Lífið

Stökkið: „Það sakar aldrei að sækja bara um“

Ásthildur Helga Jónsdóttir stundar bachelor nám í klassískum kontrabassaleik við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi. Hún kláraði framhaldspróf í kontrabassaleik frá MÍT áður en hún flutti úr landi fyrir rúmu ári síðan. 

Lífið

Sacheen Littlefeather er látin

Aðgerðarsinninn Sacheen Littlefeather er látin, 75 ára að aldri. Hún hafði barist við krabbamein í brjósti undanfarin ár. Í tilkynningu frá Óskarsverðlaunaakademíunni segir að hún hafi verið umkringd fjölskyldu og vinum þegar hún féll frá.

Lífið

Sögð ætla að halda tryggð við Adam Levine

Þrátt fyrir allt virðist skilnaður ekki vera í farvatninu hjá poppstjörnunni Adam Levine. Eiginkona hans, fyrirsætan Behati Prinsloo, er sögð ætla að halda tryggð við Levine en hún gengur með þeirra þriðja barn um þessar mundir.

Lífið

Selja gleraugu Dahmers fyrir morðfjár

Kanadískir safnarar hafa sett gleraugu sem bandaríski fjöldamorðinginn Jeffrey Dahmer var með í fangelsi á sölu. Einn þeirra segir gleraugun og aðra muni fjöldamorðingjans koma frá fyrrverandi heimilishjálp föður Dahmer.

Lífið

Vörumerki Línu Birgittu á tískuvikunni í París

Tískuvörumerkið Define the Line í eigu Línu Birgittu Sigurðardóttur fékk boð um að taka þátt í tískuvikunni í París. „Ég fékk boð um að taka þátt í PFW fyrir nokkrum mánuðum en það var fyrirtæki í New York sem hafði samband við mig eftir að hafa fylgst með vörumerkinu,“ segir Lína í samtali við Vísi.

Lífið

Hefur unnið sem fyrirsæta um allan heim

Kristín Lilja Sigurðardóttir hefur ferðast um allan heim í starfi sínu sem fyrirsæta og gengið á tískupöllum fyrir risa á borð við Dior og Kenzo ásamt því að hafa setið fyrir í herferðum fyrir stórfyrirtæki á borð við Zöru og Bottega Veneta. Kristín Lilja er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið

Svipta hulunni af þema Met Gala

Óhætt er að segja að hinn árlegi Met Gala viðburður sé einn stærsti tískuviðburður ársins. Á hverju ári er valið sérstakt þema fyrir viðburðinn sem skærustu stjörnur heims klæða sig eftir. Það hafa því eflaust margir beðið spenntir eftir því að fá að vita hvaða þema verður fyrir valinu fyrir þennan stórviðburð á næsta ári.

Lífið

Trevor Noah hættir eftir sjö ár á skjánum

Þáttastjórnandinn Trevor Noah ætlar að hætta sem stjórnandi þáttarins The Daily Show á Comedy Central. Trevor hefur séð um þættina í sjö ár. Hann segist fyrst og fremst finna fyrir þakklæti þegar hann horfir yfir farinn veg. 

Lífið

Jón Jóns­son og Auður gefa út lag sem þeir sömdu ó­vart

Tónlistarmennirnir Jón Jónsson og Auður gáfu í dag út sitt fyrsta lag saman. Lagið ber heitið Ég var ekki þar og var það samið alveg óvart fyrir tólf dögum síðan. Þeim fannst lagið passa vel inn í haustið og ákváðu þeir þess vegna að hafa hraðar hendur við útgáfu þess.

Lífið

Orrifinn hannar bleiku slaufuna í ár

Söfnunarátakið Bleika slaufan er farið af stað en í ár var slaufan hönnuð af þeim Helgu Friðriksdóttur og Orra Finnbogasyni hjá Orrifinn Skartgripum. Bleika slauf­an er árlegt átaksverkefni Krabbameins­félagsins, til­einkað bar­átt­unni gegn krabba­mein­um hjá kon­um.

Lífið

Svavar Pétur er látinn

Svavar Pétur Eysteinsson, tónlistarmaður sem gekk undir listamannsnafninu Prins Póló, er látinn, 45 ára að aldri.

Lífið

Khloé hafnaði bónorði Tristans

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa hafnað bónorði frá barnsföður sínum Tristan Thompson. Hún segist ekki hafa getað sagt já við spurningunni á þeim tímapunkti þar sem hún vilji vera stolt af slíkum tíðindum.

Lífið

Emily in Paris snýr aftur í desember

Tökum er lokið á þriðju seríunni af Emily in Paris og snýr þátturinn aftur á Netflix þann 21. desember. Leikkonan Lily Collins, sem leikur Emily, deildi myndum af tökustað og fögrum orðum um lífsreynsluna á Instagram miðli sínum í gær.

Lífið

Coolio er látinn

Bandaríski rapparinn Coolio er látinn, 59 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda á ferli sínum en var þekktastur fyrir lagið Gangsta's Paradise frá árinu 1995.

Lífið

Mætti óvænt og fagnaði nýju línunni

Fyrirsætan Cara Delevingne mætti á tískuvikuna í París í gær þar sem línunni Cara Loves Carl var fagnað. Óvissa var með hvort hún myndi mæta á viðburðinn, en hún lét ekki sjá sig í partýinu sem var haldið þegar línan fór í sölu fyrr í mánuðinum.

Lífið

Rekinn úr Try Guys eftir fram­hjá­hald

Þeir Ned Fulmer, Keith Habersberger, Zach Kornfeld og Eugene Lee Yang hafa haldið úti Youtube stöðinni The Try Guys. Nú hefur Ned Fulmer verið rekinn úr hópnum eftir að upp komst um framhjáhald á milli hans og samstarfsfélaga.

Lífið

Glasgow og Liverpool keppast um að halda Eurovision

Borgirnar Glasgow og Liverpool í Bretlandi standa nú tvær eftir í keppninni um að halda Eurovision. Samkvæmt The BBC voru þær borgir með bestu tilboðin fyrir viðburðarhaldið. Bretland var valið til þess að halda keppnina í ljósi innrásar Rússlands í Úkraínu, sem sigraði Eurovision. 

Lífið