Handbolti

Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjöru­tíu stoppum og fjögur vítaklúður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon byrjaði leikinn frábærlega en náði ekki að halda það eins vel út.
Ómar Ingi Magnússon byrjaði leikinn frábærlega en náði ekki að halda það eins vel út. Vísir/Vilhelm

Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með þremur mörkum í hörkuleik á móti Dönum, 28-31, í undanúrslitaleiknum á Evrópumótinu í handbolta 2026.

Íslenska liðið spilaði heilt yfir góðan leik í kvöld, sóknin gekk lengstum vel þrátt fyrir að Danir hafi spilað grimma vörn.  

Dönum tókst þó að stoppa íslensku strákana fjörutíu sinnum með löglegum stöðvunum og á móti tókst Dönum að vinna sig betur út úr slíkum stöðum hinum megin. Íslenska liðið náði sextán færri löglegum stöðvunum. 

Danir fengu fimm fleiri mörk úr hornunum, markverðir þeirra vörðu næstum því tvöfalt fleiri skot og fjögur vítaköst fóru forgörðum hjá íslenska liðinu.

Íslenska liðið tapaði líka sex fleiri boltum og það voru því mörg atriði sem hjálpuðu Dönum að ná yfirhöndinni og landa sigrinum.

Ómar Ingi Magnússon byrjaði leikinn frábærlega og var með fjögur mörk og tvær stoðsendingar á fyrstu mínútunum sem skilaði íslenska liðinu 8-6 forystu. Þá fór allt í baklás í sókninni og íslenska liðið skoraði ekki í átta og hálfa mínútu og á meðan náðu Danirnir frumkvæðinu.

Viggó Kristjánsson og Ómar Ingi klikkuðu báðir á vítum en Orri Freyr Þorkelsson kom síðan sterkur inn og nýtti þrjú í röð fram að hálfleik. Tvö fleiri víti fóru forgörðum í seinni og það munaði miklu um þau.

Danir spiluðu 5:1 á móti Gísla og það tók mikið frá honum. Gísli var með eitt mark og þrjár stoðsendingar í fyrri hálfleik en hafði ekki nærri sömu áhrif á sóknarleikinn og í leikjunum á undan.

Janus Daði Smárason tók á móti mikið af skarið og skoraði átta góð mörk úr aðeins níu skotum. Elliði Snær Viðarsson nýtti skotin sín vel og fiskaði þrjú víti.

Vísir fylgist vel með tölfræði íslenska liðsins á mótinu og hefur nú tekið saman þá leikmenn sem sköruðu fram úr í tölunum í þessum fyrsta leik Íslands á mótinu.

Hér fyrir neðan má sjá toppa íslenska liðsins í tölfræðinni.

  • - Íslensku landsliðsmennirnir á móti Dönum á EM 2026-
  • Hver skoraði mest:
  • 1. Janus Daði Smárason 8
  • 2. Orri Freyr Þorkelsson 7/6
  • 3. Ómar Ingi Magnússon 6
  • 4. Elliði Snær Viðarsson 3
  • 5. Gísli Þorgeir Kristjánsson 2
  • 6. Óðinn Þór Ríkharðsson 1
  • 6. Viggó Kristjánsson 1/1
  • -
  • Markahæstir í fyrri hálfleik:
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 4
  • 1. Orri Freyr Þorkelsson 4/3
  • 3. Janus Daði Smárason 2
  • -
  • Markahæstir í seinni hálfeik:
  • 1. Janus Daði Smárason 6
  • 2. Orri Freyr Þorkelsson 3/3
  • 3. Ómar Ingi Magnússon 2
  • 3. Elliði Snær Viðarsson 2
  • -
  • Hver varði flest skot:
  • 1. Viktor Gísli Hallgrímsson 10/1 (26%)
  • 2. Björgvin Páll Gústavsson 0 (0%)
  • -
  • Hver spilaði mest í leiknum:
  • 1. Viktor Gísli Hallgrímsson 56:41
  • 2. Orri Freyr Þorkelsson 53:38
  • 3. Ómar Ingi Magnússon 53:16
  • 4. Elliði Snær Viðarsson 51:35
  • 5. Janus Daði Smárason 48:36
  • 6. Gísli Þorgeir Kristjánsson 41:37
  • -
  • Hver skaut oftast á markið:
  • 1. Janus Daði Smárason 9
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 9/1
  • 3. Orri Freyr Þorkelsson 8/8
  • 4. Elliði Snær Viðarsson 3
  • 5. Óðinn Þór Ríkharðsson 2
  • 5. Viggó Kristjánsson 2/2
  • 5. Gísli Þorgeir Kristjánsson 2
  • -
  • Hver gaf flestar stoðsendingar:
  • 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson 5
  • 2. Ómar Ingi Magnússon 4
  • 3. Janus Daði Smárason 1
  • -
  • Hver átti þátt í flestum mörkum:
  • (Mörk + stoðsendingar)
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 10
  • 2. Janus Daði Smárason 9
  • 3. Gísli Þorgeir Kristjánsson 7
  • 3. Orri Freyr Þorkelsson 7
  • 5. Elliði Snær Viðarsson 3
  • 6. Óðinn Þór Ríkharðsson 1
  • 6. Viggó Kristjánsson 1
  • -
  • Hver stoppaði oftast í vörninni (HB Statz):
  • 1. Ýmir Örn Gíslason 8
  • 2. Elliði Snær Viðarsson 7
  • 3. Janus Daði Smárason 4
  • 4. Viggó Kristjánsson 3
  • 5. Einar Þorsteinn Ólafsson 1
  • 5. Haukur Þrastarson 1
  • -
  • Mörk skoruð í tómt mark
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 1
  • -
  • Hver tapaði boltanum oftast:
  • 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson 3
  • 2. Elliði Snær Viðarsson 2
  • 2. Janus Daði Smárason 2
  • -
  • Flest varin skot í vörn:
  • Ekkert
  • -
  • Hver fiskaði flest víti:
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 4
  • 2. Elliði Snær Viðarsson 3
  • 3. Gísli Þorgeir Kristjánsson 2
  • 4. Janus Daði Smárason 1
  • 4. Haukur Þrastarson 1
  • -
  • Hver fiskaði flesta brottrekstra:
  • 1. Elliði Snær Viðarsson 2
  • 2. Ómar Ingi Magnússon 1
  • 3. Janus Daði Smárason 1
  • -
  • Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í sókn (HB Statz):
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 9,09
  • 2. Janus Daði Smárason 8,96
  • 3. Gísli Þorgeir Kristjánsson 8,63
  • 4. Orri Freyr Þorkelsson 7,77
  • 5. Elliði Snær Viðarsson 7,09
  • -
  • Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í vörn (HB Statz):
  • 1. Ýmir Örn Gíslason 7,80
  • 2. Elliði Snær Viðarsson 7,41
  • 3. Janus Daði Smárason 6,65
  • 4. Viggó Kristjánsson 6,24
  • 5. Ómar Ingi Magnússon 5,83
  • -
  • - Hvaðan komu flest mörk íslenska liðsins í leiknum -
  • 5 með langskotum
  • 10 með gegnumbrotum
  • 3 af línu
  • 1 úr hægra horni
  • 2 úr hraðaupphlaupum (1 með seinni bylgju)
  • 7 úr vítum
  • 1 úr vinstra horni
  • -
  • Skotnýting íslenska liðsins í leiknum
  • 63% úr langskotum
  • 83% úr gegnumbrotum
  • 100% af línu
  • 67% úr hornum
  • 64% úr vítum
  • -
  • - Plús & mínus kladdinn í leiknum -
  • Mörk með langskotum: Ísland +1
  • Mörk af línu: Jafnt
  • Mörk úr hornum: Danir +5
  • Mörk úr hraðaupphlaupum: Danmörk +3
  • Tapaðir boltar: Ísland +6
  • Fiskuð víti: Ísland +3
  • -
  • Varin skot markvarða: Danmörk +8
  • Varin víti markvarða: Danmörk +3
  • Misheppnuð skot: Jafnt
  • Löglegar stöðvanir: Danmörk +16
  • Refsimínútur: Danmörk +2 mín.


  • Mörk manni fleiri: Jafnt
  • Mörk manni færri: Danmörk +1
  • Mörk í tómt mark: Ísland +1
  • -
  • - Góðu og slæmu kaflarnir í leiknum -
  • Fyrri hálfleikurinn:
  • 1. til 10. mínúta: Ísland +2 (7-5)
  • 11. til 20. mínúta: Danmörk +3 (1-4)
  • 21. til 30. mínúta: Jafnt (5-5)
  • Seinni hálfleikurinn:
  • 31. til 40. mínúta: Ísland +1 (6-5)
  • 41. til 50. mínúta: Danmörk +2 (6-4)
  • 51. til 60. mínúta: Danmörk +1 (6-5)
  • -
  • Byrjun hálfleikja: Ísland +3
  • Lok hálfleikja: Danmörk +1
  • Fyrri hálfleikur: Danmörk +1 (14-13)
  • Seinni hálfleikur: Danmörk +2 (17-15)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×