Erlent Börn meðal látinna vegna mikilla flóða í Appalachia Umfangsmikil leit stendur yfir eftir fólki sem er saknað eftir að mikil flóð þurrkuðu út heilu samfélögin í Appalachiafjöllum. Björgunarsveitir hafa með hjálp þjóðvarðliðsins leitað fólks í allan dag en að sögn ríkisstjóra Kentucky hafa minnst fimmtán farist í flóðunum. Erlent 29.7.2022 14:51 Talið að níu ára stúlka hafi verið stungin til bana í Boston Grunur leikur á um að níu ára stúlka hafi verið stungin til bana í miðbæ Boston í Lincolnskíri í Bretlandi. Lögreglan rannsakar málið sem hugsanlegt morð en atvikið átti sér stað klukkan 18:20 að staðartíma í gær. Erlent 29.7.2022 14:40 Reyndu að færa lík Johns Snorra í tvær klukkustundir Jarðneskar leifar Johns Snorra Sigurjónssonar liggja á einum erfiðasta staðnum á fjallinu K2 og illa hefur gengið að færa þær af gönguleiðinni. Nýfallinn snjór skapar snjóflóðahættu á umræddu svæði og hamlar aðgerðum. Erlent 29.7.2022 13:54 Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. Erlent 29.7.2022 13:13 Tvöfölduðu tígrisdýrastofninn á tíu árum en glíma nú við tíðari árásir Stjórnvöldum í Nepal hefur tekist að tvöfalda tígrisdýrastofn sinn á tíu árum. Nú glíma landsmenn þó við tíðari árásir frá dýrunum. Erlent 29.7.2022 11:34 Fær að nefna risaeðluna eftir að hann keypti beinagrindina Beinagrind gogrónueðlu seldist á uppboði hjá uppboðshúsinu Sotheby‘s í gær á sex milljónir dollara, rúmlega átta hundruð milljónir íslenskra króna. Venjan er að fornleifafræðingarnir sem finna beinin nefni eðluna sem þau tilheyrðu en þessi hefur enn ekki verið skírð. Því er það í verkahring kaupandans að sjá um það. Erlent 29.7.2022 10:18 Tvær ágengar tegundir valdi langmestum skaða í heiminum Amerískur bolafroskur og brúnn trjásnákur hafa kostað heiminn alls 16 milljarða Bandaríkjadala, tvö þúsund milljarði íslenskra króna, með því að skemma uppskerur, rafmagnssnúrur og fleira. Engin ágeng tegund er jafn skaðleg fyrir heiminn og þessar tvær. Erlent 29.7.2022 08:54 Varaði Biden við því að styðja Taívan Forsetar Bandaríkjanna og Kína ræddust við í gegnum fjarfundarbúnað í gærkvöldi þar sem aðalumræðuefnið var Taívan og sú viðkvæma staða sem nú er uppi. Erlent 29.7.2022 07:48 Risaskjár féll á dansara á tónleikum í Hong Kong Risaskjár sem hékk fyrir ofan dansara á tónleikum cantopop-hljómsveitarinnar Mirror losnaði og datt í Hong Kong í gær. Tveir voru lagðir inn á spítala eftir slysið. Erlent 29.7.2022 07:24 Vörpuðu sprengjum á háskólabyggingu í Kharkív Næst stærsta borg Úkraínu, Kharkív, varð fyrir sprengjuárásum í nótt og í morgun. Borgarstjórinn Ihor Terekhov segir að sprengjur hafi lent í norðuaustuhluta borgarinnar á tveggja hæða húsi og á háskólabyggingu. Erlent 29.7.2022 07:02 Úkraína ætlar að útvega Evrópu rafmagn Almenningur í Þýskalandi er byrjaður að undirbúa sig undir kaldan vetur vegna þess að Rússar hafa meira og minna skrúfað fyrir gasflutninga til landsins. Í Köln er hiti lækkaður í mörgum fjölbýlishúsum yfir nóttina til að spara gasið. Erlent 28.7.2022 21:47 Íbúar fari í kaldar sturtur til þess að spara gas Stjórnvöld í þýsku borginni Hannover hafa skrúfað fyrir heitt vatn í byggingum sem opnar eru almenningi til þess að spara gas en Þjóðverjar hafa kvartað yfir skertu flæði á gasi frá Rússlandi. Erlent 28.7.2022 18:43 Fimm drepnir og 25 særðir í árás Rússa á Kropyvnytskyi Fimm voru drepnir og 25 særðust í loftárás Rússa á Kropyvnytskyi fyrr í dag. Rússar halda áfram loftárásum sínum í suðri og austri Úkraínu en eru auk þess farnir að beina sjónum sínum aftur að Kænugarði í fyrsta skiptið í margar vikur. Erlent 28.7.2022 15:58 Lögsækja skemmtigarð vegna rasisma starfsmanna Fjölskylda í Baltimore sakar starfsmenn skemmtigarðsins Sesame Place í Fíladelfíu um rasisma og hefur kært skemmtigarðinn fyrir kynþáttamismunun í garð fimm ára svartrar stúlku og annarra þeldökkra gesta. Erlent 28.7.2022 12:09 Bólusetti þrjátíu einstaklinga með sömu sprautunni Yfirvöld í Indlandi rannsaka nú heilbrigðisstarfsmann í fylkinu Madhya Pradesh en hann er talinn hafa bólusett þrjátíu einstaklinga gegn Covid-19 með sömu sprautunni. Erlent 28.7.2022 11:56 Stærsti bleiki demanturinn í þrjú hundruð ár Námumenn í Angóla grófu upp 170 karata bleikan demant í gær. Stærri bleikur demantur hefur ekki fundist í þrjú hundruð ár. Erlent 28.7.2022 10:15 Fyrrverandi Repúblikanar og Demókratar sameinast í nýjum flokki Fjöldi fyrrverandi ráðamanna og þingmanna úr röðum bæði Demókrata og Repúblikana hafa stofnað nýtt stjórnmálaafl í Bandaríkjunum. Flokkurinn mun bera heitið „Forward“ eða „Áfram“ og vonast stofnendur eftir því að ná til þeirra sem líkar ekki við tveggja flokka kerfi landsins. Erlent 28.7.2022 07:37 Segir eldflaugum hafa verið skotið frá Hvíta-Rússlandi Héraðsstjórinn í Chernhiv, Viacheslav Chaus, segir eldflaugum hafa verið skotið á svæðið í morgun. Hann segir flaugarnar hafa komið frá Hvíta-Rússlandi. Erlent 28.7.2022 06:54 Gasverð í Evrópu hefur hækkað um tvö prósent Gasverð hefur hækkað á mörkuðum í dag eftir að Rússar skertu enn frekar gasflutninga sína til Þýskalands og annarra mið-Evrópuríkja. Erlent 27.7.2022 22:29 Úkraínuforseti segir 40 þúsund Rússa hafa fallið í innrásinni Úkraínuforseti segir að fjörutíu þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni í Úkraínu. Her landsins hefur vaxið ásmegin eftir að hann fékk langdræg og nákvæm eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Evrópuríkjum. Vonast er til að kornútflutningur geti hafist innan fárra daga. Erlent 27.7.2022 22:00 Sádar hyggjast byggja ofurborg framtíðarinnar Krónprinsinn í Sádi-Arabíu hélt kynningu á Neom, fyrirhugaðri ofurborg, í vikunni. Hún mun innihalda tvo skýjakljúfa sem standa hvor á móti öðrum og teygja sig 170 kílómetra eftir Rauðahafinu. Fyrsti fasi uppbyggingarinnar nær til 2030 og mun kosta um 265 milljarða Bandaríkjadala. Erlent 27.7.2022 16:35 Dómsmálaráðuneytið rannsakar aðild Trumps að áhlaupinu á þinghúsið Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar aðild Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að tilraunum til að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna þar í landi árið 2020. Alríkissaksóknarar eru sagðir hafa spurt vitni beint út í hegðun forsetans fyrrverandi í tengslum við málið. Erlent 27.7.2022 15:40 Skipafélög fara sér hægt við að hefja kornútflutning frá Úkraínu Skipafélög eru varkár varðandi útflutning á korni frá Úkraínu sem enn hefur ekki hafist þrátt fyrir samkomulag Rússa og Úkraínumanna fyrir milligöngu Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Rússar hafa í tvígang gert loftárásir á Odessa eftir að samkomulagið var undirritað og siglingaleiðir eru krökkar af tundurduflum. Erlent 27.7.2022 15:22 Höfundur Gaia-kenningarinnar er látinn Breski vísindamaðurinn James Lovelock sem þekktastur er fyrir Gaia-kenninguna lést í gær. Hann fæddist þann 26. júlí árið 1908 og lést því á 103 ára afmælisdaginn. Erlent 27.7.2022 14:50 Árásargjarni apinn fundinn og drepinn Heimamenn í borginni Yamaguchi í Japan höfðu uppi á apa, sem hafði ráðist á tæplega fimmtíu manns í borginni, og drápu hann. Talið er að aðrir apar úr hóp hans séu þó enn lausir og hafa árásir haldið áfram eftir að apinn var drepinn. Erlent 27.7.2022 13:34 Þúsundir kúa flattar út og urðaðar með rusli eftir að hafa drepist úr hita Þúsundir nautgripa sem drápust vegna hitabylgju í Bandaríkjunum í júní voru urðaðir í landfyllingu í Kansas. Rotnandi hræin voru fyrst flött út með þungavinnuvélum áður en þau voru urðuð með almennu rusli. Erlent 27.7.2022 12:19 Spánverjar rýmka reglur fyrir erlent verkafólk Spánverjar samþykktu á þriðjudag lagabreytingar sem rýmka reglugerðir fyrir erlent verkafólk án tilskilinna leyfa í von um að færa þúsundir verkafólks úr svartri atvinnu inn á opinberan vinnumarkað og koma reglu á atvinnugreinar sem glíma við manneklu. Erlent 27.7.2022 11:09 Stjórnarskrárbreyting veitir forseta Túnis nær alræðisvald Nýsamþykkt stjórnarskrárbreyting í Túnis veitir forseta landsins nær alræðisvald innan stjórnkerfisins. Margir óttast að landið sé að færast aftur til einræðis. Erlent 27.7.2022 08:52 Telur sig hafa borið kennsl á Somerton-manninn Prófessor við Háskólann í Adelaide telur sig hafa borið kennsl á mann sem hingað til hefur alltaf verið kallaður Somerton-maðurinn. Í rúm sjötíu ár hefur engum tekist að komast að því hver maðurinn er en málið er eitt það dularfyllsta í sögu Ástralíu. Erlent 27.7.2022 08:17 Náinn ráðgjafi Orban segir upp vegna nasískrar ræðu Náinn ráðgjafi Viktors Orban forsætisráðherra Ungverjalands og vinkona hans til áratuga hefur sagt upp störfum eftir umdeilda ræðu sem Orban hélt í Rúmeníu á dögunum. Zsuzsa Hegedus segir að ræðan hafi verið nasísk og því hafi henni ekki verið sætt áfram í störfum sínum fyrir forsætisráðherrann. Erlent 27.7.2022 07:25 « ‹ 242 243 244 245 246 247 248 249 250 … 334 ›
Börn meðal látinna vegna mikilla flóða í Appalachia Umfangsmikil leit stendur yfir eftir fólki sem er saknað eftir að mikil flóð þurrkuðu út heilu samfélögin í Appalachiafjöllum. Björgunarsveitir hafa með hjálp þjóðvarðliðsins leitað fólks í allan dag en að sögn ríkisstjóra Kentucky hafa minnst fimmtán farist í flóðunum. Erlent 29.7.2022 14:51
Talið að níu ára stúlka hafi verið stungin til bana í Boston Grunur leikur á um að níu ára stúlka hafi verið stungin til bana í miðbæ Boston í Lincolnskíri í Bretlandi. Lögreglan rannsakar málið sem hugsanlegt morð en atvikið átti sér stað klukkan 18:20 að staðartíma í gær. Erlent 29.7.2022 14:40
Reyndu að færa lík Johns Snorra í tvær klukkustundir Jarðneskar leifar Johns Snorra Sigurjónssonar liggja á einum erfiðasta staðnum á fjallinu K2 og illa hefur gengið að færa þær af gönguleiðinni. Nýfallinn snjór skapar snjóflóðahættu á umræddu svæði og hamlar aðgerðum. Erlent 29.7.2022 13:54
Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. Erlent 29.7.2022 13:13
Tvöfölduðu tígrisdýrastofninn á tíu árum en glíma nú við tíðari árásir Stjórnvöldum í Nepal hefur tekist að tvöfalda tígrisdýrastofn sinn á tíu árum. Nú glíma landsmenn þó við tíðari árásir frá dýrunum. Erlent 29.7.2022 11:34
Fær að nefna risaeðluna eftir að hann keypti beinagrindina Beinagrind gogrónueðlu seldist á uppboði hjá uppboðshúsinu Sotheby‘s í gær á sex milljónir dollara, rúmlega átta hundruð milljónir íslenskra króna. Venjan er að fornleifafræðingarnir sem finna beinin nefni eðluna sem þau tilheyrðu en þessi hefur enn ekki verið skírð. Því er það í verkahring kaupandans að sjá um það. Erlent 29.7.2022 10:18
Tvær ágengar tegundir valdi langmestum skaða í heiminum Amerískur bolafroskur og brúnn trjásnákur hafa kostað heiminn alls 16 milljarða Bandaríkjadala, tvö þúsund milljarði íslenskra króna, með því að skemma uppskerur, rafmagnssnúrur og fleira. Engin ágeng tegund er jafn skaðleg fyrir heiminn og þessar tvær. Erlent 29.7.2022 08:54
Varaði Biden við því að styðja Taívan Forsetar Bandaríkjanna og Kína ræddust við í gegnum fjarfundarbúnað í gærkvöldi þar sem aðalumræðuefnið var Taívan og sú viðkvæma staða sem nú er uppi. Erlent 29.7.2022 07:48
Risaskjár féll á dansara á tónleikum í Hong Kong Risaskjár sem hékk fyrir ofan dansara á tónleikum cantopop-hljómsveitarinnar Mirror losnaði og datt í Hong Kong í gær. Tveir voru lagðir inn á spítala eftir slysið. Erlent 29.7.2022 07:24
Vörpuðu sprengjum á háskólabyggingu í Kharkív Næst stærsta borg Úkraínu, Kharkív, varð fyrir sprengjuárásum í nótt og í morgun. Borgarstjórinn Ihor Terekhov segir að sprengjur hafi lent í norðuaustuhluta borgarinnar á tveggja hæða húsi og á háskólabyggingu. Erlent 29.7.2022 07:02
Úkraína ætlar að útvega Evrópu rafmagn Almenningur í Þýskalandi er byrjaður að undirbúa sig undir kaldan vetur vegna þess að Rússar hafa meira og minna skrúfað fyrir gasflutninga til landsins. Í Köln er hiti lækkaður í mörgum fjölbýlishúsum yfir nóttina til að spara gasið. Erlent 28.7.2022 21:47
Íbúar fari í kaldar sturtur til þess að spara gas Stjórnvöld í þýsku borginni Hannover hafa skrúfað fyrir heitt vatn í byggingum sem opnar eru almenningi til þess að spara gas en Þjóðverjar hafa kvartað yfir skertu flæði á gasi frá Rússlandi. Erlent 28.7.2022 18:43
Fimm drepnir og 25 særðir í árás Rússa á Kropyvnytskyi Fimm voru drepnir og 25 særðust í loftárás Rússa á Kropyvnytskyi fyrr í dag. Rússar halda áfram loftárásum sínum í suðri og austri Úkraínu en eru auk þess farnir að beina sjónum sínum aftur að Kænugarði í fyrsta skiptið í margar vikur. Erlent 28.7.2022 15:58
Lögsækja skemmtigarð vegna rasisma starfsmanna Fjölskylda í Baltimore sakar starfsmenn skemmtigarðsins Sesame Place í Fíladelfíu um rasisma og hefur kært skemmtigarðinn fyrir kynþáttamismunun í garð fimm ára svartrar stúlku og annarra þeldökkra gesta. Erlent 28.7.2022 12:09
Bólusetti þrjátíu einstaklinga með sömu sprautunni Yfirvöld í Indlandi rannsaka nú heilbrigðisstarfsmann í fylkinu Madhya Pradesh en hann er talinn hafa bólusett þrjátíu einstaklinga gegn Covid-19 með sömu sprautunni. Erlent 28.7.2022 11:56
Stærsti bleiki demanturinn í þrjú hundruð ár Námumenn í Angóla grófu upp 170 karata bleikan demant í gær. Stærri bleikur demantur hefur ekki fundist í þrjú hundruð ár. Erlent 28.7.2022 10:15
Fyrrverandi Repúblikanar og Demókratar sameinast í nýjum flokki Fjöldi fyrrverandi ráðamanna og þingmanna úr röðum bæði Demókrata og Repúblikana hafa stofnað nýtt stjórnmálaafl í Bandaríkjunum. Flokkurinn mun bera heitið „Forward“ eða „Áfram“ og vonast stofnendur eftir því að ná til þeirra sem líkar ekki við tveggja flokka kerfi landsins. Erlent 28.7.2022 07:37
Segir eldflaugum hafa verið skotið frá Hvíta-Rússlandi Héraðsstjórinn í Chernhiv, Viacheslav Chaus, segir eldflaugum hafa verið skotið á svæðið í morgun. Hann segir flaugarnar hafa komið frá Hvíta-Rússlandi. Erlent 28.7.2022 06:54
Gasverð í Evrópu hefur hækkað um tvö prósent Gasverð hefur hækkað á mörkuðum í dag eftir að Rússar skertu enn frekar gasflutninga sína til Þýskalands og annarra mið-Evrópuríkja. Erlent 27.7.2022 22:29
Úkraínuforseti segir 40 þúsund Rússa hafa fallið í innrásinni Úkraínuforseti segir að fjörutíu þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni í Úkraínu. Her landsins hefur vaxið ásmegin eftir að hann fékk langdræg og nákvæm eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Evrópuríkjum. Vonast er til að kornútflutningur geti hafist innan fárra daga. Erlent 27.7.2022 22:00
Sádar hyggjast byggja ofurborg framtíðarinnar Krónprinsinn í Sádi-Arabíu hélt kynningu á Neom, fyrirhugaðri ofurborg, í vikunni. Hún mun innihalda tvo skýjakljúfa sem standa hvor á móti öðrum og teygja sig 170 kílómetra eftir Rauðahafinu. Fyrsti fasi uppbyggingarinnar nær til 2030 og mun kosta um 265 milljarða Bandaríkjadala. Erlent 27.7.2022 16:35
Dómsmálaráðuneytið rannsakar aðild Trumps að áhlaupinu á þinghúsið Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar aðild Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að tilraunum til að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna þar í landi árið 2020. Alríkissaksóknarar eru sagðir hafa spurt vitni beint út í hegðun forsetans fyrrverandi í tengslum við málið. Erlent 27.7.2022 15:40
Skipafélög fara sér hægt við að hefja kornútflutning frá Úkraínu Skipafélög eru varkár varðandi útflutning á korni frá Úkraínu sem enn hefur ekki hafist þrátt fyrir samkomulag Rússa og Úkraínumanna fyrir milligöngu Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Rússar hafa í tvígang gert loftárásir á Odessa eftir að samkomulagið var undirritað og siglingaleiðir eru krökkar af tundurduflum. Erlent 27.7.2022 15:22
Höfundur Gaia-kenningarinnar er látinn Breski vísindamaðurinn James Lovelock sem þekktastur er fyrir Gaia-kenninguna lést í gær. Hann fæddist þann 26. júlí árið 1908 og lést því á 103 ára afmælisdaginn. Erlent 27.7.2022 14:50
Árásargjarni apinn fundinn og drepinn Heimamenn í borginni Yamaguchi í Japan höfðu uppi á apa, sem hafði ráðist á tæplega fimmtíu manns í borginni, og drápu hann. Talið er að aðrir apar úr hóp hans séu þó enn lausir og hafa árásir haldið áfram eftir að apinn var drepinn. Erlent 27.7.2022 13:34
Þúsundir kúa flattar út og urðaðar með rusli eftir að hafa drepist úr hita Þúsundir nautgripa sem drápust vegna hitabylgju í Bandaríkjunum í júní voru urðaðir í landfyllingu í Kansas. Rotnandi hræin voru fyrst flött út með þungavinnuvélum áður en þau voru urðuð með almennu rusli. Erlent 27.7.2022 12:19
Spánverjar rýmka reglur fyrir erlent verkafólk Spánverjar samþykktu á þriðjudag lagabreytingar sem rýmka reglugerðir fyrir erlent verkafólk án tilskilinna leyfa í von um að færa þúsundir verkafólks úr svartri atvinnu inn á opinberan vinnumarkað og koma reglu á atvinnugreinar sem glíma við manneklu. Erlent 27.7.2022 11:09
Stjórnarskrárbreyting veitir forseta Túnis nær alræðisvald Nýsamþykkt stjórnarskrárbreyting í Túnis veitir forseta landsins nær alræðisvald innan stjórnkerfisins. Margir óttast að landið sé að færast aftur til einræðis. Erlent 27.7.2022 08:52
Telur sig hafa borið kennsl á Somerton-manninn Prófessor við Háskólann í Adelaide telur sig hafa borið kennsl á mann sem hingað til hefur alltaf verið kallaður Somerton-maðurinn. Í rúm sjötíu ár hefur engum tekist að komast að því hver maðurinn er en málið er eitt það dularfyllsta í sögu Ástralíu. Erlent 27.7.2022 08:17
Náinn ráðgjafi Orban segir upp vegna nasískrar ræðu Náinn ráðgjafi Viktors Orban forsætisráðherra Ungverjalands og vinkona hans til áratuga hefur sagt upp störfum eftir umdeilda ræðu sem Orban hélt í Rúmeníu á dögunum. Zsuzsa Hegedus segir að ræðan hafi verið nasísk og því hafi henni ekki verið sætt áfram í störfum sínum fyrir forsætisráðherrann. Erlent 27.7.2022 07:25