Innlent

Flokkur fólksins myndar ekki meiri­hluta með Sjálf­stæðis­flokki

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Vísir/Einar

Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir að flokkur hennar muni ekki taka þátt í að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda í borginni.

Þetta sagði Inga Sæland í viðtali við Ríkisútvarpið á sjöunda tímanum.

Ljóst er að ekkert verður af meirihlutaviðræðum Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins og Viðreisnar sem hafa staðið yfir frá gærkvöldinu.

Fréttin verður uppfærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×