Íslenski boltinn

„Það var varla hægt að tala við mig í gær“

Katrín Ásbjörnsdóttir getur vart leynt gleði sinni eftir að í ljós kom að hnémeiðsli hennar eru umtalsvert minna alvarleg en búist var við í fyrstu. Hún býst við að verða komin aftur á völlinn með Blikum þegar skammt verður liðið á Bestu deild kvenna í sumar.

Íslenski boltinn

Breiðablik í undanúrslit

Breiðablik vann öruggan 2-0 sigur á ÍBV í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli nú rétt í þessu. Sigurinn tryggir liðinu sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins.

Íslenski boltinn

Skoraði í dag en á reynslu hjá FCK í gær

Daníel Ingi Jóhannesson skoraði síðara mark ÍA í 2-0 sigri liðsins á Grindavík í dag. Daníel Ingi var staddur í Kaupmannahöfn í gær þar sem hann var á reynslu hjá FC Kaupmannahöfn. Eldri bróðir hans, Ísak Bergmann, spilar með Danmerkurmeisturunum.

Íslenski boltinn

Áfrýjun Sigurðar skilaði engu

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð um að fótboltamaðurinn Sigurður Gísli Bond Snorrason skuli sæta banni frá knattspyrnu til 15. nóvember, fyrir að veðja á eigin fótboltaleiki.

Íslenski boltinn