Körfubolti

„Ég var eins og lítill krakki“

Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, spilaði í kvöld sínar fyrstu mínútur fyrir Njarðvík í endurkomu sinni en Haukur spilaði síðast körfuboltaleik fyrir 257 dögum síðan. Haukur hefur verið að jafna sig á liðbandslitum en hann var afar ánægður að komast aftur inn á völlinn.

Körfubolti

Ójafnasti leikur NBA sögunnar fór fram í nótt

Phoenix Suns liðið hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með sínum átjánda sigri í röð en stærsta fréttin var kannski stærsti sigur sögunnar sem vannst í Memphis. Átta leikja sigurganga meistaranna endaði líka í nótt.

Körfubolti

„Við þurfum okkar áhorfendur“

Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Íslands, var svekktur með 24 stiga tap gegn Rússlandi, 89-65. Ægir kennir slakri byrjun á leiknum um tapið en minnir þó á að Rússar eru með gífurlega sterkt lið.

Körfubolti

Sigurganga Suns heldur áfram

Phoenix Suns heldur sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta, en liðið vann sinn sextánda leik í röð í nótt er liðið mætti Brooklyn Nets.

Körfubolti

Ætlar aldrei að tala um atvikið aftur

Isiah Stewart, leikmaður Detroit Pistons í NBA deildinni, segist aldrei ætla að ræða það sem gerðist þegar að liðið mætti Lakers á dögunum. Stewart, sem missti sig gjörsamlega eftir olnbogaskot frá LeBron James, var spurður út í atvikið fyrir leik liðsins gegn Atlanta Hawks.

Körfubolti

NBA: Golden State heldur í toppsætið

Golden State Warriors heldur áfram sigurgöngu sinni í NBA deildinni og eru á toppi Vesturdeildarinnar með sautján sigra og tvö töp. Liðið fór létt með Portland Trailblazers í nótt. Phoenix Suns unnu sinn fimmtánda leik í röð.

Körfubolti