Golf

Þúsundkallar í vasa Stefáns og Þórðar

Atvinnukylfingarnir Stefán Már Stefánsson og Þórður Rafn Gissurarson, báðir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, hafa lokið keppni á Bayreuth Open mótinu í Þýskalandi. Mótið er hluti af EPD mótaröðinni.

Golf

Choi fagnaði sigri á Opna bandaríska

Choi Na-yeon vann í kvöld sigur á opna bandaríska meistaramótinu í golfi kvenna sem fór fram í Wisconsin-fylki um helgina. Þetta er hennar fyrsti sigur á stórmóti.

Golf

Woods féll úr leik

Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á móti á PGA-mótaröðinni sem nú stendur yfir í Vestur-Virgínufylki í Bandaríkjunum.

Golf

Gott skor á meistaramótunum | Rúnar lék 24 holur 10 höggum undir pari

Meistaramót stærstu golfklúbba landsins standa nú sem hæst og er keppni hálfnuð hjá flestum þeirra. Úrslitin ráðast á laugardaginn þegar lokahringurinn fer fram. Skor kylfinga er mjög gott, og efstu kylfingar eru allir töluvert undir pari, enda hefur veðrið leikið við keppendur það sem af er.

Golf

Woods tók fram úr Nicklaus

Tiger Woods sigraði á AT&T mótinu á Congressional-vellinum sem lauk í Los Angeles í gær. Woods komst með sigrinum upp fyrir Jack Nicklaus með næstflesta sigra á PGA-mótaröðinni frá upphafi.

Golf

Tvöfaldur skolli: Afrekskylfingar slógu blint högg í Mosfellsbæ

Logi Bergmann Eiðsson og Þorsteinn Hallgrímsson eru með ýmsar skemmtilega "leiki“ og þrautir í golfþættinum Tvöföldum skolla sem sýndur er á Stöð 2 sport. Þeir fengu þrjá afrekskylfinga til þess að spreyta sig á "blindu“ höggi á fyrstu braut á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ.

Golf

Tvöfaldur skolli: Arnar leikari ræðir um Haukadalsvöll við Geysi

Logi Bergmann Eiðsson og Þorsteinn Hallgrímsson ætla að fara víða í sumar í golfþættinum Tvöföldum skolla sem sýndur er á Stöð 2 sport. Þeir félagar fóru í heimsókn á Haukadalsvöllinn við Geysi og þar ræddu þeir við Arnar Jónsson leikara – sem spilar nánast allt sitt golf á þessum magnaða golfvelli.

Golf

Haraldur og Signý Íslandsmeistarar

Veðrið lék við kylfinga í Leirdalnum í Kópavogi um helgina þegar Íslandsmótið í holukeppni fór fram. Margar skemmtilegar rimmur fóru fram en Haraldur Franklín Magnús og Signý Arnórsdóttir stóðu uppi sem sigurvegarar.

Golf

Arnar Már fékk gullmerki GSÍ

Arnar Már Ólafsson hlaut í gær gullmerki GSÍ en Jón Ásgeir Eyjólfsson forseti GSÍ sæmdi Arnar Má þann heiður á útskriftarhófi golfkennaraskóla PGA og GSÍ.

Golf

Signý: Atvinnumennskan ekki heillandi

Signý Arnórsdóttir úr Keili fagnaði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli í holukeppni á ferlinum í dag með 2/1 sigri gegn Önnu Sólveigu Snorradóttur sem er einnig er úr Keili.

Golf

Birgir Leifur og Ingunn fengu brons

Birgir Leifur Hafþórsson tók bronsverðlaunin á Íslandsmótinu í holukeppni. Birgir Leifur hafði betur gegn Rúnari Arnórssyni í bronsleiknum, 2/1.

Golf

Keiliskonurnar Anna og Signý mætast í úrslitum

Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili og Signý Arnórsdóttir úr Keili mætast í úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer á Leirdalsvelli, heimavelli GKG. Anna hefur komið gríðarlega á óvart á þessu móti en þetta er í fyrsta sinn sem hún tekur þátt, Signý sigraði á þessu móti árið 2009 og hún lék til úrslita í fyrra en tapaði þeim leik gegn Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr

Golf

Haraldur Franklín: Hlynur er búinn með bensínið

Haraldur Franklín Magnús úr GR er að leika í fyrsta sinn í úrslitum á Íslandsmótin í holukeppni en hann sigraði Rúnar Arnórsson úr Keili 1/0 í undanúrslitum í morgun á Leirdalsvelli. Haraldur lék gríðarlega vel í morgun og fékk 5 fugla. Hlynur Geir Hjartarson úr Golfklúbbi Selfoss verður mótherji Haraldar í úrslitaleiknum.

Golf

Hlynur Geir: Besta golfhögg sumarsins

"Birgir Leifur hefur alltaf rúllað mér upp í holukeppni fram til þessa og einnig í sveitakeppninni þegar við höfum mæst. Þetta er stór áfangi fyrir mig að vinna langbesta kylfing Íslands,“ sagði Hlynur Geir Hjartarson kylfingur úr Golfklúbbi Selfoss eftir að hann lagði Birgi Leif Hafþórsson úr GKG í undanúrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer á Leirdalsvelli, heimavelli GKG.

Golf

Birgir Leifur: Ég hafði heppnina með mér

"Þetta er heilmikil törn og mikið álag sem fylgir þessu móti. Ég er ánægður með margt hjá mér, tveir leikir af fjórum hafa fram til þessa verið mjög góðir,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG í dag eftir að hann komst í undanúrslit Íslandsmótsins í holukeppni.

Golf

Átta manna úrslitin hafin hjá körlunum

Riðlakeppni Íslandsmótsins í holukeppni er lokið og nú er ljóst hvernig átta manna úrslitin líta út. Það er ljóst að Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Arnór Ingi Finnbjörnsson, ver ekki titilinn því hann er fallinn úr leik.

Golf

Íslandsmótið í holukeppni: Tveir bráðabanar í fyrstu umferð

Fyrstu umferð riðlakeppninnar í Íslandsmótinu í holukeppni er lokið. Leikið er á Leirdalsvelli í Kópavogi. Einir tveir leikir fóru í bráðabana. Selfyssingurinn síkáti Hlynur Geir Hjartarson lagði GR-inginn Árna Pál Hansson í bráðabana og slíkt hið sama gerði Keilismaðurinn Ísak Jasonarson gegn heimamanninum Kjartani Dór Kjartanssyni.

Golf

Úlfar velur í landsliðsverkefni unglinga

Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, hefur valið unga og efnilega kylfinga sem munu keppa fyrir Íslands hönd í nokkrum landsliðsverkefnum sem framundan eru í sumar. Um er að ræða EM stúlkna í Þýskalandi, European Young Masters mótið í Ungverjalandi og Junior Open mótið í Englandi.

Golf