Innlent

„Galið“ að opna bæinn upp á gátt

Formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur furðar sig á því að bærinn hafi verið opnaður fyrir búsetu og atvinnustarfsemi. Hann segir ekkert samráð hafa verið haft við verkalýðsfélögin fyrr en í morgun, þegar þau voru boðuð á fund með fulltrúum ráðuneyta. Ekki nema um tíu manns gistu í Grindavík í nótt, fyrstu nóttina eftir að bærinn var opnaður að fullu.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Drífu Snædal talskonu Stígamóta sem er gagnrýnin á nýframkomnar tillögur ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum. 

Innlent

Styttingin hafi haft verri á­hrif á drengi en stúlkur

Samkvæmt rannsókn við Háskóla Íslands hefur stytting framhaldsskólans haft slæm áhrif á einkunnir ungmenna í háskóla, fjölda eininga teknum í háskóla og brotthvarf úr háskóla. Líklegra er að breytingin hafi haft slæm áhrif á drengi en stúlkur. 

Innlent

Vill flýta endur­skoðun laga um leigu­bíla­akstur

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill flýta endurskoðun laga um leigubifreiðaakstur. Í lögunum er heimild til endurskoðunar á næsta ári en hann telur best að henni sé flýtt. Vilji leigubílstjóra sem hann hafi talað við sé að þessu sé flýtt en að auk þess sé það áríðandi  í ljósi nýlegra frétta af kynferðisbroti leigubílstjóra.

Innlent

Ekki til­búin að sleppa taki af Kola­portinu

Unnið er að því að finna nýja staðsetningu fyrir starfsemi Kolaportsins. Listaháskólinn flytur brátt í núverandi húsnæði þess en borgin er ekki tilbúin að sleppa taki af eina markaðstorgi miðbæjarins.

Innlent

Draumur marx­ista um fría lóð endan­lega úti

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni DíaMat – félags um díalektíska efnishyggju um áfrýjunarleyfi í máli félagsins á hendur Reykjavíkurborg. Félagið höfðaði málið eftir að borgin neitaði að úthluta félaginu ókeypis lóð fyrir starfsemi þess.

Innlent

Upp með sér að vera and­lag „smjör­klípu“ Össurar

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki laust við að hún sé upp með sér að fá að vera andlag „smjörklípu“ Össurar Skarphéðinssonar. Hann velti því upp í dag að hún gæti hugsanlega orðið arftaki Bjarna Benediktssonar í stóli formanns Sjálfstæðisflokksins.

Innlent

Frum­varpið gangi gegn eigin mark­miðum

Skilyrði fyrir alþjóðlegri vernd verða þrengd og móttökumiðstöð fyrir flóttamenn stofnuð. Þetta er hluti af stefnu ríkisstjórnar í útlendindingamálum sem miðar að því að fækka umsækjendum. Þingmaður Pírata segir tillögurnar ganga gegn meintum markmiðum, meðal annars um aukna inngildingu og skilvirka málsmeðferð.

Innlent

Snæþór Helgi gengur laus þrátt fyrir dóm fyrir hrotta­legt of­beldi gegn fyrr­verandi

Snæþór Helgi Bjarnason, sem var á dögunum dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Hann hlaut fjögurra ára dóm fyrir árásina þar sem ekki var talið að hann hefði reynt að ráða konunni bana. Þar með er skilyrðum laga um meðferð sakamála um áframhaldandi gæsluvarðhald ekki uppfyllt.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Skilyrði fyrir alþjóðlegri vernd verða þrengd og móttökumiðstöð fyrir flóttamenn stofnuð. Þetta er hluti af nýrri stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum sem miðar að því að fækka umsækjendum.

Innlent

Rýnir í leið Bjarna til að halda Guð­laugi frá for­mennsku

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir forystukreppu blasa við Sjálfstæðisflokknum þegar Bjarni Benediktsson formaður flokksins kveður stjórnmálin eins og flokksmenn virðist telja að verði á næstunni. Þrír kandídatar séu fyrir löngu komnir í formannsstellingar og safni liði.

Innlent

Fækka heim­sóknum á spítalann með appi í símanum

Íbúum á Suðurlandi hefur síðustu misseri staðið til boða að nýta nýja lausn til fjarheilbrigðisþjónustu. Margrét Björk Ólafsdóttir hjúkrunarstjóri á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, HSU, segir að eftir að tæknin var innleidd hafi vitjunum fækkað og starfsfólk getað nýtt tíma sinn betur. 

Innlent