Erlent Röð loftárása á Ísrael og Hezbollah-skotmörk í Líbanon Ísrael gerði röð loftárása á suðurhluta Líbanon snemma í morgun. Að sögn yfirvalda var um að ræða fyrirbyggjandi árás á Hezbollah en samtökin gáfu út að þau hefðu sent á loft hundruð eldflauga og dróna til að hefna fyrir morðið á einum æðsta leiðtoga þeirra í síðasta mánuði. Erlent 25.8.2024 12:06 Mannskæða slysið nú rannsakað sem mögulegt manndráp Saksóknarar á Ítalíu rannsaka nú hvort að andlát sjö eftir að snekkja auðkýfingsins Mike Lynch sökk á örfáum sekúndum við Sikiley á mánudagsmorgun geti talist sem manndráp af gáleysi sökum þess að ekki var gripið til réttra aðgerða til að koma í veg fyrir slysið. Erlent 24.8.2024 14:07 Fimmtán ára handtekinn í tengslum við stunguárásina í Solingen Fimmtán ára ungmenni hefur verið handtekið af þýsku lögreglunni í tengslum við hnífaárás í borginni Solingen í gærkvöldi þar sem þrír létust og átta særðust, þar af fjórir mjög alvarlega. Erlent 24.8.2024 13:01 Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. Erlent 24.8.2024 09:22 Rannsaka bandaríska álitsgjafa rússneskrar sjónvarpsstöðvar Umdeildur fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak er annar tveggja Bandaríkjamanna sem sæta sakamálarannsókn vegna starfa sinna fyrir rússneska ríkissjónvarpsstöð. Rannsóknin er sögð liður í að berjast gegn tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Erlent 23.8.2024 23:37 Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. Erlent 23.8.2024 22:02 Kennedy hættir og lýsir yfir stuðningi við Trump Robert F. Kennedy yngri dró framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka og lýsti yfir stuðningi við Donald Trump í ræðu í dag. Hann sagðist engu að síður þess viss að hann hefði unnið sigur í „heiðarlegu kerfi“. Erlent 23.8.2024 19:17 Átta látnir eftir gíslatöku í rússnesku fangelsi Leyniskyttur skutu fjóra fanga til bana sem tóku fangelsisstarfsmenn til fanga og stungu fjóra til bana í Vogograd-héraði í Rússlandi í dag. Fangarnir lýstu sjálfum sér sem vígamönnum Ríkis íslams í myndbandi sem þeir birtu á netinu. Erlent 23.8.2024 19:00 Ný Covid-bóluefni fá grænt ljós Bandarísk lyfjastofnunin veitti í gær leyfi fyrir tveimur nýjum bóluefnum gegn Covid-19. Heilbrigðisyfirvöld þar mæla með því að allir yfir sex mánaða aldri fá nýju bóluefnin sem eru hönnuð gegn nýrri afbrigði veirunnar. Erlent 23.8.2024 17:38 Kamala formlega komin í forsetaframboð Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, tók í nótt formlega við útnefningu Demókrata sem forsetaframbjóðandi flokksins í komandi kosningum vestanhafs. Erlent 23.8.2024 07:40 Búið að bera kennsl á lík auðkýfingsins Fimm líkamsleifar þeirra sex sem fórust, þegar snekkjan Bayesian sökk rétt utan við Sikiley á mánudaginn, hafa fundist og er nú búið að bera kennsl á öll líkin. Einn þeirra var breski auðkýfingurinn Mike Lynch en snekkjan var í eigu hans. Erlent 22.8.2024 16:16 Nýir þættir á Vísi í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs Á morgun fer í loftið Baráttan um Bandaríkin, nýr þáttur á Vísi um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, sem fara fram 5. nóvember næstkomandi. Erlent 22.8.2024 13:48 „Walz þjálfari“ hvatti Demókrata til dáða Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. Erlent 22.8.2024 08:30 Ítrekaði mikilvægi samkomulags um vopnahlé við Netanjahú Forseti Bandaríkjanna Joe Biden ítrekaði mikilvægi þess að komast að samkomulagi um vopnahlé á Gasa í símtali við forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú, í dag. Hann sagði viðræðurnar sem eiga að fara fram í Kaíró í Egyptalandi á næstu dögum ákaflega mikilvægar fyrir möguleika á vopnahlé. Sáttasemjarar sem hafa reynt eftir fremsta megni síðustu mánuði að fá Hamas og Ísrael til að komast að samkomulagi munu hittast þar. Erlent 21.8.2024 23:45 Hafa fundið fimm af sex sem er saknað úr sokknu snekkjunni Kafarar sem hafa leitað að líkamsleifum þeirra sex sem fórust þegar snekkjan Bayesian sökk utan við Sikiley á mánudag hafa nú fundið fimm lík inni í snekkjunni. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að búið sé að flytja fjögur þeirra á land. Ítalska landhelgisgæslan hafa ekki borið formlega kennsl á líkin samkvæmt frétt BBC en kafararnir hafa síðustu daga verið við leit en talið var líklegast að líkin væru föst inni í snekkjunni. Erlent 21.8.2024 23:07 Myrti tveggja ára dóttur sína fyrir að sinna ekki heimilisverkum Ellen Rachel Craig, fyrrum meðlimur sértrúarsöfnuðar í Ástralíu, var í dag dæmd í níu ára fangelsi fyrir dómi í Sydney í Ástralíu fyrir að berja tveggja ára dóttur sína til bana eftir að hún hafði ekki klárað tilsett heimilisverk sín. Erlent 21.8.2024 16:08 Sögð hafa fundið tvö lík í sokknu snekkjunni Kafarar, sem leitað hafa að líkamsleifum sex sem fórust þegar snekkja sökk utan við Sikiley á mánudag, hafa fundið tvö lík inni í snekkjunni. Erlent 21.8.2024 14:19 Elsta manneskja heims látin Maria Branyas Morera, áður elsta manneskja í heimi, er látin. Hún varð 117 ára og 168 daga gömul. Hún lést í svefni í gær að sögn fjölskyldu hennar. Erlent 21.8.2024 13:38 Banna trúfélög sem tengjast rússnesku kirkjunni Úkraínska þingið samþykkt að banna starfsemi trúfélag sem hafa tengsl við rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna eða styðja innrás Rússa í Úkraínu. Lögin eru talin sett til höfuðs úkraínskum rétttrúnaðarsöfnuði sem hefur verið tengdur rússnesku kirkjunni. Erlent 21.8.2024 12:31 Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. Erlent 21.8.2024 11:35 Húsleit hjá Andrew Tate vegna brota gegn ólögráða einstaklingum Grímuklæddir lögregluþjónar gerðu húsleit á heimili breska áhrifavaldsins Andrews Tate við Búkarest og á þremur öðrum stöðum í morgun. Húsleitin var gerð eftir að nýjar ásakanir um mansal og peningaþvætti komu fram. Erlent 21.8.2024 09:52 Stærsta drónaárásin á Moskvu til þessa Rússnesk stjórnvöld segjast hafa skotið niður 45 úkraínska dróna á nokkrum stöðum í nótt, þar á meðal við höfuðborgina Moskvu. Þetta hafi verið umfangsmesta drónaárás Úkraínumanna á Moskvu frá upphafi stríðsins fyrir tveimur og hálfu ári. Erlent 21.8.2024 09:32 Hátt í þrjátíu pílagrímar fórust í rútuslysi Minnst tuttugu og átta pakistanskir pílagrímar fórust þegar rúta valt í Íran í gærkvöldi. Tuttugu og þrír til viðbótar slösuðust. Erlent 21.8.2024 07:59 „78 ára milljarðamæringur sem hefur ekki hætt að væla um vandamálin sín“ Barack og Michelle Obama, Bernie Sanders og nokkrir háttsettir Repúblikanar voru meðal þeirra sem komu fram á landsþingi Demókrataflokksins í gær. Erlent 21.8.2024 07:28 Viðræður sagðar stranda á kröfum Hamas um algjört brotthvarf Ísrael frá Gasa Friðarviðræður milli Ísrael og Hamas eru sagðar stranda á kröfum Hamas um að Ísraelar yfirgefi Gasa alfarið, þar sem stjórnvöld í Ísrael eru sögð hafa hafnað kröfunni. Erlent 21.8.2024 06:44 Rússar sækja fram og ná Niu-York undir sitt vald Rússneski herinn hefur greint frá því að hann hafi náð Niu-York, litlum bæ í austurhluta Úkraínu, undir sitt vald. Rússar halda áfram að sækja fram að stærri héruðum í Donetsk héraðinu í Úkraínu. Erlent 20.8.2024 23:43 Segja snekkjuna hafa sokkið á örfáum mínútum Læknir sem tók á móti eftirlifendum af lystisnekkjunni sem sökk við Sikiley í gær segir þá hafa lýst því að snekkjunni hafi hvolft og hún sokkið á örfáum mínútum. Talið er að lík sex manna sem enn er saknað séu föst inni í snekkjunni á hafsbotni. Erlent 20.8.2024 14:06 Telja apabóluna ekki „nýja COVID“ Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu segir að mpox-veiran, sem áður var þekkt sem apabóla, sé ekki „nýtt COVID“. Heilbrigðisyfirvöld viti hvernig eigi að hefta útbreiðslu veirunnar sem hefur skotið upp kollinum víða um lönd undanfarið. Erlent 20.8.2024 13:22 Höfðu hendur í hári barnsmorðingjans Spænska lögreglan handtók ungan mann sem er grunaður um að stinga ellefu ára gamlan dreng til bana á fótboltavelli í bænum Mocejón um helgina. Morðinginn flúði vettvang og upphófst mikil leit að honum. Erlent 20.8.2024 10:47 Staðfesta að Íranar brutust inn í tölvur framboðs Trump Bandaríska leyniþjónustan staðfestir að írönsk stjórnvöld hafi staðið á bak við gagnastuld frá forsetaframboði Donalds Trump. Hún telur Írani einnig hafa reynt að brjótast inn í tölvukerfi framboðs Kamölu Harris. Erlent 20.8.2024 10:07 « ‹ 35 36 37 38 39 40 41 42 43 … 334 ›
Röð loftárása á Ísrael og Hezbollah-skotmörk í Líbanon Ísrael gerði röð loftárása á suðurhluta Líbanon snemma í morgun. Að sögn yfirvalda var um að ræða fyrirbyggjandi árás á Hezbollah en samtökin gáfu út að þau hefðu sent á loft hundruð eldflauga og dróna til að hefna fyrir morðið á einum æðsta leiðtoga þeirra í síðasta mánuði. Erlent 25.8.2024 12:06
Mannskæða slysið nú rannsakað sem mögulegt manndráp Saksóknarar á Ítalíu rannsaka nú hvort að andlát sjö eftir að snekkja auðkýfingsins Mike Lynch sökk á örfáum sekúndum við Sikiley á mánudagsmorgun geti talist sem manndráp af gáleysi sökum þess að ekki var gripið til réttra aðgerða til að koma í veg fyrir slysið. Erlent 24.8.2024 14:07
Fimmtán ára handtekinn í tengslum við stunguárásina í Solingen Fimmtán ára ungmenni hefur verið handtekið af þýsku lögreglunni í tengslum við hnífaárás í borginni Solingen í gærkvöldi þar sem þrír létust og átta særðust, þar af fjórir mjög alvarlega. Erlent 24.8.2024 13:01
Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. Erlent 24.8.2024 09:22
Rannsaka bandaríska álitsgjafa rússneskrar sjónvarpsstöðvar Umdeildur fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak er annar tveggja Bandaríkjamanna sem sæta sakamálarannsókn vegna starfa sinna fyrir rússneska ríkissjónvarpsstöð. Rannsóknin er sögð liður í að berjast gegn tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Erlent 23.8.2024 23:37
Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. Erlent 23.8.2024 22:02
Kennedy hættir og lýsir yfir stuðningi við Trump Robert F. Kennedy yngri dró framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka og lýsti yfir stuðningi við Donald Trump í ræðu í dag. Hann sagðist engu að síður þess viss að hann hefði unnið sigur í „heiðarlegu kerfi“. Erlent 23.8.2024 19:17
Átta látnir eftir gíslatöku í rússnesku fangelsi Leyniskyttur skutu fjóra fanga til bana sem tóku fangelsisstarfsmenn til fanga og stungu fjóra til bana í Vogograd-héraði í Rússlandi í dag. Fangarnir lýstu sjálfum sér sem vígamönnum Ríkis íslams í myndbandi sem þeir birtu á netinu. Erlent 23.8.2024 19:00
Ný Covid-bóluefni fá grænt ljós Bandarísk lyfjastofnunin veitti í gær leyfi fyrir tveimur nýjum bóluefnum gegn Covid-19. Heilbrigðisyfirvöld þar mæla með því að allir yfir sex mánaða aldri fá nýju bóluefnin sem eru hönnuð gegn nýrri afbrigði veirunnar. Erlent 23.8.2024 17:38
Kamala formlega komin í forsetaframboð Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, tók í nótt formlega við útnefningu Demókrata sem forsetaframbjóðandi flokksins í komandi kosningum vestanhafs. Erlent 23.8.2024 07:40
Búið að bera kennsl á lík auðkýfingsins Fimm líkamsleifar þeirra sex sem fórust, þegar snekkjan Bayesian sökk rétt utan við Sikiley á mánudaginn, hafa fundist og er nú búið að bera kennsl á öll líkin. Einn þeirra var breski auðkýfingurinn Mike Lynch en snekkjan var í eigu hans. Erlent 22.8.2024 16:16
Nýir þættir á Vísi í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs Á morgun fer í loftið Baráttan um Bandaríkin, nýr þáttur á Vísi um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, sem fara fram 5. nóvember næstkomandi. Erlent 22.8.2024 13:48
„Walz þjálfari“ hvatti Demókrata til dáða Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. Erlent 22.8.2024 08:30
Ítrekaði mikilvægi samkomulags um vopnahlé við Netanjahú Forseti Bandaríkjanna Joe Biden ítrekaði mikilvægi þess að komast að samkomulagi um vopnahlé á Gasa í símtali við forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú, í dag. Hann sagði viðræðurnar sem eiga að fara fram í Kaíró í Egyptalandi á næstu dögum ákaflega mikilvægar fyrir möguleika á vopnahlé. Sáttasemjarar sem hafa reynt eftir fremsta megni síðustu mánuði að fá Hamas og Ísrael til að komast að samkomulagi munu hittast þar. Erlent 21.8.2024 23:45
Hafa fundið fimm af sex sem er saknað úr sokknu snekkjunni Kafarar sem hafa leitað að líkamsleifum þeirra sex sem fórust þegar snekkjan Bayesian sökk utan við Sikiley á mánudag hafa nú fundið fimm lík inni í snekkjunni. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að búið sé að flytja fjögur þeirra á land. Ítalska landhelgisgæslan hafa ekki borið formlega kennsl á líkin samkvæmt frétt BBC en kafararnir hafa síðustu daga verið við leit en talið var líklegast að líkin væru föst inni í snekkjunni. Erlent 21.8.2024 23:07
Myrti tveggja ára dóttur sína fyrir að sinna ekki heimilisverkum Ellen Rachel Craig, fyrrum meðlimur sértrúarsöfnuðar í Ástralíu, var í dag dæmd í níu ára fangelsi fyrir dómi í Sydney í Ástralíu fyrir að berja tveggja ára dóttur sína til bana eftir að hún hafði ekki klárað tilsett heimilisverk sín. Erlent 21.8.2024 16:08
Sögð hafa fundið tvö lík í sokknu snekkjunni Kafarar, sem leitað hafa að líkamsleifum sex sem fórust þegar snekkja sökk utan við Sikiley á mánudag, hafa fundið tvö lík inni í snekkjunni. Erlent 21.8.2024 14:19
Elsta manneskja heims látin Maria Branyas Morera, áður elsta manneskja í heimi, er látin. Hún varð 117 ára og 168 daga gömul. Hún lést í svefni í gær að sögn fjölskyldu hennar. Erlent 21.8.2024 13:38
Banna trúfélög sem tengjast rússnesku kirkjunni Úkraínska þingið samþykkt að banna starfsemi trúfélag sem hafa tengsl við rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna eða styðja innrás Rússa í Úkraínu. Lögin eru talin sett til höfuðs úkraínskum rétttrúnaðarsöfnuði sem hefur verið tengdur rússnesku kirkjunni. Erlent 21.8.2024 12:31
Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. Erlent 21.8.2024 11:35
Húsleit hjá Andrew Tate vegna brota gegn ólögráða einstaklingum Grímuklæddir lögregluþjónar gerðu húsleit á heimili breska áhrifavaldsins Andrews Tate við Búkarest og á þremur öðrum stöðum í morgun. Húsleitin var gerð eftir að nýjar ásakanir um mansal og peningaþvætti komu fram. Erlent 21.8.2024 09:52
Stærsta drónaárásin á Moskvu til þessa Rússnesk stjórnvöld segjast hafa skotið niður 45 úkraínska dróna á nokkrum stöðum í nótt, þar á meðal við höfuðborgina Moskvu. Þetta hafi verið umfangsmesta drónaárás Úkraínumanna á Moskvu frá upphafi stríðsins fyrir tveimur og hálfu ári. Erlent 21.8.2024 09:32
Hátt í þrjátíu pílagrímar fórust í rútuslysi Minnst tuttugu og átta pakistanskir pílagrímar fórust þegar rúta valt í Íran í gærkvöldi. Tuttugu og þrír til viðbótar slösuðust. Erlent 21.8.2024 07:59
„78 ára milljarðamæringur sem hefur ekki hætt að væla um vandamálin sín“ Barack og Michelle Obama, Bernie Sanders og nokkrir háttsettir Repúblikanar voru meðal þeirra sem komu fram á landsþingi Demókrataflokksins í gær. Erlent 21.8.2024 07:28
Viðræður sagðar stranda á kröfum Hamas um algjört brotthvarf Ísrael frá Gasa Friðarviðræður milli Ísrael og Hamas eru sagðar stranda á kröfum Hamas um að Ísraelar yfirgefi Gasa alfarið, þar sem stjórnvöld í Ísrael eru sögð hafa hafnað kröfunni. Erlent 21.8.2024 06:44
Rússar sækja fram og ná Niu-York undir sitt vald Rússneski herinn hefur greint frá því að hann hafi náð Niu-York, litlum bæ í austurhluta Úkraínu, undir sitt vald. Rússar halda áfram að sækja fram að stærri héruðum í Donetsk héraðinu í Úkraínu. Erlent 20.8.2024 23:43
Segja snekkjuna hafa sokkið á örfáum mínútum Læknir sem tók á móti eftirlifendum af lystisnekkjunni sem sökk við Sikiley í gær segir þá hafa lýst því að snekkjunni hafi hvolft og hún sokkið á örfáum mínútum. Talið er að lík sex manna sem enn er saknað séu föst inni í snekkjunni á hafsbotni. Erlent 20.8.2024 14:06
Telja apabóluna ekki „nýja COVID“ Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu segir að mpox-veiran, sem áður var þekkt sem apabóla, sé ekki „nýtt COVID“. Heilbrigðisyfirvöld viti hvernig eigi að hefta útbreiðslu veirunnar sem hefur skotið upp kollinum víða um lönd undanfarið. Erlent 20.8.2024 13:22
Höfðu hendur í hári barnsmorðingjans Spænska lögreglan handtók ungan mann sem er grunaður um að stinga ellefu ára gamlan dreng til bana á fótboltavelli í bænum Mocejón um helgina. Morðinginn flúði vettvang og upphófst mikil leit að honum. Erlent 20.8.2024 10:47
Staðfesta að Íranar brutust inn í tölvur framboðs Trump Bandaríska leyniþjónustan staðfestir að írönsk stjórnvöld hafi staðið á bak við gagnastuld frá forsetaframboði Donalds Trump. Hún telur Írani einnig hafa reynt að brjótast inn í tölvukerfi framboðs Kamölu Harris. Erlent 20.8.2024 10:07