Íslenski boltinn Bættu rúmlega tveggja áratuga met ÍBV Stórsigur Breiðabliks á KR í Bestu deild karla á fimmtudag fer í sögubækurnar. Var Breiðablik þar að vinna sinn 16. heimaleik í röð í efstu deild. Síðasta tap liðsins á Kópavogsvelli kom í fyrstu umferð síðasta tímabil þegar KR vann þar 2-0 útisigur. Íslenski boltinn 24.6.2022 12:01 Í fyrsta sinn hægt að fá klippingu á fótboltaleik í kvöld Knattspyrnudeild Aftureldingar býður upp á skemmtilega nýjung á leiknum við Þór í Mosfellsbæ í kvöld. Hægt verður að fá klippingu á meðan á leik stendur. Íslenski boltinn 24.6.2022 08:30 Mistækir KR-ingar gáfu toppliðinu hvert markið á fætur öðru Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, gerði sér lítið fyrir og vann KR 4-0 í gær. Gestirnir gerðu sér einkar erfitt fyrir en segja má að fyrstu tvö mörk leiksins hafi verið hrein og bein gjöf. Mörkin má sjá hér að neðan. Íslenski boltinn 24.6.2022 08:00 Umfjöllun, viðtal og myndir: Breiðablik-KR 4-0 | Toppliðið vann stórsigur gegn gamla stórveldinu Breiðablik er nú með 11 stiga forskot á toppi Bestu-deildar karla eftir afar öruggan 4-0 sigur gegn KR á Kópavogsvelli í kvöld. Íslenski boltinn 23.6.2022 22:43 Sigurður leysir Sigurvin af hólmi KV hefur ráðið nýjan þjálfara í stað Sigurvins Ólafssonar eftir að Sigurvin kvaddi félagið til að gerast aðstoðarþjálfari FH. Íslenski boltinn 23.6.2022 15:14 Geta endanlega kveðið KR-grýluna í kút og sparkað henni út á hafsauga Breiðablik vann loks sigur á KR er liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta þann 25. apríl síðastliðinn. Þau mætast á nýjan leik á Kópavogsvelli í kvöld og getur topplið deildarinnar endanlega kveðið KR-grýlu sína í kútinn. Íslenski boltinn 23.6.2022 13:00 Stúkan um innkomu Antons Loga í byrjunarlið Blika: „Smellur bara eins og flís við rass“ „Mér fannst hann spila eins og hann væri þrítugur,“ sagði Reynir Leósson, sérfræðingur Stúkunnar um frammistöðu hins 19 ára gamla Antons Loga Lúðvíkssonar í 4-1 sigri Breiðabliks á KA í 10. umferð Bestu deildar karla. Íslenski boltinn 23.6.2022 09:00 Fornir fjendur hlutu sameiginlegan styrk frá UEFA til að aðstoða flóttafólk og hælisleitendur KR og Valur hlutu í vikunni styrk frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, vegna verkefnis tengdu málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Frá þessu er greint á vef Knattspyrnusambands Íslands. Íslenski boltinn 22.6.2022 15:30 Átján dagar í EM: Næringarfræðingurinn fær fjölskylduna á fjórða stórmótið Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir er sú sjötta í röðinni. Íslenski boltinn 22.6.2022 14:00 Skilur við KR í góðu: „Þetta eru bara orð á blaði“ Sigurvin Ólafsson skilur við KR í góðu og hlakkar til að takast á við nýtt verkefni hjá FH. Hann segist þó eiga eftir að sakna þess að þjálfa lið KV. Íslenski boltinn 22.6.2022 13:45 Valur hefur rætt við umboðsmann Frederik Schram Bestu deildarlið Vals hefur rætt við umboðsmanns markvarðarins Frederik August Albrecht Schram sem er í dag samningsbundinn danska úrvalsdeildarliðinu Lyngby. Frá þessu er greint á vef 433.is. Íslenski boltinn 22.6.2022 13:31 Stúkan um annað mark ÍBV: „Afdrifarík mistök“ Stúkan rýndi í annað mark ÍBV er liðið gerði 3-3 jafntefli við Fram í Úlfarsárdal í Grafarholti. Nýtt myndefni sýnir að „Andri Rúnar Bjarnason er klárlega fyrir innan“ í aðdraganda marksins en atburðarrásin fyrir markið var vægast sagt undarleg. Íslenski boltinn 22.6.2022 13:00 Sjáðu öll mörk 10. umferðar Bestu deildar karla Alls voru 23 mörk skoruð í sex leikjum í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Íslenski boltinn 22.6.2022 09:31 Umfjöllun og viðtöl: Valur-Leiknir 2-1 | Heimamenn fylgdu eftir góðum sigri í síðasta leik Valur tekur á móti Leikni R. í Bestu deild karla í fótbolta. Með góðum sigri geta Valsarar farið upp í 2. sæti deildarinnar á meðan Leiknir R. gæti komist úr fallsæti takist þeim að næla í stigin þrjú. Leikurinn hefst klukkan 19.15. Íslenski boltinn 21.6.2022 22:11 Umfjöllun og viðtöl: ÍA-FH 1-1 | Jafntefli í endurkomu Eiðs Smára ÍA og FH skildu jöfn, 1-1, þegar liðin mættust í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Akranesi í kvöld. Íslenski boltinn 21.6.2022 21:47 „Bæði lið eiga að líta á þennan leik á eftir sem úrslitaleik“ Íslandsmeistarar Víkings taka á móti eistneska liðinu Levadia Tallin í undanúrlslitum umspilsins um laust sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, kveðst spenntur fyrir verkefninu og segir að um hálfgerðan úrslitaleik sé að ræða. Íslenski boltinn 21.6.2022 16:30 Lygilega lík vítabrot Ólafs Markvörðurinn Ólafur Íshólm Ólafsson hefur fengið dæmda á sig vítaspyrnu í tveimur síðustu leikjum Fram, fyrir nákvæmlega eins brot. Íslenski boltinn 21.6.2022 15:30 Aftur skiptir FH um þjálfara á miðju tímabili: „Glatað og galið fyrir félag sem hefur staðið fyrir stöðugleika“ Eiður Smári Guðjohnsen er orðinn þjálfari FH í Bestu deild karla í fótbolta. Ráðning hans var rætt í Stúkunni en þar líta menn nokkuð björtum augum á framtíð FH undir stjórn Eiðs Smára þó svo að liðinu skorti stöðugleika. Íslenski boltinn 21.6.2022 13:31 Markasúpa á nýjum heimavelli Fram, Ísak Snær sneri aftur og Atli bjargaði KR Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í gærkvöldi. Fram vígði nýjan heimavöll og bauð til veislu er ÍBV kom í heimsókn. Stjarnan tók á móti KR og Breiðablik skoraði fjögur gegn KA. Íslenski boltinn 21.6.2022 10:30 Bestu mörkin: Ef að KR sér ekki hag í því að ná í leikmenn núna þá veit ég ekki hvað Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum lýstu í síðasta þætti áhyggjum sínum af stöðu leikmannamála hjá KR sem situr í fallsæti í Bestu deildinni, að minnsta kosti fram í ágúst. Íslenski boltinn 21.6.2022 10:00 Spánarferðir, frí án kvaða og skrepptúrar á EM í pásunni löngu Í gær kom íslenska kvennalandsliðið í fótbolta saman til æfinga fyrir Evrópumótið í Englandi. Það þýðir jafnframt að nú er komið frí í Bestu deildinni og því lýkur ekki fyrr en 28. júlí. Mismunandi er hvernig liðin í deildinni nýta hléið. Íslenski boltinn 21.6.2022 09:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram 3-3 ÍBV | Markaveisla í fyrsta leik í Úlfarsárdal Það var sannkölluð markaveisla í Úlfarsárdal þar sem Framarar voru að vígja nýjan heimavöll sinn í kvöld. Sigurlausir Eyjamenn voru í heimsókn en bæði lið skoruðu þrjú mörk fyrir framan mikinn fjölda í Grafarholtinu. Íslenski boltinn 20.6.2022 21:45 Umfjöllun: Breiðablik 4 -1 KA | Blikar aftur á sigurbraut Topplið Breiðabliks vann sannfærandi 4-1 sigur á KA á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar sem að töpuðu sínum fyrsta leik í seinustu umferð slökktu á öllum gagnrýnisröddum með því að skora 4 mörk gegn KA sem að höfðu fyrir leikinn í kvöld einungis fengið 8 mörk á sig í 9 leikjum. Íslenski boltinn 20.6.2022 21:20 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-KR 1-1 | Atli náði að næla í stig fyrir KR gegn Stjörnunni Stjarnan og KR skildu jöfn, 1-1, þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í Garðabænum í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 20.6.2022 21:07 Allir spenntir en fáir átt von á að hún stimplaði sig svona rækilega inn Katla Tryggvadóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir skoruðu báðar í leik Þróttar og Vals í Bestu deildinni í gær og fengu mikið hrós í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 20.6.2022 16:31 Nýtt Framlag Hreims fyrir fyrsta leikinn í efstu deild í Grafarholti Í kvöld verður í fyrsta sinn spilaður leikur í efstu deild í boltaíþrótt í Grafarholti þegar þar mætast Fram og ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 20.6.2022 15:31 Blikar missa einn sinn besta leikmann í glænýtt lið Hildur Antonsdóttir hefur samið við hollenska félagið Fortuna Sittard. Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Fortuna sem og Breiðabliks en hollenska félagið kaupir Hildi af Blikum. Íslenski boltinn 20.6.2022 14:31 „Kom ekkert annað til greina, þetta skiptir svo miklu máli“ Arnar Grétarsson, þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta, er gríðarlega ánægður með nýja aðstöðu KA á Akureyri. Þó enn sé nokkuð í land að félagið verði með aðstöðu sem jafnist á við þær bestu hér á landi er um að ræða skref í rétta átt. Arnar lagði sjálfur hönd á plóg. Íslenski boltinn 20.6.2022 13:01 KV kveður Sigurvin sem verður aðstoðarþjálfari Eiðs Smára hjá FH Sigurvin Ólafsson mun hætta sem aðalþjálfari KV í Lengjudeild karla í fótbolta og sem aðstoðarþjálfari KR í Bestu deild karla til að taka við starfi aðstoðarþjálfara FH sem leikur í sömu deild og KR. Íslenski boltinn 20.6.2022 11:05 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 4-0 | Sanngjarn sigur heimakvenna Stjarnan og ÍBV mættust í síðasta leik Bestu deildar kvenna fyrir EM kvenna í knattspyrnu fyrr í dag í Garðabænum. Stjarnan var mikið betri aðilinn í seinni hálfleik og uppskar þrjú mörk eftir að hafa sótt án afláts seinni 45 mínúturnar. Leikurinn endaði 4-0 og þótti sigurinn sanngjarn. Íslenski boltinn 19.6.2022 19:20 « ‹ 109 110 111 112 113 114 115 116 117 … 334 ›
Bættu rúmlega tveggja áratuga met ÍBV Stórsigur Breiðabliks á KR í Bestu deild karla á fimmtudag fer í sögubækurnar. Var Breiðablik þar að vinna sinn 16. heimaleik í röð í efstu deild. Síðasta tap liðsins á Kópavogsvelli kom í fyrstu umferð síðasta tímabil þegar KR vann þar 2-0 útisigur. Íslenski boltinn 24.6.2022 12:01
Í fyrsta sinn hægt að fá klippingu á fótboltaleik í kvöld Knattspyrnudeild Aftureldingar býður upp á skemmtilega nýjung á leiknum við Þór í Mosfellsbæ í kvöld. Hægt verður að fá klippingu á meðan á leik stendur. Íslenski boltinn 24.6.2022 08:30
Mistækir KR-ingar gáfu toppliðinu hvert markið á fætur öðru Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, gerði sér lítið fyrir og vann KR 4-0 í gær. Gestirnir gerðu sér einkar erfitt fyrir en segja má að fyrstu tvö mörk leiksins hafi verið hrein og bein gjöf. Mörkin má sjá hér að neðan. Íslenski boltinn 24.6.2022 08:00
Umfjöllun, viðtal og myndir: Breiðablik-KR 4-0 | Toppliðið vann stórsigur gegn gamla stórveldinu Breiðablik er nú með 11 stiga forskot á toppi Bestu-deildar karla eftir afar öruggan 4-0 sigur gegn KR á Kópavogsvelli í kvöld. Íslenski boltinn 23.6.2022 22:43
Sigurður leysir Sigurvin af hólmi KV hefur ráðið nýjan þjálfara í stað Sigurvins Ólafssonar eftir að Sigurvin kvaddi félagið til að gerast aðstoðarþjálfari FH. Íslenski boltinn 23.6.2022 15:14
Geta endanlega kveðið KR-grýluna í kút og sparkað henni út á hafsauga Breiðablik vann loks sigur á KR er liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta þann 25. apríl síðastliðinn. Þau mætast á nýjan leik á Kópavogsvelli í kvöld og getur topplið deildarinnar endanlega kveðið KR-grýlu sína í kútinn. Íslenski boltinn 23.6.2022 13:00
Stúkan um innkomu Antons Loga í byrjunarlið Blika: „Smellur bara eins og flís við rass“ „Mér fannst hann spila eins og hann væri þrítugur,“ sagði Reynir Leósson, sérfræðingur Stúkunnar um frammistöðu hins 19 ára gamla Antons Loga Lúðvíkssonar í 4-1 sigri Breiðabliks á KA í 10. umferð Bestu deildar karla. Íslenski boltinn 23.6.2022 09:00
Fornir fjendur hlutu sameiginlegan styrk frá UEFA til að aðstoða flóttafólk og hælisleitendur KR og Valur hlutu í vikunni styrk frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, vegna verkefnis tengdu málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Frá þessu er greint á vef Knattspyrnusambands Íslands. Íslenski boltinn 22.6.2022 15:30
Átján dagar í EM: Næringarfræðingurinn fær fjölskylduna á fjórða stórmótið Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir er sú sjötta í röðinni. Íslenski boltinn 22.6.2022 14:00
Skilur við KR í góðu: „Þetta eru bara orð á blaði“ Sigurvin Ólafsson skilur við KR í góðu og hlakkar til að takast á við nýtt verkefni hjá FH. Hann segist þó eiga eftir að sakna þess að þjálfa lið KV. Íslenski boltinn 22.6.2022 13:45
Valur hefur rætt við umboðsmann Frederik Schram Bestu deildarlið Vals hefur rætt við umboðsmanns markvarðarins Frederik August Albrecht Schram sem er í dag samningsbundinn danska úrvalsdeildarliðinu Lyngby. Frá þessu er greint á vef 433.is. Íslenski boltinn 22.6.2022 13:31
Stúkan um annað mark ÍBV: „Afdrifarík mistök“ Stúkan rýndi í annað mark ÍBV er liðið gerði 3-3 jafntefli við Fram í Úlfarsárdal í Grafarholti. Nýtt myndefni sýnir að „Andri Rúnar Bjarnason er klárlega fyrir innan“ í aðdraganda marksins en atburðarrásin fyrir markið var vægast sagt undarleg. Íslenski boltinn 22.6.2022 13:00
Sjáðu öll mörk 10. umferðar Bestu deildar karla Alls voru 23 mörk skoruð í sex leikjum í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Íslenski boltinn 22.6.2022 09:31
Umfjöllun og viðtöl: Valur-Leiknir 2-1 | Heimamenn fylgdu eftir góðum sigri í síðasta leik Valur tekur á móti Leikni R. í Bestu deild karla í fótbolta. Með góðum sigri geta Valsarar farið upp í 2. sæti deildarinnar á meðan Leiknir R. gæti komist úr fallsæti takist þeim að næla í stigin þrjú. Leikurinn hefst klukkan 19.15. Íslenski boltinn 21.6.2022 22:11
Umfjöllun og viðtöl: ÍA-FH 1-1 | Jafntefli í endurkomu Eiðs Smára ÍA og FH skildu jöfn, 1-1, þegar liðin mættust í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Akranesi í kvöld. Íslenski boltinn 21.6.2022 21:47
„Bæði lið eiga að líta á þennan leik á eftir sem úrslitaleik“ Íslandsmeistarar Víkings taka á móti eistneska liðinu Levadia Tallin í undanúrlslitum umspilsins um laust sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, kveðst spenntur fyrir verkefninu og segir að um hálfgerðan úrslitaleik sé að ræða. Íslenski boltinn 21.6.2022 16:30
Lygilega lík vítabrot Ólafs Markvörðurinn Ólafur Íshólm Ólafsson hefur fengið dæmda á sig vítaspyrnu í tveimur síðustu leikjum Fram, fyrir nákvæmlega eins brot. Íslenski boltinn 21.6.2022 15:30
Aftur skiptir FH um þjálfara á miðju tímabili: „Glatað og galið fyrir félag sem hefur staðið fyrir stöðugleika“ Eiður Smári Guðjohnsen er orðinn þjálfari FH í Bestu deild karla í fótbolta. Ráðning hans var rætt í Stúkunni en þar líta menn nokkuð björtum augum á framtíð FH undir stjórn Eiðs Smára þó svo að liðinu skorti stöðugleika. Íslenski boltinn 21.6.2022 13:31
Markasúpa á nýjum heimavelli Fram, Ísak Snær sneri aftur og Atli bjargaði KR Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í gærkvöldi. Fram vígði nýjan heimavöll og bauð til veislu er ÍBV kom í heimsókn. Stjarnan tók á móti KR og Breiðablik skoraði fjögur gegn KA. Íslenski boltinn 21.6.2022 10:30
Bestu mörkin: Ef að KR sér ekki hag í því að ná í leikmenn núna þá veit ég ekki hvað Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum lýstu í síðasta þætti áhyggjum sínum af stöðu leikmannamála hjá KR sem situr í fallsæti í Bestu deildinni, að minnsta kosti fram í ágúst. Íslenski boltinn 21.6.2022 10:00
Spánarferðir, frí án kvaða og skrepptúrar á EM í pásunni löngu Í gær kom íslenska kvennalandsliðið í fótbolta saman til æfinga fyrir Evrópumótið í Englandi. Það þýðir jafnframt að nú er komið frí í Bestu deildinni og því lýkur ekki fyrr en 28. júlí. Mismunandi er hvernig liðin í deildinni nýta hléið. Íslenski boltinn 21.6.2022 09:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram 3-3 ÍBV | Markaveisla í fyrsta leik í Úlfarsárdal Það var sannkölluð markaveisla í Úlfarsárdal þar sem Framarar voru að vígja nýjan heimavöll sinn í kvöld. Sigurlausir Eyjamenn voru í heimsókn en bæði lið skoruðu þrjú mörk fyrir framan mikinn fjölda í Grafarholtinu. Íslenski boltinn 20.6.2022 21:45
Umfjöllun: Breiðablik 4 -1 KA | Blikar aftur á sigurbraut Topplið Breiðabliks vann sannfærandi 4-1 sigur á KA á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar sem að töpuðu sínum fyrsta leik í seinustu umferð slökktu á öllum gagnrýnisröddum með því að skora 4 mörk gegn KA sem að höfðu fyrir leikinn í kvöld einungis fengið 8 mörk á sig í 9 leikjum. Íslenski boltinn 20.6.2022 21:20
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-KR 1-1 | Atli náði að næla í stig fyrir KR gegn Stjörnunni Stjarnan og KR skildu jöfn, 1-1, þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í Garðabænum í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 20.6.2022 21:07
Allir spenntir en fáir átt von á að hún stimplaði sig svona rækilega inn Katla Tryggvadóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir skoruðu báðar í leik Þróttar og Vals í Bestu deildinni í gær og fengu mikið hrós í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 20.6.2022 16:31
Nýtt Framlag Hreims fyrir fyrsta leikinn í efstu deild í Grafarholti Í kvöld verður í fyrsta sinn spilaður leikur í efstu deild í boltaíþrótt í Grafarholti þegar þar mætast Fram og ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 20.6.2022 15:31
Blikar missa einn sinn besta leikmann í glænýtt lið Hildur Antonsdóttir hefur samið við hollenska félagið Fortuna Sittard. Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Fortuna sem og Breiðabliks en hollenska félagið kaupir Hildi af Blikum. Íslenski boltinn 20.6.2022 14:31
„Kom ekkert annað til greina, þetta skiptir svo miklu máli“ Arnar Grétarsson, þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta, er gríðarlega ánægður með nýja aðstöðu KA á Akureyri. Þó enn sé nokkuð í land að félagið verði með aðstöðu sem jafnist á við þær bestu hér á landi er um að ræða skref í rétta átt. Arnar lagði sjálfur hönd á plóg. Íslenski boltinn 20.6.2022 13:01
KV kveður Sigurvin sem verður aðstoðarþjálfari Eiðs Smára hjá FH Sigurvin Ólafsson mun hætta sem aðalþjálfari KV í Lengjudeild karla í fótbolta og sem aðstoðarþjálfari KR í Bestu deild karla til að taka við starfi aðstoðarþjálfara FH sem leikur í sömu deild og KR. Íslenski boltinn 20.6.2022 11:05
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 4-0 | Sanngjarn sigur heimakvenna Stjarnan og ÍBV mættust í síðasta leik Bestu deildar kvenna fyrir EM kvenna í knattspyrnu fyrr í dag í Garðabænum. Stjarnan var mikið betri aðilinn í seinni hálfleik og uppskar þrjú mörk eftir að hafa sótt án afláts seinni 45 mínúturnar. Leikurinn endaði 4-0 og þótti sigurinn sanngjarn. Íslenski boltinn 19.6.2022 19:20