Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. febrúar 2025 18:32 Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Vísir/Einar Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir að flokkur hennar muni ekki taka þátt í að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda í borginni. Þetta sagði Inga í viðtali við Ríkisútvarpið á sjöunda tímanum. Oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn sagði í viðtali fyrr í dag að skiptar skoðanir væru meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Viðræður hófust milli oddvita Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og Viðreisnar í gærkvöldi. Sjá: Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Kolbrún Baldursdóttir nýkjörinn þingmaður Flokks fólksins sem áður var oddviti Flokksins í borgarstjórn , sagði að henni væri illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. Helga Þórðardóttir er systir Sigurjóns Þórðarsonar þingmanns Flokks fólksins, sem hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína undanfarið að skera ætti niður fjölmiðlastyrk til Morgunblaðsins meðal annars vegna tengsla við auðmenn, sjávarútveginn og um leið Sjálfstæðisflokkinn. Vilja meirihluta með félagshyggju að leiðarljósi Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna gáfu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þær sögðu að ekki væri ákall í samfélaginu eftir auknu vægi hægri aflanna við stjórn Reykjavíkur. Þvert á móti væri mikilvægt að róttæk félagshyggjusjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi. Sjá: Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Eins og sakir standa væri hægt að mynda meirihluta með Samfylkingu, Pírötum, Sósíalistaflokki, og tveimur af þremur fulltrúum Viðreisnar, VG og Flokks fólksins. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn yrðu þá í minnihluta ásamt, einum af Viðreisn, VG, eða Flokki fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Fréttin hefur verið uppfærð Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Sjá meira
Þetta sagði Inga í viðtali við Ríkisútvarpið á sjöunda tímanum. Oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn sagði í viðtali fyrr í dag að skiptar skoðanir væru meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Viðræður hófust milli oddvita Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og Viðreisnar í gærkvöldi. Sjá: Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Kolbrún Baldursdóttir nýkjörinn þingmaður Flokks fólksins sem áður var oddviti Flokksins í borgarstjórn , sagði að henni væri illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. Helga Þórðardóttir er systir Sigurjóns Þórðarsonar þingmanns Flokks fólksins, sem hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína undanfarið að skera ætti niður fjölmiðlastyrk til Morgunblaðsins meðal annars vegna tengsla við auðmenn, sjávarútveginn og um leið Sjálfstæðisflokkinn. Vilja meirihluta með félagshyggju að leiðarljósi Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna gáfu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þær sögðu að ekki væri ákall í samfélaginu eftir auknu vægi hægri aflanna við stjórn Reykjavíkur. Þvert á móti væri mikilvægt að róttæk félagshyggjusjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi. Sjá: Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Eins og sakir standa væri hægt að mynda meirihluta með Samfylkingu, Pírötum, Sósíalistaflokki, og tveimur af þremur fulltrúum Viðreisnar, VG og Flokks fólksins. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn yrðu þá í minnihluta ásamt, einum af Viðreisn, VG, eða Flokki fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Fréttin hefur verið uppfærð
Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Sjá meira