„Veit ekki hvaðan þetta kom allt frá okkur“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 31. maí 2024 22:51 Tilfinningarnar voru blendnar hjá Rúnari Kristinssyni eftir leikinn í Kaplakrika. vísir/anton Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram í fótbolta, var að minnsta kosti sáttur með seinni hálfleik sinna manna þegar þeir mættu FH í kvöld. Fram lenti 3-0 undir en kom til baka og jafnaði í 3-3. „Ég veit ekki hvaðan þetta kom allt frá okkur, þessi þrjú mörk í síðari hálfleik. En við vorum arfa slakir í fyrri hálfleik og við vorum allir vondir í hálfleik, reiðir út í sjálfa okkur. Við börðumst ekki neitt og létum FH-inga valta yfir okkur á öllum sviðum,“ sagði Rúnar eftir leik. „Við höfðum engu að tapa í síðari hálfleik og ég sagði mönnum að við þyrftum að sýna úr hverju við erum gerðir og að berjast. Það var smá vindur og rigning og erfitt fyrir lið að fóta sig og spila fótbolta. Þetta var stór furðulegt en í seinni hálfleik gekk þetta miklu betur, við lögðum meiri vinnu í þetta og uppskárum mark. Þriðja markið þeirra kemur eftir skyndisókn, við komnir í dauðafæri hinum megin og þeir refsa okkur. Svo klórum við í bakkann, þeir missa mann útaf og við skorum í kjölfarið af brotinu.“ Framarar töpuðu illa á móti Breiðablik í síðasta leik en þeir sýndu karakter að koma til baka úr því sem komið var. „Við ræddum um það bæði í vikunni og fyrir leikinn að eftir síðasta leik að við getum ekki gefist upp, við getum ekki hætt. Við verðum að halda áfram sama hvað á dynur og þrátt fyrir að vera 2-0 undir í hálfleik þá sagði ég við þá að við verðum að halda áfram annars endar þetta 5-6 núll fyrir FH,“ sagði Rúnar. „Ég hélt við myndum brotna alveg niður þegar þeir skoruðu þriðja markið en þá stigum við á bensíngjöfina og komum okkur í meiri sénsa. Þetta er ótrúlega flottur karakter og það var engin uppgjöf í okkar liði, við trúðum því ekki að við getum tapað.“ Rúnar Kristinsson ræddi vítaspyrnuna sem FH fékk í fyrri hálfleik og var sammála Pétri Guðmundssyni dómara. „Þetta var pjúra víti örugglega. Ég hefði viljað víti út á þetta í nákvæmlega sömu aðstæðum,“ sagði Rúnar sem tjáði sig einnig um rauða spjaldið á Böðvar Böðvarsson. „Ég held að hann fer með takkann á undan sér, ég sé þetta ekki nógu vel en ef hann fer með takkann á undan sér og í manninn fyrst þá er þetta gult spjald. Pétur var með ágætistök á þessu og leyfði smá hörku. Mér fannst kannski halla full mikið á okkur í þessum leik í mörgum atriðum en svo veit ég ekki hvort boltinn var inni þegar að þeir björguðu á línu en það skiptir ekki máli, við skoruðum hálfri mínútu seinna,“ sagði Rúnar. Nú er komið frí og leikmenn geta hlaðið batteríin. „Við erum þvílíkt fegnir að ná í stig hérna í Hafnarfirði, við vildum fá þrjú en eins og leikurinn þróaðist að þá erum við heppnir að ná í þetta stig og það gefur okkur trú áfram. Nú komumst við í fínt frí, strákarnir geta hlaðið batteríin,“ sagði Rúnar að endingu. Besta deild karla Fram FH Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Sjá meira
„Ég veit ekki hvaðan þetta kom allt frá okkur, þessi þrjú mörk í síðari hálfleik. En við vorum arfa slakir í fyrri hálfleik og við vorum allir vondir í hálfleik, reiðir út í sjálfa okkur. Við börðumst ekki neitt og létum FH-inga valta yfir okkur á öllum sviðum,“ sagði Rúnar eftir leik. „Við höfðum engu að tapa í síðari hálfleik og ég sagði mönnum að við þyrftum að sýna úr hverju við erum gerðir og að berjast. Það var smá vindur og rigning og erfitt fyrir lið að fóta sig og spila fótbolta. Þetta var stór furðulegt en í seinni hálfleik gekk þetta miklu betur, við lögðum meiri vinnu í þetta og uppskárum mark. Þriðja markið þeirra kemur eftir skyndisókn, við komnir í dauðafæri hinum megin og þeir refsa okkur. Svo klórum við í bakkann, þeir missa mann útaf og við skorum í kjölfarið af brotinu.“ Framarar töpuðu illa á móti Breiðablik í síðasta leik en þeir sýndu karakter að koma til baka úr því sem komið var. „Við ræddum um það bæði í vikunni og fyrir leikinn að eftir síðasta leik að við getum ekki gefist upp, við getum ekki hætt. Við verðum að halda áfram sama hvað á dynur og þrátt fyrir að vera 2-0 undir í hálfleik þá sagði ég við þá að við verðum að halda áfram annars endar þetta 5-6 núll fyrir FH,“ sagði Rúnar. „Ég hélt við myndum brotna alveg niður þegar þeir skoruðu þriðja markið en þá stigum við á bensíngjöfina og komum okkur í meiri sénsa. Þetta er ótrúlega flottur karakter og það var engin uppgjöf í okkar liði, við trúðum því ekki að við getum tapað.“ Rúnar Kristinsson ræddi vítaspyrnuna sem FH fékk í fyrri hálfleik og var sammála Pétri Guðmundssyni dómara. „Þetta var pjúra víti örugglega. Ég hefði viljað víti út á þetta í nákvæmlega sömu aðstæðum,“ sagði Rúnar sem tjáði sig einnig um rauða spjaldið á Böðvar Böðvarsson. „Ég held að hann fer með takkann á undan sér, ég sé þetta ekki nógu vel en ef hann fer með takkann á undan sér og í manninn fyrst þá er þetta gult spjald. Pétur var með ágætistök á þessu og leyfði smá hörku. Mér fannst kannski halla full mikið á okkur í þessum leik í mörgum atriðum en svo veit ég ekki hvort boltinn var inni þegar að þeir björguðu á línu en það skiptir ekki máli, við skoruðum hálfri mínútu seinna,“ sagði Rúnar. Nú er komið frí og leikmenn geta hlaðið batteríin. „Við erum þvílíkt fegnir að ná í stig hérna í Hafnarfirði, við vildum fá þrjú en eins og leikurinn þróaðist að þá erum við heppnir að ná í þetta stig og það gefur okkur trú áfram. Nú komumst við í fínt frí, strákarnir geta hlaðið batteríin,“ sagði Rúnar að endingu.
Besta deild karla Fram FH Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Sjá meira