Erlent

Snerist hugur um TikTok eftir heim­sókn auðjöfurs

Undir lok forsetatíðar sinnar skrifaði Donald Trump undir forsetatilskipun sem ætlað var að takmarka umfang samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum. Var það á grunni þess að Kommúnistaflokkur Kína stýrði í raun samfélagsmiðlinum og hefði þannig gífurleg áhrif á fjölmiðlaneyslu Bandaríkjamanna.

Erlent

Varg­öld í Haítí

Miklar óeirðir og átök voru í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí um helgina. Þungvopnuð gengi réðust á þjóðhöllina og kveiktu í húsnæði innanríkisráðuneytisins. Þetta kemur í kjölfar árásar á alþjóðaflugvöllinn, en lokað er fyrir alla flugumferð. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, kemst ekki inn í landið.

Erlent

Stakk konu sína og þrjú börn

Lík hjóna og þriggja barna fundust um helgina á heimili þeirra í í Honolulu á Havaíeyjum. Forsvarsmenn lögreglunnar segja útlit fyrir að maður hafi stungið eiginkonu sína og þrjú börn þeirra til bana, áður en hann svipti sig einnig lífi.

Erlent

Segir Trump ætla að stöðva alla að­stoð handa Úkraínumönnum

Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu.

Erlent

Fritzl verður á­fram á réttargeðdeild

Josef Fritzl verður ekki fluttur í almennt fangelsi í Austurríki í bili og verður þess í stað áfram á réttargeðdeild í öryggisfangelsi. Fyrri ákvörðun hefur verið snúið af áfrýjunardómstól en upprunalegi úrskurðurinn byggði á því að ekki væri talið að ógn stafaði af Fritzl.

Erlent

Vita lítið um á­standið í Fukushima þrettán árum síðar

Nærri því 29 þúsund manns hafa ekki getað snúið aftur til síns heima, þó þrettán ár séu liðin frá því að flóðbylgja, sem myndaðist vegna stærðarinnar jarðskjálfta, skall á ströndum Japans. Flóðbylgjan dró rúmlega 22 þúsund manns til dauða og olli einhverju versta kjarnorkuslysi heimsins frá Tsjernobyl-slysinu sem varð árið 1986.

Erlent

Fimm úr skíðahópnum fundnir látnir

Fimm skíðamenn sem leitað var að í Sviss í gær hafa fundist látnir. Sjötta mannsins er enn saknað. Fólkið var á aldrinum 21 til 58 ára og fimm tilheyrðu sömu fjölskyldunni.

Erlent

Svíar og Kanada­menn hefja greiðslur á ný

Svíar og Kanadamenn hafa ákveðið að halda áfram greiðslum til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) eftir að hafa fryst þær í kjölfar ásakana um aðild starfsmanna samtakanna að hryðjuverkaárásum Hamasliða sjöunda október 2023.

Erlent

Minnst fimm­tán drónaárásum Húta af­stýrt í nótt

Danska freigátan Iver Huitfeld skaut niður fjóra dróna í nótt sem Hútar sendu út til að gera árás á það. Það kom fram í tilkynningu frá danska hernum frá í morgun. Minnst fimmtán drónar gerðu atlögu að skipaumferð sunnanvert í Rauðahafinu í nótt.

Erlent

Danir skuli forðast fjölda­samkomur vegna hryðjuverkahættu

Danska utanríkisráðuneytið hefur varað danska ríkisborgara búsetta í Moskvu við að sækja fjöldasamkomur í borginni um helgina. Í varúðartilkynningu til þeirra kemur fram að aukin hætta sé á árásum á fjöldasamkomur í Moskvu. Ekki liggur þó fyrir hvað býr á baki þessum viðvörunum.

Erlent

Fimm dóu þegar hjálpar­gögn lentu á þeim

Að minnsta kosti fimm manns eru sagðir hafa látið lífið þegar hjálpargögn sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Gasaströndina úr lofti í gær lentu á þeim. Fallhlíf allavega eins vörubrettis opnaðist ekki og það féll til jarðar á miklum hraða.

Erlent

Stefnuræða Bidens: Fór hörðum orðum um Trump en nefndi hann aldrei á nafn

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, flutti í gær sína árlega stefnuræðu á bandaríska þinginu þar sem hann fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta og væntanlegan mótframbjóðanda hans, án þess þó að nefna hann á nafn. Þar að auki færði hann rök fyrir öðru kjörtímabili sínu og gagnrýndi Repúblikana harðlega.

Erlent

Vara við á­rásum öfga­manna í Moskvu

Sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu varaði við því í gærkvöldi að „öfgamenn“ hyggðu á árásir í borginni. Til stæði að ráðast á staði þar sem fólk kæmi saman, eins og á tónleikum, og voru Bandaríkjamönnum í Rússlandi ráðlagt að forðast mannmergð næstu tvo sólarhringa.

Erlent

Um 280 börnum rænt í bænum Kuriga í Nígeríu

Byssumenn á mótorhjólum hafa rænt yfir 280 skólabörnum í bænum Kuriga í Kaduna í Nígeríu. Nemendurnr höfðu safnasta saman á samkomustað í gær þegar mennirnir mættu vopnaðir á svæðið og tóku börnin með sér og einn kennara.

Erlent

Kynfæralimlestingum kvenna fjölgar og stúlkurnar yngjast

Stúlkum og konum sem hafa verið neyddar til að gangast undir kynfæralimlestingu hefur fjölgað um 15 prósent á síðustu átta árum. Samkvæmt Unicef hafa 230 milljón stúlkur og konur á lífi gengist undir aðgerðina, samanborið við 200 milljónir árið 2016.

Erlent