Heimsmarkmiðin
Óttast aukinn barnadauða vegna áhrifa farsóttarinnar á heilbrigðisþjónustu
51 þúsund börn undir fimm ára aldri gætu látið lífið fyrir árslok ef lífsnauðsynleg heilbrigðis- og næringarþjónusta dregst frekar á langinn að mati WHO og UNICEF.
Tæplega 800 milljónir til UNICEF á síðasta ári
Framlög utanríkisráðuneytisins til verkefna Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) námu 787 milljónum króna á síðasta ári. UNICEF er skilgreind sem ein af fjórum lykilstofnunum í marghliða þróunarsamvinnu Íslands
Ísland einn stærsti styrktaraðili UNICEF á heimsvísu miðað við höfðatölu
Íslendingar eru líkt og áður meðal stærstu styrktaraðila Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á heimsvísu miðað við höfðatölu þegar litið er til heildarframlaga frá ríki, almenningi og fyrirtækjum.
Kamerún vanræktasta neyðarsvæðið í veröldinni
Níu af tíu vanræktustu neyðarsvæðum veraldar eru í Afríku. Átakasvæðin sem fá minnstan stuðning eru í Kamerún, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Burkina Faso.
Kvennahreyfingar krefjast vopnahlés
Yfir sextíu kvenréttindafélög og -samtök í ýmsum Arabaríkjum taka undir ákall aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé og samstöðu á svæðinu á tímum COVID-19.
Nýsköpun fyrir sjálfbært haf yfirskrift dagsins
Alþjóðlegur dagur hafsins er í dag. Yfirskrift dagsins af hálfu Sameinuðu þjóðanna er „Nýsköpun fyrir sjálfbært haf“og felur í sér áskorun um stuðning við frumkvöðla.
Hálfur milljarður króna frá Íslandi í þróun bóluefnis
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti um 500 milljóna króna framlag Íslands á ráðstefnu bólusetningarbandalagsins Gavi í gær.
Heilbrigðismál, græn uppbygging og jafnrétti áherslumál Norðurlandaþjóða í þróunarríkjum
Norrænir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherrar ræddu á fjarfundi í dag um sameiginlega sýn þjóðanna til enduruppbyggingar í þróunarríkjunum þegar COVID-19 heimsfaraldrinum linnir.
Þrjátíu milljóna króna viðbótarframlag til Jemen
Utanríkisráðuneytið tilkynnti um 30 milljóna króna viðbótarframlag til verkefnis sem snýr að bættri kyn- og frjósemisheilsu kvenna í Jemen.
Skrifað undir tvo nýja samninga um neyðar- og mannúðaraðstoð
Af hálfu utanríkisráðuneytisins hefur verið skrifað undir tvo nýja fjögurra ára samninga um stuðning Íslands við mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögð.
Áhersla verði lögð á jafnréttismál og aðkomu einkageirans í viðbrögðum Alþjóðabankans við COVID-19
Viðbrögð og aðgerðir Alþjóðabankans við COVID-19 faraldrinum voru til umfjöllunar á fundi ráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja með David Malpass forseta Alþjóðabankans í dag.
Konur í friðargæslu eru lykill að friði
Sameinuðu þjóðirnar vekja athygli á því að aðstæður sem friðargæsluliðar samtakanna starfa við séu óvenju krefjandi, nú þegar COVID-19 heimsfaraldurinn bætist við í þeim stríðshrjáðu ríkjum sem þeir þjóna.
Börnum í sárri fátækt gæti fjölgað um 86 milljónir
Bein efnahagsleg áhrif COVID-19 faraldursins gætu leitt til fjölgunar barna í sárri fátækt um 86 milljónir fyrir árslok, samkvæmt greiningu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og Barnaheilla.
Tuttugu nemendur útskrifaðir úr Jafnréttisskólanum
Fulltrúar frá tíu löndum útskrifuðust með diplóma á meistarastigi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum frá Alþjóðlegum jafnréttisskóla GRÓ (GRÓ-GEST) við Hugvísindasvið Háskóla Íslands á föstudaginn.
Milljónir barna í hættu vegna skorts á bólusetningum
Hefðbundnar bólusetningar barna hafa raskast víðs vegar um heiminn í yfirstandandi heimsfaraldri. Kallað er eftir átaki til að koma nauðsynlegum bólusetningum aftur í réttan farveg.
Sauma grímur til verndar fólki á vergangi
Tæplega tvö hundruð kórónaveirusmit hafa greinst í Jemen. Íslendingar leggja til fjármagn gegnum Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) til þess að halda úti þjónustu fyrir verðandi mæður og kornabörn.
Óttast að alvarlega vannærðum börnum fjölgi um tíu milljónir
Kórónaveiran gæti leitt til þess að alvarlega vannærðum börnum fjölgi um tíu milljónir eða um fimmtung frá því sem nú er.
Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir alþjóðlegri samstöðu við Afríkuríki
António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallar eftir stuðningi vegna heimsfaraldursins við ríki Afríku. Sár fátækt bíður milljóna íbúa.
Stuðningur Alþjóðabankans vegna COVID nær til hundrað þjóðríkja
Alþjóðabankinn hefur frá því í mars stutt við bakið á millitekju- og lágtekjuríkjum í viðleitni þeirra við að sporna við útbreiðslu veirunnar.
Heimsfaraldurinn eykur varnarleysi hinsegin fólks
Varnarleysi hinsegin fólks hefur aukist í heimsfaraldrinum. Ísland gerðist aðili að kjarnahópi ríkja Sameinuðu þjóðanna um málefni hinsegin fólks.
Nemendur Jafnréttisskólans taka á móti forsetahjónunum
Í stað árlegrar heimsóknar nemenda Jafnréttisskólans á Bessastaði tóku nemendur skólans á móti forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elízu Reid, í Háskóla Íslands á dögunum
Sameinuðu þjóðirnar hvetja til átaks í geðheilbrigðismálum
Sameinuðu þjóðirnar segja að áratuga vanræksla og vanfjármögnum í geðheilbrigðismálum hafi komið fram í dagsljósið á tímum COVID-19 heimsfaraldursins.
Styrkur til að kanna hagkvæmni veiða á sæbjúgum í Gíneu
Aurora Seafood, íslenskt frumkvöðlafyrirtæki í sjávarútveg, mun kanna sjálfbæra nýtingu á sæbjúgum eða öðrum vannýttum auðlindum úr sjó í Gíneu með veiðarfærum sem hafa verið þróuð á Íslandi.
Óttast mikla aukningu í barna- og mæðradauða í þróunarríkjum
Óttast er að börnum yngri en fimm ára sem deyja dag hvern fjölgi um sex þúsund næsta hálfa árið vegna áhrifa kórónaveirunnar.
Níundi hver jarðarbúi býr við sult
Einn af hverjum níu íbúum jarðarinnar býr við sult, eða 820 milljónir manna, og þriðji hver jarðarbúi er of þungur eða of feitur samkvæmt árlegri skýrslu um næringarmál.
Sjöfn Vilhelmsdóttir nýr forstöðumaður Landgræðsluskólans
Dr. Sjöfn Vilhelmsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns Landgræðsluskólans. Hlutverk skólans er að þjálfa sérfræðinga frá þróunarríkjum sem glíma við land- og jarðvegseyðingu og neikvæð áhrif loftslagsbreytinga.
Tíu nýir fulltrúar verða valdir í ungmennaráð heimsmarkmiðanna
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á vef heimsmarkmiðanna. Óskað er eftir umsóknum frá ungmennum á aldrinum 13 til 18 ára hvaðanæva af landinu.
COVID-19: Álag á heilbrigðiskerfi ógn við barnshafandi konur og kornabörn
Áætlað er að 116 milljónir barna komi í heiminn í skugga COVID-19 heimsfaraldursins. Ástæða er til þess að óttast gríðarlegt álag á sjúkrahús og heilsugæslur víðs vegar um heiminn
Styrkir til mannúðaraðstoðar á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar
Utanríkisráðuneytið hefur veitt Hjálparstarfi kirkjunnar styrki til mannúðaraðstoðar, annars vegar vegna átakanna í Sýrlandi og hins vegar í Írak, samtals 30 milljónir króna.
Utanríkisráðuneytið leggur fram 276 milljónir króna til þróunarríkja vegna heimsfaraldursins
Utanríkisráðuneytið mun deila 276 milljónum milli stofnana Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans, Alþjóðaráðs Rauða krossins, Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og samstarfsþjóða Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu.