Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Lovísa Arnardóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 27. desember 2024 07:38 Hundruð létust í Valensía á Spáni í hamfaraflóðum í nóvember. Vísir/EPA Loftslagsbreytingar á jörðinni gerðu það að verkum að á árinu sem er að líða fjölgaði dögum þar sem hitinn er hættulegur mannfólki mikið, eða um sex vikur að meðaltali. Þetta þýðir að hitabylgjum hefur fjölgað og þær vara lengur í hvert skipti. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Guardian fjallar um í dag. Skýrsluhöfundar benda á að áhrif loftslagsbreytinga af manna völdum hafi mun verri áhrif á vissum stöðum á jörðinni en á öðrum. Þannig var ástandið í ár verst í Karíbahafinu og í eyríkjum Kyrrahafsins. Á sumum stöðum voru hættulega heitir dagar, sem hefðu ekki komið án loftslagsbreytinga, að mati vísindamannanna, hundrað og fimmtíu yfir árið, eða næstum helmingur alls ársins. Og hjá næstum hálfri heimsbyggðinni var um tvo mánuði hið minnsta að ræða, þar sem hitinn fór yfir heilsuverndarmörk. Og jafnvel í löndum þar sem áhrif breytinganna hafa verið einna minnst, eins og í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu, fjölgaði hættulega heitum dögum þó um þrjár vikur að meðaltali. Verri hitabylgjur eru banvænustu afleiðingar loftslagsbreytinganna og algjört lykilatriði samkvæmt skýrsluhöfundum að hætta að brenna kol, olíu og gas til að koma í veg fyrir að afleiðingarnar verði enn verri. um 217 hafa látist í Níger vegna gífurlegra flóða í um þrjá mánuði í sumar. Um 350 þúsund hafa orðið fyrir áhrifum vegna flóðanna sem eru vegna mikilla rigninga á Sahel-svæðinu. Myndin er tekin í ágúst í Níger, þá höfðu verið flóð í þrjá mánuði.Vísir/EPA 2024 heitasta árið hingað til Fram kemur í skýrslunni að árið í ár sé það heitasta hingað til og að aldrei hafi meiri koltvísýringur verið losaður í andrúmsloftið. Skýrsluhöfundar kalla eftir því að andlát í hitabylgjum séu skráð í rauntíma og segja fjöldi látinna stórlega vanmetinn vegna skorts á vöktun. Mögulegt sé að milljónir hafi látist af völdum hitabreytinga í kjölfar loftslagsbreytinga en að það sé ekki skráð neins staðar. Haft er eftir einum skýrsluhöfundi, doktor Friederike Otto, að áhrifin hafi aldrei verið meiri vegna bruna jarðefnaeldsneytis og nefndi sem dæmi flóðin á Spáni í haust, fellibylji í Bandaríkjunum, þurrka í Amazon skógi og flóð í Afríku í sumar. Fellibylurinn Helena fór yfir Norður Karólínu í Bandaríkjunum í haust. Eyðileggingin var gífurleg en fellibylnum fylgdu mikil flóð. um 150 létust þegar fellibylurinn fór yfir. Myndin er tekin í október.Vísir/EPA „Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera til að koma í veg fyrir að þetta verði enn verra: að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti.“ Fjallað er nánar um rannsóknina á vef Guardian. Loftslagsmál Umhverfismál Spánn Bandaríkin Veður Níger Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Skýrsluhöfundar benda á að áhrif loftslagsbreytinga af manna völdum hafi mun verri áhrif á vissum stöðum á jörðinni en á öðrum. Þannig var ástandið í ár verst í Karíbahafinu og í eyríkjum Kyrrahafsins. Á sumum stöðum voru hættulega heitir dagar, sem hefðu ekki komið án loftslagsbreytinga, að mati vísindamannanna, hundrað og fimmtíu yfir árið, eða næstum helmingur alls ársins. Og hjá næstum hálfri heimsbyggðinni var um tvo mánuði hið minnsta að ræða, þar sem hitinn fór yfir heilsuverndarmörk. Og jafnvel í löndum þar sem áhrif breytinganna hafa verið einna minnst, eins og í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu, fjölgaði hættulega heitum dögum þó um þrjár vikur að meðaltali. Verri hitabylgjur eru banvænustu afleiðingar loftslagsbreytinganna og algjört lykilatriði samkvæmt skýrsluhöfundum að hætta að brenna kol, olíu og gas til að koma í veg fyrir að afleiðingarnar verði enn verri. um 217 hafa látist í Níger vegna gífurlegra flóða í um þrjá mánuði í sumar. Um 350 þúsund hafa orðið fyrir áhrifum vegna flóðanna sem eru vegna mikilla rigninga á Sahel-svæðinu. Myndin er tekin í ágúst í Níger, þá höfðu verið flóð í þrjá mánuði.Vísir/EPA 2024 heitasta árið hingað til Fram kemur í skýrslunni að árið í ár sé það heitasta hingað til og að aldrei hafi meiri koltvísýringur verið losaður í andrúmsloftið. Skýrsluhöfundar kalla eftir því að andlát í hitabylgjum séu skráð í rauntíma og segja fjöldi látinna stórlega vanmetinn vegna skorts á vöktun. Mögulegt sé að milljónir hafi látist af völdum hitabreytinga í kjölfar loftslagsbreytinga en að það sé ekki skráð neins staðar. Haft er eftir einum skýrsluhöfundi, doktor Friederike Otto, að áhrifin hafi aldrei verið meiri vegna bruna jarðefnaeldsneytis og nefndi sem dæmi flóðin á Spáni í haust, fellibylji í Bandaríkjunum, þurrka í Amazon skógi og flóð í Afríku í sumar. Fellibylurinn Helena fór yfir Norður Karólínu í Bandaríkjunum í haust. Eyðileggingin var gífurleg en fellibylnum fylgdu mikil flóð. um 150 létust þegar fellibylurinn fór yfir. Myndin er tekin í október.Vísir/EPA „Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera til að koma í veg fyrir að þetta verði enn verra: að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti.“ Fjallað er nánar um rannsóknina á vef Guardian.
Loftslagsmál Umhverfismál Spánn Bandaríkin Veður Níger Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira