Innlent

Orkustofnun hafi átt að fara í mun nánari athugun

Úskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í dag úr gildi virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Í ítarlegum úrskurði nefndarinnar kemur meðal annars fram að Orkustofnun hafi, í ljósi umfangs framkvæmdanna, átt að fara í mun nánari athugun á leyfinu með hliðsjón af vatnaáætlun.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum segjum við frá ótrúlegum vendingum í virkjanamálum. Hvammsvirkjun sem virtist á beinu brautinni í gær er aftur komin í algert uppnám eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjaleyfið úr gildi í dag.

Innlent

Leita enn að Sig­rúnu Arn­gríms­dóttur

Lög­reglan á Suður­nesjum leitar enn að Sig­rúnu Arn­gríms­dóttur sem fyrst var lýst eftir fyrir tveimur dögum síðan, þann 13. júní. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglu. Verið er að endur­skipu­leggja leitar­svæðið og leit mun halda á­fram.

Innlent

„Mikil­vægt að þetta skili ein­hverjum breytingum til fram­tíðar“

Dagbjartur Sigurður Ólafsson er kominn með pláss í framhaldsskóla í haust eftir að hafa verið í lausu lofti frá því í vor. Móðir hans fagnar fréttunum en segir breytinga þörf á verkferlum. Menntamálastofnun segir alla nemendur komast að en þeir fari á á biðlista þar til mál þeirra eru leyst. Skólameistari FÁ segir plásslesysi helst tefja innritun barna á sérnámsbraut.

Innlent

Segir um­mæli borgar­stjóra villandi og á­mælis­verð

Framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálp segir ummæli borgarstjóra um að Reykjavíkurborg vilji frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur vera ámælisverð. Það sé löngu tímabært að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hvernig kosta eigi þjónustu við fatlað fólk.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við formann Þroskahjálpar sem gagnrýnir svör borgarstjóra þegar kemur að húsnæðismálum fatlaðra í borginni.

Innlent

Hafa lokið rann­sókn á Dubliner málinu

Rann­sókn lög­reglu á at­viki þar sem maður hleypti af skoti á Dubliner í Reykja­vík í mars er lokið. Maðurinn, sem er á þrí­tugs­aldri, situr á­fram í gæslu­varð­haldi en það var fram­lengt þann 6. júní síðast­liðinn.

Innlent

Páll timbursali: „Hefði sætt mig við fjögur til fimm ár“

Páll Jónsson, tæplega sjötugur timbursali sem hlaut nýverið tíu ára fangelsisdóm fyrir stærsta kókaínmál Íslandssögunnar, segist sjá ólýsanlega eftir þeirri ákvörðun sinni að flytja inn fíkniefni. Hann segir dvölina í fangelsinu á Hólmsheiði óbærilega og að hann sé við það að gefast upp. Þá gagnrýnir hann rannsókn lögreglunnar á málinu harðlega og telur spillingu ríkja innan fíkniefnadeildarinnar. Hann telur sig jafnframt vita hver kom lögreglu á sporið. 

Innlent

„Ég missi helming blóðs og drukkna næstum því“

„Ég er rétt yfir þrítugt, öryrki og einstæð móðir. Ég ætti að vera á fullu á vinnumarkaði en ég næ því ekki,“ segir Kristbjörg Kamilla Sigtryggsdóttir sem lenti í alvarlegu sæþotuslysi árið 2020. Tveir menn voru í upphafi mánaðar dæmdir til að bera óskipt ábyrgð á tjóni Kristbjargar. Hún segir erfitt að líta á dóminn sem sigur í ljósi þess sem á undan gekk.

Innlent

Björgunar­sveitar­menn lánuðu konum jakkana sína

Björgunarsveitarfólk frá Stefáni í Mývatnssveit kom hópi ferðamanna til aðstoðar á Hlíðarfjalli í gærkvöldi. Fólkið hafði villst út af hefðbundinni gönguleið og komið sér í sjálfheldu undir klettabelti. Nokkurn tíma tók að koma fólkinu niður fjallið og björgunarsveitarmenn voru svo almennilegir að lána tveimur konum úr hópnum jakkana sína, enda var þeim farið að kólna talsvert.

Innlent

„Hús­næðis­málin eru lang­mikil­vægust“

Forseti ASÍ segir að stóra málið í komandi kjarasamningslotu verði að heimilin í landinu haldi kaupmætti sínum. Verkalýðshreyfingin gangi að samningaborðinu með samningsvilja í brjósti en kunni ráð til þess að ná sínu fram, vilji aðrir aðilar vinnumarkaðar ekki semja.

Innlent

Stjórnunar­vandi valdi slæmri fram­komu vagn­stjóra

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir fjölgun kvartana í garð strætóbílstjóra stafa af stjórnunarvanda Strætó. Á árinu 2022 voru kvartanir vegna framkomu vagnstjóra strætó 560 talsins sem er talsverð hækkun frá árinu áður, þá 342.

Innlent

Þrjá­tíu ára deilum um Hvamms­virkjun lokið

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 

Innlent