Vilja banna forsætisráðherra á Facebook rétt fyrir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2023 11:43 Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu, (t.h.) er virkur Facebook-notandi en ætlar nú að færa sig um set. AP/Anupam Nath Sjálfstæð eftirlitsnefnd Meta leggur til að Facebook-aðgangi forsætisráðherra Kambódíu verði lokað í sex mánuði vegna myndbands sem hann birti þar sem hann hótaði pólitískum andstæðingum ofbeldi. Innan við mánuður er til kosninga í Kambódíu. Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu, hótaði því að berja pólitíska keppinauta sína og senda „glæpona“ heim til þeirra í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni í janúar. Meta, móðurfélag Facebook, taldi myndbandið brjóta gegn notendaskilmálum samfélagsmiðilsins en ákvað að leyfa því að standa á þeirri forsendu að það væri fréttnæmt. Sérstök eftirlitsnefnd sem á að vera óháð Meta en er fjármögnuð af fyrirtækinu komst að þeirri niðurstöðu í dag að skaðinn af myndbandinu væri meiri en fréttagildi þess. Hun Sen ætti að sæta banni í hálft ár fyrir að birta það. Meta féllst á að fjarlægja myndbandið umdeilda en segist ætla að skoða frekar hvort það bannar forsætisráðherrann tímabundið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Farinn yfir á Telegram Fallist fyrirtækið á að banna Hun Sen verður opinber Facebook-síða hans lokuð í aðdraganda kosninga sem fara fram í júlí. Gagnrýnendur hans segja að þær kosningar verði þó hvorki frjálsar né sanngjarnar vegna valdboðstilhneigingar sitjandi forsætisráðherrans. Hun Sen, sem hefur setið í embætti í aldarfjórðung, hótaði því fyrr í þessum mánuði að breyta lögum þannig að þeim sem kjósa ekki í kosningunum verði bannað að bjóða sig fram til embætta í framtíðinni. Hun Sen hefur verið afar virkur á Facebook. Auk ofbeldishótana í garð keppinauta birtir hann þar myndir af barnabörnunum sínum, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann sagðist í gær ætla að segja skilið við miðilinn og nota frekar samskiptaforritið Telegram þar sem auðveldara væri að ná til fólks þar. Niðurstaða eftirlitsnefndarinnar var ekki opinber þegar hann greindi frá þessum vistaskiptum. Eftirlitsnefnd Meta hefur áður sett ofan í við stjórnendur Facebook. Þrátt fyrir að hún teldi að það hefði verið rétt að setja Donald Trump í straff eftir árás stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið árið 2021 gagnrýndi nefndin að bannið hefði verið ótímabundið. Eftir að stuðningsmenn Jairs Bolsonaro í Brasilíu öpuðu upp athæfi stuðningsmanna Trump eftir kosningar þar í fyrra taldi nefndin að viðbrögð Meta við ofbeldishótunum þá hefði verið ábótavant. Kambódía Facebook Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu, hótaði því að berja pólitíska keppinauta sína og senda „glæpona“ heim til þeirra í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni í janúar. Meta, móðurfélag Facebook, taldi myndbandið brjóta gegn notendaskilmálum samfélagsmiðilsins en ákvað að leyfa því að standa á þeirri forsendu að það væri fréttnæmt. Sérstök eftirlitsnefnd sem á að vera óháð Meta en er fjármögnuð af fyrirtækinu komst að þeirri niðurstöðu í dag að skaðinn af myndbandinu væri meiri en fréttagildi þess. Hun Sen ætti að sæta banni í hálft ár fyrir að birta það. Meta féllst á að fjarlægja myndbandið umdeilda en segist ætla að skoða frekar hvort það bannar forsætisráðherrann tímabundið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Farinn yfir á Telegram Fallist fyrirtækið á að banna Hun Sen verður opinber Facebook-síða hans lokuð í aðdraganda kosninga sem fara fram í júlí. Gagnrýnendur hans segja að þær kosningar verði þó hvorki frjálsar né sanngjarnar vegna valdboðstilhneigingar sitjandi forsætisráðherrans. Hun Sen, sem hefur setið í embætti í aldarfjórðung, hótaði því fyrr í þessum mánuði að breyta lögum þannig að þeim sem kjósa ekki í kosningunum verði bannað að bjóða sig fram til embætta í framtíðinni. Hun Sen hefur verið afar virkur á Facebook. Auk ofbeldishótana í garð keppinauta birtir hann þar myndir af barnabörnunum sínum, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann sagðist í gær ætla að segja skilið við miðilinn og nota frekar samskiptaforritið Telegram þar sem auðveldara væri að ná til fólks þar. Niðurstaða eftirlitsnefndarinnar var ekki opinber þegar hann greindi frá þessum vistaskiptum. Eftirlitsnefnd Meta hefur áður sett ofan í við stjórnendur Facebook. Þrátt fyrir að hún teldi að það hefði verið rétt að setja Donald Trump í straff eftir árás stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið árið 2021 gagnrýndi nefndin að bannið hefði verið ótímabundið. Eftir að stuðningsmenn Jairs Bolsonaro í Brasilíu öpuðu upp athæfi stuðningsmanna Trump eftir kosningar þar í fyrra taldi nefndin að viðbrögð Meta við ofbeldishótunum þá hefði verið ábótavant.
Kambódía Facebook Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira