Lífið

Felix víkur og ó­vissa með Gísla Martein

Felix Bergsson hefur sagt sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins, bæði þeim sem hann hefur sinnt í útvarpi og sömuleiðis í sjónvarpi. Hann verður því ekki fararstjóri íslenska Eurovision hópsins í ár eins og undanfarin ár. Óvíst er hvort Gísli Marteinn Baldursson lýsi keppninni eins og síðustu ár.

Lífið

Nadine og Þór­hildur snúa aftur í sjón­varpið

Hlaðvarpsþættirnir Eftirmál, í umsjón Þórhildar Þorkelsdóttur og Nadine Guðrúnar Yaghi hófu göngu sína fyrir tveimur árum og síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Í þáttunum taka fyrrum fréttakonurnar fyrir eftirminnileg íslensk fréttamál og kryfja þau til mergjar og hafa þættirnir notið fádæma vinsælda hjá breiðum hópi fólks.

Lífið

Ein­hleypir og eitursvalir

Vorið er blómatímabil fyrir einhleypa einstaklinga. Með hækkandi sól og opnum hug ættu lesendur Vísis sem eru í leit að rétta makanum að líta vel yfir eftirfarandi lista sem samanstendur af eitursvölum og einhleypum karlmönnum.

Lífið

Hlustendaverðlaunin 2024: Lauf­ey, Patrik og Iceguys unnu tvö­falt

Hlustendaverðlaunin 2024 voru afhent við hátíðlega athöfn í Gamla bíói í kvöld. Stórstjarnan Laufey hlaut verðlaun sem söngkona ársins og fyrir plötu ársins, Bewitched. Patrik Atlason var valinn nýliði ársins og hlaut verðlaun fyrir lag ársins. Drengjasveitin Iceguys voru útnefndir flytjendur ársins og myndband þeirra við lagið Krumla var valið myndband ársins.

Lífið

Í beinni: Hlustendaverðlaunin 2024

Hlustendaverðlaunin 2024 verða haldin í Gamla Bíó í kvöld en um er að ræða ellefta skiptið sem verðlaunin eru veitt. Þau verða í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Vísi og verður um sannkallaða tónlistarveislu að ræða þar sem margt af helsta tónlistarfólki landsins stígur á svið.

Lífið

Ekkert öðru­vísi að eiga barn með Downs

Íris Lilja Þórðardóttir fagnar í dag í fyrsta sinn Alþjóðlegum degi Downs-heilkennis með dóttur sinni, Emblu Rún, sem er með Downs. Fjölskyldan klæddi sig öll upp í mislita sokka í morgun og ætlar seinna í dag að halda á hitting hjá Downs-félaginu sem haldinn er í Þróttaraheimilinu.

Lífið

Færðu for­seta Ís­lands mis­lita sokka

Það var líf og fjör á Bessastöðum í morgun þegar forseti Íslands tók á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið sem afhentu honum mislita sokka í tilefni alþjóðlega Downs dagsins. Forsetinn var hæst ánægður með sokkana sem voru hannaðir af listamanni með Downs heilkenni.

Lífið

Danskur draumur við strand­lengjuna

Við Vedbæk Strandvej, í einu auðugasta úthverfi norður af Kaupmannahöfn í Danmörku, er að finna stórbrotna villu við strandlengjuna frá árinu 1945. Húsið var endurnýjað árið 2022 á fágaðan og nýstárlegan máta. 

Lífið

Spenna í loftinu fyrir Hlustendaverðlaununum 2024

Hlustendaverðlaunin 2024 verða haldin í kvöld klukkan 20:00 í Gamla Bíói en þetta er í ellefta skipti sem hátíðin fer fram. Hún verður jafnframt sýnd í beinni útsendingu á Vísi en margir af stærstu listamönnum landsins stíga á svið í tónlistarveislu.

Lífið

M. Emmet Walsh látinn

Bandaríski leikarinn M. Emmet Walsh er látinn, 88 ára að aldri. Hann lék meðal annars í myndunum Blade Runner og Christmas with the Kranks, en hann lék 233 hlutverk á leikaraferli sem hófst á sjöunda áratugnum.

Lífið

Hitti yngsta sóknar­prest landsins

Magnús Hlynur Hreiðarsson skellti sér á dögunum í Vík í Mýrdal og hitti þar yngsti sóknarprestinn á Íslandi og ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Lífið

Tímamótavika hjá Bjögga Takefusa og Sól­veigu

Björgólfur Takefusa, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, og Sólveig Heimisdóttir viðskiptafræðingur eignuðust sitt fyrsta barn saman 14. mars síðastliðinn. Auk þess hefur Sólveig sett sjarmerandi eign sína í miðbæ Reykjavíkur á sölu.

Lífið

Sviptir hulunni af heimildar­mynd og sér um föstudagskvöldin á RÚV

Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður til margra ára segir fyndið símtal hafa orðið til þess að hann ákvað að taka að sér framleiðslu heimildarmyndar um Ásgeir Elíasson, einn sigursælasta fótboltaþjálfara landsins. Logi er nú að vinna í gerð fleiri heimildamynda og er í ritstjórn spurningaþáttanna Er þetta frétt? sem sýndir eru á föstudagskvöldum á RÚV.

Lífið

Hefur alltaf verið með bullandi bíla­dellu

Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Magnea Björg Jónsdóttir hefur birst landsmönnum á skjánum í þáttunum LXS. Hún er nú að fara af stað með nýja bílaþætti sem heita 0 upp í 100. Blaðamaður ræddi við Magneu um bíladelluna. 

Lífið

Syndsam­lega góð bananasnickersstykki

Helga Gabríela heilsukokkur og þriggja barna móðir deildi hollri uppskrift af frosnum bananasnickersstykkjum á samfélagsmiðli sínum sem gott er að grípa í úr frystinum þegar mann langar í eitthvað smá sætt.

Lífið

Martin og Anna María eignuðust dreng

Martin Hermannsson landsliðsmaður í körfubolta og Anna María Bjarnadóttir eignuðust dreng á dögunum. Um er að ræða þeirra annað barn saman en fyrir eiga þau soninn Manúel fimm ára.

Lífið

Heimir Hall­gríms­son frum­sýnir kærustuna

Heimir F. Hallgrímsson lögmaður, fasteignasali og ævintýramaður frumsýndi kærustuna, Dagmar Silju Kristjönu Svavarsdóttur nema við Háskólann í Reykjavík, á Instagram í gær þar sem þau voru að njóta lífsins í skíðaferð í Austurríki.

Lífið