Reykjavík ekki ljót borg Bjarki Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2025 21:02 Dóra Björt Guðjónsdóttir er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Arnar Formaður skipulagsráðs segir Reykjavík ekki vera ljóta borg. Hins vegar megi oft gera betur. Magn og hraði megi ekki ráða ferðinni heldur verði einnig að uppfylla gæðakröfur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðu arkitekt og umhverfissálfræðingur Reykjavík vera að breytast í ljóta borg. Þeir kölluðu eftir breyttu viðhorfi til skipulags og hönnunar byggðar. Fjárhagslegur og efnahagslegar forsendur útiloki alla fegurð. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir borgina ekki vera ljóta. „Mér finnst Reykjavík vera mjög flott borg og er að verða alvöru borg. Er að breytast úr bæ í alvöru borg. Þannig það eru mjög margir hlutir sem hafa gengið vel hjá okkur. En ég get alveg tekið undir það að það er gott að líta í það hvernig við gerum hlutina og við erum alltaf að reyna að vanda okkur,“ segir Dóra. Hún tengir við það að fegurðin fái ekki oft mikið pláss þegar verið er að reisa ný hús. „Hingað til hefur flest umræða um uppbyggingu fjallað um magn og hraða. Það hefur næstum því verið bannað að tala um gæði eða annað dúllerí. En núna finnst mér andinn vera að breytast og mér finnst það mjög mikilvægt,“ segir Dóra. „Það hefur verið ákveðin stefna ríkjandi meðal þeirra hægri flokka sem hafa komið að stjórnun borgarinnar að vera ekki um of að takmarka markaðinn og uppbyggingaraðila. Það hefur verið ákveðin ofurtrú á þeirra getu til að leysa málin og leysa þau eins og best verður á kosið. En mín skoðun hefur verið sú að við verðum að skapa skýrari ramma.“ Ábyrgðin liggi þó einnig hjá uppbyggingaraðilum. „Það er ekki sama hvernig við þéttum byggðina og hvernig við erum að byggja upp. Við verðum að gera það vel, við verðum að huga að samspili bygginga við umhverfi sitt. Við verðum að huga að birtu, það er lykilatriði. Þess vegna er nýr ljósvistarkafli í byggingarreglugerð sem verið er að undirbúa mjög mikilvægur. Það er eitthvað sem ég hef haft mikinn áhuga á, að komi til sögunnar. Það er eitthvað sem Samtök iðnaðarins hafa ekki haft mikinn áhuga á. Þannig ég fagna þessu ákalli íbúa,“ segir Dóra. Reykjavík Skipulag Byggingariðnaður Píratar Umhverfismál Borgarstjórn Arkitektúr Heilsa Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðu arkitekt og umhverfissálfræðingur Reykjavík vera að breytast í ljóta borg. Þeir kölluðu eftir breyttu viðhorfi til skipulags og hönnunar byggðar. Fjárhagslegur og efnahagslegar forsendur útiloki alla fegurð. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir borgina ekki vera ljóta. „Mér finnst Reykjavík vera mjög flott borg og er að verða alvöru borg. Er að breytast úr bæ í alvöru borg. Þannig það eru mjög margir hlutir sem hafa gengið vel hjá okkur. En ég get alveg tekið undir það að það er gott að líta í það hvernig við gerum hlutina og við erum alltaf að reyna að vanda okkur,“ segir Dóra. Hún tengir við það að fegurðin fái ekki oft mikið pláss þegar verið er að reisa ný hús. „Hingað til hefur flest umræða um uppbyggingu fjallað um magn og hraða. Það hefur næstum því verið bannað að tala um gæði eða annað dúllerí. En núna finnst mér andinn vera að breytast og mér finnst það mjög mikilvægt,“ segir Dóra. „Það hefur verið ákveðin stefna ríkjandi meðal þeirra hægri flokka sem hafa komið að stjórnun borgarinnar að vera ekki um of að takmarka markaðinn og uppbyggingaraðila. Það hefur verið ákveðin ofurtrú á þeirra getu til að leysa málin og leysa þau eins og best verður á kosið. En mín skoðun hefur verið sú að við verðum að skapa skýrari ramma.“ Ábyrgðin liggi þó einnig hjá uppbyggingaraðilum. „Það er ekki sama hvernig við þéttum byggðina og hvernig við erum að byggja upp. Við verðum að gera það vel, við verðum að huga að samspili bygginga við umhverfi sitt. Við verðum að huga að birtu, það er lykilatriði. Þess vegna er nýr ljósvistarkafli í byggingarreglugerð sem verið er að undirbúa mjög mikilvægur. Það er eitthvað sem ég hef haft mikinn áhuga á, að komi til sögunnar. Það er eitthvað sem Samtök iðnaðarins hafa ekki haft mikinn áhuga á. Þannig ég fagna þessu ákalli íbúa,“ segir Dóra.
Reykjavík Skipulag Byggingariðnaður Píratar Umhverfismál Borgarstjórn Arkitektúr Heilsa Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira