Erlent Fréttakona Al Jazeera skotin til bana á Vesturbakkanum Fréttakona frá Al Jazeera var skotin til bana af ísraelska hernum á Vesturbakkanum í nótt. Erlent 11.5.2022 07:25 Vaktin: Rúmlega fimm þúsund milljarða króna fjárstyrkur á leið til Úkraínu frá Bandaríkjunum Úkraínska gasfyrirtækið GTSOU segist þurfa að hætta að senda gas frá Rússlandi til Evrópu um eina af leiðslum sínum. Ástæðuna segir forstjóri fyrirtækisins vera inngrip rússneskra hersveita, sem hafa verið að beina gasinu til Donbas. Erlent 11.5.2022 06:41 Ein elsta íslenska álftin felld í Wales Í byrjun apríl fannst tæplega þrítug íslensk álft í Pembroke-héraði í Wales. Álftin var særð og þurftu dýraverndunarsamtök að fella hana. Erlent 10.5.2022 19:37 Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. Erlent 10.5.2022 15:32 Fangavörður sem átti þátt í flótta lést af völdum skotsárs Kvenkyns fangavörður á sextugsaldri sem hjálpaði grunuðum morðingja að flýja úr fangelsi í Alabama í Bandaríkjunum lést af völdum skotsárs á höfði í gær. Enn liggur ekkert fyrir um hvers vegna hún aðstoðaði fangann. Erlent 10.5.2022 13:47 Karl krónprins flutti stefnuræðuna í fjarveru drottningar Karl Bretaprins flutti í morgun stefnuræðu bresku ríkisstjórnarinnar í breska þinghúsinu í morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 73 ára Karl heldur slíka ræðu, en hann var fenginn í verkið þar sem Elísabet drottning hafði boðað forföll vegna veikinda. Erlent 10.5.2022 11:41 Yfirmaður spænsku leyniþjónustunnar rekinn vegna njósnaforrits Spænska ríkisstjórnin rak Paz Esteban, yfirmann leyniþjónstunnar, vegna uppljóstrana um að umdeilt njósnaforrit hafi verið notað til þess að njósna um spænska ráðamenn. Esteban var fyrsta konan til að gegna embættinu. Erlent 10.5.2022 10:31 Mótmæli á Filippseyjum eftir kosningasigur Marcos Hundruð námsmanna mótmæltu kosningasigri Ferdinands Marcos yngri fyrir utan skrifstofur kjörstjórnar eftir forsetakosningarnar á Filippseyjum í dag. Sonur einræðisherrann er fyrsti frambjóðandinn í seinni tíð sem vinnur hreinan meirihluta í forsetakosningum. Erlent 10.5.2022 09:35 Neðri mörk Parísarsamkomulagsins í hættu á næstu fimm árum Helmingslíkur eru á því að hnattræn hlýnun nái 1,5°C að minnsta kosti eitt af næstu fimm árum. Líkurnar á því voru nærri því engar þegar skrifað var undir Parísarsamkomulagið sem miðar við að halda hlýnun innan 1,5°C ef þess er nokkur kostur. Erlent 10.5.2022 07:01 Vaktin: Segja aðgerðirnar í Donbas vera langt á eftir áætlun Vanmat Rússa á andspyrnu Úkraínumanna og áætlanagerð þeirra, þar sem gert var ráð fyrir að allt færi að óskum, hefur leitt til þess að aðgerðir þeirra hafa ekki gengið sem skyldi. Því gat Rússlandsforseti ekki fagnað sigri á „sigurdeginum“ í gær. Erlent 10.5.2022 06:41 Strokufanginn í gæsluvarðhald eftir eftirför Strokufanginn Casey White, sem slapp úr fangelsi með aðstoð fangavarðarins Vicky White, er nú kominn í gæsluvarðhald. Vicky var lögð inn á spítala eftir að þau náðust vegna skotsára. Erlent 9.5.2022 23:12 Stærsti hvíti demanturinn til að fara á uppboð Einn stærsti skorni demantur heims fer á uppboð í svissnesku borginni Genf á næstu dögum og mun í kjölfarið verða stærsti hvíti demantur sögunnar sem seldur er á uppboði. Erlent 9.5.2022 20:26 Forsætisráðherrann segir af sér í kjölfar fjöldamótmæla Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur sagt af sér embætti. Afsögnin kemur í kjölfar fjöldamótmæla sem beinast gegn stjórnvöldum og hvernig þau hafa brugðist við bágri efnahagsstöðu landsins. Erlent 9.5.2022 14:36 Sonur einræðisherrans gæti unnið stórsigur Kosið er til forseta Filippseyja í dag og stefnir í að Ferdinand Marcos yngri, sonur alræmds einræðisherra eyjanna, gæti unnið yfirburðasigur. Búist er við mikilli kjörsókn en ekki er ljóst hvenær endanleg úrslit liggja fyrir. Erlent 9.5.2022 10:23 Engar stórar yfirlýsingar og fátt nýtt í ræðu Pútín Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur lokið við að flytja ræðu sína á Rauða torginu í tilefni sigurs Sovétmanna á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Þvert á væntingar margra var fátt um yfirlýsingar í ræðunni og engar stórar fregnir af fyrirætlunum Rússa í Úkraínu. Erlent 9.5.2022 07:46 Vaktin: Þjóðverjar búa sig undir að Rússar skrúfi fyrir gasið Vladimir Pútín Rússlandsforseti flutti í morgun ræðu sína á Rauða torginu í tilefni sigurs Sovétmanna á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Þvert á væntingar margra var fátt um yfirlýsingar í ræðunni og engar stórar fregnir af fyrirætlunum Rússa í Úkraínu. Erlent 9.5.2022 06:46 Ræðu Pútín á „sigurdeginum“ beðið með eftirvæntingu Heimsbyggðin bíður þess nú með eftirvæntingu að Vladimir Pútín Rússlandsforseti ávarpi rússnesku þjóðina í dag, þegar Rússar fagna sigri sínum yfir nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Erlent 9.5.2022 06:29 Minnst þrjátíu látnir eftir sprenginguna í Havana Nú er talið að minnst 30 hafi látist í sprengingu við eitt af lúxushótelum Havana á Kúbu á föstudag. Björgunaraðgerðir standa enn yfir og fann leitarteymi þrjú ný lík í dag með aðstoð hunda. Að sögn yfirvalda verður eftirlifenda áfram leitað í rústunum en heilbrigðisráðuneyti Kúbu segir að 84 hafi slasast. Erlent 8.5.2022 18:02 Bandaríkin: Bönnuðum bókum fjölgar frá degi til dags Bókum, sem skólakerfið í Bandaríkjunum bannar í skólastofum og á bókasöfnum, fjölgar með ógnvænlegum hraða. Frá því í fyrrasumar og fram til þessa dags hafa að meðaltali fjórar bækur á dag verið bannaðar í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Erlent 8.5.2022 14:30 77 ár liðin frá endalokum Þriðja ríkisins Þann 8. maí árið 1945 skrifaði Karl Dönitz, forseti Þýskalands, undir uppgjafarsáttmála fyrir hönd Þjóðverja og batt þannig lok á þátttöku Þýskalands í seinni heimsstyrjöldinni. Erlent 8.5.2022 10:26 Bætti sitt eigið met með 26. ferðinni Sjerpinn Kami Rita bætti sitt eigið heimsmet í morgun þegar hann kleif Mount Everest í 26. skiptið. Rita er 52 ára gamall og fór fyrst upp á toppinn árið 1994. Erlent 8.5.2022 09:05 Vaktin: Flugskeyti Rússa hafi lagt kirkjugarð í rúst Serhiy Gaidai, ríkisstjóri Luhansk, segir að um 60 manns gætu hafa látist í sprengjuárás sem var gerð á skóla í þorpinu Bilohorivka. Erlent 8.5.2022 07:39 Að minnsta kosti 25 látnir eftir sprengingu við lúxushótel í Havana Að minnsta kosti 25 eru látnir og fleiri en 60 hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að sprenging varð við eitt af lúxushótelum Havana á Kúbu. Erlent 7.5.2022 22:20 „Ógnum frá Úkraínu við öryggi Rússlands verður útrýmt“ „Ég er sannfærður um að fyrr eða síðar mun það renna upp fyrir leiðtogum Vesturlanda að án raunverulegrar samvinnu og virðingu fyrir rússneskum hagsmunum getur heimurinn ekki haldið áfram að vera eins og hann er í dag.“ Erlent 7.5.2022 20:19 Útlit fyrir sögulegan sigur Sinn Fein Allt stefnir í stórsigur Sinn Fein í kosningunum á Norður-Írlandi. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem flokkur þjóðernissinna er stærsti flokkur landsins. Erlent 7.5.2022 18:00 Verða að klæðast búrku og eiga helst að vera heima Talíbanar hafa skipað öllum konum í Afganistan að klæða búrku þegar þær fara út. „Við viljum að konurnar okkar búi við reisn og öryggi,“ segir Khalid Hanafi, ráðherra siðferðismála. Erlent 7.5.2022 17:16 Hataðasti raðmorðingi Ástralíu er líklega saklaus Einn virtasti ónæmisfræðingur Spánar telur að kona sem setið hefur í fangelsi í Ástralíu í nær 20 ár fyrir að hafa myrt öll fjögur börnin sín, sé saklaus og að öll börnin hafi látist vegna erfðagalla. 90 vísindamenn, þar á meðal Nóbelsverðlaunahafar, hafa skorað á áströlsk stjórnvöld að sýkna konuna. Erlent 7.5.2022 14:30 Segir það frábæra hugmynd Trumps að kaupa Grænland Carla Sands, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, hefur opinberlega hrósað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir að hafa viljað kaupa Grænland. Hugmynd Trumps hafi verið frábær þar sem Danir hafi hvorki efni á að byggja upp Grænland né getu til að verja það. Erlent 7.5.2022 07:59 Vaktin: Yfirmaður CIA segir ekki mega vanmeta hættuna á notkun kjarnorkuvopna Í nótt tilkynntu ítölsk stjórnvöld að snekkja hafi verið gerð upptæk þar í landi. Snekkjan er með tengsl við rússneska ríkið og talið er að eigandi hennar sé Vladímír Pútín, forseti Rússlands. Erlent 7.5.2022 07:32 Gasleka kennt um stærðarinnar sprengingu í Havana Gasleki á þekktu hóteli í Havana leiddi til stærðarinnar sprengingar sem minnst níu dóu í. Um þrjátíu voru fluttir á sjúkrahús eftir sprenginguna en stór hluti framhluta byggingarinnar hrundi vegna hennar. Erlent 6.5.2022 23:13 « ‹ 271 272 273 274 275 276 277 278 279 … 334 ›
Fréttakona Al Jazeera skotin til bana á Vesturbakkanum Fréttakona frá Al Jazeera var skotin til bana af ísraelska hernum á Vesturbakkanum í nótt. Erlent 11.5.2022 07:25
Vaktin: Rúmlega fimm þúsund milljarða króna fjárstyrkur á leið til Úkraínu frá Bandaríkjunum Úkraínska gasfyrirtækið GTSOU segist þurfa að hætta að senda gas frá Rússlandi til Evrópu um eina af leiðslum sínum. Ástæðuna segir forstjóri fyrirtækisins vera inngrip rússneskra hersveita, sem hafa verið að beina gasinu til Donbas. Erlent 11.5.2022 06:41
Ein elsta íslenska álftin felld í Wales Í byrjun apríl fannst tæplega þrítug íslensk álft í Pembroke-héraði í Wales. Álftin var særð og þurftu dýraverndunarsamtök að fella hana. Erlent 10.5.2022 19:37
Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. Erlent 10.5.2022 15:32
Fangavörður sem átti þátt í flótta lést af völdum skotsárs Kvenkyns fangavörður á sextugsaldri sem hjálpaði grunuðum morðingja að flýja úr fangelsi í Alabama í Bandaríkjunum lést af völdum skotsárs á höfði í gær. Enn liggur ekkert fyrir um hvers vegna hún aðstoðaði fangann. Erlent 10.5.2022 13:47
Karl krónprins flutti stefnuræðuna í fjarveru drottningar Karl Bretaprins flutti í morgun stefnuræðu bresku ríkisstjórnarinnar í breska þinghúsinu í morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 73 ára Karl heldur slíka ræðu, en hann var fenginn í verkið þar sem Elísabet drottning hafði boðað forföll vegna veikinda. Erlent 10.5.2022 11:41
Yfirmaður spænsku leyniþjónustunnar rekinn vegna njósnaforrits Spænska ríkisstjórnin rak Paz Esteban, yfirmann leyniþjónstunnar, vegna uppljóstrana um að umdeilt njósnaforrit hafi verið notað til þess að njósna um spænska ráðamenn. Esteban var fyrsta konan til að gegna embættinu. Erlent 10.5.2022 10:31
Mótmæli á Filippseyjum eftir kosningasigur Marcos Hundruð námsmanna mótmæltu kosningasigri Ferdinands Marcos yngri fyrir utan skrifstofur kjörstjórnar eftir forsetakosningarnar á Filippseyjum í dag. Sonur einræðisherrann er fyrsti frambjóðandinn í seinni tíð sem vinnur hreinan meirihluta í forsetakosningum. Erlent 10.5.2022 09:35
Neðri mörk Parísarsamkomulagsins í hættu á næstu fimm árum Helmingslíkur eru á því að hnattræn hlýnun nái 1,5°C að minnsta kosti eitt af næstu fimm árum. Líkurnar á því voru nærri því engar þegar skrifað var undir Parísarsamkomulagið sem miðar við að halda hlýnun innan 1,5°C ef þess er nokkur kostur. Erlent 10.5.2022 07:01
Vaktin: Segja aðgerðirnar í Donbas vera langt á eftir áætlun Vanmat Rússa á andspyrnu Úkraínumanna og áætlanagerð þeirra, þar sem gert var ráð fyrir að allt færi að óskum, hefur leitt til þess að aðgerðir þeirra hafa ekki gengið sem skyldi. Því gat Rússlandsforseti ekki fagnað sigri á „sigurdeginum“ í gær. Erlent 10.5.2022 06:41
Strokufanginn í gæsluvarðhald eftir eftirför Strokufanginn Casey White, sem slapp úr fangelsi með aðstoð fangavarðarins Vicky White, er nú kominn í gæsluvarðhald. Vicky var lögð inn á spítala eftir að þau náðust vegna skotsára. Erlent 9.5.2022 23:12
Stærsti hvíti demanturinn til að fara á uppboð Einn stærsti skorni demantur heims fer á uppboð í svissnesku borginni Genf á næstu dögum og mun í kjölfarið verða stærsti hvíti demantur sögunnar sem seldur er á uppboði. Erlent 9.5.2022 20:26
Forsætisráðherrann segir af sér í kjölfar fjöldamótmæla Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur sagt af sér embætti. Afsögnin kemur í kjölfar fjöldamótmæla sem beinast gegn stjórnvöldum og hvernig þau hafa brugðist við bágri efnahagsstöðu landsins. Erlent 9.5.2022 14:36
Sonur einræðisherrans gæti unnið stórsigur Kosið er til forseta Filippseyja í dag og stefnir í að Ferdinand Marcos yngri, sonur alræmds einræðisherra eyjanna, gæti unnið yfirburðasigur. Búist er við mikilli kjörsókn en ekki er ljóst hvenær endanleg úrslit liggja fyrir. Erlent 9.5.2022 10:23
Engar stórar yfirlýsingar og fátt nýtt í ræðu Pútín Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur lokið við að flytja ræðu sína á Rauða torginu í tilefni sigurs Sovétmanna á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Þvert á væntingar margra var fátt um yfirlýsingar í ræðunni og engar stórar fregnir af fyrirætlunum Rússa í Úkraínu. Erlent 9.5.2022 07:46
Vaktin: Þjóðverjar búa sig undir að Rússar skrúfi fyrir gasið Vladimir Pútín Rússlandsforseti flutti í morgun ræðu sína á Rauða torginu í tilefni sigurs Sovétmanna á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Þvert á væntingar margra var fátt um yfirlýsingar í ræðunni og engar stórar fregnir af fyrirætlunum Rússa í Úkraínu. Erlent 9.5.2022 06:46
Ræðu Pútín á „sigurdeginum“ beðið með eftirvæntingu Heimsbyggðin bíður þess nú með eftirvæntingu að Vladimir Pútín Rússlandsforseti ávarpi rússnesku þjóðina í dag, þegar Rússar fagna sigri sínum yfir nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Erlent 9.5.2022 06:29
Minnst þrjátíu látnir eftir sprenginguna í Havana Nú er talið að minnst 30 hafi látist í sprengingu við eitt af lúxushótelum Havana á Kúbu á föstudag. Björgunaraðgerðir standa enn yfir og fann leitarteymi þrjú ný lík í dag með aðstoð hunda. Að sögn yfirvalda verður eftirlifenda áfram leitað í rústunum en heilbrigðisráðuneyti Kúbu segir að 84 hafi slasast. Erlent 8.5.2022 18:02
Bandaríkin: Bönnuðum bókum fjölgar frá degi til dags Bókum, sem skólakerfið í Bandaríkjunum bannar í skólastofum og á bókasöfnum, fjölgar með ógnvænlegum hraða. Frá því í fyrrasumar og fram til þessa dags hafa að meðaltali fjórar bækur á dag verið bannaðar í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Erlent 8.5.2022 14:30
77 ár liðin frá endalokum Þriðja ríkisins Þann 8. maí árið 1945 skrifaði Karl Dönitz, forseti Þýskalands, undir uppgjafarsáttmála fyrir hönd Þjóðverja og batt þannig lok á þátttöku Þýskalands í seinni heimsstyrjöldinni. Erlent 8.5.2022 10:26
Bætti sitt eigið met með 26. ferðinni Sjerpinn Kami Rita bætti sitt eigið heimsmet í morgun þegar hann kleif Mount Everest í 26. skiptið. Rita er 52 ára gamall og fór fyrst upp á toppinn árið 1994. Erlent 8.5.2022 09:05
Vaktin: Flugskeyti Rússa hafi lagt kirkjugarð í rúst Serhiy Gaidai, ríkisstjóri Luhansk, segir að um 60 manns gætu hafa látist í sprengjuárás sem var gerð á skóla í þorpinu Bilohorivka. Erlent 8.5.2022 07:39
Að minnsta kosti 25 látnir eftir sprengingu við lúxushótel í Havana Að minnsta kosti 25 eru látnir og fleiri en 60 hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að sprenging varð við eitt af lúxushótelum Havana á Kúbu. Erlent 7.5.2022 22:20
„Ógnum frá Úkraínu við öryggi Rússlands verður útrýmt“ „Ég er sannfærður um að fyrr eða síðar mun það renna upp fyrir leiðtogum Vesturlanda að án raunverulegrar samvinnu og virðingu fyrir rússneskum hagsmunum getur heimurinn ekki haldið áfram að vera eins og hann er í dag.“ Erlent 7.5.2022 20:19
Útlit fyrir sögulegan sigur Sinn Fein Allt stefnir í stórsigur Sinn Fein í kosningunum á Norður-Írlandi. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem flokkur þjóðernissinna er stærsti flokkur landsins. Erlent 7.5.2022 18:00
Verða að klæðast búrku og eiga helst að vera heima Talíbanar hafa skipað öllum konum í Afganistan að klæða búrku þegar þær fara út. „Við viljum að konurnar okkar búi við reisn og öryggi,“ segir Khalid Hanafi, ráðherra siðferðismála. Erlent 7.5.2022 17:16
Hataðasti raðmorðingi Ástralíu er líklega saklaus Einn virtasti ónæmisfræðingur Spánar telur að kona sem setið hefur í fangelsi í Ástralíu í nær 20 ár fyrir að hafa myrt öll fjögur börnin sín, sé saklaus og að öll börnin hafi látist vegna erfðagalla. 90 vísindamenn, þar á meðal Nóbelsverðlaunahafar, hafa skorað á áströlsk stjórnvöld að sýkna konuna. Erlent 7.5.2022 14:30
Segir það frábæra hugmynd Trumps að kaupa Grænland Carla Sands, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, hefur opinberlega hrósað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir að hafa viljað kaupa Grænland. Hugmynd Trumps hafi verið frábær þar sem Danir hafi hvorki efni á að byggja upp Grænland né getu til að verja það. Erlent 7.5.2022 07:59
Vaktin: Yfirmaður CIA segir ekki mega vanmeta hættuna á notkun kjarnorkuvopna Í nótt tilkynntu ítölsk stjórnvöld að snekkja hafi verið gerð upptæk þar í landi. Snekkjan er með tengsl við rússneska ríkið og talið er að eigandi hennar sé Vladímír Pútín, forseti Rússlands. Erlent 7.5.2022 07:32
Gasleka kennt um stærðarinnar sprengingu í Havana Gasleki á þekktu hóteli í Havana leiddi til stærðarinnar sprengingar sem minnst níu dóu í. Um þrjátíu voru fluttir á sjúkrahús eftir sprenginguna en stór hluti framhluta byggingarinnar hrundi vegna hennar. Erlent 6.5.2022 23:13