„Veit ekki hvaðan þetta kom allt frá okkur“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 31. maí 2024 22:51 Tilfinningarnar voru blendnar hjá Rúnari Kristinssyni eftir leikinn í Kaplakrika. vísir/anton Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram í fótbolta, var að minnsta kosti sáttur með seinni hálfleik sinna manna þegar þeir mættu FH í kvöld. Fram lenti 3-0 undir en kom til baka og jafnaði í 3-3. „Ég veit ekki hvaðan þetta kom allt frá okkur, þessi þrjú mörk í síðari hálfleik. En við vorum arfa slakir í fyrri hálfleik og við vorum allir vondir í hálfleik, reiðir út í sjálfa okkur. Við börðumst ekki neitt og létum FH-inga valta yfir okkur á öllum sviðum,“ sagði Rúnar eftir leik. „Við höfðum engu að tapa í síðari hálfleik og ég sagði mönnum að við þyrftum að sýna úr hverju við erum gerðir og að berjast. Það var smá vindur og rigning og erfitt fyrir lið að fóta sig og spila fótbolta. Þetta var stór furðulegt en í seinni hálfleik gekk þetta miklu betur, við lögðum meiri vinnu í þetta og uppskárum mark. Þriðja markið þeirra kemur eftir skyndisókn, við komnir í dauðafæri hinum megin og þeir refsa okkur. Svo klórum við í bakkann, þeir missa mann útaf og við skorum í kjölfarið af brotinu.“ Framarar töpuðu illa á móti Breiðablik í síðasta leik en þeir sýndu karakter að koma til baka úr því sem komið var. „Við ræddum um það bæði í vikunni og fyrir leikinn að eftir síðasta leik að við getum ekki gefist upp, við getum ekki hætt. Við verðum að halda áfram sama hvað á dynur og þrátt fyrir að vera 2-0 undir í hálfleik þá sagði ég við þá að við verðum að halda áfram annars endar þetta 5-6 núll fyrir FH,“ sagði Rúnar. „Ég hélt við myndum brotna alveg niður þegar þeir skoruðu þriðja markið en þá stigum við á bensíngjöfina og komum okkur í meiri sénsa. Þetta er ótrúlega flottur karakter og það var engin uppgjöf í okkar liði, við trúðum því ekki að við getum tapað.“ Rúnar Kristinsson ræddi vítaspyrnuna sem FH fékk í fyrri hálfleik og var sammála Pétri Guðmundssyni dómara. „Þetta var pjúra víti örugglega. Ég hefði viljað víti út á þetta í nákvæmlega sömu aðstæðum,“ sagði Rúnar sem tjáði sig einnig um rauða spjaldið á Böðvar Böðvarsson. „Ég held að hann fer með takkann á undan sér, ég sé þetta ekki nógu vel en ef hann fer með takkann á undan sér og í manninn fyrst þá er þetta gult spjald. Pétur var með ágætistök á þessu og leyfði smá hörku. Mér fannst kannski halla full mikið á okkur í þessum leik í mörgum atriðum en svo veit ég ekki hvort boltinn var inni þegar að þeir björguðu á línu en það skiptir ekki máli, við skoruðum hálfri mínútu seinna,“ sagði Rúnar. Nú er komið frí og leikmenn geta hlaðið batteríin. „Við erum þvílíkt fegnir að ná í stig hérna í Hafnarfirði, við vildum fá þrjú en eins og leikurinn þróaðist að þá erum við heppnir að ná í þetta stig og það gefur okkur trú áfram. Nú komumst við í fínt frí, strákarnir geta hlaðið batteríin,“ sagði Rúnar að endingu. Besta deild karla Fram FH Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Ég veit ekki hvaðan þetta kom allt frá okkur, þessi þrjú mörk í síðari hálfleik. En við vorum arfa slakir í fyrri hálfleik og við vorum allir vondir í hálfleik, reiðir út í sjálfa okkur. Við börðumst ekki neitt og létum FH-inga valta yfir okkur á öllum sviðum,“ sagði Rúnar eftir leik. „Við höfðum engu að tapa í síðari hálfleik og ég sagði mönnum að við þyrftum að sýna úr hverju við erum gerðir og að berjast. Það var smá vindur og rigning og erfitt fyrir lið að fóta sig og spila fótbolta. Þetta var stór furðulegt en í seinni hálfleik gekk þetta miklu betur, við lögðum meiri vinnu í þetta og uppskárum mark. Þriðja markið þeirra kemur eftir skyndisókn, við komnir í dauðafæri hinum megin og þeir refsa okkur. Svo klórum við í bakkann, þeir missa mann útaf og við skorum í kjölfarið af brotinu.“ Framarar töpuðu illa á móti Breiðablik í síðasta leik en þeir sýndu karakter að koma til baka úr því sem komið var. „Við ræddum um það bæði í vikunni og fyrir leikinn að eftir síðasta leik að við getum ekki gefist upp, við getum ekki hætt. Við verðum að halda áfram sama hvað á dynur og þrátt fyrir að vera 2-0 undir í hálfleik þá sagði ég við þá að við verðum að halda áfram annars endar þetta 5-6 núll fyrir FH,“ sagði Rúnar. „Ég hélt við myndum brotna alveg niður þegar þeir skoruðu þriðja markið en þá stigum við á bensíngjöfina og komum okkur í meiri sénsa. Þetta er ótrúlega flottur karakter og það var engin uppgjöf í okkar liði, við trúðum því ekki að við getum tapað.“ Rúnar Kristinsson ræddi vítaspyrnuna sem FH fékk í fyrri hálfleik og var sammála Pétri Guðmundssyni dómara. „Þetta var pjúra víti örugglega. Ég hefði viljað víti út á þetta í nákvæmlega sömu aðstæðum,“ sagði Rúnar sem tjáði sig einnig um rauða spjaldið á Böðvar Böðvarsson. „Ég held að hann fer með takkann á undan sér, ég sé þetta ekki nógu vel en ef hann fer með takkann á undan sér og í manninn fyrst þá er þetta gult spjald. Pétur var með ágætistök á þessu og leyfði smá hörku. Mér fannst kannski halla full mikið á okkur í þessum leik í mörgum atriðum en svo veit ég ekki hvort boltinn var inni þegar að þeir björguðu á línu en það skiptir ekki máli, við skoruðum hálfri mínútu seinna,“ sagði Rúnar. Nú er komið frí og leikmenn geta hlaðið batteríin. „Við erum þvílíkt fegnir að ná í stig hérna í Hafnarfirði, við vildum fá þrjú en eins og leikurinn þróaðist að þá erum við heppnir að ná í þetta stig og það gefur okkur trú áfram. Nú komumst við í fínt frí, strákarnir geta hlaðið batteríin,“ sagði Rúnar að endingu.
Besta deild karla Fram FH Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira