Handbolti

Meiðslin sett strik í undir­búning

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, kveðst bjartsýnn fyrir komandi verkefni. Ísland leikur tvo æfingaleiki við Svía í vikunni áður en keppni hefst á HM í næstu viku.

Handbolti

Frá­bærar fréttir fyrir Frakka

Frakkar hafa endurheimt hægri skyttuna Dika Mem fyrir komandi átök á HM karla í handbolta sem hefst í næstu viku. Þónokkuð meiðslavesen hefur verið á franska hópnum.

Handbolti

Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli

Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, mun ekki spila með liðinu í riðlakeppninni á komandi heimsmeistaramóti vegna kálfameiðsla. Búist er við því að hann mæti til leiks í milliriðli.

Handbolti

Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir

Þórir Hergeirsson var heiðraður samtímis á tveimur verðlaunahófum í gærkvöld, á Íslandi og í Noregi. Ein af stjörnunum sem hann þjálfaði svo lengi í norska handboltalandsliðinu, Stine Oftedal Dahmke, þakkaði Þóri fyrir allt í verðlaunaræðu.

Handbolti

Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu

Elvar Örn Jónsson, einn af burðarásum íslenska handboltalandsliðsins, vonast til þess að geta brátt tekið fullan þátt í lokaundirbúningnum fyrir HM. Hann er á toppi þýsku 1. deildarinnar með liði sínu Melsungen.

Handbolti

Díana Dögg öflug í sigri

Díana Dögg Magnúsdóttir átti góðan leik þegar Blomberg-Lippe vann átta marka sigur á Göppingen í efstu deild kvenna í þýska handboltanum, lokatölur 34-22. Þá skoraði Sandra Erlingsdóttir eitt mark í tíu marka útisigri Metzingen á Bensheim-Auerbach.

Handbolti

Upp­gjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafn­firðingar byrja árið af krafti

Haukakonur lönduðu sínum sjöunda sigri í Olís-deild kvenna þegar liðið sigraði Stjörnuna, 32-29, í Garðabæ í dag.Stjörnukonur voru staðráðnar að koma sterkari til leiks eftir að hafa fengið stóran skell þegar liðin mættust í september. Það var mikil barátta í heimakonum í upphafi leiks og héldu þær Haukum í skefjum.

Handbolti

Nýtt ár en á­fram vinna Valskonur

Valskonur unnu alla sína leiki árið 2024 og byrja nýja árið með sama hætti en þær unnu 34-20 stórsigur á Selfossi í dag, í Olís-deildinni í handbolta. Fram er næst á eftir Val, eftir 31-22 sigur gegn Gróttu á sama tíma.

Handbolti

„Við eigum okkur allir drauma“

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, fór yfir stöðuna nú þegar lokaundirbúningur er hafinn af fullum krafti fyrir HM. Fyrsti leikur Íslands er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar í Zagreb.

Handbolti

Á­rásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var ná­lægt manni“

Hryðju­verkin á jóla­markað í Mag­deburg, þar sem að fimm manns létu lífið og um tvö hundruð særðust, snertu ís­lenska lands­liðs­manninn Gísla Þor­geir Kristjáns­son sem leikur með hand­bolta­liði bæjarins djúpt. Gísli Þor­geir er nú mættur til móts við ís­lenska lands­liðið sem undir­býr sig af krafti fyrir komandi heims­meistaramót.

Handbolti

„Svaka­lega leiðin­legt fyrir bæði hann og okkur“

„Við dílum við þetta,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars Inga Magnússonar í landsliðinu og hjá Magdeburg. Gísli er á leið á HM en nú án þess að hafa Ómar við hlið sér því sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli.

Handbolti

„Eigin­lega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“

„Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017.

Handbolti

Elvar og Aron taka ekki fullan þátt

Elvar Örn Jónsson og Aron Pálmarsson gátu ekki beitt sér að fullu á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag, annan daginn í röð. Báðir ættu hins vegar að vera klárir í slaginn þegar HM hefst en fyrsti leikur Íslands þar er eftir þrettán daga.

Handbolti

Tvö­falt sjokk fyrir Al­freð

Alfreð Gíslason þarf að spjara sig á HM án tveggja leikmanna sem voru í þýska landsliðshópnum hans og unnu silfur á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar.

Handbolti

Al­freð setur Þýska­land og Ís­land í sama flokk fyrir HM

Al­freð Gísla­son, þjálfari þýska karla­lands­liðsins í hand­bolta, segir þrjú lands­lið vera lík­legri en önnur til að standa uppi sem heims­meistari á komandi stór­móti í janúar. Al­freð setur Ís­land og Þýska­land í sama flokk. Lið sem geta strítt þeim lík­legustu.

Handbolti

Strákarnir komnir í úr­slit

Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum nítján ára og yngri er komið í úrslit á Sparkassen Cup í Þýskalandi eftir eins marks sigur á Serbíu í undanúrslitum, 28-27.

Handbolti

Haf­steinn fer á HM

Ljóst er að Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, leikmaður Gróttu, fer með landsliði Grænhöfðaeyja á heimsmeistaramótið í handbolta í næsta mánuði. Grænhöfðaeyjar eru með Íslandi í riðli.

Handbolti