Innlent

„Fyrst og fremst bara ljúft“

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er tekin til starfa og ráðherrar skipust á lyklum í fimm ráðuneytum í morgun. Katrín Jakobsdóttir gekk frá skrifstofunni í forsætisráðuneytinu í síðasta sinn og sagði það nokkuð ljúfa tilfinningu að kveðja stjórnmálin.

Innlent

Leita brennuvarga í Vest­manna­eyjum

Slökkvilið Vestmannaeyjar hefur undanfarna daga fengið nokkrar tilkynningar vegna elds í sinu. Lögreglan í Eyjum hefur eldsvoðana til rannsóknar. Slökkviliðsstjóri segir málið alvarlegt en eldarnir hafi kviknað af manna völdum.

Innlent

„Ég ætla ekki að vera með neinar yfir­lýsingar“

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra, segist ætla að halda áfram þeim verkefnum sem Svandís Svavarsdóttir hefur sinnt í ráðuneytinu. Hún segist spennt takast á við ný verkefni sem ráðherra en að hún ætli að nýta daginn í að kynna sér málin í ráðuneytinu. 

Innlent

Bjarni bauð Þór­dísi vel­komna heim

„Velkomin heim,“ sagði Bjarna Benediktsson þegar hann afhenti Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur aðgangskortið að utanríkisráðuneytinu í morgun. Hann sagðist vita vel að hún tæki við verkefninu eins og fiskur í vatni. Hann hefði tekist á við stór verkefni á þeim sex mánuðum sem hann sinnti embætti en hefði einnig hugsað til lengri tíma.

Innlent

Sigurður Ingi tekinn við af Þór­dísi

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið.

Innlent

Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi.

Innlent

Óku í hlið bíls til að stöðva ofsaakstur á Akra­nesi

Ungur karlmaður hlaut á dögunum þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna tveggja brota. Annars vegar var hann ákærður fyrir að hrækja á andlit lögreglumanns. Hins vegar var honum gefið að sök að stela bíl og aka honum ansi glæfralega, þangað til lögregla stöðvaði för hans með því að keyra í hlið bílsins.

Innlent

Telur málin miklu fleiri en menn grunar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra segir tækifæri fólgin í öllum breytingum. Hún tjáði sig um komandi verkefni áður en hún fór á ríkisráðsfund á Bessastöðum fyrr í kvöld.

Innlent

Dvölin í Búlgaríu dýr­mæt reynsla á Bessa­stöðum

Ásdís Rán Gunnarsdóttir forsetaframbjóðandi, einnig þekkt sem ísdrottningin, segir dvöl sína í Búlgaríu hafa veitt henni dýrmæta reynslu í landkynningum. Hún hafi starfað sem eins konar heiðursráðsmaður Íslands þar úti og telur að það hafi þjálfað hana vel til að gegna embætti forseta.

Innlent

Al­veg ó­víst hvort ríkis­stjórnin lifi kjör­tíma­bilið af

Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir jafnvel meiri styr munu standa um ríkisstjórnina undir forystu Bjarna Benediktssonar en Katrínar Jakobsdóttur. Stólaskiptin feli ekki í sér mikla efnisbreytingu en mikla ásýndarbreytingu sem hann telur að geti reynst ríkisstjórninni erfið þegar fram í sækir.

Innlent

Þrír teknir höndum á Bessa­stöðum

Blásið var til mótmæla vegna ríkisráðsfundar þar sem ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum. Roði, félag ungra sósíalista og aðstandendur Samstöðutjaldsins stóðu að mótmælunum. Samskipti mótmælenda og lögreglu voru ekki með öllu friðsæl og þrír voru handteknir.

Innlent

Katrín á leið í „ó­vissu­ferð“

Katrín Jakobsdóttir fráfarandi forsætisráðherra gekk út af ríkisráðsfundi eftir að hafa verið í ríkisstjórn með hléum frá árinu 2009. Hún segir tilfinninguna stórkostlega og að hún sé alsæl við að fara í það sem hún kallar „dálitla óvissuferð.“

Innlent

Mót­mælt við Bessa­staði

Nokkur fjöldi fólks kom saman við afleggjarann að Bessastöðum til að mótmæla nýrri ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Ríkisráðsfundur hófst upp úr klukkan sjö í kvöld og tók Bjarni formlega við embætti forsætisráðherra.

Innlent

Fjölgun at­vika gæti verið já­kvætt merki

Forstjóri lækninga á Landspítalanum segir að sífellt fleiri ábendingar berist um að eitthvað hafi hugsanlega farið úrskeiðis í starfseminni. Þjónustan sé þó ekki að versna heldur öryggismenning að aukast. Ákveðið hefur verið að ráða talsmann sjúklinga á spítalann.

Innlent

„Ekki biðja um að þetta sé auð­velt“

Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel.

Innlent

Sverðin slíðruð í orku, út­lendinga- og lög­reglu­málum

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld.

Innlent

Ríkisráðsfundur á Bessa­stöðum

Ráðherrar í verðandi ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar mættu allir sem einn á Bessastaði í kvöld þar sem tveir fundir fóry fram. Bein útsending var frá Bessastöðum á Vísi og Stöð 2 Vísi.

Innlent