Tæpur helmingur ætlar að flytja aftur til Grindavíkur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. júní 2025 12:25 Um 45 prósent Grindvíkinga telur líklegt að þau flytji aftur í bæinn eftir eldsumbrot. Vísir Tæplega helmingur Grindvíkinga sem selt hafa Þórkötlu eignir í bænum, telur líklegt að hann snúi aftur þegar eldsumbrotin eru yfirstaðin. Yngra fólk er líklegra til að vilja snúa aftur en eldra eða sex af hverjum tíu. Framkvæmdastjóri Þórkötlu segir ánægjulegt að sjá hversu margir hyggja á endurkomu. Tæplega helmingur Grindvíkinga eða 45 prósent telur líklegt að hann snúi aftur í bæinn þegar eldsumbrotin eru yfirstaðin. Meðal svarenda 39 ára og yngri telja 58 prósent líklegt að þau muni snúa aftur til Grindavíkur. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í könnun Þórkötlu meðal þeirra sem selt hafa félaginu eignir í bænum. Örn Viðar Skúlason er framkvæmdastjóri Þórkötlu. „Það er ánægjulegt að sjá hversu strór hluti Grindvíkinga hefur fullan hug á endurkomu í bæinn. Við fögnum því það er mikilvægt markmið að stuðla að því. Við sáum líka að kaupferlið tókst meira og minna nokkuð vel,“ segir Viðar. Helmingur ánægður Samkvæmt könnuninni sögðust um 50 prósent frekar eða mjög ánægðir með reynslu sína af Þórkötlu. Þeir sem sögðust mjög óánægðir voru 13 prósent og 12 prósent voru frekar óánægðir. Örn Viðar Skúlason er framkvæmdastjóri Þórkötlu.Vísir Fyrrum íbúar Grindavíkur voru einnig spurðir hvernig aðlögun þeirra hefði gengið á nýjum stað. Um helmingur fólks segir hana hafa gengið vel 23 prósent sögðu hana hafa gengið illa. Leyfa gistingu í 70 eignum í bænum Þá kom fram í könnunninni að aðeins 14 prósent þátttakenda töldu gistibann, sem var í gildi í bænum lengi vel, vera sanngjarnt. Örn segir það ríma vel við upplifun starfsfólks Þórkötlu. Þrjár vikur séu síðan gisting var leyfð í eignum félagsins í bænum og mikil ánægja rík með ákvörðunina. Frá því breytingin tók gildi hafi verið sótt um heimild til gistingar í um 70 eignum í bænum. „Við opnuðum á heimild til að gista í eignum Þórkötlu bænum í lok maí. Það er um sjötíu sem hafa sótt um heimild sem er viðbót við hollvinasamning sem um hundrað og sjötíu eru með í bænum. Þetta gengur mjög vel eftir því sem við heyrum hjá fólki,“ segir Örn. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Tæplega helmingur Grindvíkinga eða 45 prósent telur líklegt að hann snúi aftur í bæinn þegar eldsumbrotin eru yfirstaðin. Meðal svarenda 39 ára og yngri telja 58 prósent líklegt að þau muni snúa aftur til Grindavíkur. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í könnun Þórkötlu meðal þeirra sem selt hafa félaginu eignir í bænum. Örn Viðar Skúlason er framkvæmdastjóri Þórkötlu. „Það er ánægjulegt að sjá hversu strór hluti Grindvíkinga hefur fullan hug á endurkomu í bæinn. Við fögnum því það er mikilvægt markmið að stuðla að því. Við sáum líka að kaupferlið tókst meira og minna nokkuð vel,“ segir Viðar. Helmingur ánægður Samkvæmt könnuninni sögðust um 50 prósent frekar eða mjög ánægðir með reynslu sína af Þórkötlu. Þeir sem sögðust mjög óánægðir voru 13 prósent og 12 prósent voru frekar óánægðir. Örn Viðar Skúlason er framkvæmdastjóri Þórkötlu.Vísir Fyrrum íbúar Grindavíkur voru einnig spurðir hvernig aðlögun þeirra hefði gengið á nýjum stað. Um helmingur fólks segir hana hafa gengið vel 23 prósent sögðu hana hafa gengið illa. Leyfa gistingu í 70 eignum í bænum Þá kom fram í könnunninni að aðeins 14 prósent þátttakenda töldu gistibann, sem var í gildi í bænum lengi vel, vera sanngjarnt. Örn segir það ríma vel við upplifun starfsfólks Þórkötlu. Þrjár vikur séu síðan gisting var leyfð í eignum félagsins í bænum og mikil ánægja rík með ákvörðunina. Frá því breytingin tók gildi hafi verið sótt um heimild til gistingar í um 70 eignum í bænum. „Við opnuðum á heimild til að gista í eignum Þórkötlu bænum í lok maí. Það er um sjötíu sem hafa sótt um heimild sem er viðbót við hollvinasamning sem um hundrað og sjötíu eru með í bænum. Þetta gengur mjög vel eftir því sem við heyrum hjá fólki,“ segir Örn.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira