Kvenréttindadagur: „Baráttan er ekki búin“ Auðun Georg Ólafsson skrifar 19. júní 2025 12:03 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Kvenréttindafélags Íslands, segir að þó í dag séu konur á meðal æðstu embættismanna þjóðarinnar sé ennþá langt í land í réttindabaráttunni. Aðsend Það verður margt um að vera í miðborginni í dag, 19. júní, en á þessum sögulega degi eru 110 ár síðan íslenskar konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Kona þyrfti að vera forsætisráðherra til ársins 2080 til að jafna kynjahlutfallið í því starfi, að sögn framkvæmdastýru Kvenréttindafélags Íslands. Dagskráin hefst klukkan fjögur þegar Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallagarði í tilefni kvenréttindadagsins. Borgarsögusafn býður upp á fræðslugöngu um söguslóðir kvenna í miðbæ Reykjavíkur og svo verða stórtónleikar í Hljómskálagarði sem hefjast klukkan 19 þar sem verður mikið stuð sem endar á fjöldasöng. Á meðal þeirra sem þar koma fram eru Bríet, Reykjavíkurdætur og Heimilstónar. Kona þyrfti að vera forsætisráðherra til 2080 Bríet Bjarnhéðinsdóttur átti ríkan þátt í að koma á réttarbótum konum til handa og efla þannig lýðræðissamfélagið í heild sinni. Hún var stofnandi Kvenréttindafélags Íslands árið 1907 og var fyrsti formaður félagsins frá stofnun allt til ársins 1928. Félagið er með elstu félagasamtökum landsins og vinnur að kvenréttindum og jafnri stöðu allra kynja á öllum sviðum samfélagsins. Auður Önnu Magnúsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri félagsins segir að þó í dag séu konur á meðal æðstu embættismanna þjóðarinnar sé ennþá langt í land í réttindabaráttunni. „Baráttan er ekki búin. Við megum ekki gleyma að það er mjög stutt síðan að konur fóru yfir 15% þingmanna á Alþingi þannig að nú erum við bara að skoða einstakt augnablik í sögunni. Ef við ætluðum að skoða þetta frá lýðveldisstofnun og við vildum hafa jafnvægi á að við værum með konu og karl sem forsætisráðherra, sem dæmi, þá þyrfti kona að gegna því embætti til ársins 2080 eða þar um bil,“ segir Auður. Fyrir hverju væri Bríet Bjarnhéðinsdóttir að berjast fyrir í dag? „Hún væri örugglega að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Það er mjög skrítið að í löndum þar sem jafnrétti er mikið eins og á Íslandi að þá virðist kynbundið ofbeldi ekki vera á undanhaldi. Síðan væri hún að berjast fyrir því að verk kvenna, launuð og ólaunuð störf, væru metin að verðleikum með sanngjörnum launum.“ Dagskrá Kvenréttindadags í Reykjavík Bríetar minnst – falleg minningarathöfn í Hólavallagarði klukkan 16:00 Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallagarði í tilefni kvenréttindadagsins. Hallveigarstaðir – fyrirpartý og útgáfuhóf Kvenréttindafélag Íslands verður með fyrirpartý og útgáfuhóf á Hallveigarstöðum tilefni dagsins sem hefst klukkan 17:00. Kvennafélögin sem eiga Hallveigarstaði, Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands og Bandalag kvenna í Reykjavík bjóða upp á kaffi, kleinur og léttar veigar. Á sama tíma verður fagnað 74. útgáfu tímaritsins 19. júní. Kvennavaka - Stórtónleikar í Hljómskálagarði Kvennaár býður konum og kvárum til Kvennavöku í Hljómskálagarði í kvöld, kvenréttindadaginn 19. júní 2025. Kvennavaka er í senn stórtónleikar, samkomustaður og frí frá amstri dagsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 19:00 og fram koma Bríet, Reykjavíkurdætur, Heimilistónar, Countess Malaise og Mammaðín. Matarvagnar verða á staðnum. Saga kvenna – fræðslugöngur og bíó Borgarsögusafn býður upp á fræðslugöngu um söguslóðir kvenna í miðbæ Reykjavíkur. Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og rithöfundur, mun leiða göngufólk. Stoppað verður á völdum stöðum og greint frá mörgum merkum þáttum í sögu kvenna í Reykjavík. Í Hólavallagarði verður boðið upp á sögugöngu þar sem skoðuð verður birtingamynd kvenna í kirkjugarði í tilefni af baráttudegi kvenna. Gönguna leiðir Heimir Janusarson umsjónarmaður Hólavallagarðs. Í Bíó Paradís verður heimildarmyndin „Dagurinn sem Ísland stöðvaðist“eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur sýnd í tilefni Kvennaárs 2025. Sýningin hefst klukkan 19:00 og mun Hrafnhildur Gunnarsdóttir, framleiðandi segja frá gerð myndarinnar. Mannréttindi Reykjavík Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Erlent Fleiri fréttir Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Sjá meira
Dagskráin hefst klukkan fjögur þegar Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallagarði í tilefni kvenréttindadagsins. Borgarsögusafn býður upp á fræðslugöngu um söguslóðir kvenna í miðbæ Reykjavíkur og svo verða stórtónleikar í Hljómskálagarði sem hefjast klukkan 19 þar sem verður mikið stuð sem endar á fjöldasöng. Á meðal þeirra sem þar koma fram eru Bríet, Reykjavíkurdætur og Heimilstónar. Kona þyrfti að vera forsætisráðherra til 2080 Bríet Bjarnhéðinsdóttur átti ríkan þátt í að koma á réttarbótum konum til handa og efla þannig lýðræðissamfélagið í heild sinni. Hún var stofnandi Kvenréttindafélags Íslands árið 1907 og var fyrsti formaður félagsins frá stofnun allt til ársins 1928. Félagið er með elstu félagasamtökum landsins og vinnur að kvenréttindum og jafnri stöðu allra kynja á öllum sviðum samfélagsins. Auður Önnu Magnúsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri félagsins segir að þó í dag séu konur á meðal æðstu embættismanna þjóðarinnar sé ennþá langt í land í réttindabaráttunni. „Baráttan er ekki búin. Við megum ekki gleyma að það er mjög stutt síðan að konur fóru yfir 15% þingmanna á Alþingi þannig að nú erum við bara að skoða einstakt augnablik í sögunni. Ef við ætluðum að skoða þetta frá lýðveldisstofnun og við vildum hafa jafnvægi á að við værum með konu og karl sem forsætisráðherra, sem dæmi, þá þyrfti kona að gegna því embætti til ársins 2080 eða þar um bil,“ segir Auður. Fyrir hverju væri Bríet Bjarnhéðinsdóttir að berjast fyrir í dag? „Hún væri örugglega að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Það er mjög skrítið að í löndum þar sem jafnrétti er mikið eins og á Íslandi að þá virðist kynbundið ofbeldi ekki vera á undanhaldi. Síðan væri hún að berjast fyrir því að verk kvenna, launuð og ólaunuð störf, væru metin að verðleikum með sanngjörnum launum.“ Dagskrá Kvenréttindadags í Reykjavík Bríetar minnst – falleg minningarathöfn í Hólavallagarði klukkan 16:00 Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallagarði í tilefni kvenréttindadagsins. Hallveigarstaðir – fyrirpartý og útgáfuhóf Kvenréttindafélag Íslands verður með fyrirpartý og útgáfuhóf á Hallveigarstöðum tilefni dagsins sem hefst klukkan 17:00. Kvennafélögin sem eiga Hallveigarstaði, Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands og Bandalag kvenna í Reykjavík bjóða upp á kaffi, kleinur og léttar veigar. Á sama tíma verður fagnað 74. útgáfu tímaritsins 19. júní. Kvennavaka - Stórtónleikar í Hljómskálagarði Kvennaár býður konum og kvárum til Kvennavöku í Hljómskálagarði í kvöld, kvenréttindadaginn 19. júní 2025. Kvennavaka er í senn stórtónleikar, samkomustaður og frí frá amstri dagsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 19:00 og fram koma Bríet, Reykjavíkurdætur, Heimilistónar, Countess Malaise og Mammaðín. Matarvagnar verða á staðnum. Saga kvenna – fræðslugöngur og bíó Borgarsögusafn býður upp á fræðslugöngu um söguslóðir kvenna í miðbæ Reykjavíkur. Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og rithöfundur, mun leiða göngufólk. Stoppað verður á völdum stöðum og greint frá mörgum merkum þáttum í sögu kvenna í Reykjavík. Í Hólavallagarði verður boðið upp á sögugöngu þar sem skoðuð verður birtingamynd kvenna í kirkjugarði í tilefni af baráttudegi kvenna. Gönguna leiðir Heimir Janusarson umsjónarmaður Hólavallagarðs. Í Bíó Paradís verður heimildarmyndin „Dagurinn sem Ísland stöðvaðist“eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur sýnd í tilefni Kvennaárs 2025. Sýningin hefst klukkan 19:00 og mun Hrafnhildur Gunnarsdóttir, framleiðandi segja frá gerð myndarinnar.
Mannréttindi Reykjavík Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Erlent Fleiri fréttir Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Sjá meira