„Snýst um að einfalda hlutina, geta gert þá vel og það sama aftur og aftur“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. febrúar 2023 22:37 Lárus Jónsson og lærisveinar hans hafa unnið fjóra leiki í röð. vísir/hulda margrét Lárus Jónsson þjálfari Þórs í Subway-deild karla hefur heldur betur ástæðu til að brosa um þessar mundir. Hans menn búnir að vinna fjóra leiki í röð og farnir að sjá sæti í úrslitakeppninni í hillingum. Fjórði sigurinn kom í Keflavík í kvöld, og var í raun bara nokkuð þægilegur sigur þar sem Þórsarar virtust vera með leikinn nokkurn veginn í sínum höndum allan tímann. „Við vorum þarna einhverjum tíu stigum yfir í hálfleik. Þeir voru svolítið að halda sér inni í leiknum á sóknarfráköstum, Milka var svolítið að halda þeim inni í leiknum þar. Hann tekur 15 fráköst í kvöld. En svo fannst mér þeir bara svolítið springa í 4. leikhluta. Við vorum búnir að rótera aðeins meira. Náðum að halda velli og klára 3. fjórðunginn allt í lagi en svo í 4. fannst mér þeir springa. Milka hélt þeim inni í leiknum í fyrri hálfleik, helvíti góður og erfiður við að eiga, en var líka búinn að spila 18 mínútur í fyrri hálfleik. Hann hélt þeim inni í fyrri hálfleik en var orðinn aðeins þreyttur í seinni.“ Það má segja að Þórsarar hafi náð að spila sinn leik, keyra upp hraðann og láta stóru menn Keflavíkur, þá Milka og Okeke, hafa mikið fyrir hlutunum. Lárus var að vonum sáttur með framlag síns liðs, en það voru margir að leggja í púkkið. „Við vorum að fá gott framlag víða. Jordan átti frábæran leik, mjög hraður og erfitt fyrir Milka að eiga við hann. Pablo kom rosalega vel inn í þetta af bekknum. Það voru þrír sem voru að skora yfir 20 stig. Við fengum engan ofurleik frá Stymma en það voru margir að leggja í púkkið.“ Það er mikil breyting á liði Þórs síðan í upphafi móts. Hvað er það sem ríður baggamuninn? „Við fáum Jordan inn. Eftir það höfum við bara tapað einum leik. Við breyttum liðinu rosalega mikið frá því í október. Þrír strákar farið í burtu og Styrmir kominn inn. Við vorum bara ekki búnir að finna neinn takt og finna út hvernig við vildum spila. Við vorum með allt öðruvísi lið og uppleggið var allt öðruvísi. Við vorum að spila öðruvísi kerfi en núna erum við bara vonandi komnir í einhvern takt. Þetta snýst um það kannski að einfalda hlutina, geta gert þá vel og það sama aftur og aftur.“ Jordan Semple átti skínandi góðan leik í kvöld og hrósaði Lárus honum og nefndi sérstaklega hvað hann væri hraður og góður sendingarmaður miðað við stóran mann. „Bara mjög góður. Hann var að hjálpa okkur varnarlega og að verja hringinn ágætlega þegar þeir voru komnir í upplögð færi. Mikill hraði í honum. Það sem hann hefur kannski líka sem er gott í stórum manni að hann er rosalega góður sendingarmaður. Það er þægilegt að spila með honum.“ Þórsarar hljóta að vera komnir með að minnsta kostið annað augað á úrslitakeppnina miðað við hvernig úrslitin eru að detta í hús þessa dagana? „Það er gamla góða klisjan. Við erum að hugsa um okkur. Við erum búnir að ákveða það. Nú er pása en næsti leikur er risaleikur. ÍR á heimavelli og við þurfum bara einbeita okkur að því að reyna að vinna ÍR.“ Nú er landsleikjahlé framundan í deildinni. Við spurðum Lárus hvort hann ætlaði ekkert að skella sér til Tene, mögulega í hópferð með Máté Dalmay, þjálfara Hauka? „Hann er kannski sá eini sem þarf ekki á því að halda að fara til Tene, hann er miklu brúnni en ég! Ég fer kannski bara á skíði á Akureyri eða eitthvað.“ Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 83-104 | Þórsarar fyrstir til að vinna Keflvíkinga í Keflavík Þórsarar frá Þorlákshöfn urðu í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Keflvíkingum á þeirra heimavelli á tímabilinu í Subway-deild karla í körfubolta. Lokatölur 83-104, en Þórsarar hafa verið á mikilli siglingu og liðið nálgast sæti í úrslitakeppninni eftir sinn fjórða deildarsigur í röð. 17. febrúar 2023 23:01 Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira
„Við vorum þarna einhverjum tíu stigum yfir í hálfleik. Þeir voru svolítið að halda sér inni í leiknum á sóknarfráköstum, Milka var svolítið að halda þeim inni í leiknum þar. Hann tekur 15 fráköst í kvöld. En svo fannst mér þeir bara svolítið springa í 4. leikhluta. Við vorum búnir að rótera aðeins meira. Náðum að halda velli og klára 3. fjórðunginn allt í lagi en svo í 4. fannst mér þeir springa. Milka hélt þeim inni í leiknum í fyrri hálfleik, helvíti góður og erfiður við að eiga, en var líka búinn að spila 18 mínútur í fyrri hálfleik. Hann hélt þeim inni í fyrri hálfleik en var orðinn aðeins þreyttur í seinni.“ Það má segja að Þórsarar hafi náð að spila sinn leik, keyra upp hraðann og láta stóru menn Keflavíkur, þá Milka og Okeke, hafa mikið fyrir hlutunum. Lárus var að vonum sáttur með framlag síns liðs, en það voru margir að leggja í púkkið. „Við vorum að fá gott framlag víða. Jordan átti frábæran leik, mjög hraður og erfitt fyrir Milka að eiga við hann. Pablo kom rosalega vel inn í þetta af bekknum. Það voru þrír sem voru að skora yfir 20 stig. Við fengum engan ofurleik frá Stymma en það voru margir að leggja í púkkið.“ Það er mikil breyting á liði Þórs síðan í upphafi móts. Hvað er það sem ríður baggamuninn? „Við fáum Jordan inn. Eftir það höfum við bara tapað einum leik. Við breyttum liðinu rosalega mikið frá því í október. Þrír strákar farið í burtu og Styrmir kominn inn. Við vorum bara ekki búnir að finna neinn takt og finna út hvernig við vildum spila. Við vorum með allt öðruvísi lið og uppleggið var allt öðruvísi. Við vorum að spila öðruvísi kerfi en núna erum við bara vonandi komnir í einhvern takt. Þetta snýst um það kannski að einfalda hlutina, geta gert þá vel og það sama aftur og aftur.“ Jordan Semple átti skínandi góðan leik í kvöld og hrósaði Lárus honum og nefndi sérstaklega hvað hann væri hraður og góður sendingarmaður miðað við stóran mann. „Bara mjög góður. Hann var að hjálpa okkur varnarlega og að verja hringinn ágætlega þegar þeir voru komnir í upplögð færi. Mikill hraði í honum. Það sem hann hefur kannski líka sem er gott í stórum manni að hann er rosalega góður sendingarmaður. Það er þægilegt að spila með honum.“ Þórsarar hljóta að vera komnir með að minnsta kostið annað augað á úrslitakeppnina miðað við hvernig úrslitin eru að detta í hús þessa dagana? „Það er gamla góða klisjan. Við erum að hugsa um okkur. Við erum búnir að ákveða það. Nú er pása en næsti leikur er risaleikur. ÍR á heimavelli og við þurfum bara einbeita okkur að því að reyna að vinna ÍR.“ Nú er landsleikjahlé framundan í deildinni. Við spurðum Lárus hvort hann ætlaði ekkert að skella sér til Tene, mögulega í hópferð með Máté Dalmay, þjálfara Hauka? „Hann er kannski sá eini sem þarf ekki á því að halda að fara til Tene, hann er miklu brúnni en ég! Ég fer kannski bara á skíði á Akureyri eða eitthvað.“
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 83-104 | Þórsarar fyrstir til að vinna Keflvíkinga í Keflavík Þórsarar frá Þorlákshöfn urðu í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Keflvíkingum á þeirra heimavelli á tímabilinu í Subway-deild karla í körfubolta. Lokatölur 83-104, en Þórsarar hafa verið á mikilli siglingu og liðið nálgast sæti í úrslitakeppninni eftir sinn fjórða deildarsigur í röð. 17. febrúar 2023 23:01 Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 83-104 | Þórsarar fyrstir til að vinna Keflvíkinga í Keflavík Þórsarar frá Þorlákshöfn urðu í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Keflvíkingum á þeirra heimavelli á tímabilinu í Subway-deild karla í körfubolta. Lokatölur 83-104, en Þórsarar hafa verið á mikilli siglingu og liðið nálgast sæti í úrslitakeppninni eftir sinn fjórða deildarsigur í röð. 17. febrúar 2023 23:01