Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. febrúar 2025 21:38 Þorsteinn Þorsteinsson hagfræðingur. Vísir Þorsteinn Þorsteinsson, hagfræðingur, segir að lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkissins (LSR) hafi verið skert á fölskum forsendum. Skýringin hafi verið sú að þjóðin væri að eldast en tölur sýni að það hafi ekki gerst. Þorsteinn segir í aðsendri grein á Vísi að lengi hafi því verið haldið fram að íslenska þjóðin sé að eldast. Það hafi legið til grundvallar framtíðarspám hjá ríki og sveitarfélögum fyrir samfélagslega þætti eins og þörf á heilbrigðisþjónustu, öldrunarþjónustu, byggingu, hjúkrunarheimila og fleira. „Þetta var einnig forsendan fyrir því að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) að meðaltali um 10% árið 2023. Skýringin sem var þá gefin var að endurreikna þyrfti lífslíkur sjóðsfélaga vegna hækkandi lífaldurs þeirra,“ segir hann. Skerðingin hafi verið keyrð í gegn þrátt fyrir aðfinnslur Fjármálaeftirlitsins, og nokkur dómsmál séu í farvatninu þar sem lögmæti þessarar skerðingar verði dregnar í efa. Meðalævilengd þjóðarinnar staðið í stað Þorsteinn segir að íslenska þjóðin sé ein sú yngsta í heiminum, og það þyði að hlutfall þeirra sem séu 65 ára og eldri sé talsvert lægra á Íslandi en í öðrum löndum. Þá sé starfsævin hér á landi einnig sú lengsta í Evrópu, tæplega 46 ár. „Þessar tvær staðreyndir ættu að auðvelda lífeyrissjóðum það verkefni að geta skilað sjóðfélögum sínum góðum lífeyri en engu að síður hefur verið gripið til skerðinga.“ Tölur frá Hagstofunni sýni að meðalævilengd þjóðarinnar hafi staðið í stað síðan 2012. Meðalævilengd karla og kvenna á Íslandi 2012 - 2023.Hagstofan Þorsteinn segir að rök LSR fyrir skerðingunni 2023 hefðu verið þau að lífslíkur sjóðsfélaga væru hærri en gengur og gerist hjá þjóðinni. „Vitað er að meirihluti sjóðsfélaga í LSR eru konur sem lifa lengur en karlar og svo er hlutfall háskólamenntaðra í sjóðnum hærra en þverskurður af þjóðinni segir til um.“ En þrátt fyrir að tekið sé tillit til þessara þátta virðist munurinn á tölum Hagstofunnar og útreikninga Félags íslenskra tryggingarstærðfræðinga (FÍT) vera allt of mikill, sjóðfélögum í óhag. Þorsteinn segir að þessi mismunur veki spurningar um þá aðferðarfræði sem FÍT notar við útreikningana. Tími kominn til að endurskoða aðferðarfræðina Þorsteinn segir að FÍT telji að lífslíkur séu að hækka hér á landi, en tölur Hagstofunnar sýni að breyturnar standi í stað síðastliðinn áratug. „Þetta þýðir að sjóðsfélagar í íslenskum lífeyrissjóðum eru að fá lægri lífeyrisgreiðslur en þeir ættu að fá,“ segir Þorsteinn. Þá segir hann að tími sé kominn til að endurskoða þá aðferðarfræði sem notast er við í útreikningum á lífslíkum sjóðsfélaga hjá íslenskum lífeyrissjóðum, og fá hlutlausan fagaðila til að fara yfir hana. „Síðast en ekki síst er mikilvægt að gera ráð fyrir því að þjóðin sé hætt að eldast og skila lífeyrisskerðingum til baka til sjóðsfélaga.“ Greinin í heild sinni. Lífeyrissjóðir Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Þorsteinn segir í aðsendri grein á Vísi að lengi hafi því verið haldið fram að íslenska þjóðin sé að eldast. Það hafi legið til grundvallar framtíðarspám hjá ríki og sveitarfélögum fyrir samfélagslega þætti eins og þörf á heilbrigðisþjónustu, öldrunarþjónustu, byggingu, hjúkrunarheimila og fleira. „Þetta var einnig forsendan fyrir því að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) að meðaltali um 10% árið 2023. Skýringin sem var þá gefin var að endurreikna þyrfti lífslíkur sjóðsfélaga vegna hækkandi lífaldurs þeirra,“ segir hann. Skerðingin hafi verið keyrð í gegn þrátt fyrir aðfinnslur Fjármálaeftirlitsins, og nokkur dómsmál séu í farvatninu þar sem lögmæti þessarar skerðingar verði dregnar í efa. Meðalævilengd þjóðarinnar staðið í stað Þorsteinn segir að íslenska þjóðin sé ein sú yngsta í heiminum, og það þyði að hlutfall þeirra sem séu 65 ára og eldri sé talsvert lægra á Íslandi en í öðrum löndum. Þá sé starfsævin hér á landi einnig sú lengsta í Evrópu, tæplega 46 ár. „Þessar tvær staðreyndir ættu að auðvelda lífeyrissjóðum það verkefni að geta skilað sjóðfélögum sínum góðum lífeyri en engu að síður hefur verið gripið til skerðinga.“ Tölur frá Hagstofunni sýni að meðalævilengd þjóðarinnar hafi staðið í stað síðan 2012. Meðalævilengd karla og kvenna á Íslandi 2012 - 2023.Hagstofan Þorsteinn segir að rök LSR fyrir skerðingunni 2023 hefðu verið þau að lífslíkur sjóðsfélaga væru hærri en gengur og gerist hjá þjóðinni. „Vitað er að meirihluti sjóðsfélaga í LSR eru konur sem lifa lengur en karlar og svo er hlutfall háskólamenntaðra í sjóðnum hærra en þverskurður af þjóðinni segir til um.“ En þrátt fyrir að tekið sé tillit til þessara þátta virðist munurinn á tölum Hagstofunnar og útreikninga Félags íslenskra tryggingarstærðfræðinga (FÍT) vera allt of mikill, sjóðfélögum í óhag. Þorsteinn segir að þessi mismunur veki spurningar um þá aðferðarfræði sem FÍT notar við útreikningana. Tími kominn til að endurskoða aðferðarfræðina Þorsteinn segir að FÍT telji að lífslíkur séu að hækka hér á landi, en tölur Hagstofunnar sýni að breyturnar standi í stað síðastliðinn áratug. „Þetta þýðir að sjóðsfélagar í íslenskum lífeyrissjóðum eru að fá lægri lífeyrisgreiðslur en þeir ættu að fá,“ segir Þorsteinn. Þá segir hann að tími sé kominn til að endurskoða þá aðferðarfræði sem notast er við í útreikningum á lífslíkum sjóðsfélaga hjá íslenskum lífeyrissjóðum, og fá hlutlausan fagaðila til að fara yfir hana. „Síðast en ekki síst er mikilvægt að gera ráð fyrir því að þjóðin sé hætt að eldast og skila lífeyrisskerðingum til baka til sjóðsfélaga.“ Greinin í heild sinni.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira