dögum þar sem hitinn er hættulegur mannfólki mikið, eða um sex vikur að meðaltali. Þetta þýðir að hitabylgjum hefur fjölgað og þær vara lengur í hvert skipti. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Guardian fjallar um í dag. Skýrsluhöfundar benda á að áhrif loftslagsbreytinga af manna völdum hafi mun verri áhrif á vissum stöðum á jörðinni en á öðrum. Þannig var ástandið í ár verst í Karíbahafinu og í eyríkjum Kyrrahafsins. Á sumum stöðum voru hættulega heitir dagar, sem hefðu ekki komið án loftslagsbreytinga, að mati vísindamannanna, hundrað og fimmtíu yfir árið, eða næstum helmingur alls ársins. Og hjá næstum hálfri heimsbyggðinni var um tvo mánuði hið minnsta að ræða, þar sem hitinn fór yfir heilsuverndarmörk. Og jafnvel í löndum þar sem áhrif breytinganna hafa verið einna minnst, eins og í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu, fjölgaði hættulega heitum dögum þó um þrjár vikur að meðaltali. Verri hitabylgjur eru banvænustu afleiðingar loftslagsbreytinganna og algjört lykilatriði samkvæmt skýrsluhöfundum að hætta að brenna kol, olíu og gas til að koma í veg fyrir að afleiðingarnar verði enn verri. um 217 hafa látist í Níger vegna gífurlegra flóða í um þrjá mánuði í sumar. Um 350 þúsund hafa orðið fyrir áhrifum vegna flóðanna sem eru vegna mikilla rigninga á Sahel-svæðinu. Myndin er tekin í ágúst í Níger, þá höfðu verið flóð í þrjá mánuði.Vísir/EPA 2024 heitasta árið hingað til Fram kemur í skýrslunni að árið í ár sé það heitasta hingað til og að aldrei hafi meiri koltvísýringur verið losaður í andrúmsloftið. Skýrsluhöfundar kalla eftir því að andlát í hitabylgjum séu skráð í rauntíma og segja fjöldi látinna stórlega vanmetinn vegna skorts á vöktun. Mögulegt sé að milljónir hafi látist af völdum hitabreytinga í kjölfar loftslagsbreytinga en að það sé ekki skráð neins staðar. Haft er eftir einum skýrsluhöfundi, doktor Friederike Otto, að áhrifin hafi aldrei verið meiri vegna bruna jarðefnaeldsneytis og nefndi sem dæmi flóðin á Spáni í haust, fellibylji í Bandaríkjunum, þurrka í Amazon skógi og flóð í Afríku í sumar. Fellibylurinn Helena fór yfir Norður Karólínu í Bandaríkjunum í haust. Eyðileggingin var gífurleg en fellibylnum fylgdu mikil flóð. um 150 létust þegar fellibylurinn fór yfir. Myndin er tekin í október.Vísir/EPA „Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera til að koma í veg fyrir að þetta verði enn verra: að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti.“ Fjallað er nánar um rannsóknina á vef Guardian. Loftslagsmál Umhverfismál Spánn Bandaríkin Veður Níger Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Skýrsluhöfundar benda á að áhrif loftslagsbreytinga af manna völdum hafi mun verri áhrif á vissum stöðum á jörðinni en á öðrum. Þannig var ástandið í ár verst í Karíbahafinu og í eyríkjum Kyrrahafsins. Á sumum stöðum voru hættulega heitir dagar, sem hefðu ekki komið án loftslagsbreytinga, að mati vísindamannanna, hundrað og fimmtíu yfir árið, eða næstum helmingur alls ársins. Og hjá næstum hálfri heimsbyggðinni var um tvo mánuði hið minnsta að ræða, þar sem hitinn fór yfir heilsuverndarmörk. Og jafnvel í löndum þar sem áhrif breytinganna hafa verið einna minnst, eins og í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu, fjölgaði hættulega heitum dögum þó um þrjár vikur að meðaltali. Verri hitabylgjur eru banvænustu afleiðingar loftslagsbreytinganna og algjört lykilatriði samkvæmt skýrsluhöfundum að hætta að brenna kol, olíu og gas til að koma í veg fyrir að afleiðingarnar verði enn verri. um 217 hafa látist í Níger vegna gífurlegra flóða í um þrjá mánuði í sumar. Um 350 þúsund hafa orðið fyrir áhrifum vegna flóðanna sem eru vegna mikilla rigninga á Sahel-svæðinu. Myndin er tekin í ágúst í Níger, þá höfðu verið flóð í þrjá mánuði.Vísir/EPA 2024 heitasta árið hingað til Fram kemur í skýrslunni að árið í ár sé það heitasta hingað til og að aldrei hafi meiri koltvísýringur verið losaður í andrúmsloftið. Skýrsluhöfundar kalla eftir því að andlát í hitabylgjum séu skráð í rauntíma og segja fjöldi látinna stórlega vanmetinn vegna skorts á vöktun. Mögulegt sé að milljónir hafi látist af völdum hitabreytinga í kjölfar loftslagsbreytinga en að það sé ekki skráð neins staðar. Haft er eftir einum skýrsluhöfundi, doktor Friederike Otto, að áhrifin hafi aldrei verið meiri vegna bruna jarðefnaeldsneytis og nefndi sem dæmi flóðin á Spáni í haust, fellibylji í Bandaríkjunum, þurrka í Amazon skógi og flóð í Afríku í sumar. Fellibylurinn Helena fór yfir Norður Karólínu í Bandaríkjunum í haust. Eyðileggingin var gífurleg en fellibylnum fylgdu mikil flóð. um 150 létust þegar fellibylurinn fór yfir. Myndin er tekin í október.Vísir/EPA „Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera til að koma í veg fyrir að þetta verði enn verra: að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti.“ Fjallað er nánar um rannsóknina á vef Guardian.
Loftslagsmál Umhverfismál Spánn Bandaríkin Veður Níger Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira