Innlent

Læknirinn mátti læsa dætur sínar inni eftir allt saman

Karlmaður, sem starfað hefur sem læknir á Vestfjörðum og Húsavík, var sýknaður af ákæru um brot í nánu sambandi og barnaverndarlagabrot á föstudag. Landsréttur leit svo á að hann hefði ekki brotið á dætrum sínum með því að slá á fingur þeirra og læsa þær inni í uppeldisskyni.

Innlent

Var í símanum á 142 kíló­metra hraða áður en hann lést

Meginorsök banaslyss á Þrengslavegi í júlí í fyrra var skert athygli við akstur. Við rannsókn slyssins kom í ljós að ökumaður, átján ára karlmaður, notaði farsíma talsvert skömmu fyrir slys til þess að taka upp myndband, taka ljósmyndir og senda skilaboð á meðan hann ók bifreiðinni.

Innlent

Vaknaði og barnið var horfið

Kona sem þurfti vegna alvarlegs heimilisofbeldis að gangast undir aðgerð á Landakotsspítala segir að stjórnendur þar hafi ákveðið án samráðs að taka af henni kornabarn og vista á vöggustofu. Áður hafði henni verið sagt að barnið, sem var á brjósti, fengi að vera hjá henni meðan hún væri að jafna sig.

Innlent

Sam­fé­lagið í á­falli vegna málsins

Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir samfélagið í áfalli vegna meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í heimahúsi í Reykholti. Gerendur eru sagðir tengjast fjölskylduböndum.

Innlent

Vilja bæta ís­lensku­kennslu fyrir inn­flytj­endur

Alþingi samþykkti á miðvikudaginn aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu til ársins 2026. Um er að ræða 22 aðgerðir þar sem markmiðið er að forgangsraða verkefnum þegar kemur að verndun og þróun tungumálsins. Meðal lykilatriða eru m.a. starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur og aukin talsetning og textun á íslensku.

Innlent

Ragnar Freyr segist hreinsaður af sök

Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir, segir þar til gerða eftirlitsnefnd um rafræna sjúkraskrá hafa hreinsað hann og aðra lækna af sökum að hafa flett upp upplýsingum í sjúkraskrá í andstöðu við lög. Málinu sé lokið og muni ekki hafa afleiðingar fyrir hann.

Innlent

Meint fjár­kúgun, frelsissvipting og líkams­á­rás

Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar alvarlegt ofbeldisbrot í uppsveitum Árnessýslu. Til rannsóknar er meint frelsissvipting, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Innlent

„Mig langaði bara að drepa þennan mann“

Hörður Þór Rúnarsson var sjö ára gamall þegar hann varð fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu eldri manns. Maðurinn varð uppvís að því að hafa einnig brotið á tveimur öðrum drengjum. Þar sem maðurinn var frá upphafi talinn andlega vanheill og þar með ósakhæfur fór málið aldrei fyrir dóm.

Innlent

Vendingar í Euro­vision höllinni og for­seta­kosningar

Miklar vendingar hafa verið í Arena höllinni í Malmö í dag þar sem úrslitakvöld Eurovision fer fram í kvöld. Allt virtist ætla að sjóða upp úr eftir að Hollendingum var vikið úr keppni og fjórar þjóðir neituðu að taka þátt í fánaathöfn. Þá er norski stigakynnirinn hættur við að koma fram.

Innlent

Sauð upp úr milli bónda og dýra­verndunar­sinna

Lögreglan var kölluð til þegar upp úr sauð milli dýraverndunarsinna og ábúenda á sveitabæ í Borgarfirði í gær. Dýraverndarsinnar fóru með hey til til kindanna og ábúandi kom og ógnaði þeim með spjóti. Mikið hefur verið fjallað um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum síðustu daga. 

Innlent

Vilja breyta fyrir­komu­lagi við út­hlutun plássa

Starfsmenn Reykjavíkurborgar skoða nú hvort unnt sé að breyta fyrirkomulagi varðandi frístund barna á sumrin. Foreldrar í Reykjavík hafa kallað eftir auknu fjármagni og breyttu fyrirkomulagi við úthlutun plássa. Nú ríki fyrirkomulagið „fyrstur kemur fyrstur fær“ sem þýði að þau sem þurfi mest á plássinu að halda fái ef til vill ekkert pláss, séu þau of sein að sækja um.

Innlent

„Maður getur varla í­myndað sér hvað þarf að koma til“

Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands.

Innlent