Vilja banna forsætisráðherra á Facebook rétt fyrir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2023 11:43 Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu, (t.h.) er virkur Facebook-notandi en ætlar nú að færa sig um set. AP/Anupam Nath Sjálfstæð eftirlitsnefnd Meta leggur til að Facebook-aðgangi forsætisráðherra Kambódíu verði lokað í sex mánuði vegna myndbands sem hann birti þar sem hann hótaði pólitískum andstæðingum ofbeldi. Innan við mánuður er til kosninga í Kambódíu. Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu, hótaði því að berja pólitíska keppinauta sína og senda „glæpona“ heim til þeirra í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni í janúar. Meta, móðurfélag Facebook, taldi myndbandið brjóta gegn notendaskilmálum samfélagsmiðilsins en ákvað að leyfa því að standa á þeirri forsendu að það væri fréttnæmt. Sérstök eftirlitsnefnd sem á að vera óháð Meta en er fjármögnuð af fyrirtækinu komst að þeirri niðurstöðu í dag að skaðinn af myndbandinu væri meiri en fréttagildi þess. Hun Sen ætti að sæta banni í hálft ár fyrir að birta það. Meta féllst á að fjarlægja myndbandið umdeilda en segist ætla að skoða frekar hvort það bannar forsætisráðherrann tímabundið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Farinn yfir á Telegram Fallist fyrirtækið á að banna Hun Sen verður opinber Facebook-síða hans lokuð í aðdraganda kosninga sem fara fram í júlí. Gagnrýnendur hans segja að þær kosningar verði þó hvorki frjálsar né sanngjarnar vegna valdboðstilhneigingar sitjandi forsætisráðherrans. Hun Sen, sem hefur setið í embætti í aldarfjórðung, hótaði því fyrr í þessum mánuði að breyta lögum þannig að þeim sem kjósa ekki í kosningunum verði bannað að bjóða sig fram til embætta í framtíðinni. Hun Sen hefur verið afar virkur á Facebook. Auk ofbeldishótana í garð keppinauta birtir hann þar myndir af barnabörnunum sínum, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann sagðist í gær ætla að segja skilið við miðilinn og nota frekar samskiptaforritið Telegram þar sem auðveldara væri að ná til fólks þar. Niðurstaða eftirlitsnefndarinnar var ekki opinber þegar hann greindi frá þessum vistaskiptum. Eftirlitsnefnd Meta hefur áður sett ofan í við stjórnendur Facebook. Þrátt fyrir að hún teldi að það hefði verið rétt að setja Donald Trump í straff eftir árás stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið árið 2021 gagnrýndi nefndin að bannið hefði verið ótímabundið. Eftir að stuðningsmenn Jairs Bolsonaro í Brasilíu öpuðu upp athæfi stuðningsmanna Trump eftir kosningar þar í fyrra taldi nefndin að viðbrögð Meta við ofbeldishótunum þá hefði verið ábótavant. Kambódía Facebook Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu, hótaði því að berja pólitíska keppinauta sína og senda „glæpona“ heim til þeirra í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni í janúar. Meta, móðurfélag Facebook, taldi myndbandið brjóta gegn notendaskilmálum samfélagsmiðilsins en ákvað að leyfa því að standa á þeirri forsendu að það væri fréttnæmt. Sérstök eftirlitsnefnd sem á að vera óháð Meta en er fjármögnuð af fyrirtækinu komst að þeirri niðurstöðu í dag að skaðinn af myndbandinu væri meiri en fréttagildi þess. Hun Sen ætti að sæta banni í hálft ár fyrir að birta það. Meta féllst á að fjarlægja myndbandið umdeilda en segist ætla að skoða frekar hvort það bannar forsætisráðherrann tímabundið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Farinn yfir á Telegram Fallist fyrirtækið á að banna Hun Sen verður opinber Facebook-síða hans lokuð í aðdraganda kosninga sem fara fram í júlí. Gagnrýnendur hans segja að þær kosningar verði þó hvorki frjálsar né sanngjarnar vegna valdboðstilhneigingar sitjandi forsætisráðherrans. Hun Sen, sem hefur setið í embætti í aldarfjórðung, hótaði því fyrr í þessum mánuði að breyta lögum þannig að þeim sem kjósa ekki í kosningunum verði bannað að bjóða sig fram til embætta í framtíðinni. Hun Sen hefur verið afar virkur á Facebook. Auk ofbeldishótana í garð keppinauta birtir hann þar myndir af barnabörnunum sínum, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann sagðist í gær ætla að segja skilið við miðilinn og nota frekar samskiptaforritið Telegram þar sem auðveldara væri að ná til fólks þar. Niðurstaða eftirlitsnefndarinnar var ekki opinber þegar hann greindi frá þessum vistaskiptum. Eftirlitsnefnd Meta hefur áður sett ofan í við stjórnendur Facebook. Þrátt fyrir að hún teldi að það hefði verið rétt að setja Donald Trump í straff eftir árás stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið árið 2021 gagnrýndi nefndin að bannið hefði verið ótímabundið. Eftir að stuðningsmenn Jairs Bolsonaro í Brasilíu öpuðu upp athæfi stuðningsmanna Trump eftir kosningar þar í fyrra taldi nefndin að viðbrögð Meta við ofbeldishótunum þá hefði verið ábótavant.
Kambódía Facebook Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Sjá meira