Innherji
Virði Arion væri um 70 milljörðum lægra ef „reksturinn væri í gamla horfinu“
Með hagræðingu, sterkari grunnrekstri og lækkun bankaskatts hefur stjórnendum Arion banka tekist frá árinu 2019 að bæta verulega hlutfall þjónustutekna og annarra tekna umfram fastan rekstrarkostnað.
Hvað er ólíkt með gluggum og raforku?
Það meikar ekki alltaf sens hvernig vara og þjónusta er verðlögð. Maður skyldi til dæmis ætla að dreifikostnaður rafmagns sé verðlagður eftir kostnaði við dreifingu rafmagns. En sú er ekki raunin.
Markaðir rétta úr kútnum, Brim hækkar um meira en 11 prósent
Eftir einn svartasta dag í Kauphöllinni frá fjármálahruninu 2008 varð mikill viðsnúningur á hlutabréfamörkuðum í dag og hækkaði Úrvalsvísitalan um rúmlega 3,6 prósent eftir að hafa fallið um nærri 6 prósent daginn áður. Öll félögin á aðalmarkaði hækkuðu í verði, mest Brim, en gengi bréfa sjávarútvegsfélagsins hækkaði um 11,5 prósent og hefur virði þess á markaði aldrei verið meira.
Forstjóri Brims: „Meiri eftirspurn eftir okkar fiski“ ef það verður lokað á Rússland
Sjávarútvegsfyrirtækið Brim seldi fiskafurðir til Úkraínu og Hvíta-Rússlands fyrir samanlagt um 20 milljónir evra, jafnvirði tæplega 3 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. „Við vitum að þeir [Úkraínumenn] munu halda áfram að borða fisk þrátt fyrir stríðsátökin. Þetta er ódýrasti og besti maturinn sem þeir fá.“
Íslensk fyrirtæki sett í vonlausa stöðu þegar landlæknir fylgir ekki lögum
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect sem kærði landlækni fyrir að brjóta gegn lögum um opinber innkaup og hafði betur segir yfirvöld þurfa að svara því hvernig framtíðarfyrirkomulag í heilsutækni eigi að líta út. Ráðamenn hafi tjáð sig með skýrum hætti en lítið hafi verið að gert. Landlæknir segir að farið verði ítarlega yfir úrskurðinn áður en embættið tjáir sig frekar um málið.
Verðbólgan hækkar í 6,2 prósent, talsvert umfram spár greinenda
Verðlag hélt áfram að hækka í þessum mánuði og tólf mánaða verðbólga mælist nú 6,2 prósent borið saman við 5,7 prósent í janúar. Verðbólgan fór síðast yfir 6 prósent í apríl árið 2012.
Tilkynningarskyld viðskipti samkvæmt MAR
Gildistaka MAR hefur í för með sér töluverðar breytingar hvað varðar viðskipti æðstu stjórnenda einkum í ljósi þess að þeir þurfa ekki að óska eftir heimild til viðskipta og hafa að auki rýmri tíma til þess að upplýsa um slík viðskipti. Þá hverfur sú krafa sem gerð var til skráðra félaga um að þau haldi úti sérstökum lista yfir innherja.
Um hvað snýst stríðið í Úkraínu?
Stríð byrja skyndilega en eiga sér þó jafnan aðdraganda.
Heilsugæslan kærð fyrir að versla hraðpróf fyrir 380 milljónir án útboðs
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hóf bæði verðfyrirspurnarferli og formlegt útboðsferli, en kláraði hvorugt og keypti inn hraðpróf fyrir tæplega 380 milljónir króna án útboðs.
Fortuna Invest vikunnar: Um arðgreiðslur og kaup á eigin bréfum
Fortuna Invest fara þessa vikuna yfir arðgreiðslur og kaup á eigin bréfum.
Prófkjörsslagur Innherja: Þórdís Jóna og Þórdís Lóa bítast um fyrsta sætið
Nöfnurnar og flokkssysturnar Þórdís Jóna Sigurðardóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, sitjandi oddviti Viðreisnar í borginni, heyja nú baráttu um oddvitasætið í fyrsta prófkjöri Viðreisnar sem fram fer dagana 4.-5. mars. Þórdís Lóa er gjarnan kölluð Lóa og verður kölluð það í greininni, til að aðgreina frambjóðendur.
Landlækni gert að greiða sekt vegna milljarðsviðskipta án útboðs
Kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sem birtur var málsaðilum í gær, að innkaup landlæknis af Origo hf. er lúta að þróun á Heklu heilbrigðisneti, gerð og þróun Heilsuveru og þróun fjarfundarlausnar til notkunar á heilbrigðissviði, hafi verið ólögmæt og í andstöðu við lög um opinber innkaup. Innherji hefur úrskurðinn undir höndum.
Athugun fjármálaeftirlitsins leiddi í ljós „víðtæka veikleika“ hjá SaltPay
Ákvörðun sektar upp á 44 milljónir króna í sátt fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og SaltPay vegna brota félagsins á ákvæðum peningaþvættislaga var byggð á því að athugun eftirlitsstofnunarinnar leiddi í ljós „víðtæka veikleika“ hjá SaltPay. Færsluhirðirinn hefur áður bent á að veikleikarnir tengist kerfum sem voru til staðar þegar félagið tók yfir Borgun vorið 2020.
Sala eigna og uppstokkun á rekstri hækkar verðmatsgengi Skeljungs um þriðjung
Sala eigna, meðal annars á rúmlega helmingshlut í færeyska olíufélaginu Magn, og mikil umbreyting á efnahag Skeljungs gerir það að verkum að nýtt verðmatsgengi Jakobsson Capital á félaginu er hækkað um 31 prósent frá fyrra mati og er nú 14,5 krónur á hlut. Það er samt um 7 prósentum lægra en núverandi markaðsgengi sem stóð í 15,5 krónum á hlut við lokun markaða í dag.
Af hneykslum og reginhneykslum
Borgarstjóri hefur enn á ný gert það að umtalsefni að Reykjavíkurborg hafi ekki fengið nægilega mikið fyrir sinn snúð þegar tæplega 46% eignarhlutur borgarinnar í Landsvirkjun var seldur til ríkisins. Hann gerði slíkt hið sama árið 2015 og kallaði söluna reginhneyksli. Í morgun sló hann aðeins úr og lét nægja að kalla söluna hneyksli.
Allir studdu 75 punkta vaxtahækkun, óttast „hringrás verðlags- og launahækkana“
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands viðraði áhyggjur af „mögulegum annarrar umferðar áhrifum af verðhækkun innfluttrar vöru og launahækkunum“ á fundi sínum í byrjun þessarar mánaðar. Afleiðingarnar gætu birst í meiri og almennari verðhækkunum á vöru og þjónustu til þess að bregðast við auknum innfluttum verðbólguþrýstingi og hærri launakostnaði sem gæti „framkallað hringrás verðlags- og launahækkana.“
Uggvænleg staða í Úkraínu: Ríður á að standa vörð um grunngildin
Framganga Rússlands í Úkraínu vekur ugg og er atlaga að vestrænum gildum, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sem situr í utanríkismálanefnd þingsins.
Frekari sala á hlutum í Íslandsbanka virðisaukandi fyrir ríkið og aðra hluthafa
Heppilegur tími er nú fyrir áframhaldandi sölu á eignarhlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka og með auknu floti, þ.e. þeir hlutir sem má ætla að geti gengið kaupum og sölum, má ganga út frá því að það verði enn auðveldara að eiga viðskipti með hlutabréf í bankanum á markaði.
Bankarnir ekki lánað minna til íbúðakaupa frá upphafi faraldursins
Hækkandi vextir Seðlabankans, ásamt sögulega litlu framboði fasteigna á höfuðborgarsvæðinu, er farið að hægja verulega á útlánavexti bankanna vegna íbúðakaupa heimilanna. Ný lán þeirra með veði í íbúð námu þannig 13,3 milljörðum króna í janúar á þessu ári og hafa ekki aukist minna í einum mánuði frá því í apríl 2020.
Samkeppnismál stóru tæknifyrirtækjanna
Það er ljóst að viðhorf bæði almennings og yfirvalda gagnvart stóru tæknifyrirtækjunum hefur breyst umtalsvert á örfáum árum. Umrædd viðhorfsbreyting endurspeglast ekki síst í víðtækum rannsóknum samkeppnisyfirvalda á starfsemi tæknifyrirtækjanna og fjölda sektarákvarðana á hendur þeim, auk fyrirhugaðrar lagasetningar beggja vegna Atlantshafsins.
PLAY ræsir miðasölu til Orlando, sjá mikið svigrúm til verðlækkana
PLAY hefur hafið miðasölu á flugi til Orlando í Flórída sem verður fjórði áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir flugfélagið geta boðið mun hagstæðari fargjöld til Orlando en tíðkast hafa hingað til.
Skuldastaða og afkomuhorfur sveitarfélaga versnað, segir Kristrún
Vandinn þegar kemur að vanfjárfestingu á sveitarstjórnarstiginu er „mun verri“ en hjá ríkinu. Á sama tíma og afkomuhorfur og skuldastaða ríkissjóðs hefur batnað verulega frá síðasta ári er stöðunni þveröfugt farið hjá sveitarfélögum.
Rafmyntir sem fjárfestingakostur
Internetið gjörbreytti upplýsingamiðlun og samskiptum okkar til framtíðar. Í dag stöndum við frammi fyrir annarri byltingu með tilkomu bálkakeðjutækni. Á sama hátt og internetið breytti upplýsingamiðlun og samskiptum þá mun bálkakeðjutæknin gjörbylta skráningu og umsýslu verðmæta.
Þörf á aðhaldi hjá hinu opinbera nú þegar efnahagsbatanum vindur fram
Efnahagsleg áhrif faraldursins eru í rénun og nauðsynlegt er að áframhald verði á því að opinber fjármálastefna og peningamálstefna Seðlabankans séu í takt við hvor aðra í aðgerðum til þess að viðhalda stöðugleika og jafnvægi í hagkerfinu.
Fækkun í hópi þeirra sem þurfa sértæk úrræði hjá Landsbankanum
Á síðustu tveimur árum hefur fækkað í hópi þeirra einstaklinga sem hafa fengið sérstök úrræði hjá Landsbankanum vegna greiðsluerfiðleika. Almennt er fjöldi slíkra mála hjá viðskiptabönkunum þremur lágur í sögulegu samhengi.
„Ég held að enginn vilji snúa aftur til Verbúðardaganna"
„Sjávarútvegur dagsins í dag snýst um svo margt annað og fleira en bara veiðar, vinnslu og þras á göngum Alþingis um veiðigjald," segir Agnes Guðmundsdóttir, hjá Icelandic Asia og formaður félagsins Konur í sjávarútvegi. Hún ræðir Verbúðina, veiðigjöld og nýja rannsókn um stöðu kvenna í greininni.
Þorgerður fékk loðin svör frá Svandísi um hækkun veiðigjalda
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kvað sér hljóðs í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi fyrr í dag og vildi knýja fram afstöðu ráðherra sjávarútvegsmála, Svandísar Svavarsdóttur, til hækkunar veiðigjalda.
Lífeyrissjóðir samþykkt að leggja Mílu til meira fé til að hraða uppbyggingu innviða
Forsvarsmenn íslensku lífeyrissjóðanna, sem eru að kaupa samanlagt um fimmtungshlut í Mílu, dótturfélagi Símans, eru sammála væntanlegum meirihlutaeigenda fjarskiptafyrirtækisins – franska fjárfestingarsjóðnum Ardian – um að leggja því til meira fjármagn á komandi árum til að hraða uppbyggingu á 5G og ljósleiðarakerfi félagsins.
Ærandi þögn um ofríki í Kanada
Atburðarás síðustu vikna er söguleg og hún er áminning um það hversu brothætt frjálslynda lýðræðissamfélagið er þegar á reynir. Stjórnmálamenn sem gefa sig út fyrir að vera talsmenn frjálslyndis, jafnt ráðherrar sem þingmenn, geta því ekki látið hjá líða að tala gegn ofríkinu í Kanada.
Nýsköpunarfyrirtækið Taktikal með nýja lausn í rafrænum undirskriftum
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Taktikal gaf út fyrr í þessum mánuði nýja lausn í alþjóðlegum rafrænum undirritunum fyrir fyrirtæki og stofnanir sem ekki hefur verið í boði hér á landi áður. Er lausnin sérstaklega ætluð fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við erlenda aðila eða starfa á alþjóða vettvangi.