Innlent Efnið sem lak til rannsóknar en ekkert saknæmt átti sér stað Ekki er víst hvert efnið var sem lak á gólf Endurvinnslunnar við Furuvelli á Akureyri í gær. Lögreglan rannsakar málið en ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Innlent 16.2.2024 13:18 Ákveðnir árgangar hvorki bólusettir við mislingum né hettusótt Nýlega hafa greinst á Íslandi bæði mislingar og hettusótt. Sama bóluefni er notað við þessum sjúkdómum en fólk fætt á bilinu 1975 til 1987 er margt ekki fullbólusett. Bóluefni standa fólki til boða en þó ekki nema það hafi verið útsett eða á leið til útlanda. Innlent 16.2.2024 13:01 Dæmdur fyrir gróft ofbeldi gegn kærustu og sneri strax aftur eftir fangelsisvist Karlmaður hefur hlotið fimm ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir brot gegn fyrrverandi unnustu sinni. Hann var sakfelldur fyrir að nauðga konunni, hóta henni og beita ofbeldi. Honum er gert að greiða konunni tvær milljónir í miskabætur. Innlent 16.2.2024 12:19 Engar frekari vísbendingar eftir leitina Leit írsku lögreglunnar að Jóni Þresti Jónssyni hefur ekki borið árangur og liggja engar frekari vísbendingar um hvarf hans fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá írsku lögreglunni. Innlent 16.2.2024 11:46 Ekki hægt að senda lögreglumenn inn í húsið vegna hita Viðbragðsaðilar munu ekki fara inn í húsnæðið sem brann í Fellsmúla í gærkvöldi á næstu dögum vegna mikils hita sem enn er þar. Erfitt er að segja til út frá hverju kviknaði. Innlent 16.2.2024 11:39 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um brunann mikla sem varð í Fellsmúla í gær. Innlent 16.2.2024 11:38 Ekki hægt að treysta bara á Svartsengi til lengri tíma Verkfræðingur á vegum almannavarna segir viðbúið að gera megi ráð fyrir frekari skakkaföllum á vatnslögnum til og frá orkuverinu í Svartsengi í komandi jarðhræringum. Leitað sé að jarðhita til að tryggja tvöfalt öryggi á orkuframleiðslu ef ske kynni að framleiðsla í Svartsengi stöðvist. Innlent 16.2.2024 11:30 Tilnefningar hefjast 7. mars og kosningar 11. apríl Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur tilkynnt forsætisnefnd kirkjuþings ákvörðun sína um að hefja á ný kosningu til embættis biskups Íslands og forsætisnefnd lagt blessun sína yfir fyrirkomulagið. Innlent 16.2.2024 11:22 Báðir særðir eftir hnífstunguárás Karlmaður er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa framið hnífstunguárás í Fossvogi í gær. Hann var fluttur á sjúkrahús ásamt þeim sem hann réðst á en áverkar þeirra voru óverulegir. Innlent 16.2.2024 11:15 Dofin eftir svefnlausa nótt Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í þaki þess á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær og mikill eldur var í húsinu, sem erfitt reyndist slökkviliði að glíma við. Eigandi verslana í húsinu segir mikið áfall að fylgjast með því brenna. Innlent 16.2.2024 10:56 Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. Innlent 16.2.2024 10:49 Stúdentar telja afnám skólagjalda ekki henta HR Formaður Stúdentafélags HR telur að breytingar sem háskólaráðherra boðaði fyrr í vikunni henti skólanum líklegast ekki. Hann óttast að gæði náms við skólann gæti skerst við afnám skólagjalda. Innlent 16.2.2024 10:37 Landsréttur fimm ára: „Enginn vafi á því að þetta voru gríðarlegar réttarumbætur“ Landsréttur hefur nú starfað í fimm ár og Hæstiréttur þar með starfað með gjörbreyttu sniði í sama tíma. Forseti Hæstaréttar segir breytinguna á réttarkerfinu hafa verið mikla réttarbót. Innlent 16.2.2024 10:17 Segja krónutöluhækkanir hafa rýrt kjör háskólamenntaðra Forsvarsmenn 22 stéttarfélaga, þar af átján innan BHM, hafa undirritað yfirlýsingu þar sem krafist er leiðréttingar á launum háskólamenntaðra. Félögin segja hópinn hafa setið eftir í kjaraviðræðum undanfarin ár. Innlent 16.2.2024 10:06 Bein útsending: Framtíðarnefnd Alþingis fjallar um gervigreind og lýðræði Alþjóðleg staða stefnumótunar um gervigreind er viðfangsefni annarrar málstofu í fundaröð um gervigreind og lýðræði sem framtíðarnefnd Alþingis stendur fyrir í dag. Málstofuna má sjá í beinni útsendingu. Innlent 16.2.2024 10:01 Ísteka stefnir íslenska ríkinu Ísteka hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að fella alla starfsemi félagsins tengda blóðnytjum úr fylfullum hryssum undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Innlent 16.2.2024 09:48 Finnur Þór skipaður héraðsdómari Dómsmálaráðherra hefur skipað Finn Þór Vilhjálmsson í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá 14. febrúar 2024. Innlent 16.2.2024 09:09 Yfirmenn segi ljósmæður hitta konur of oft og of lengi Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir álag aukast, verkefnum fjölga og að allt að þriðjungur allra ljósmæðra á landinu íhugi nú að yfirgefa starfsstéttina. Ljósmæður fái ekki faglegt svigrúm til að vinna vinnuna sína og stjórnvöld taki málið ekki alvarlega. Innlent 16.2.2024 08:50 Utanaðkomandi lögmaður fékk aðgang að sakamáli Umboðsmaður Alþingis hefur beint ábendingum til Ríkissaksóknara og dómsmálaráðherra vegna athugunar hans á máli þar sem lögmaður fékk aðgang að gögnum sakamáls, sem var honum alls óviðkomandi. Innlent 16.2.2024 08:46 Deilt um flöggun Palestínufánans á fundi sveitarstjórnar Heitar umræður sköpuðust á sveitarstjórnarfundi Múlaþings í vikunni um flöggun fána palestínsku heimastjórnarinnar á fánastöng við félagsheimilið Herðubeið á Seyðisfirði og nýjar leiðbeiningar um flöggun á fánastöngum sveitarfélagsins. Innlent 16.2.2024 08:17 Beið fótbrotin í viku á Íslandi en komst strax í aðgerð á Spáni Íslensk kona búsett á Spáni fótbrotnaði í heimsókn á Íslandi. Eftir að hafa beðið í viku eftir aðgerð fékk hún sig fullsadda og flaug til Spánar. Þremur tímum eftir að hún mætti á bráðamóttökuna var hún komin í aðgerð. Innlent 16.2.2024 08:10 „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“ „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær. Innlent 16.2.2024 06:24 „Niðurlæging“ fyrir íslenska ríkið að sjálfboðaliðar sjái um vinnuna Sérsveit Ísraelshers réðst inn í Nasser sjúkrahúsið í borginni Khan Younis á Gasa síðdegis. Sjúkrahúsið er eitt fárra sem enn er starfhæft og heldur fjöldi flóttafólks til á því. Hópur Íslendinga mun aðstoða tólf manns yfir landamærin á næstu dögum. Innlent 16.2.2024 00:20 Erfitt að segja til um eldsupptökin Slökkvistarf vegna eldsvoðans í Fellsmúla mun halda áfram fram á nóttina. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við fréttastofu að hann vonist til að endanlega takist að slökkva eldinn í nótt. Innlent 16.2.2024 00:01 Sárt að þurfa að verða sér úti um ólögleg efni við daglegum verkjum Karlmaður sem glímir við kvalarfulla taugasjúkdóma segir sárt að þurfa að verða sér úti um ólögleg efni vegna mikilla verkja. Hann vill opna umræðuna um kannabis í læknisfræðilegum tilgangi, enda slái ekkert annað á verkina eins og það. Innlent 15.2.2024 23:04 Fimm tíma rafmagnsleysi í Borgarfirði Stór hluti Borgarfjarðar hefur verið rafmagnslaus frá því klukkan fimm síðdegis. Rafmagnsleysið nær yfir Mýrar, Húsafell, Lundarreykjadal og Reykholtsdal. Fjöldi starfsmanna vinnur við að koma rafmagni á að nýju. Innlent 15.2.2024 22:27 Þora ekki enn að senda menn inn og verða fram á nótt Slökkviliðsstjóri segir búið að ná tökum á eldi sem kviknaði í dekkjaverkstæði N1 við Fellsmúla. Slökkviliðið verði þó að störfum fram á nótt við að fullslökkva eldinn. Þakið á tveimur rýmum sé fallið og vegna hrunhættu þori þeir ekki að senda menn inn í húsið. Innlent 15.2.2024 21:59 Ekkert annað í stöðunni en að boða til brunaútsölu og byrja upp á nýtt „Maður er bara búin að fylgjast með úr fjarska og jú, við stóðum þarna fyrir utan og vonuðumst til að þetta myndi klárast en svo varð þetta bara verra og verra. Og maður er svona að teikna upp í huganum hver verða næstu skref fyrir okkur og okkar fyrirtæki.“ Innlent 15.2.2024 21:31 Féll útbyrðis þegar eldur kviknaði í vélarrúmi Einn maður úr þriggja manna áhöfn léttabáts Herjólfs féll útbyrðis þegar eldur varð laus í vélarrúmi bátsins. Þegar björgunarskipið Þór kom á staðinn hafði hinum tveimur tekist að hífa manninn um borð og slökkva eldinn með slökkvikerfi í vélarrúmi hans. Innlent 15.2.2024 20:46 Sjókvíar byggingarleyfisskyldar og starfsemin sé því ólögleg Frá og með deginum í dag verður gerð krafa um byggingarleyfi vegna sjókvía þar sem þau teljast mannvirki samkvæmt lögum. Lögfræðingur segir að stöðva þurfi starfsemi sjókvíaeldisfyrirtækja þar til búið sé að afla tilskilinna leyfa. Samfélagið hafi stórtapað á því að lögin hafi ekki verið virkjuð fyrr. Innlent 15.2.2024 19:13 « ‹ 273 274 275 276 277 278 279 280 281 … 334 ›
Efnið sem lak til rannsóknar en ekkert saknæmt átti sér stað Ekki er víst hvert efnið var sem lak á gólf Endurvinnslunnar við Furuvelli á Akureyri í gær. Lögreglan rannsakar málið en ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Innlent 16.2.2024 13:18
Ákveðnir árgangar hvorki bólusettir við mislingum né hettusótt Nýlega hafa greinst á Íslandi bæði mislingar og hettusótt. Sama bóluefni er notað við þessum sjúkdómum en fólk fætt á bilinu 1975 til 1987 er margt ekki fullbólusett. Bóluefni standa fólki til boða en þó ekki nema það hafi verið útsett eða á leið til útlanda. Innlent 16.2.2024 13:01
Dæmdur fyrir gróft ofbeldi gegn kærustu og sneri strax aftur eftir fangelsisvist Karlmaður hefur hlotið fimm ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir brot gegn fyrrverandi unnustu sinni. Hann var sakfelldur fyrir að nauðga konunni, hóta henni og beita ofbeldi. Honum er gert að greiða konunni tvær milljónir í miskabætur. Innlent 16.2.2024 12:19
Engar frekari vísbendingar eftir leitina Leit írsku lögreglunnar að Jóni Þresti Jónssyni hefur ekki borið árangur og liggja engar frekari vísbendingar um hvarf hans fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá írsku lögreglunni. Innlent 16.2.2024 11:46
Ekki hægt að senda lögreglumenn inn í húsið vegna hita Viðbragðsaðilar munu ekki fara inn í húsnæðið sem brann í Fellsmúla í gærkvöldi á næstu dögum vegna mikils hita sem enn er þar. Erfitt er að segja til út frá hverju kviknaði. Innlent 16.2.2024 11:39
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um brunann mikla sem varð í Fellsmúla í gær. Innlent 16.2.2024 11:38
Ekki hægt að treysta bara á Svartsengi til lengri tíma Verkfræðingur á vegum almannavarna segir viðbúið að gera megi ráð fyrir frekari skakkaföllum á vatnslögnum til og frá orkuverinu í Svartsengi í komandi jarðhræringum. Leitað sé að jarðhita til að tryggja tvöfalt öryggi á orkuframleiðslu ef ske kynni að framleiðsla í Svartsengi stöðvist. Innlent 16.2.2024 11:30
Tilnefningar hefjast 7. mars og kosningar 11. apríl Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur tilkynnt forsætisnefnd kirkjuþings ákvörðun sína um að hefja á ný kosningu til embættis biskups Íslands og forsætisnefnd lagt blessun sína yfir fyrirkomulagið. Innlent 16.2.2024 11:22
Báðir særðir eftir hnífstunguárás Karlmaður er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa framið hnífstunguárás í Fossvogi í gær. Hann var fluttur á sjúkrahús ásamt þeim sem hann réðst á en áverkar þeirra voru óverulegir. Innlent 16.2.2024 11:15
Dofin eftir svefnlausa nótt Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í þaki þess á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær og mikill eldur var í húsinu, sem erfitt reyndist slökkviliði að glíma við. Eigandi verslana í húsinu segir mikið áfall að fylgjast með því brenna. Innlent 16.2.2024 10:56
Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. Innlent 16.2.2024 10:49
Stúdentar telja afnám skólagjalda ekki henta HR Formaður Stúdentafélags HR telur að breytingar sem háskólaráðherra boðaði fyrr í vikunni henti skólanum líklegast ekki. Hann óttast að gæði náms við skólann gæti skerst við afnám skólagjalda. Innlent 16.2.2024 10:37
Landsréttur fimm ára: „Enginn vafi á því að þetta voru gríðarlegar réttarumbætur“ Landsréttur hefur nú starfað í fimm ár og Hæstiréttur þar með starfað með gjörbreyttu sniði í sama tíma. Forseti Hæstaréttar segir breytinguna á réttarkerfinu hafa verið mikla réttarbót. Innlent 16.2.2024 10:17
Segja krónutöluhækkanir hafa rýrt kjör háskólamenntaðra Forsvarsmenn 22 stéttarfélaga, þar af átján innan BHM, hafa undirritað yfirlýsingu þar sem krafist er leiðréttingar á launum háskólamenntaðra. Félögin segja hópinn hafa setið eftir í kjaraviðræðum undanfarin ár. Innlent 16.2.2024 10:06
Bein útsending: Framtíðarnefnd Alþingis fjallar um gervigreind og lýðræði Alþjóðleg staða stefnumótunar um gervigreind er viðfangsefni annarrar málstofu í fundaröð um gervigreind og lýðræði sem framtíðarnefnd Alþingis stendur fyrir í dag. Málstofuna má sjá í beinni útsendingu. Innlent 16.2.2024 10:01
Ísteka stefnir íslenska ríkinu Ísteka hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að fella alla starfsemi félagsins tengda blóðnytjum úr fylfullum hryssum undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Innlent 16.2.2024 09:48
Finnur Þór skipaður héraðsdómari Dómsmálaráðherra hefur skipað Finn Þór Vilhjálmsson í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá 14. febrúar 2024. Innlent 16.2.2024 09:09
Yfirmenn segi ljósmæður hitta konur of oft og of lengi Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir álag aukast, verkefnum fjölga og að allt að þriðjungur allra ljósmæðra á landinu íhugi nú að yfirgefa starfsstéttina. Ljósmæður fái ekki faglegt svigrúm til að vinna vinnuna sína og stjórnvöld taki málið ekki alvarlega. Innlent 16.2.2024 08:50
Utanaðkomandi lögmaður fékk aðgang að sakamáli Umboðsmaður Alþingis hefur beint ábendingum til Ríkissaksóknara og dómsmálaráðherra vegna athugunar hans á máli þar sem lögmaður fékk aðgang að gögnum sakamáls, sem var honum alls óviðkomandi. Innlent 16.2.2024 08:46
Deilt um flöggun Palestínufánans á fundi sveitarstjórnar Heitar umræður sköpuðust á sveitarstjórnarfundi Múlaþings í vikunni um flöggun fána palestínsku heimastjórnarinnar á fánastöng við félagsheimilið Herðubeið á Seyðisfirði og nýjar leiðbeiningar um flöggun á fánastöngum sveitarfélagsins. Innlent 16.2.2024 08:17
Beið fótbrotin í viku á Íslandi en komst strax í aðgerð á Spáni Íslensk kona búsett á Spáni fótbrotnaði í heimsókn á Íslandi. Eftir að hafa beðið í viku eftir aðgerð fékk hún sig fullsadda og flaug til Spánar. Þremur tímum eftir að hún mætti á bráðamóttökuna var hún komin í aðgerð. Innlent 16.2.2024 08:10
„Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“ „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær. Innlent 16.2.2024 06:24
„Niðurlæging“ fyrir íslenska ríkið að sjálfboðaliðar sjái um vinnuna Sérsveit Ísraelshers réðst inn í Nasser sjúkrahúsið í borginni Khan Younis á Gasa síðdegis. Sjúkrahúsið er eitt fárra sem enn er starfhæft og heldur fjöldi flóttafólks til á því. Hópur Íslendinga mun aðstoða tólf manns yfir landamærin á næstu dögum. Innlent 16.2.2024 00:20
Erfitt að segja til um eldsupptökin Slökkvistarf vegna eldsvoðans í Fellsmúla mun halda áfram fram á nóttina. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við fréttastofu að hann vonist til að endanlega takist að slökkva eldinn í nótt. Innlent 16.2.2024 00:01
Sárt að þurfa að verða sér úti um ólögleg efni við daglegum verkjum Karlmaður sem glímir við kvalarfulla taugasjúkdóma segir sárt að þurfa að verða sér úti um ólögleg efni vegna mikilla verkja. Hann vill opna umræðuna um kannabis í læknisfræðilegum tilgangi, enda slái ekkert annað á verkina eins og það. Innlent 15.2.2024 23:04
Fimm tíma rafmagnsleysi í Borgarfirði Stór hluti Borgarfjarðar hefur verið rafmagnslaus frá því klukkan fimm síðdegis. Rafmagnsleysið nær yfir Mýrar, Húsafell, Lundarreykjadal og Reykholtsdal. Fjöldi starfsmanna vinnur við að koma rafmagni á að nýju. Innlent 15.2.2024 22:27
Þora ekki enn að senda menn inn og verða fram á nótt Slökkviliðsstjóri segir búið að ná tökum á eldi sem kviknaði í dekkjaverkstæði N1 við Fellsmúla. Slökkviliðið verði þó að störfum fram á nótt við að fullslökkva eldinn. Þakið á tveimur rýmum sé fallið og vegna hrunhættu þori þeir ekki að senda menn inn í húsið. Innlent 15.2.2024 21:59
Ekkert annað í stöðunni en að boða til brunaútsölu og byrja upp á nýtt „Maður er bara búin að fylgjast með úr fjarska og jú, við stóðum þarna fyrir utan og vonuðumst til að þetta myndi klárast en svo varð þetta bara verra og verra. Og maður er svona að teikna upp í huganum hver verða næstu skref fyrir okkur og okkar fyrirtæki.“ Innlent 15.2.2024 21:31
Féll útbyrðis þegar eldur kviknaði í vélarrúmi Einn maður úr þriggja manna áhöfn léttabáts Herjólfs féll útbyrðis þegar eldur varð laus í vélarrúmi bátsins. Þegar björgunarskipið Þór kom á staðinn hafði hinum tveimur tekist að hífa manninn um borð og slökkva eldinn með slökkvikerfi í vélarrúmi hans. Innlent 15.2.2024 20:46
Sjókvíar byggingarleyfisskyldar og starfsemin sé því ólögleg Frá og með deginum í dag verður gerð krafa um byggingarleyfi vegna sjókvía þar sem þau teljast mannvirki samkvæmt lögum. Lögfræðingur segir að stöðva þurfi starfsemi sjókvíaeldisfyrirtækja þar til búið sé að afla tilskilinna leyfa. Samfélagið hafi stórtapað á því að lögin hafi ekki verið virkjuð fyrr. Innlent 15.2.2024 19:13